Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. 29 n Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — Popp — MÆ&srnSmmA l i i/V ij- mmsn ABC: The Lexicon of Love: ROKKÍ KJÓLFÖTUM Það er ekki einungis í veðrinu sem umskiptin verða snögg. Rokksagan er sneisafull af þess konar dæmum; að sönnu ekki eins og hendi væri veifað en snögg á sina vísu þegar til lengri tíma er litið. Það eru til að mynda býsna mikil umskipti sem orðið hafa frá því pönkbylgjan reis sem hæst fyrir fáum árum. Siðustu misserin hefur tónlist í algerri and- stöðu við pönkið einmitt fengið byr undir báða vængi; rokk með glæsi- Ieika, fágun og stæl. Við gætum kallað það rokk í kjólfötum. Sú líking á alténd við þá hljómsveit sem langmesta athygli hefur vakið í Bretlandi (ásamt Vazoo) þetta árið: ABC. Tónlist ABC er óvenju hnitmið- uð enda hittir hún beint í mark! Ég hef heyrt suma kalla hana diskó- rokk. Það má til sanns vegar færa; uppsprettan er fengin frá sjötta ára- tugnum og tónlistin er einkar dans- hæf. Hins vegar er það of mikil ein- földun að afgreiða ABC sem diskó- rokkara. Satt best aö segja virðist þessi hljómsveit strax með sinni fyrstu plötu hafa náð lengra en margar hljómsveitir með fjölmörg ár að baki. Styrkurinn felst ekki ein- vörðungu í tónlistinni; allt sem teng- ist hljómsveitinni er þaulhugsaö og í samræmi við þær kenndir sem tón- listinni er ætlað að kalla fram hjá hlustandanum. Þetta gerðu pönk- hljómsveitimar sosum líka en Martin Fry og ABC hafa barasta betri hugmyndir og betur útfærðar. Martin þessi Fry er lagasmiður ABC og söngvari hljómsveitarinnar; heilinn bak við þær miklu vinsældir sem ABC hefur náö á skömmum tima. Hljómsveitin á líka mikið aö þakka tónstjóra sínum, Trevor Horn, fyrrum meðlimi Buggles („Video Killed The Radio Star”) því snilldar útfærsla tónlistarinnar á drjúgan þátt í því að ABC er nú stórveldi í breskum dægurlagaheimi. En þrátt fyrir frábæra umgjörö sýnist mér aö þar leynist einnig hættan mest. Þeir sem fylgst hafa með Trevor Horn og Dollar á síöustu mánuðum hljóta að taka undir það með mér að þar hefur umgjörðin borið tónlistina ofurliði. Vonandi gerir Martin Fry sér grein fyrir þessari hættu og þá þarf ekkert aðóttast! The Lexicon of Love hefur nánast að geyma allt sem ABC hefur sent frá sér til þessa dags. Smáskífurnar þrjár — a-hliöar lög þeirra — sem komu út síðastliðinn vetur og vor, „Tears Are Not Enough”, Poison Arrow” og „The Look of Love” eru hér á stóru plötunni svo og nýja smá- skífulagið „All Of My Heart”. Öll þessi lög hafa komist inn á topp tíu í Bretlandi og það eru ekki ýkja marg- ar hljómsveitir sem geta stært sig af slíkum árangri. Fyrir okkur sem heyrt höfum lögin á smáskífunum segir þessi breiðskífa okkur lítið meira en við vissum um ABC. Hin lögin fimm á plötunni eru í sama dúr og tvö þeirra gætu seinna meir verið gefin út á 2ja laga plötum. Þannig er sama hvar borið er niður á þessari plötu; hún er nánast eins og „Greatest Hits” plata rótgróinnar hljómsveitar. Einimunurinnersá að þetta er fyrsta plata ABC! Fágætt bvrjendaverk! -Gsal Til sölu BMW 520 árg. 1980 Renault 18TS árg. 1979 BMW 518 árg. 1980 Renault 18TS árg. 1978 BMW 518 árg. 1977 Renault 18TL árg. 1979 BMW 323i árg. 1981 Renault 14TL árg. 1978 BMW 320 árg. 1980 Renault 14TL árg. 1977 BMW 316 árg. 1980 Renault 12TL árg. 1978 BMW 320 árg. 1981 Renault 12TL árg. 1977 BMW 315 árg. 1982 Renault 5TL árg. 1973 BMW 315 árg. 1981 Renault 4Van árg. 1977 Renault 4TL árg. 1980 Renault 4Van árg. 1978 Renault 20TL árg. 1978 Renault 4Van árg. 1979 Renault 20TL árg. 1977 Renault 4Van árg. 1980 Renault 18TS árg. 1980 <$► V KRISTINN GUÐNASON HF.; SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 1 Nýjar sendingar Teg. 48020. Stærðir: 38-41. Litur: Grátt antikleður, kuidafóðraðir. Verðkr. 795,- Teg. 48024 Stærðir: 36—41. Litur: Brúnt antikieður, kuldafóðraðir. Verðkr. 885,- Teg.86. Litur: Rautt leður. Stærðir: 36—41. Verðkr. 1082,- Teg. 23001. Litur: Svart og dökkbrúnt ieður. , Stærðir: 3 1/2-7 1/2. Verðkr. 1352,- Teg. 48. Litur: Svart og vinrautt rúskinn. Stærðir: 36—41. Verðkr. 855,- LAUGAVEGI 60. SÍMI 21270 ERUM FLUTTIR í VATNAGARÐA 24 Sími 38772 Honda á Islandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.