Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 37
Vilas hefur svo sem veríð við kvenmann kenndur áður. Karólina og Vilas. Sórfrœðingar segja að hún klæðist Hér er hann með Gabriellu fyrrum heitmey sinni. mun kvenlegri fatnaði en óður. Til dæmis Ijósum Henni kynntist hann þegar hún var niu óra. kjólum með ýmsum litlum doppum og dilum. ...OG VILAS SEMUR UOÐ HANDA KARÓLÍNU SINNI Hljótt hefur veriö um mál Kurólínu prinsessu síöan hún heimsótti klakann fyrir nokkru. Sem kunnugt er var Vilas vinur hvergi nálægur í þeirri ferö. En Sviðsljós hafa haft spurnir af því aö allt gangi vel hjá þeim skötuhjúum. Karólína situr þolinmóð viö hliöar- línuna á meöan herrann sprangar um tennisvöllinn. Hún hleypur tii hans aö leik loknum og strýkur af honum svit- ann — og þiggur vitaskuld koss aö launum. En betur má ef duga skal, Vilasi hefur ekki gengið neitt of vel á tennisvellinum, hvort sem kenna má ástinni eöa kókaínneyslunni um. Þau geysast saman um víða veröld, jafnt í fríum sem á keppnisferöum gumans. Fjölskylda snótarinnar virðist þó ekki vera neitt sérlega hrif- inn af Vilasi enda þótt hann sé ríkur, frægur og sætur. Karólína hefur á hinn bóginn fengiö nýja trú á hjónabandið. Vilas hefur allt til að bera, aö hennar áliti. Hann er ríkur, sætur, talar Furstafjölskyldan i Mónakó. En hvar er Karólina? spænsku, spilar á gítar, er íþrótta- kappi.kaþólskurog ekki einu sinni frá- skilinn sem er meira en frökenin getur státaö af. Og til að kóróna allt saman hefur drengurinn brageyra, eins og sjá má á ástarljóði hans til Karólínu litlu. Þaö heitir „Prinsessan mín.” Ofur- lítinn skugga ber þó á, en hann er hvorki breiöur né mikill. Sem sé aö Vilas hefur sett saman margan brag- inn um aðra stúlkukind, Gabríellu. Vilas kynntist þeirri stúlku þegar hún var níu ára og er hún varö fullra 16 ára fékk pilturinn aö fara meö henni út. Og ekki leiö á löngu þar til aö þau tóku að búa saman. GabrieUa er 18 ára núna og Vilas henti henni vitaskuld út er hann tók saman viö hiö eöalboma fljóð, Karólínu. Af rausn sinni henti hann í hana dágóöum slatta gulls og íbúðarhúsi að auki. Karólína er komin upp á kant viö fjölskyldu sína vegna Vilasar. Til að mynda þótti ástæðulaust aö láta hana vera meö á nýjustu opinberu mynd af f jölskyldu Rainers fursta. liisilllil Vfirp yn tingameistari eldri bekkinga rádgast vid undirmann sinn um tæknileg atriði. ,,Ef þú verður ekki þæg þá förum við i myllu á rassinum á þér!" heyrðist einn ungur sveinn, vopnaður tússpenna, segja við fagurt sprund sem hafði gjört það eitt af sér að teljast nýnemi við mennta stofnunina. ,, ________ BUSARNIR TOLLER AÐIRÍMENNTA- SKÓLANUM — áratuga gömlum sið enn viðhaldið v • (r t • Tolleringar fóru fram í Mennta- . og þvi þótti viö hæfi aö vera ekki meö skólanum í Reykjavík á 'dögunum. mikiö glens og gamanmal. Guöni Busarnir — nýnemar skólans voru Guömundsson rektur baö nemendur vigöir inn i samfélag heldri manna, um aö stilla sig á meðan á tollering- þ.e. eldri bekkinga menntaskóláns. um stæði og sagöi Guöni aö tollering- Busarnir voru merktir i bak og fyr- um loknum aö þær heföu farið tiltölu- ir og þvi næst kastað upp.,-i, loftiö og lega-'vel fram og virðist svo vera, aö síðan krassaö i andlit þeirra meö minnsta kosti sögöu eldri nemendur tússpenna. Einnig bar nokkuö á a.ð þetta væri lélegasta busavígslan i vopnum ei.ns og raksápu, lýsi, soja- mörg ár. Að loknum tolleringum og sósu, hárúöa og ööru sem óspart var tilheyrandi slagsmálum sættust eldri beitt gegnúþægum busuin. .v . nemendur við nýnemana og stigu Tolieringarnar fóru fram í skugga dans viö þá langt fram eftir nóttu i sviplegs fráfalls Kristjáns Eldjárns Sigtúni. ,,Blóð fyrir busa" og fleiri ámóta smekkleg köll og hróp heyrðust á lóð Menntaskól ans er tolleringar stóðu yfir. Ungur maður á uppleið. I * STINGI NÝRRI KVIKMYND Þaö er orðið æ algengara að rokk- stjömur snúi sér að kvikmyndaleik. Sting, bassaleikari og söngvari Police, er einn af þeim rokkstjörnum sem sýkst hafa af kvikmynda- bakteríunni. Hann hefur lokiö viö að leika i myndinni Brimstone and treacle. Leikstjóri myndarinnar er Richard Loncraine. Sting leikur býsna vafasaman náunga sem gerir eitt og annað af sér, t.d. nauðgar hann fatlaöri stúlku og fleira í þeim dúr. Af Police er þaö annars aö frétta að þeir félagar ætla að fara í stúdíó fyrir jól og taka upp nýja plötu. A