Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. 15 Menning Menning Menning Thorvaldsen 1770-1844 Þá hugleiddu þessir sömu menn lista- verk frá 16., 17. og 18. öld, en nú í nýju ljósi. Andsvar við rókókó I sögulegri einföldun er nýklassík oft túlkuö sem andsvar gegn barokk- og rókókólist og þá gjarnan vísað til rita safnfræöingsins og fagurfræöings- ins J. J. Winckelmann. Barokklistin, sem rikt hafði áður, er í eðli sínu ótvíhverf og ,,malerísk" þar sem formin ganga hvert inn á annað í dýnamískrí hreyfingu. I þessum verkum er línan jafnan hverful og leik- andi og virkar síkvik undir auga áhorf- andans. Barokklistin var því ágætt tjáningarform til að lýsa tvíræðu inntaki þar sem fjallaö var um dular- fullt ástand, eins og t.d. samruna lífs og dauða. En nýklassíska hugmyndafræðin var mun hlutkenndari (konkret) og fagur- fræðin því oft einfaldari þar sem lista- verkin einkenndust af jafnri og sterkri línuáherslu. Obrotin lína umlék því oft vel aðgreind formin. Þessi áhugi á hinni hreinu línu átti eðlilega eftir að endurvekja gamalt tjáningarform sem mikið var notað í grisk-rómverskri list, þ.e. lágmyndina. 1 hinum stórfenglegu barokkhögg- myndum lögðu listamennirnir mikið upp úr því að láta listaverkið vera í nánu samspili við umhverfið, það rými sem umlék verkiö. Áhorfandinn átti ekki að hafa eitt sjónarhorn heldur átti hann að hafa möguleika á því að ganga umhverfis verkið og njóta þess frá mörgum hliðum. Hvert sjónarhorn haf ði nánast sitt inntak. Af tur á móti er það greinilegt að nýklassiska listin, sem grundvallaðist á kyrrlátum, sléttum og oft gljáandi formum, lagði áherslu á aðeins eitt sjónarhorn. I þessum .myndum var tekin af öll tví- ræðni formsins. Stytturnar voru yfir- leitt einlitar, ljósar og litið var gert til að fela efni formsins og ala á sjón- blekkingu. Thorvaldsen Enginn vafi er á aö nýklassíski myndhöggvarinn Thorvaldsen var á sinum tíma talinn stærsti listamaöur Norður-Evrópu og naut hann reyndar alþjóðlegrar frægöar. Thorvaldsen var fyrst við nám í Fagurlistaskólanum í Kaupmanna- höfn og hefur hann eflaust kynnst þar myndum listamannsins Sergel (+ 1814) sem tileinkaði sér í fyrstu nýklassískar hugmyndir en sneri sér síðan að natúralískari verkefnum í ætt við f ranska myndhöggvarann Houdon, þar sem reynt var eftir megni að sætta hinar skörpu andstæður milli rókókó og nýklassisma. En það var örugglega í Róm árið 1797 sem Thorvaldsen f innur f orsendur og módel að síðari listsköpun sinni. Og árið 1803 lýkur hann frummyndinni að verkinu Jason sem gerði hann nánast frægan á einni nóttu. Þar kemur greinilega fram þekking hans á fornri höggmyndalist og við getum vel greint í þessari mynd mótíf eins og Doryphore og Apolló í Belvedere þar sem notaðar eru sömu stell- ingar/hreyfingar handa og höfuðs. Styttan af Jason er óvenju skýr og tær i linunni og var tekin sem fullkomnun hins nýklassiska stíls. Hér er ekki lengur að finna einstaklingsbundið raunsæi barokklistamannsins heldur er það nú ný sýn sem á uppruna sinn í „ideal fegurð" fornlistarinnar. Mótifið er hetjulegt og háleitt og formið full- komlega hreint og skýrt. Óvenju velútfærð sýning Sýningin hér á Kjarvalsstöðum er óvenju vel uppbyggð og útfærð. Allt er gert til aö nálgast listamanninn frá ólíkmn hliðum og sýna fram á þróun og breytingar í verkum hans. I hinu „endurreista Thorvaldsensafni" á Kjarvalsstööum getur áhorfandinn lesið sig í gegnum teikningar og skissur, sett listamanninn í sögulegt samhengi (þótt mátt heföi gera þennan þátt nákvæmari og skýrari) og siðan barið augum fullunnar styttur meistarans. Þá fylgir sýningunni sér- staklega vel unninn litskyggnuþáttur og fræðandi bók um Thorvaldsen sem lengi mun vitna um þessa ágætu sýningu. -GBK. Jason. Róm 1802—3. Fullunnin imarmara 1828. Hæð 242 cm. Smáauglýsingadeildin er i Þverholti 11 - Sími 27032. Opid alla virka daga kl. 9-22. Laugardaga kl. 9-14. Sunnudaga kl. 18-22. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 64., 70. og 72. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1381 á eigninni Hvaleyrarbraut 18—24, Hafnarfirði, þingl. eign Lýsis og Mjöls hf., fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Innheimtu ríkis- sjóðs og Útvegsbanka tslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. september 1982 kl. 15.30. Barjarf ógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 54., 57. og 62. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á cigninni Þverholt v/Vesturlauds veg, Mosfellshreppi, þingl. eign Heng- ils sf., fer fram eftir kröfu Innheimtu ríkissjóös á eigninni sjálfri f immtudaginn 23. september 1982 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Dale . námskeiÖið KYNNIIMGARFUNDUR þriðjudaginn 21. september kl. 20.30 að Síðumúla 35. Námskeiðið getur hjálpað þér að: • Öölast hugrekki og meira sjálf strausí. • Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staöreyndir. • Láta í ljós skoöanir þínar a£ meiri sannfæringarkrafti í samræðum og á fundum. • Stækka vinahóp þinn, ávinna þér viröingu og viðurkenn- ingu. • Talið er að 85% af velgengni þinni sé komið undir því hvernig þér tekst að umgangast aðra. • Starf a af meiri líf skrafti — heima og á vinnustað. • Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. • Veröa hæfari að taka við meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie-nám- skeiðinu. í dag er þitt tækif æri. Uppl. í síma 82411 cmkSTJORNUNARSKOLINN .\,(M>KE1D1.\ KonráS Adolphsson NÝl m&KOUNN. o f.LAGAR HJÁ ISTI) (Xi INNRITUN í SÍMA 52996 frá kl. 1 j£»* GÖMLU DANSARNIR No ^ SAMKVÆMISDANSAR wlÖ^U ^eS^ ^ ROKK — DISKÓDANSAR ^^T $T\ S *r. NÝTT — DISKÓ — LEIKFIMI G^ q^&O^ w ¦&&$ p&> m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.