Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. RYÐVÖRN sf. SMIÐSHOFÐA 1, S 30945 BÍLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR PRJÚNAGARN Ný sending afSMYRNA. Jólaútsaumurinn byrjaður að koma Gjörið svo vel að líta inn. Sjón er sögu ríkari. Sendum í póstkröfu daglega. Hof Ingólfsstræti 1 (gegnt Gamla bíói). Sími 16764. PIAMC Concord, drappl.. 1979 145.000 Cherokee 1974 100.000 Fiat 131 Panorama 1982 185.000 Cherokee Chief, í sérfl. 1978 215.000 Fiat X 1/9 blásans., sportbíll 1980 165.000 Fiat 128, góður bill 1978 50.000 Fiat 125 P 1978 38.000 Concord, sjálfsk., 6 cyl. 1980 170.000 Fiat Ritmo 60 GL 1980 95.000 Polones, rauður 1981 85.000 Mazda 929 station 1979 110.000 Fiat 132 2000 beinsk. 1979 110.000 Fiat 132 2000 beinsk. 1980 140.000 AMC Spirit 1979 130.000 Citroén GS Pallas 1979 80.000 Fiat 125 P 1979 50.000 Austin Allegro 1977 43.000 Simca Horizon 1980 120.000 Fiat Ritmo, 65,5 gíra 1982 135.000 Fiat 127, 3ja dyra, grænn 1978 55.000 Concord 6 cyl., sjálfsk. 1979 147.000 ATH. VANTAR FIAT 127 ÁRG. 1978,1979 OG 1980 A SKRÁ. BÍLASALAN EGILL VILH JÁLMSSON HF. SMIÐJUVEGi 4, KÓPAVOGI SÍMAR 77720 - 77200. Dregið hefur veriö úr viðurkenn- ingarskjölum handverks- bakara vegna „Korna” stundaskrárinnar og eftir- talin númer komu upp: A. Vinningar eru 30 afmælis- rjómatertur. Vinn- ingshafar eru vinsamlegast beönir að sýna viðurkenn- ingarskjöl sín viðkomandi hand- verksbakaríi. 1514 2921 2947 3387 3604 1570 2922 3086 3490 3623 2053 2923 3104 3601 3624 2919 2935 3165 3602 3631 2920 2942 3167 3603 3704 2943 2945 2946 Handverksbakarí ->— „ Umhverfislýti og ótti við að eitthvað fari úrskeiðis veldur mestu að við viijum fá Eim fluttan burt," segja ibúarnir. ibúar við Seljaveg: „HÖFUM UTLA TRÚ Á AÐ „EÐULEGT AÐHALD” DUGIÁ NÁGRANNA OKKAR” IDV birtist viðtal 9. september sl. við Hallgrím Steinarsson eiganda Eims, efnaverksmiðju á lóö Kolsýruhleðslu, Seljavegi 12. Hallgrímur var meðeigandi Kol- sýruhleðslu til 1979. Viðtaliö er uppfullt af alls kyns rangfærslum, hvort sem um er að kenna Hallgrími eða ónákvæmni og misskilningi blaðamanns. Flest er þó vafalítið frá Hallgrími ættað. Hallgrímur þarf að hafa starfs- leyfi þar sem hann brennir olíu til efnaframleiðslu. Þetta átti hann að vita fyrir tíu árum en virðist ekki vita enn, þar sem hann talar um að kolsýra sé ekki eitur og starfsleyfi því óþarft. Samt hefur hann sótt um starfsleyfi enda knúinn til þess af yfirvöldum sem hafa málið til athugunar. Alrangtað engin mengun sé Hallgrímur segir enga mengun vera í útblæstri frá fyrirtæki sínu og Iðntæknistofnun hafi ekkert haft við hann að athuga. Þetta er alrangt, óæskileg efni við útblástursop eru mikiö yfir hættumörkum og starfs- maður Iðntæknistofnunar hefur lagt til að útblæstrinum verði eytt til að hann valdi íbúum í grennd ekki óþægindum. Þetta veit Hallgrímur því að hann hefur gert árangurslaus- artilraunir tilaöeyöa útblæstrinum. Skv. upplýsingum framleiðanda er efnið mónóetanólamín sem