Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Page 22
30 DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982.
Hvað „á” hver stjórn
marga skuttogara?
Fiskiskipin eru orðin allt of mörg.
Þetta er orðið hreint brjálæði. Afla-
hlutur hvers skips er engan veginn
nógu mikill til að þau geti borið sig.
Það heföi átt að vera búið að stöðva
allan innflutning á fiskiskipum fyrir
lifandilöngu.
Setningar eins og þessar sem hér
hafa verið nefndar hafa heyrst víöa á
undanfömum ámm. En ekki hafa allir
verið sammála í þessum efnum og
hafa sumir ekki trúað því að í algjört
óefni stefndi, þrátt fyrir innflutning á
skipunum. Þetta á ekki síst við um sjó-
mennina og útgerðarmennina sjálfa. I
öllum umræðum að undanförnu um
vanda útgeröarinnar virðast menn þó
vera orönir sammála aö ein megin-
orsök vandans sé of stór fiskveiðifloti.
Hin gegndarlausu skuttogarakaup
undanfarin ár séu sh'k að þau hefði átt
að vera búið að stöðva fyrir löngu.
DV hefur gert könnun á því hve
margir skuttogarar hafa verið keyptir
til landsins eða smíðaðir innanlands
frá því hin svokallaða skuttogaraöld
gekk í garð. Hefur verið athugaö á
hvaöa tíma ákvarðanir um kaupin eða
smiðarnar era teknar. Sú viðmiðun,
sem höfö er til grandvallar, eru sam-
þykktir opinberra sjóða fyrir lánunum,
þ.e. Ríkisábyrgðasjóðs og Fiskveiða-
sjóðs. Er síðan athugað hve margar
samþykktir hafa verið gerðar í tíð
hverrar ríkisstjórnar.
Það skal ítrekað að miöað er við
hvenær skuttogaramir voru sam-
þykktir, ekki hvenær þeir komu og
bættust í flotann. Þannig getur skip
sem ákveðið var í tíð einnar ríkis-
stjórnar komið til landsins eða bæst í
flotann í tíð annarrar.
Niðurstöður könnunarinnar eru
þessar:
Ríkisstjóm Jóhanns Hafstein, við-
reisnarstjóm: 12 togarar. Sjávarút-
vegsráðherra: Eggert G. Þorsteins-
son.
Ríkisstjórn Olafs Jóhannessonar: 42
togarar (frá 14.7 71—28.8 74).
Sjávarútvegsráðherra:Lúðvík Jóseps-
son.
Ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar: 30
togarar (frá 28.8 74—1.9 78).
S jávarútvegsráöherra: Matthías
Bjamason.
Ríkisstjóm Ölafs Jóhannessonar: 6
togarar (frá 1.9.78—15.10. 79).
Sjávarútvegsráðherra: Kjartan
Jóhannsson.
Ríkisstjóm Benedikts Gröndals:
Enginn togari (frá 15. 10. 79 — 8. 2.
’80). Sjávarútvegsráðherra: Kjartan
Jóhannsson.
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens: 14
togarar (frá 8.2. ’80-). Sjávarútvegs-
ráðherra: Steingrímur Hermannsson.
Alls hafa því 104 skuttogarar verið
fluttir inn eða smíðaöir innanlands.
Þess skal getið að þrír skuttogarar
hafa farið úr landi og skuttogarinn
Baldur er skráður sem hafrannsókna-
skip. Skuttogarafjöldi landsmanna er
því 100 togarar í dag.
-JGH.
MIG VANTAR SKUTTOGARA—
FÆ ÉG LEYFIFYRIR EINUM?
Fyrsti skuttogarinn, sem kom til
landsins, var togarinn Dagný SI-70,
keyptur í Þýskalandi. Á árinu 1971
komu þrír togarar til landsins. Með
þessum kaupum má segja að skriðan
hafi verið komin af stað.
Á árinu 1970 gaf þáverandi ríkis-
stjóm heimild til að láta smíða fjóra
togara á Spáni og tvo í Póllandi. Alls
vora teknar ákvarðanir um 12 skut-
togara í tíð viðreisnarstjórnarinnar.
Fannst á þeim tíma mörgum tími til
kominn að skuttogarar bættust í fiski-
skipaflotann.
I tíð ríkisstjórnar Olafs Jóhannes-
sonar, sem tók við völdum á árinu 1971,
vora 42 skuttogarar samþykktir.
