Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 8
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Fjöldamorðin vekja alls staðar viðurstyggð — Mikilgremja í garð ísraelsstjórnar um heim allan Viöbrögö manna um heim allan viö fréttunum af fjöldamorðunum á Palestínuaröbum í Vestur-Beirút hafa öll veriöá svipaöan veg þar sem flestir harma þennan viöurstyggi- lega verknað og krefjast þess aö alþjóðlegt gæsluliö veröi sent til Beirút til þess aö vernda óbreytta borgara en Israelsher veröi á brott og sumir krefjast refsiaögerða gegn ísrael. Kremlstjómin krefst þess að Sam- einuðu þjóöirnar sendi gæsluUö til þess aö vernda íbúa höfuöborgar Líbanon og tryggja aö Israelsher veröi þaöan á brott. Framkvæmdaráö Frelsishreyf- ingar Palestínuaraba (PLO) kom saman tii fundar í Damaskus og skoraði á Bandaríkin, Frakkland og ItaUu aö senda hersveitir sínar aftur til Beirút en þessi þrjú ríki höföu eftirlit meö því aö PLO-skæruUöar og sýrlenskir herflokkar fluttu frá höfuöborginni fyrir 1. september. PLO og samtök múhameöstrúar- manna og Sovétríkin hafa öll krafist þess aö öryggisráðiö grípi til refsiað- gerða gegn Israel og PLO krefst þess að Israel veröi vísaö úr Sameinuðu þjóöunum. Þessir þrír aöilar og nokkur arabaríki vilja draga Banda- ríkin aö hluta til ábyrgöar vegna milUgöngu Washingtonstjómarinnar viö samningana um brottför PLO- skæmUöa frá Beirút. Bandaríkjastjórn taldi Israels- stjóm ábyrga í fjöldamorðunum meö því aö her hennar heföi tögUn og hagldirnar í Vestur-Beirút og heföi verið í lófa lagið aö afstýra blóðbað- inu. Kaíróstjórnin segist munu íhuga að kaUa sendiherra sinn heim frá Israel ef Jerúsalemstjórnin þver- skalUst viö aö kalla her sinn burt frá Beirút. — Egyptaland er eina ríkiö í arabaheiminum sem hefur stjóm- málasamband við Israel. Hvarvetna í arabaríkjunum voru harðoröar fordæmingar á „fjölda- morösaögeröum hernámsliösins og leppum þeirra í Líbanon.” Frakklandsstjóm hefur boöist tU þess að senda herlið, helst á vegum Sameinuöu þjóöanna, tU Beirút, og Italir hafa lýst sig reiðubúna til svipaörar aöstoöar. öryggisráö Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar á laugardags- kvöld og hljóp mikiU hiti í umræðurn- ar um f jöldamorðin. FuUtrúa Israels vom sendar margar hnútumar og Israelsmenn kaUaðir „júöanasist- ar”, „fasistar” og hróp vom um „fjöldamorö” og „stríösglæpi”. Jehuda Blum, sendiherra Israels, svaraöi framíköllum fullum hálsi, og sagöi land sitt gert aö sektarlambi í þessu máli og ísrael skotspónn „blóörógsherferöar”. Kallaði hann fuUtrúa Sovétríkjanna afkomanda þeirra sem héldu uppi ofsóknum í gyðingahverfum í Rússlandi á keis- aratímanum. öryggisráðið fordæmdi fjölda- moröin og veitti umboö til þess að 40 eftirUtsmenn yröu sendir á vegum Sameinuöu þjóöanna tii viðbótar þeim 10 sem þar eru fyrir. Um leið var de Cuellar framkvæmdastjóra faUð að ráðgast við Líbanonstjóm um önnur ráð til aöstoðar við aö tryggja öryggi óbreyttra borgara í Beirút. Líkhús í Vestur-Beirút: 250 látnir á f jórum vikum, flestir óbreyttir borgarar. ísraelar hörfa frá V-Beirút sætta sig við að gæslumenn Sameinuðu þjóðanna