Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. 43 Sandkorn Sandkorn Útvarpsráð kann- ar bjórdrykkju Dönskukennsluþættir heija brátt göngu sína í íslenska sjónvarpinu. Með eitt ai aðal- hlutverkum fer Liija Þóris- dóttir. Til eyrna útvarpsráðs- manna barst fyrir nokkru orðrómur þess efnis aö mikið færi fyrir bjórdrykkju i þátt- um þessum. Útvarpsráðs- formaöurmn Vilhjálmur Hjálmarsson, sem er lítt brif- inn af áfengum drykkjum, mátti náttúrlega ekki til þess vita að slíkur þáttur slyppi óséður í gegnum ráðið. Til að kanna hvað hæft væri í sögu- sögnum óskaði Vilhjálmur því eftir að útvarpsráðsmenn fengju að sjá þáttinn. Hvort útvarpsráði bafi fundist bjórdrykkjan úr hófl fylgir ekki sögunni. Hræringar í útgáfufyrirtæki Helgarpóstsins Miklar hræringar hafa verið innan stjórnar Vitaðs- gjafa — útgáfufyrirtækis Helgarpóstsins — að undan- förnu. Nýkjörinn stjómarfor- maður Pétur J. Eiríksson hagfræðingur og starf smaður Flugleiða og stjóraarfor- maður Félagsstofnunar stú- denta sagði af sér stöðu sinni bjá Vitaðsgjafa. Einnig sagði sig úr stjórainni Stcinar Lúðvíksson blaðamaður hjá Frjálsu framtaki sem kom um leið og Pétur inn í stjóra útgáfufyrirtækisins. En ekki er ÖU sagan sögð. Anna Kristín Traustadóttir fjármálastjóri Féiagsstofn- unar stúdenta hafði verið ráð- in framkvæmdastjóri hjá Helgarpóstinum. Hún hætti við á síðustu stundu, á sama tima og Pétur og Steinar gengu úr stjórainni. Anna Kristín, Pétur og Steinar störfuðu saman á Frjálsu framtaki hér áður fyrr. Sem stjóraarformaður Félagsstofnunar stóð Pétur fyrir ráðningu Önnu Kristín- ar tU þessa þjónustufyrirtæk- is stúdenta á sínum tíma. Ekki liggur ljóst fyrir hverjar ástæðuraar era fyrir þessum afsögnum og upp- sögnum. En ekki er ólíklegt að það standi i sambandi við fjárhagsstöðu Helgarpósts- ins, en tapið á fyrirtækinu á síðasta ári nam tæpum 300 þúsund krónum. í stað Péturs var Árai Þórarinsson ritstjóri Helgar- póstsins kjörinn formaður stjórnar Vitaðsgjafa. Bjarai P. Magnússon er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. „Sjónvarps- skóflustungan" Skagfirðingum brá mjög er þeir sáu í sjónvarpinu Sunn- iendinga taka fyrstu skóflu- stunguna að steinullarverk- smiðju í Þoriákshöfn. Töldu norðanmenn enda sig hafa | unniðslaginnumsteinullina. Skagfirðingar reyna nú að I sannfæra sjálfa sig og aðra um að skóflustungan i Þor- lákshöfn hafi verið sýndar- mennskan ein. t Feyki, biaði sem gefiö er út á Sauðár- króki, er talað um „sjón- varpsskóflustunguna” og það haft eftir sveitarstjóranum í Þorlákshöfn aö ekkert hafi I verið grafið fyrir steinuliar- Sandkorn verksmiöju þar nema rétt á meðan sjónvarpsmenn voru að mynda. Segir i leiðara Feykis að tilburðir nokkurra cinstaklinga til þess að trufla hlutafjársöfnun norðan- manna með stungnskóflu og ríkissjónvarpið að vopni hafi vakið almennan aðhlátur iandsmanna. Þrátt fyrir að Feykir reyni að gera Sunnlendinga hiægi- lcga má lesa á miili linanna ótta um að Norðlendingar guggni á verksmiðjunni. Hvetur blaðið alla Norðlend- inga til að standa saman um málið og sýna í raun að þeir