Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 2
2 Tuttugu og sex ára gamalli stúlku var bjargaö úr íbúö, sem kviknað haföi í, á Akureyri um helgina. Gerö- ist þetta um níuleytiö í gærmorgun. Vegfarandi á leiö um Hafnarstræti þennan morgun tók eftir því aö reyk lagöi út um glugga á íbúö á fyrstu hæö í húsi viö götuna. Snaraöi hann sér þegar inn í íbúðina og fann þar stúlku sofandi. Vakti hann stúlkuna og kom henni út úr húsinu. Ennfrem- ur henti hann út logandi pullum og sæng. Ekki uröu teljandi skemmdir af völdum eldsins. Hins vegar kom af bálinu töluverður reykur sem kann aö hafa valdið tjóni. Stúlkan var flutt á sjúkrahús til rannsóknar. Varö henni ekki teljandi meintaf. -ás. em meem fieKOR önnur eykur endinguna. um Nýju litakortin okkar hitta alveg í mark. Á þeim finnurþú þinn draumalit. mm VITRETEX Sandmálning er hæfilega gróftil að regn nái að þrífa vegginn og litirnir njóta sín í áraraðir, , hreinir og skínandi. emm Góð ending VITRETEX Sandmálningar er viðurkend staðreynd. Reynslan hefur þegar sannað hana, sem og ítarlegar veðrunarþolstilraunir. VfítÐ Hlutfall verðs og gæða VITRETEX Sandmálningar teljum við vera hið hagstæðasta sem býðst á markaðnum og er það líklegasta skýringin á sífeldri aukningu sölunnar,-auk þess auðvitað hve litirnir eru fallegir. Ný litakort á fimm sölustöðum í Reykjavík og fjölda sölustaða út um land allt. emmiNmMiÐ vmrnx ® Slippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiöjan Dugguvogi Súnar33433og33414 VITRETEX íbúð og bjargaði sofandi stúlku DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. Hausthreingerning pyisuvagnsins i Austurstræti stendur nú yfir. Viðskiptavinir sem ekki fieygja rusli i götuna eiga möguleika á ókeypis málsverðiá Cockpit Inn iLuxemborg. MÁLSVERÐUR í LUXEMBORG — fyrir einhvern sem notar ruslaf ötur Austurstrætis Þeir viðskiptavinir pylsuvagnsins í Austurstræti sem ekki henda rusli í götuna geta átt von á því að fá verö- laun fyrir, ókeypis málsverö á Cockpit Inn í Luxemborg. Ferð til og frá Luxemborg er innifalin. Er þetta liður í hausthreingerningu pylsuvagns Asgeirs Hannesar Eiríks- sonar. Þeir viðskiptavinir pylsuvagns- ins sem nota ruslaföturnar í Austur- stræti fá afhentan númeraöan miöa í vagninum. 1. október næstkomandi verður eitt númer dregiö út. Handhafi þess fær aö launum málsveröinn í Luxemborg, á veitingastaö Valgeirs Sigurðssonar, Cockpit Inn. -KMU. Togarinn Runólfur / höfn i Grundarfirðinum föstudaginn 10. september siðastliðinn. Hann er vanur ágjöfinni þeirri arna, en þó kannski ekki eins algengt að gusurnar gangi yfir hann eins og á rúmsjó þegar hann er i höfn. Það gerðist þó þennan dag. Og eins og sjá má á myndinni hefur talsvert brotið iír nýja hafnargarðinum hjá þeim Grundfirðingum. Já, það er ekki alltaf ein báran stök i henni veröld. -JGH/D V-mynd Bæring Cecilsson. Gusugangur í Grundarfirði Þaö gekk heldur betur á í Grundar- friðinum föstudaginn 10. september siöastliðinn. Ohætt aö segja að þaö hafi veriö gusugangur hinn mesti. Gusurnar byrjuðu á því aö mikinn noröangarra gerði, þannig aö talsvert braut úr nýja hafnargarði þeirra Grundfiröinga um morguninn. Skolaöi miklu úr garðinum þegar sjórinn gekk yfir hann. Þetta er í annað sinn á stutt- um tíma, sem þetta kemur fyrir og er ekkert gert í því aö lagfæra garðinn, þannig aö ekki brotni alltaf jafn mikiö úr honum i hvert skipti, sem vind hvessir. Eins og menn rekur eflaust minni til kviknaöi síöan aðfaranótt laugardags- ins í einni af spenniistöðvum bæjarins og varö þar stórtjón. Það má því segja að ekki hafi verið ein báran stök hjá þeim Grundfiröingum þennan dag. Bæring/—JGH Kammertónleikar á Kjarvalsstöðum Á kammertónleikum á Kjarvalsstöö- um í kvöld veröa meöal annars leikin verk eftir tvö ung íslensk tónskáld, Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Hjálm- arH. Ragnarsson. Tónleikamir hefjast klukkan hálfníu og eru aðrir tónleikamir á tónlistarhá- tíö ungs norræns fólks sem nú stendur yfir í Reykjavík. önnur verk á kamm- ertónleikunum ero eftir Lars-Ove Börjesson, Steen Pade, Tapio Neva- linna og Cecile Ore. -gb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.