Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtiugablaðinu á fasteigninni Faxabraut 33 B í Keflavik, þingl. eign Sæmundar Péturssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl., Vilhjálms H. Vilhjáims- sonar hdl., Ásgeirs Thoroddsens hdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hri. fimmtudaginn 23. sept. 1982 kl. 13. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Faxabraut 30, neðri hæð í Keflavík, talin eign Friðbjörns Björnssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrl. fimmtudaginn 23. sept. 1982 kl. 11.30. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem augiýst hefur verið i Lögbirtingabiaðinu á fasteigninni Dverga- steini á Bergi í Keflavík, þingl. eign Eyglóar Kristjánsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms H. Vilhjáimssonar hdl. fimmtu- daginn 23. september 1982 kl. 11. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem augiýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Holt 2 í Garði, talin eign Jóhannesar Árasonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Sigurðar Helga Guðjónssonar hdi. og Vilhjálms H. Vilhjálms- sonar hdl. miðvikudaginn 22. sept. 1982 kl. 15.30. Sýslumaðurinn í Guilbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Heiðar- gerði 17 í Vogum, þingl. eign íngvars Baldvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Guðjóns Steingrímssonar hrl. miðvikudaginn 22. sept. 1982 kl. 11.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem augiýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Melbraut 13 Garði, þingl. eign Walters Borgar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Ásgeirs Thoroddsens hdl. fimmtudaginn 23. sept. 1982 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fiskverkunarhúsi á lóð úr landi Rafnkeisstaða 2 í Garði, þingl. eign Fiskvinnslunnar Suður- nes hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Gests Jónssonar hdl. fimmtudaginn 23. sept. 1982 ki. 16. Sýsiumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Sunnu- braut 30 í Garði, þingl. eign Arnar Eyjólfssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Gests Jónssonar hdl. og Árna Guðjónssonar hrl. fimmtudaginn 23. sept. 1982 kl. 15. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Kirkjuvegi 11 í Keflavík, þingl. eign Olafs Georgssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjálms ÞórhaUssonar hrl., Hafsteins Sigurðssonar hri., Garðars Garðarssonar hdl. og Úlafs Gústafssonar hdl. fimmtudaginn 23. sept. 1982 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 101. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Holtsbúö 67, Garðakaupstað, þingl. eign Rafnars Sigurðs- sonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. september 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 96., 101. og 106. töiublaði Lögbirtingablaðsins Í980 á eigninni Stekkjarkinn 7, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Hjálmars- sonar, fer fram eftir kröfu Stefáns Skarphéðinssonar, hdl., Innheimtu rikissjóðs og Hafnarfjarðarbæjar á eigninni sjáifri fimmtudaginn 23. september 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Oft mátti ætla að jeppi Bergþórs hefði vængi því svo virtist sem hann flygi yfir torfærurnar, algjörlega fyrirhafnar- laust. Með sigri sínum i Stakkskeppninni tryggði hann sér endanlcga íslandsmeistaratitUinn í torf æruakstri 1982. Torfærukeppni björgunarsveitarinnar Stakks: Bergþór tryggði sér íslandsmeistaratitilinn Aldrei áður hafa jafnmargir, jafn- kraftmiklir jeppar verið saman komn- ir í jeppakeppni og var um síðustu helgi þegar björgunarsveitin Stakkur hélt árlega torfæruaksturskeppni sína við Hagafell hjá Grindavik. Ellefu keppendur mættu til leiks og höfðu þeir yfir að ráða öllum kraflmestu tor- færujeppum landsins. Tvö bifreiðaum- boð sendu bila í keppnina en það voru Sveinn Egilsson sem sendi Suzuki jeppa og Daihatsu umboðið, en það sendi tvo bíla í keppnina. Keppnin var mjög spennandi og var tvisýnt, aUt til enda, hver myndi bera sigur úr býtum. Voru fjórir keppendur líklegir til sig- urs en úrslitin urðu þau að Bergþór Guðjónsson vann. Hlaut hann 1685 stig og innsiglaði um leið Islandsmeistara- titil sinn því aö Stakkskeppnin er þriðja af fjórum torfærukeppnum sumarsins sem gefa stig til Islands- meistaratitiis. I öðru sæti varð Bjarmi Sigurgaröarsson en hann hlaut 1485 stig en Halldór Jóhannesson varð þriðji með 1460 stig. Keppnin var nokkuö vel skipulögö en tók helst til langan tíma, sem var að miklu leyti afleiðing af því hve keppendur voru