taki við eftirliti í borginni Israelsstjóm kom saman til fundar í morgun undir fordæmingum aUs staöar frá vegna f jöldamorða Líbanon- manna á Palestínuaröbum í Vestur- Beirút og var ákveöið að halda áfram að draga ísraelska herUðið frá höfuð- borginni í Libanon. Sömuleiöis var ákveðið að ganga aö því aö gæslumenn frá Sameinuðu þjóðunum fæm inn í hina umsetnu borg. Oryggisráð Sameinuöu þjóöanna samþykkti í gær aö fjölga eftirUts- mönnum í Beirút úr tíu upp í fimmtíu og um leið er haUast aö því aö senda Belgíska lögreglan efldi um helgina vörð viö aUar byggingar gyöinga í landinu eftir skotárásina á laugar- daginn við eitt bænahús gyðinga. Óþekktur maður skaut af vélbyssu á hóp gyðinga sem sótti guösþjónustu í tUefni nýárshátíðarhalda gyðinga. friðargæslusveitir tU þess að tryggja öryggi óbreyttra borgara í Beirút. SennUegast verður ofan á að sömu þjóöir sem létu hermenn sína fylgjast með brottflutningi skæruliðanna — Bandaríkjamenn, Frakkar og Italir — takiþágæsluaösér. Israelska herliöiö, sem sótti fýrir helgi inn í V-Beirút, þar sem múhameðstrúarmenn hafa átt brjóst- vörn, tóku að hörfa þaðan í gær og afhentu hverfin í hendur Líbanonher. Israelsher hefur verið legiö á hálsi fyrir fjöldamoröin, sem eftirUfendur Tilræöismaöurinn forðaði sér á hlaupum og slapp en sjónarvottar gáfu á honum greinargóða lýsingu og er nú mikU leit gerö um Belgíu aö manninum. Tveir hinna særðu eru hættulega særöir en hinir eru taldir úraUri hættu. úr búðum Palestínuaraba segja að baráttusveitir hægrisinna kristinna Líbana og úr Uöi Haddads majórs hafi framið. Hafði umsáturslið Israels- manna leyft þessum herflokkum aö fara inn í búðimar til þess aö leita aö skæruliöum PLO en grunur lék á því aö einhverjir þeirra hefðu oröiö eftir meöan meginherafU PLO varö á brott úr borginni fyrir 1. september. Sjónarvottar segja að aUt að 1500 Palestínuarabar hafi verið drepnúr áðuren ísraelsku hermennirnir gripuí taumana og afstýrðu frekara blóðbaði. Atburðum er lýst svo að flestum Palestínuaröbunum hafi verið stUlt upp við vegg og þeir skotnir af stuttu færi. Israelsstjórn hefur réttlætt innrás sína í vesturhluta borgarinnar fyrir helgina með því að hún hefði verið til þess að hindra bræðravíg og ofsóknir í kjölfar morðsins á Gemayel, hinum nýkjöma forseta Líbanon úr röðum fanangista. Efla vörð umgyðinga Begin: Sætir ámæli bjá löndum sinum. Begin kallaður „morðingi” af löndum sínum Lögreglan varö aö beita táragasi til þess aö dreifa hundruöum Israels- manna sem safnast höföu við heimUi Begins forsætisráðherra í Jerúsalem til þess aö mótmæla fjöldamorðunum á Palestínuaröbum í Vestur-Beirút. Fólkið kaUaöi Begin „morðingja” og bar spjöld með kröfum um afsögn hans og Ariels Sharons varnarmálaráö- herra. — „Þessi fjöldamorð em hryll- ingur. Viö sitjum nú fastir í fúafeni sem viö komumst aldrei úr,” sagði einn úr hópnum, er áöur haföi eins og flestir landar hans, verið fylg jandi inn- rás Israelshers í Líbanon. Nokkrir vom handteknir í stimping- um viö lögregluna en þeir vom látnir lausir fljótlega aftur. Slík mótmæU vora einnig uppi viö „synagóguna” (bænahús) þar sem Begin hlýddi á guösþjónustu í tilefni nýárshátíöarhalda gyöinga, sem bar upp á þessa helgi. Var strangur öryggisvöröur haföur um ísraelska f orsætisráöherra nn. Þaö sem landa Begins hrylUr við eru fréttir um að ísraelskir herflokk- ar, sem umkringt hafa bækistöðvar Palestínuaraba í V-Beirút og í ná- grenni borgarinnar, hafi hleypt vopn- uöum flokkum falangista og fleiri hægrisinna kristnum Líbönum inn í bækistöövamar í leit aö PLO-skæra- liöum. 