Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 16
16
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982.
Spurningin
Hefurðu lært að dansa?
Magnea Reynalds þroskaþjálfari:
Nei, þaö hef ég ekki En ég hef oft talaö'
um það að þaö væri sniðugt aö læra
dans. Dansa á böllum? Jú, ég dansa
mikiö þegar ég fer á skemmtistaöi.
Bjarni Oddsson veggfóðrari: Jú, þaö
hef ég. Fór og læröi fyrir fjórum árum.
Læröi í Gömlu dansafélaginu.
Uppáhaldsdansinn? Alveg tvímæla-
laust vangadans viö konuna mina.
Halla Bergsteinsdóttir, vinnur í
Fiskiöjunni, Vestmannaeyjum: Nei,
þaö hef ég ekki. Jú, jú, ég dansa mikið
þegar ég fer á böll. Hvað aöallega? Er
í tjúttinu aö sjálfsögðu.
Þórunn Haraldsdóttir húsmóöir: Ja,
þaö eru oröin mörg ár síöan. Læröi hjá
Rigmor Hansen, sem var í Gúttó í
gamla daga. Hvaö ég dansa aðallega?
Er langmest í tjúttinu þegar ég fer út.
Árni Þór Kristjánsson bankastarfs-
maðui: Nei, ég hef aldrei lært að dansa
Og ég reikna ekki meö aö læra að
dansa. Dansa þegar ég fer út aö
skemmta mér? Nei, ég geri mjög lítið
að því.
Þorvaldur Hannesson meindýraeyðir:'
Nei, ég hef aldrei lært aö dansa. Finnst
það hreinlega kjánalegt aö dansa.
Fékkstu þér ekki snúning á yngri ár-1
um? Jú, ég reyndi þaö einu sinni og leið
hörmulega.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hann gerir í grein sinni engan mun á
barninu sem hann veitir umönnum,
og fjöldanum, sem á að erfa þetta
land, ef stefnu hans yröi fylgt.
HRINGIÐ
i sima
86611
milli
kl.13
0915
eða
Birgi S. verður tíörætt um lýöræöi
og mannúö í sambandi viö Norrænt
mannkyn og í því sambandi segir
hann um mig: „Reyndar játar ÞG
ekki kynþáttaofsóknir.” Þama snýr
Birgir S. við einu grundvallaratriöi
Þorsteinn Guðjónsson tals-
maður norræns kynstofns
Norrænt mann-
kyn og fréttir
sjónvarpsins
Þorsteinn Guðjónsson skrifar:
Birgir Sigmundsson skrifar í Dag-
blaöiö—Vísi 10. sept. langt lesanda-
bréf um andstööu sína viö félagiö
Norrænt mannkyn, og við mig sér-
staklega, vegna viötals sem blaöiö
haföi átt viö mig. Hann segir aö
„eina vitglóran” í því sem eftir mér
er haft sé sú, aö fóstureyðingalög-
gjöfin frá 1975 sé bein orsök þess aö
barnlausir foreldrar geta nú ekki
fengið íslenskt fósturbarn. Hann er
sammála mér um orsökina fyrir
þessu ástandi. Ég vil beina því til
fólks, aö hugleiða þetta atriöi, sem
viö Birgir S. erum sammála um, og
vita hvort það kemst ekki aö sömu
niöurstöðu.
I stað þess aö beita sér gegn slíkri
löggjöf, sem hann virðist telja jafri
æskilega og hann telur afstööu okkar
í Norrænu mannkyni ámælisveröa,
fer Birgir S. til Indónesíu og sækir
sér þangað tökubarn. Og hann er
mjög meðmæltur því, aö sem allra
flestir leiki þennan sama leik. Hann
lætur sig engu varöa þó aö Islending-
ar líði undir lok í þeirri mynd sem
þeir hafa haft frá upphafi vega
sinna. Saga og uppruni skipta hann
engu máli. Næstu kynslóðir á Islandi
eiga aö veröa blendingsþjóö á borö
viö Alsírbúa eöa Palestínuaraba.
