Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. 7ó>f?CLc7ós?SOíÓtócS' J. .1 hefur tekið 'þátt i Stundarskrá—myndaleik HANDVERKSBAKARA skólaárið 1981 til 1982. SAMTÖK HANDVERKSBAKARA fœra þér bestu þakkir fyrir þátttökuna. SAMTÖK H A N DVE R KSBAKA RA £'í'stas- éTíhas&se# * Utfylltar Korna-stundaskrár Það helsta sem þarf tilmynsturgerðar igler er iþessum pakka og kostar 306krónur. Algengast er að grafa fyrsta mynstrið iglerplötu, siðan eru skreytt glös og aðrirgler- eða kristalmunir. Bakarameiuari Handverksbakarar afhentu skólabörnum númeruð viðurkenningarskjöl fyrir rétt útfylltar Korna-stundaskrár. Skólabörn fengu á síðastliðnum vetri að spreyta sig á stunda- skrármyndaleik sem handverksbakarar stóðu fyrir. Korna-stunda- skrám var dreift í skóla í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Fimmtán handverksbakarí á Stór- Reykjavíkursvæðinu voru aðilar að útgáfu og dreif- ingu stundaskránna. Það var síðan hlutverk bam- anna aö líma glansmynd Einn starfsmaður DV dregur úr 30 númer að Einari D. Einarssyni og Hermanni Bridde viðstöddum. Verðlaunahafar fá senda tertu á afmælisdegisinum. DV-mynd: Einar Ólason. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Terta á af mælisd frá handverksbö Myndskuröur í gler kenndur í Hafnarfirdi Nú þegar skólarnir eru byrjaöir hefjast námskeið í hinum ýmsu greinum víða um land. I versluninni Frístund í Hafnarfirði eru byrjuð námskeiö. Þar er kenndur mynd- skurður í gler og kristal. Þetta er listgrein sem er auðvelt að læra og iðka. Eftir nokkurra klukkustunda nám í notkun myndskurðartækja eru menn færir um að gera lítil meistara- verk og með aukinni reynslu næst undraverð fullkomnun í út- skurðinum. Fyrir þessa kennslu greiðast 300 krónur. Námskeiöið er á þriðjudags- kvöldum, tvær klukkustundir í senn, þrjú kvöld í allt. Þegar komiö er í fyrsta tímann kaupa þátttakendur helstu verkfærin, gler og mynstur. Allt það helsta er í einum pakka og kostar 306 krónur. Kennari á námskeiðinu er Heiður Baldvins- dóttir en hún hefur lært myndskurð erlendis. Listin er í því fólgin að velja mynstur eða stafi, klippa myndina út, leggja hana á bak við glerið og rispa það eftir útlínum myndarinnar með þar tilgerðum áhöldum. Síðan eru ljósir fletir á myndinni skafnir upp með grófari tækjum. Verkfærin eru skrúfblýantur og litlir misgrófii pinnar sem eru látnir í hann þai sem annars ætti að vera blý. Einnig eru til rafmagnspennar og er hægt að skipta um odda á þeim. Þeir mynda heldur grófara mynstur og verkið er ekki eins seinunnið meö þeim. Rafmagnspennar fást í tómstunda- vöruverslunum og kosta rétt innan við 400 krónur. Fyrirhugaö er að halda námskeið í stærstu kaupstöðum landsins og verður það auglýst síðar. Verslunin Frístund er til húsa í verslunarmiö- stöðinni að Miðvangi 41 Hafnarf irði. -RR. [taik Mk' .1M» t. M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.