meðan slappa þeir Sting og Stewart Copeland af en Andy Summers vinnur aö sólóplötu ásamt Robert Fripp. I viðtali á dögunum sagði Sting frá reynslu sinni af kvikmyndatökunni og ýmsu fleiru. Hann sagöi að hann væri ánægöur meö sinn.hlut í kvik- myndinni sem hann hefur nýlokiö viö aö gera. Aö týpan sem hann leikur væri óvenjuleg aö því leyti aö þetta væri náungi sem í senn væri góður og slæmur. Sting sagöi í viötalinu aö þaö væri töluvert erfitt aö fara úr tónlist í kvikmyndir. Allir í rokk- bransanum væru á móti rokkurum sem iéku í kvikmyndum og at- vinnuleikaramir snerust einnig á móti þeim. Hann sagöi þó einnig að honum þætti þaö mjög eölileg þróun hjá tónlistarmönnum aö fara aö leika i myndum því þeir væru hvort sem er alltaf að leika. Sting finnst þaö verst viðaðveraísviðsljósinuað þaö sé alltaf veriö að ljúga um einka- líf hans. Honumfannstskjóta skökku viö er ensku blöðin birtu einhverjar lygafregnir um skemmtanalíf Sting og viðhalds hans á sama tíma og ísraelsmenn slátruöu Palestínu- mönnumíLíbanon. Sting leikur Martin nokkurn, heldur skuggalegan náunga, i myndinni Brimstone and treacle. Albert Maitjuer JASSBALLETTSKÓU EDDU SCHEVm ÍNÝTT HÚSNÆÐI Ballettskóli Eddu Schving hefur nýlega aukið starfsemi sina til muna og flutt í nýtt og f ullkomiö húsnæði. DV leit inn hjá Eddu og forvitnaðist um hagi hennar. „Já, þaö er rétt aö ég hef veriö aö auka viö mig. Eg hef verið með bailett- skóla, ein síöan 1960 en áður dansaði ég sýndi og var með skóla ásamt Jóni Valgeiri. En nú hef ég bætt við mig. Auk þess aö kenna klassískan ballett hef ég tekið upp kennslu í jassballett og einnig er ég meö líkamsþjálfun fyrir konur á öllum aldri.” Edda er sjálf reynd ballettdans- mær, hefur m.a. dansað í Þjóðleik- húsinu, fyrst á opnunarhátíö þess og síðast i Hnotubrjótnum um áramótin ”77—78. Auk þess sýndi hún og dansaði ýmiss konar dansa. Ásamt félaga sínum, Jóni Valgeiri, starfrækti hún skóla um skeið, en áriö 1960 stofnaöi hún sjálfstæöan ballettskóla. Lengst af varhún í litlu húsnæöi á Skúlagötu 34 en í sumar flutti hún í nýtt og glæsilegt húsnæöi að Skúlatúni 4. Aðstaöa þar er öll hin Edda Scheving leiðbeinír nemendum i ballett. fullkomnasta. Auk rúmgóös danssal- ar eru sturtur, sólarbekkir og góð búningsaöstaöa þar. Ég spuröi Eddu aö því hvort áhugi væri mikill á ballett þessa dagana. „Áhuginn er mjög mikill og hefur aukist sérlega undanfarin ár og þá ekki síst á jassballett og auðvitaö almennri líkamsrækt.” Edda sagöi aö þaö væri töluvert mikill munur á klassískum ballett og jass-ballett. , ,Það er allt annar bakgrunnur. Jass- ballettinn sprettur upp úr negratón- list. Klassískur ballett er til muna formfastari en jassballettinn. Þaö er ákveðinn stíll i öllum jassballett en hann er miklu frjálsari en klassísk- ur. En jassballettinn er mikil listgrein ýmsir þekktustu dansflokkar á sviði klassisks balletts hafa töluvert gefiö sig aö jassballett. Edda Scheving hefur hingaö til að mestu kennt ein í skóla sínum. „Ég eyk núna við starfsliðið vegna til- komu jassballettsins, en ég held áfram aö kenna á fullu. Ég kenni sjálf í byrjendaflokkunum, enda legg ég mikla áherslu á að undirstaöan sé góð. I ballettinum er mikilvægt að krakkarnir leggi sig fram strax í upphafi, en ég reyni líka að lífga upp á kennsluna, læt þau ekki endalaust gera tómar æfingar, heldur læt þau dansa skemmtilega dansa inn á milli.” Með tilkomu jassballettsins hefur Edda fengið til liðs við sig ungan kennara, Þorgeröi Gunnarsdóttur, eða Hoggu eins og hún er kölluö í daglegu tali. Þorgeröur hefur veriö viö nám í Bandaríkjunum undanfar- in þrjú ár. Við spuröum Þorgeröi í hverju nám hennar þar hefði verið fólgið. ,Jíg kláraði í vor B.A. próf við Rockford college í Elinois. Þar lærði ég danstækni, kóreógrafíu og sögu dansins auk ýmislegs sem tengist dansi, svo sem notkun ljósa á sviöi, svo eitthvaö sé nefnt.” Kennslu í skóla Eddu Scheving er þannig háttað að það eru ýmis stig í ballett og jassballett, byrjendaflokk- ar, flokkar fyrir lengra komna og framhaldsflokkar. I likams- þjálfunarflokknum eru konur á ýms- um aldri. I jassballettinum er fólk frá 12 ára aldri og upp úr, en það má segja að í ballettinum séu nemendur á aldrinum 5 ára og upp úr. ás. Þorgerður Gunnarsdóttir stigur dans með nemendum sinum. DV-myndir: Einar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.