geti byggt og rekið fyrirtæk- ið. Hver svo sem tilgangur Sunnlendinga með skóflu- stungunni var og hvort sem þeim er alvara eða ekki þá er ljóst að þeim hefur tekist að hræða Norðlendinga. Talast við | með bókunum Eftirfarandi rákumst við á í f undargerö bæjarráðs Kópa- vogs: „Björa Ólafsson flytur svo- hljóðandi tillögu: „Ég legg til að íbúar Snæ- landshverfis, sbr. crindi í 3. lið þessarar fundargerðar, sitji við sama borð og byggj- endur viðÁstún.” Samþykkt með 4 atkvæðum. Guömundur Oddsson óskar bókað: „Ég óska eftir að Björn Ólafsson kynni sér inntak til- lagna er liggja fyrir bæjar- ráði hverju sinni.” Björn Ólafsson lét bóka: „Ég tel mig skilja fyilUega um hvað tillögurnar f jalla.” Fleira ekki gert. Fundi sUt- iðkl. 19:30.” Umsjónarmaður: Kristján Már 'Unnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir TÝPISKUR FARSI Austurbœjarbfó sýnir: Moö botninn úr buxun- um (So fine). Leikstjórn og handrit: Andrew Bergman. Kvikmyndataka: James A. Contner. Aðalhlutverk: Bobby Fine — Ryan O’Noal, Jack Fine — Jack Warden, Lira — Mariangela Melato, Eddie — Richard Kiel. Með botninn úr buxunum er farsi sem leikstjórinn Andrew Bergman hefur samið. Söguþráðurinn er ákaf- lega týpiskur. Þarna er hinn klassíski þríhyrninguTi, enda þótt að óvenjulegt megi teljast að kokkál- aði eiginmaðurinn sé risi að vexti. Myndin fjaUar um Bobby Fine, bókmenntakennara við Chippenanga háskóla. Bobby hefur lagt fyrir sig húmanísk fræði og hefur engan áhuga á fyrirtækjarekstri föður síns. Aðaláhugamál hans er aö hljóta ævi- ráðningu við háskólann. Fyrirtæki föður hans gengur ákaf- lega illa að selja vörur sínar — illa sniðna og hallærislega kjóla. Jack Fine hefur því tekið það til bragös að fá peninga aö láni hjá okrara nokkr- um, nautheimska risanum Eddie. Jack Fine kemst í miklar skuldir og getur ekki borgaö Eddie. Eddie vill fá fyrirtæki Jack upp í skuldirnar en sættist á það að Jack fái gjaldfrest með því skilyrði að sonur hans, Bobby, verði gerður að yfirmanni í fyrirtækinu. Bobby hefur vitaskuld engan áhuga á því en menn Eddie ræna honum og heyða hann til að taka til starfa hjá fyrirtækinu. Bobby og Jack eru boðaðir á fund — sem nær aldrei verulegu Eddie þar sem hann stígur dans við undurfagra eiginkonu sína á diskó- teki sínu. Lira, kona Eddie, verður umsvifalaust hrifin af Bobby og fara leikar svo að hún sækir hann á skrif- stofuna og tælir hann til ástaleikja. Hún fullvissar Bobby um að Eddie komi aldrei fyrr en seint hehn. En auðvitað kemur Eddie snemma heim þetta kvöld og Bobby felur sig undir rúmi hjónanna. Hann sleppur ekki út úr húsinu fyrr en morguninn eftir, fötin hans týnd og þvi verður hann að fá lánaðar buxur frúarinnar. Á leiöinni á skrifstofu föður síns rifna buxurnar að aftan. Er á skrifstofu föðurins er korriið, verða kaupahéðn- amir sem þar eru staddir stórhrifnir af buxunum sem Bobby er í. Fine feðgamir græöa stórfé á því að f ram- leiða buxur með „gægjugati” á rass- inum. En upp koma svik um síðir. Eddie kemst aö því að Bobby heldur við Liru. Æsist nú leikurinn mjög en hér skal látið staðar numið