,,/Væstu kynslóðir á íslandi eiga eftir að verða blendingsþjóð á borð við
Alsirbúa eða Paiestinuaraba," segir Þorsteinn Guðjónsson, talsmaður
félagsins Norræns mannkyns.
lýöræðislegs réttarfars. Hann gerir
fyrirfram ráö fyrir sekt manns, sem
er ekki aðeins ósönnuö, heldur jafn-
vel svo, að hann getur hvergi fúndið
getsökum sínum staö. Og hann
kvartar jafnvel sáran undan því aö
blaöamaöur Dagblaösins og Vísis
skuli ekki hafa getað fengiö fram hjá
mér þessar skoöanir, sem hann þráir
svo mjög aö viö í Norrænu mannkyni
höfum.
Á hættuna, sem stafar af innflutn-
ingi verkafólks af ýmsu tagi, úr ýms-
um stööum, minnist Birgir S. ekki
einu oröi, og sýnir þaö mikla tak-
mörkun á málflutningi hans.
Eg óska Birgi S. og f jölskyldu hans
alls góðs, þrátt fyrir stóryröi hans í
minn garö, og þá um leið þess, aö
hann og aðrir átti sig á nauðsyn þess
aö giröa fyrir aö líkt ástand skapist
hér og í löndum þar sem hver sann-
leiksrödd um þessi efni hefur veriö
kæföárumsaman.
Hvaö var þaö til dæmis sem talað
var í sjónvarpsfréttasímann viö kven-
þulinn á sunnudagskvöldiö, þegar
átti að fara aö segja frá kynþátta-
ástandinu í Danmörku? Hvaö mælti
Oöinn í eyra Baldri? Skrýtinn varö
hinn ágæti kvenþulur okkar á svip-
inn. Svo mikiö er víst. En fréttin var
stöövuö.
Mð höfum tekið til máls...
Ungur hommi leggur orð íbelg
Davíð Ólafsson skrifar:
I tilefni þess hve mikið hefur veriö
rætt og ritaö um hómósexúalmálefni
hér í blaðinu aö undanförnu, langar
mig aö bæta hér viö svolítilli sögu af
sjálfum mér og minni eigin reynslu af
hómósexúalhneigö.
Ég átti mjög góöa æsku, var mjög
hamingjusamt barn og aldrei varö
neitt til þess aö varpa skugga á þá
gleði, fyrr en ég fór að verða kyn-
þroska, þá stóö ég sjálfan mig aö því
að veita miklu meiri athygli þeim
strákum sem mér þóttu aðlaöandi
heldur en stelpum. Eg haföi aö sjálf-
sögðu oft heyrt talaö um homma og
þekkti þá auðmýkingu og niðurlæg-
ingu, sem margt fólk lagði í merkingu
þessa orðs, „hommi”.
Því haföi ég ekki mikinn áhuga á aö
láta á mér bera í þessu sambandi. En
ég var líka mjög ungur og á afar viö-
kvæmum aldri, og geröi mér í rauninni
engar hugmyndir um aö ég ætti aö
verða frábrugöinn ööru fólki, og ég
vonaði meira aö segja sterklega aö til-
finningar mínar ættu eftir aö þróast og
breytast í aöra átt, og ég geröi mér
jafnvel þær vonir, aö ég ætti seinna
meir eftir að kynnast einhverri góöri
stúlku og jafnvel kvænast henni.