Ákvaröanir um 30 skuttogara áttu
síðan eftir að verða teknar í ríkisstjórn
Geirs Hallgrimssonar. Má geta þess að
togaramir Már og Jón Baldvinsson era
taldir samþykktir í tíð Geirs þar sem
um þá var samið við Portúgala er
hans ríkisstjórn sat við völd. Lán til
skipanna vora hins vegar ekki sam-
þykkt hjá Fiskveiöasjóði fyrr en í apríl
1980.
I tíð ríkisstjórnar Olafs Jóhannes-
sonar, sem tók við völdum í sept. 78,
vora 6 togararsamþykktir. Frægastur
þeirra er eflaust Barði (Lúðvík-Barði-
Kjartan). Kjartan reyndi mjög að
koma í veg fyrir kaup á honum með því
að neita um samþykkt í Fiskveiðas jóði
en hann kom samt sem áður til
landsins, þar sem erlenda lánið var
samþykkt af Langlánanefnd og stað-
fest af Svavari Gestssyni, þáverandi
viðskiptaráöherra.
Enginn togari var samþykktur í tíð
ríkisstjómar Benedikts Gröndals.
Það sem af er tíð ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsens hafa 17 togarar
verið samþykktir en þar af era þrír
enn í smíöum þannig að þeir era taldir
vera 14 í þessu yfirliti.
-JGH.
Fjöldi samþykktra skuttogara í tíð viðreisnar-
stjómarinnar svokölluðu var 12. Sjávarútvegs-
ráðherra var Eggert G. Þorsteinsson.
Rikisstjóra Olafs Jóhannessonar, frá 14.7. 71 til
28. 8. 74. Alls vora 42 skuttogarar samþykktir í
tíð þessarar ríkisstjóraar. Sjávarútvegsráð-
herra var Lúðvik Jósepsson.
Ríkisstjóra Benedikts Gröndals frá 15. 10 79 tU 8. 2. ’80. Enginn togari var samþykktur.
Sjávarútvegsráðherra var Kjartan Jóhannsson.
Rikisstjóra Geirs HaUgrímssonar, frá 28. 8. 74
tU 1. 9. 78. Samtals vora 30 skuttogarar sam-
þykktir meðan hún sat við völd. Sjávarútvegs-
ráðherra var Matthias Bjarnason.
ROdsstjóra Ólafs Jóhannessonar, frá 1. 9. 78 tU
15. 10. 79. Sex skuttogarar voru samþykktir
meðan hún sat við völd. Sjávarútvegsráðherra
var Kjartan Jóhannsson.
Rikisstjórn Gunnars Thoroddsens, frá 8. 2. ’80 tU ? Nú þegar hafa 17 verið samþykktir en 14
þeirra eru komnir í flotann. Sjávarútvegsráðherra er Steingrímur Hermannsson.
Hefur verið reynt að koma
i veg fyrir stækkun fíotans?
Eins og sjá má hefur skuttogurun-
um fjölgáð jafnt og þétt á siöasta
áratug. Á árinu 1979 greip Kjartan
Jóhannsson til þess ráðs að setja
reglur um að Fiskveiðasjóður sam-
þykkti ekki lán fyrir fleiri toguram.
Þetta dugði þó ekki tU þess aö skip
kæmust ekki inn í landiö því skip
vora á frílista og ef útgerðaraðUar
gátu útvegað erlent lán, sem Lang-
lánanefnd samþykkti aö mætti taka,
var hægt að flytja inn skip án þess að
Fiskveiðasjóður kæmi þar nálægt.
Á árinu 1981 voru fiskiskipin síðan
tekin af frílista og síðan hafa aUir
þurft sérstakt innflutningsleyfi tU að
flytja inn skip.
I tiUögum ríkisstjórnarinnar
vegna aðgerða í efnahagsmálum,
sem ríkisstjómin hefur nýlega gefið
út, er gert ráð fyrir að algjört inn-
flutningsbann verði á fiskiskipum
næstu tvö árin. Ekkert innflutnings-
leyfi verður því gefið út. Og þannig
erstaðannú.
Þá má geta þess að tveir togarar
áttu að fara úr landi. Þeir vora seldir
út en erlendu aðUarnir seldu þá strax
aftur tU landsins. Þannig fóra þeir
aldrei úr flotanum. Eru þetta skut-
togararnir JúUus Geirmundsson,
sem fór tU Keflavíkur og heitir nú
Bergvík, og Guðbjörg frá Isafirði
sem heitir nú Snæfugl. Kjartan
Jóhannsson var sjávarútvegsráð-
herra þegar Július var seldur en
Steingrímur Hermannsson þegar
Guöbjörg varseld.
-JGH.