Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. 13 .-**! Hf , ! JBg Skyldu valdsherrarnir eiga kost á lúxuskerrum sem þessum, ef lýðræðiskjörnir þingmenn sæju alfarið um bilaframleiðslu? mig viö þekkingaröflunina, unnið fyrir gýg- Þegar þetta tvennt er tekið saman, skortur á samanburðarkostum, og þar með samanburðarupplýsingum, og tilgangsleysi þekkingaröflunar, þá er ljóst að gæðum framleiðslunnar hlyti aö fara hrakandi, þvi kjósandanum væri torveldað að velja af skynsemi bestu framleiðsluna. Eg gert því vel skilið að menn meö bíladellu telji sig hafa ástæðu til að ótt- ast framtíðarhagkerfi S.S., því ef lýð- ræðisfyrirkomulagið veitir okkur bíla í sama gæðaflokki og stjórnmálamenn á Islandi eru nú, þá mega bílaeigendur fara aö biðja fyrir sér. S.S. og minnihlutinn En ókostir þessa kerfis eru ekki þar með upp taldir. Einn helsti kosturinn við markaðskerfið er einmitt sá að þar er minnihlutahópum gert kleift að afla sér gæða þrátt fyrir þaö að meirihluti manna sé andsnúinn neyslu slíkra gæða. Þannig mættu aðdáendur sinfóníutónlistar fara að óttast um sinn hag, ef framleiðsla á slíkri tónlist krefðist þess aö meirihlutinn vildi hlusta á hana. Og hætt er við, að aðdá- endur Ninu Hagen og ,,punk” menningar yrðu að sætta sig við fram- leiðslu á jakkafötum og stressbindum, ef meirihlutinn f engi aö ráöa. En ég geri ekki ráð fyrir, að ég þurfi að beita mikliun fortölum til að sann- færa menn um kosti þess kerfis, sem bannar S.S. og mér ekki að syngja ,,Die Fahne Hoch” yfir hvítvínsglasi á Borginni og það jafnvel þótt yfirgnæf- andi meirihluti manna væri strangir bindindismenn og gyðingar í þokkabót. veriö framleiddir í heiminum árin ’78—’82, hvernig ættu kjósendur þá að geta ákveðið með skynsamlegum hætti hvort betra væri að framleiöa Volks- wagen eða Toyota árin ’82—’86 ? Það er hugsanlegt, en ákaflega ólíklegt, að hópi verkfræðinga og rekstrarhag- fræðinga tækist með ítarlegum rann- sóknum á vélarkosti, mannafla og viðskiptatengslum fyrirtækjanna tveggja að finna svar við þessari spurningu, sem fæli í sér vott af skyn- semi, en við hin gætum allt eins varpað um þetta hlutkesti. „. . . ég geri ekki ráð fyrir að ég þurfi aö beita miklum fortölum til þess að sann- færa menn um kosti þess kerfis, sem bannar S.S. og mér ekki að syngja „Die Fahne Hoch” yfir hvítvínsglasi á Borginni og það jafnvel þótt yfirgnæfandi meirihluti manna væri strangir bindindismenn og gyðingar í þokka- bót.” Framleiðslugæðum færi hrakandi En við þetta bætist það, sem ég nefndi í fyrri svargrein minni, að við þessar aöstæöur borgar sig ekki fyrir einstaklinginn að afla sér þekkingar á því hvaða bílar séu bestir, því meiri- hlutinn ákveöur það hvort sem er fyrir hann, hvaöa bíiar verða framleiddir, eitt atkvæði ræður þar sjaldan úrslit- um. Velji meirihlutinn ekki þann kost sem ég hef uppgötvað að sé bestur, væri allt það erfiði, sem ég hef lagt á Verkalýðsfélög og jöfnuður Af þessum tveimur svargreinum mínum við greinaflokki S.S., „Eymd frjálshyggjunnar”, má ljóst vera, aö hann skrifar greinar sínar meira af til- finningahita en skynsemi og rökfestu. Enn er þó ósvarað því, sem Stefán þarf að létta af sér um verkalýðsfélög og efnahagslegan jöfnuð. Það er engin ástæða til annars en aö eyða einni svargrein til viðbótar í þau efni, og enn treysti ég því á biðlund lesenda. Ami Thoroddsen. ' ljóst að við löndun slíks afla er verið aö éta útsæðið sem átti að verða upp- skera ungra og óborinna, sem eiga að byggja þetta land á eftir okkur, og það hvarflar að manni að irúa því sem illar tungur segja að öðru eins magni af ennþá smærri fiski sé hent út um lensportiö. Sama er að segja um gæöamatslega meðferð á fiskin- um, bæði í veiðarfærinu og eftir að hannkemur á dekkið. Skipstjóri, sem togar í 5 til 6 tíma, veit ósköp vel að fiskurinn sem kom í trollið á fyrstu timunum er löngu hættur að vera mannamatur þegar hann er hirtur úr trollinu. Hann er orðinn flottrollsmarningur eins og forstjóri einnar af stærri fiskverkun- arscöðvunum á Vestfjörðum komst að orði við undirritaöan fyrir nokkr- umdögum. Mestur hluti vertíðaraflans á Suö- vesturlandi sem f er í salt er veiddur í net allt niður á 200—300 faöma