1 þessum PLO-búðum eiga nú einvörðungu aö vera konur, böm og gamalmenni en granur leikur á því aö einhverjir skæraUöar séu enn í Líbanon. Þótt yfh-stjórn Israelshers segist hafa látiö moröfyrirætlanh- bandamanna þeirra koma sér á óvart og aö umsátursliðið hafi fljótlega grip- ið í taumana til þess að afstýra blóö- baðinu þykir mörgum það lélegur handarþvottur. „Heimurmn kennir ávallt gyöingun- um um. Við okkur hefði verið sakast ef við hefðum farið sjálfir inn í búöirnar og leitað. En nú veröur okkur kennt um af því aö viö hleyptum þessum viUi- mönnum inn í staðinn,” sagöi einn í mótmælendahópnumfyrir utan heUnUi BegUis. Viö fréttirnar af blóöbaðinu þyrmdi yfir Israelsmenn eins og marga annars staðar og einn í mótmælendahópnum lýsti hugarástandinu þegar hann sagði: „Ef þetta er satt, að hermenn okkar hafi leyft þetta, sé ég ekki nema tvo kosti fyrir mig: NefnUega að ganga út og hengja mig eða flytjast burt frá ísrael.” Semja um mynd- un nýrrar stjóm- aríBonn Viöræður um myndun ríkisstjórnar hægri- og miðflokkanna í V-Þýskalandi hófust í morgun samtímis sem flest teikn á veggnum benda tU þess að átta ára stjómarseta Schmidts kanslara og sósíaldemókrata kunni aö vera á enda. HeUnut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata, og Hans-Dietrich Gensch- er, fyrrum utanríkisráðherra, hittast síöar í dag til þess að ráðgast um aö bægja Helmut Schmidt úr kanslara- stólnum. — Genscher stýrði fr jálslynd- um demókrötum út úr ríkisstjórn Schmidts nú fyrir helgina. Genscher hefur látið hafa eftir sér aö Khol geti reitt sig á stuðning frjáls- lyndra í atkvæðagreiðslu um vantraust á stjóm Schmidts. Khol sagði að hann teldi engan vafa á að hann og Genscher næöu samkomulagi um myndun nýrr- ar ríkisstjórnar. Þeir telja báðir að setja verði á laggirnar nýja ríkisstjórn til þess aö glíma viö ýmis vandamál efnahagslífs- ins og til samsetningar í fjárlögunum fyrir 1983 áður en gengið veröi til kosn- inga. — Khol telur að nýjar þing- kosningar gætu farið fram á fyrsta fjórðungi næsta árs. Ráöherrar frjálslyndra demókrata sögöu sig úr stjórninni á föstudaginn en innan flokksins mælist sú úrsögn misjafnlega fyrir. Sumum flokks- mönnum þykir forystunni hafa farist illa við bandamennina, sósíaldemó- krata Schmidts, og er jafnvel uppi kvittur um aö einhverjir í flokknum muni hlaupast undan merkjum í at- kvæðagreiðslu um vantraust. Schmidt kanslari hefur látið á sér skilja að stjórn hans stefni aö því aö halda þingkosningar hið fyrsta og und- ir það hafa umhverfisvemdarsinnar (græningjar) tekið, en hægri flokkarn- ir telja þær illframkvæmanlegar fyrr en snemma árs 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.