í því að rekja söguþráöinn. Með botninn úr buxunum er ákaf- lega dæmigerður ærslaléikur. Það kemur bókstaflega ekkert manni á flugi óvart. Ryan O’Neal er ákaflega geðs- legur að vanda en tekst ekki sérstak- lega vel upp. Jack Warden, sem leikur föður Bobby, er reyndur leik- ari og stendur sig með mikilli prýði. En í heildina er Með botninn úr buxunum ómerkileg kvikmynd. Söguþráðurinn er óttaleg della eins og við er að búast og ekkert nema gott um það að segja þegar farsi er annars vegar. En því miður em brandarar og uppákomur myndar- innar yfirleitt svo máttlaus aö hún nær aldrei að rísa vemlega upp úr meðalmennskunni. Inni á milli em þó býsna kimin atriði. Richard Kiel í hlutverki ris- ans er aldrei verulega fyndinn. Hann er hreinlega of fáránlegur til að hægt sé að hlæja að honum. En sem sagt, gamanmynd sem aldrei nær því að vera vemlega skemmtileg, að mínu mati. Hún býr ekki vfir þeim hraöa og hæfilega fár- 'ánlegum ærslurn sem til þarf. -ás Fiat 128, '79. . Verðkr. 60.000. Ch. Citation 3 d. 6 cyl. Verðkr. 175.000. Ford Bronco sjálfsk., vökvast. '79 Verðkr. 250.000. Ford Cortina 1600 4 D '76 Verðkr. 50.000. Subaru 4x4 station '80. Verðkr. 140.000. Scout Traveler sjálfsk., vökvast. '78 Mazda 929, sjálfsk. '80 'verðkr. 140.000. Dodge Aspen '79 Verð kr. 150.0«J0. Oldsmobile Cutlas Supreme '79' Verðkr. 190.000. Ch. Capri Classic '78 Verðkr. 170.000. Volvo 144 sjálfsk. '74. Verðkr. 75.000. Honda Accord EX sjálfsk. '80. Verð kr. 125.000. Verðkr. 220.000. Toyota Cressida sjálfsk. 4 d. '78 Verðkr. 100.000. Dodge Ramcharger með öllu '79 Verðkr. 295.000. Volvo 244 DL vökvast. '75. Verð kr. 85.000. Toyota Cressida station 5 gira, '78. Verðkr. 110.000. Isuzu Gemini '81 Verðkr. 135.000. Bedford sendif. 5 tn. m/kassa '78 Verðkr. 195.000. _ Daihatsu Charade Runabout '80. Verðkr. 85.000. Ch. Chevette 5 d. 79. Verðkr. 107.000. Ch. Nova Custom, 2 dyra '78 Verð kr. 145.000. Toyota Hi-Lux yfirbyggður '81. Verð kr. 250.000. Ch. Chevette '80. Verðkr. 115.000. Oldsm. Cutlas Brough. dísil '80. Verðkr. 230.000. Toyota H-Lux, bensin, '81. Verð kr. 140.000. Volvo 245 DL, beinsk., '7/ Verðkr. 120.000. Vauxhall Chevette hatchback '77 Verð kr. 55.000. Buick Skylark LTD 2 d. '81. Verð kr. 280.000. Buick Century Regal 2 d. '76. Verðkr. 120.000. M. Benz 307 lengri gerð m/gluggum '79. Verð kr. 220.000. Ch. Malibu Classic 6cyl.'80. Verð kr. 220.000. Ch. Blazer Cheyenne, be. isk., 6 cyl.'76. Verðkr. 160.000. 'Galant GLS 1600, '82. Verðkr. 155.000. GMC Sierre 4x4 beinsk. m/sætum f. 11 '76. Verðkr. 200.000. Ford Bronco 6 cyl., beinsk. ’74. Verðkr. 85.000. Peugeot 505 SRD beinsk., vökvast. '80 Verðkr. 180.000. Honda Accord EX, sjálfsk. vökvast. '82. Verðkr. 200.000. Mazda 323 GD '81. Verðkr. 130.000. Fiat 1500 Polonez '81. Verð kr. 95.000. Toyota Corolla station 5 d. '78. Verð kr. 80.000. Saab 96 '73. Verðkr. 26.000. Mazda 626 sjálfsk.,vökvast., '82.1 Verðkr. 180.000. Beinn sími 39810 VÉIADEILD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík, Hallarmúlamegin. j _ Sími 38900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.