dýpi. Hverjum skipstjóra er þaðffullljóst að fiskur sem kæföur er í neti á sliku dýpi er löngu hættur að vera manna- matur áður en hann kemur úr veið- arfærinu, enda með öllu óþekkt að nokkur Islendingur leggi sér slíkan fisk til munns. Ef svo heldur fram, sem verið hef- ur, að stór hluti þess afla sem á land er borinn sé orðinn svo skemmdur úr veiðarfærunum og skipunum áður en hann kemur í land að úr skemmdun- um verði ekki bætt, heldur þær að- eins duldar um takmarkaöan tíma, eins og ég benti á áður, þá hlýtur það að enda með markaðsbresti. Fiskverðið Hver er svo orsökin að þessum ósköpum? Auðvitað eru það fisk- verðsmálin því allt stýrist þetta af peningum. Þegar yfimefnd ákvað að veita mesta hækkun á óslægðan og óverk- aðan fisk þá dundu ósköpin yfir. Með því var stórkostlegt fjármagn flutt frá togurum og bátum sem landa slægðum og ísuðum fiski til þess hluta bátaflotans, sem landar óslægðum fiski. Afleiðingin varð sú að í þúsundum tonna var óslægðum og að meira og minna leyti dauöbióðguðum fiski bunkaö í lestar bátanna og síðan kas- að í landi í mismunandi langan tíma áður en hann var tekinn til verkunar og þá að stórum hluta orðinn óhæfur í mannamat. Síðan er stór hluti þessa ómetis hengdur upp á hjalla í óselj- anlega skreiö sem nú fyllir allar geymslur og hleður á sig vöxtum. Ef framhald verður á slíkri verðlagn- ingarstefnu þá hlýtur þaö aö enda með efnahagslegu hruni. Ef fiskverðsstefnunni yrði hins vegar breytt á þann veg að slægður, ísaöur og vel með farinn fiskur yrði stórhækkaður í verði og verð á smá- ^ „Það er öllum ljóst að þær þrengingar, sem yfir sjávarútveginn ganga, eru manna verk... ” „Hver er svo orsökin að þessum ósköpum? Auðvitað eru það fiskverðsmálin, því allt stýrist þetta af peningum.” fiski og óslægðum fiski lækkað aö sama skapi og tekin upp ströng gæðamatsflokkun mundi sú verð- hækkun fljótt skila sér í betra hráefni sem gengi í dýrari framleiðslu og tryggði betur markaösstöðu. 2ja báta trollið Sennilega mundi slík verðlagning ekki eiga upp á háborðið hjá neta- veiðimönnum þar sem líklegt væri aö netaveiðar legðust þá niður þar sem neta veiddur fiskur hefur aldrei þolað gæðamat. Það þyrfti því að finna þeim flota annað verkefni og sem betur fer liggur það nú fyrir hendi þar sem er 2ja báta trollið. Stór hluti netaveiðiflotans hentar vel fyrir 2ja báta troll, þó þeir hafi ekki vélar- kraft til að vera einir um troll. Úr því Danir, Norðmenn og Færeyingar hafa náð jafngóðum árangri og raun ber vitni með það ætti okkur ekki að verða nein skotaskuld úr því að nota það. Eg las í viötali við Kristján Ragn- arsson að hann óttaðist aukna sókn í þorskinn af 2ja báta trollinu. Það þarf alls ekki að vera, heldur gæti sóknin einmitt beinst í aðra stofna sem netin ná ekki til, svo sem kola, ýsu og steinbít. Við skulum minnast þess að ekkert veiðarfæri er betur til þess fallið að skilja ungviðið eftir lifandi í sjónum, ef því er beitt til þess, heldur en troll- iö og ekkert veiðarfæri skilar fiski- manninum betra og óspilltara hrá- efni í hendur ef togtíminn er viö það miðaður. Að drepa smáfisk í trolli eða að skemma fisk í trolli er ásetn- ingsverk sem hver skipstjóri verður að gera upp viö sig hvort hann ætlar að gera eða ekki. Það gerist aldrei óviljandi. Hámarks arðsemi Vonandi verður framlag fiskverðs- nefndar til lausnar vandanum stór- hækkaö verð á góðum og vel með fömum fiski svo sjómaðurinn sjái sér hag í því að legg ja vinnu í að fara sem best meö hráefnið og skila því í land í því ástandi að það geti gengiö í fyrsta flokk til hverrar verkunar sem arðvænlegust er hverju sinni og að hver fiskur sem veiddur er hafi náö sem mestri stærð og þunga. Það er sú eina stefna sem við getum leyft okkur að hafa í fiskverðlagsmálum nú þegar við einir eigum aögang að fiskislóðinni kringum landið og ber- um ábyrgð á nýtingu þeirra auðæfa sem þar eru gagnvart komandi kyn- slóðum. Við skulum minnast þess að það eru að verða forréttindi á Islandi að fá að gera út skip og að sækja sjó. Því fylgir sú kvöð að þeir sem fá að- göngumiða verða að skila hámarks arösemi af auðlindinni. IsafirðilO. sept. 1982. Pétur Bjamason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.