Ég hló því með strákunum og
stelpunum aö hommabröndurum, eins
ómerkilegir og viöbjóöslegir og þeir
eru, þar sem viðkvæmum tilfinningum
fólks, sem laðast aö fólk af sínu eigin
kyni, var varpað á altari fáfræöinnar
og fórdómanna. Mér leiö oft mjög ila
vegna tilfinninga minna, og margsinn-
is leið ég hreinustu sálarkvalir. Oft
fannst mér ég vera í hreinustu
vandræðum innan um annað fólk,
vegna þess aö mér fannst ég svo frá-
burgðinn því, sem ég ekki var. Sjálfs-
traust mitt fór óöum þverrandi og ég
fann til ríkrar minnimáttarkenndar
vegna tilfinninga minna, á tímabili
mætti ég jafnvel ekki í skólanum í
nokkrar vikur, vegna þess hve þving-
aður ég var orðinn og taugaóstyrkur
innan um hina krakkana. Ég fór jafn-
vel af sjálfsdáðum í tíma hjá skólasál-
fræöingnum í von um aö hann gæti
oröiö mér aö einhverju liði, sem hann
gat svo alls ekki þar sem ég leiddi allt-
af hjá mér að tjá honum raunverulega
ástæöu þess aö ég leitaði til hans.
Að lokum ákvaö ég sjálfur aö halda
áfram í skólanum, þaö var mjög erfiö-
ur vetur en ég þraukaöi hann, ég var
þá 15 ára gamall.
Ég byrjaöi strax aö vinna eftir að
skólanum lauk. Þegar ég var svo rétt
tæpra 19 ára ákvaö ég loks, eftir langa
togstreitu viö sjálfan mig, aö gera
gangskör aö því aö breyta um í málum
mínum.
Þar sem ég þekkti ekkert hómó-
sexúalfólk ákvaö ég aö svara auglýs-
ingu Samtakanna ’78 og gerast félags-
maöur í þeim. Ég man greinilega minn
fyrsta fund sem ég sat feiminn en i
uppreisnarhug. Þar gafst mér í fyrsta
skipti færi á aö skiptast á skoðunum og
jafnvel ræða vandamál mín við annað
hómósexúalfólk.
Ég velti því oft fyrir mér hvers
vegna sumt fólk hefur svo mikið á móti
okkur, fordæmir okkur jafnvel og
fyrirlítur án þess að hafa í rauninni
nokkurn tíma gefiö sér tækifæri til aö
kynnast okkur og meta og komast
síöan að þeirri einföldu niöurstööu að
viö erum ósköp venjulegt fólk.
Ég vona þess vegna, og lít björtum
augum fram til þess, aö fordómarnir
og fáfræðin víki og að í þess staði komi
þekking, sem er undirstaöa skilnings.
FRÚIN DRÓ FRAM STÓL
MEÐ BUNKA AF „PLAYGRL”
Gunnar skrifar:
öfuguggar finnast alls staöar þar
sem siöferöi er í þjóöfélagi, jafnvel í
húsmóður úr Breiðholtinu með kíki í
hönd, aö kíkja á öfugugga.
Þegar ég las um húsmóðurina í DV
þann 9. sept. varð mér hugsað til
konunnar sem hringdi i lögregluna
og kvartaöi undan vísvitandi nektar-
sýningu nágranna sinna.
Bað hún lögregluna í guöanna bæn-
um aö koma og stöðva þessa sýningu
hiö bráöasta því þaö væri alveg óþol-
andi aö hafa þetta fyrir augunum í
hvert sinn er hún liti út um eldhús-
gluggann. Verndarar laga og reglna
brugöu skjótt viö og voru innan
stundar staddir viö útidyr konunnar
og vildu fá nánari upplýsingar um
þessa dóna. Fyrrnefnd frú vísaði lög-
reglumönnunum inn aö eldhús-
glugga, dró fram stól meö stafla af
Playgirl blöðum, fjarlægöi blööin og
sagði: „Standið á stólnum og litiö út
um gluggann og yfir girðinguna og
þá gæti fariö svo ef þið verðiö heppn-
ir að þiö sjáiö einhvern nakinn.”
Þaö fylgdi ekki sögunni hvaö lög-
reglan sá.
Svona ernúlífið.