margir. Þrautimar sem lagðar vom fyrir keppendur vom skemmtilegar, fjölbreytilegar og reyndu á flesta þætti aksturshæfni keppenda. Þó hefði mátt sleppa drullu- gryfjunni úr tímabrautinni þar sem hún var að mestu leyti ófær. Einungis litlum hluta keppenda tókst aö komast upp úr drullugryfjunni, og urðu þeir að hlaupa brautina á enda. Til tíma- brauta verður að gera þær kröfur að þær séu færar flestum keppendanna, auk þess sem deila má um hvort víða- vangshlaup og gosþamb eigi rétt á sér í torfæruaksturskeppni. Jón Ragnarsson Minnsti bíllinn í keppninni var Suzuki jeppi með 40 hestafla 700 cc vél. Ökumaður hans Jón Ragnarsson stóð sig nokkuð vel og í sumum þrautunum tókst honum að komast lengra en sumir aörir keppendur sem vom á miklukraftmeiri bilum. I síöustu tíma- brautinni tókst Jóni ekki aö komast upp fyrstu brekkuna og tók hann þá til fótanna og hljóp brautina á enda. Vakti það mikla kátinu áhorfenda þegar Jón hljóp aftur á bak þar sem bílamir áttu að bakka og einnig þegar hann hljóp beint af augum yfir drullugryfjuna endilanga. Jón öm Valsson og Sigurjón Ólafsson Þeir Jón og Sigurjón kepptu á Dai- hatsu jeppum. Vora báðir bilarnir með 66 hestafla 1600 cc vélar og virkuðu þeir mjög vel. Vora bílarnir mjög létt- ir, liprir og skemmtilegir en aðeins of afllitlir. Ef þeir hefðu haft um hundrað hestöfl i viðbót og skófludekk myndu þeir hafa flogið yfir hindranimar án teljandi erfiðleika. I drullugryfjunni sýndi Sigurjón mikil tilþrif og var alls ekkert á þvi að hlaupa. Tókst honum eftir mikið brambolt að komast upp á binginn við enda gryfjunnar en þar varð hann að skilja bílinn eftir. Sigmar Eðvaldsson Jeppinn sem Sigmar keppti á var AMC Jeep með 304 cid. vél. Sigmari gekk ekki mjög vel í keppninni en þó var hann einn af fáum sem tókst aö komast upp úr drullugryf junni. Ársæll Ármannsson Scout jeppinn sem Ársæll keppti á var stærsti bíllinn í keppninni og helst til þungur fyrir 345 cid. International vélina. Ársæli gekk þó furðanlega vel að brölta yfir erfiðar torfærurnar. Árni Guðmundsson Fyrir keppnina fór Árni í smáprafu- ferð upp eina brekkuna en þá vildi ekki betur til en svo aö hann braut gírkass- ann í jeppanum sínum. Var einungis einn gír virkur eftir það og ók Árai keppnina á enda í þriðja gírnum. Þrátt fyrir þessa fötlun jeppans gekk Áma mjög vel í keppninni og sýndi oft lagni við aksturinn. Billinn sem hann keppti á var AMC Jeep með 350 cid. Chevrolet vél. Sigurður Sigurðsson Sjálfsagt hefur enginn keppendanna verið undir eins miklu álagi í keppn- inni og Siguröur. Hann keppti á Svarta torfærutröllinu sem var ósigrandi í tor- færakeppni í höndum Benedikts Eyjólfssonar fyrir nokkram árum og því var búist við miklu af honum. Þó var meira til að stressa Sigurö því 400 cid. Pontiac vélin hafði verið sett í jeppann um morguninn, afturdrifiö var á síðasta snúningi, auk þess sem þetta var fyrsta keppnin sem Sigurður tekur þátt í. Gekk honum mjög mis- jafnlega í hinum ýmsu þrautum og var greinilegt að hann þekkti jeppann ekki nógu vel. Bestum árangri náöi Sig- urður í fyrri tímabrautinni sem var kvartmílulöng spymubraut eftir jafn- lendi og upp brekku. Þar ók Sigurður fumlaust, hélt jeppanum ávallt við jöröina á ógnarhraða og náði besta tímanum, 12,9 sek. Sigurður Baldursson Það sást gjörla á akstri Siguröar Baldurssonar að þar fór vanur tor- færamaður. AMC jeppinn hans Sig- urðar er með tiltölulega lítilli vél, 283 cid. Chevrolet en þrátt fyrir það tók Sigurður lengi vel þátt í baráttunni um fyrsta sætið. I fjórðu brautinni var sér- lega erfitt barð, myndað af möl og stórum hraunhellum, og braut Sig- urður framdrifiö þegar hann reyndi að brjótast yfir það. Eftir að Sigurður naut ekki lengur framdrifsins tók hann að dragast aftur úr keppinautum sín- um. Halldór Jóhannesson Þeir Sigurður og Halldór voru báðir komnir til keppninnar frá Akureyri og hafa þeir báðir verið iðnir við að taka þátt í torfærakeppni, þó einkum Halldór, sem stefnt hefur á Islands- meistaratitil síöustu tvö ár. Oheppnin hefur elt Halidór því það era fá skipti sem hann hefur komist í gegnum keppni án þess að brjóta eitthvað í bíln- um. Jeppinn sem Halldór keppir á er AMC Jeep með 401 cid. AMC vél og er jeppinn allur sérsmíðaöur og styrktur með torfærukeppni í huga. I fiórðu Gamli Willysinn hjá Bjarma Sigurgarðarssyni virkaði alveg hrottalega og átti ljósmyndarinn oft erfitt með að fylgja honum eftir eins og berlega sést á þessari mynd sem tekin var í fyrri timabrautinni. DV-myndir: Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.