Hallgrímur notar við framleiðsluna talið til eldfimra efna, hvað sem Hallgrímur segir. Auk þess er það hættulegt húð, augum og öndunar- færum enda ráðleggur framleiðandi að geyma það í tönkum úr ryðfríu stáli með sérstökum öryggisút- búnaöi. Hallgrimur lætur svo heita að slökkviliðsstjóri hafi leyft að þetta efni sé látið liggja í ryðguðum tunnum, óvarið hjá svartolíutanki, börnum og unglingum að Ieik. Það er trúlegt eða hitt þóheldur. Hallgrímur segir að sprengihætta sé engin en okkur er sagt aö efni í vinnslurás séu undir þrýstingi en sprengihætta sé þó ekki mikil af þeim sökum. Hins vegar höfum við gert veður út af hættu á leka. Og viss hætta er á bruna vegna kyndingar í katli sem verður aö vera undir stöðugu eftirliti sérþjálfaðs vakt- manns eftir því sem Hallgrímur upplýsir sjálfur í skýrslu frá 1980. Hafa vana/ega farið sínu fram Slökkviliðsstjóri taldi, eftir aö honum hafði borist skýrslan frá Hallgrími árið 1980, að óhætt væri að leyfa rekstur fyrirtækisins „með eðlilegu aðhaldi og hvatningu yfir- valda um að fyllsta öryggis sé gætt”. En áhyggjum okkar yröi ekki létt með því; við höfum litla trú á að „eðlilegt aðhald” dugi á nágranna okkar, eigendur Eims og Kolsýru- hleðslunnar.Þeir hafa vanalega farið sínu fram, reist tanka og turna án leyfis, hundsaö tilmæli yfirvalda um bætta umgengni á lóð, hundsaö kvöð í lóðarsamningi um að öll aðkoma að Kolsýruhleðslunni skuli eingöngu vera frá Vesturgötu, svo að eitthvað sé nefnt. Hús Kolsýrahleðslunnar er frægt að endemum, án múrhúðar að mestu og þakplatan meö bindi- jámsteinum óvarin,29árumeftir að húsið var reist. Hallgrímur segir í viðtalinu að þetta sé vegna þess að staöiö hafi til að byggja en ekki fengist leyfi vegna lóðamáls sem verið hafi óútkljáð. Við vitum þó fyrir víst, að þeir hefðu fyrir löngu getað fengið leyfi til að reisa stiga- hús og hæð enda kemur það lóða- málinu ekkert við. Þegar þeir loks sóttu um leyfi í fyrra var komið hik á menn aö veita þeim það vegna óvissu um framtíöarstað fýrir- tækjanna. Umhverfislýti og ótti Umhverfislýti og ótti við að eitthvað fari úrskeiöis veldur mestu um að við viljum fá Eim fluttan burt. Okkur þykir illskárra að hafa Kol- sýruhleðsluna eina þótt við vildum fegin losna við hana líka. Hallgrímur segir í viðtalinu að við ætlum að fá Vélsmiðjuna Héðin, Landhelgis- gæslu og Vitastjóm fiutt líka. Hann veit þó auðvitaö að þetta er firra, við höfum aldei farið fram á brottvísun annarra fyrirtækja úr hverfi okkar. Að lokum viljum við taka fram að við teljum umgengni á lóð Vita- málastjómar og Landhelgisgæslu og á lóð Péturs Snæland síst til fyrir- myndar þótt við höfum nánast eingöngu gagnrýnt umgengni á lóðinni Seljavegur 12. Við teljum aö þar hafi umgengnin verið verst að jafnaði og umhverfislýti mest. Við vonum að í framkvæmd komist áætlun Borgarskipulags um deili- skipulag fyrir umrætt svæði. F. hönd íbúa í grennd við Seljaveg 12. Helgi Þorláksson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.