Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Side 4
4
DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982.
Lögreglumenn stóöuheiðursvörð er kistan var flutt úrþotu Rugleiða ibif-
reiðina. fíáðherrarnir Ólafur Jóhannesson og Gunnar Thoroddsen voru
viðstaddir ásamt embættismönnum og fjölskyldu hins iátna.
DV-myndir: Einar Ólason.
Sarðneskar leifar
Kristjáns Eldjárns
fluttar til íslands
— sjonvarpað fra utförinni
næstkomandi fimmtudag
Jaröneskar leifar dr. Kristjáns
Eldjárns fyrrverandi forseta voru
fluttar til tslands síöastliöinn laugar-
dag. Flugleiöaþota lenti á Kefla-
víkurflugvelli laust eftir klukkan sex
á laugardagsmorgun meö kistuna
innanborös.
Frú Halldóra Eldjárn, eiginkona
hins látna, tók á móti kistunni ásamt
bömum þeirra hjóna. Dr. Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, og
Olafur Jóhannesson, utanríkisraö-
herra, voru viðstaddir ásamt
embættismönnum. Lögreglumenn
stóöu heiöursvörö er kistan var flutt
úr flugvélinni í bifreiö.
Utför dr. Kristjáns Eldjáms
veröur gerö frá Dómkirkjunni, n.k.
fimmtudag klukkan 14, á kostnaö
ríkisins. Sjónvarp og útvarp veröa
meö beinar útsendingar frá útför-
inni. ‘3S-
Minningarathöfn um dr. Kristján Eidjám fór fram i mótmœlendakapellunni á Kennedyflugvelli. Meðal
viðstaddra voru forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, Ólöf Eldjárn dóttir hins látna, Hans G. Andersen sendi-
herra og kona hans, Ástríður. O V-mynd: Guðlaugur Tr. Karlsson.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Það verður róið, piltar
Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsráöherra, hefur staöiö í
ströngu að undanförnu. öröugleikar
útgerðarinnar hafa verið hans mál
að leysa og gengið brösótt. Alltaf
þegar útgerðin lendir í örðugleikum
er litið svo á með réttu, að efnahagur
landsins standi mjög höllum fæti, því
erfitt er að sjá hvar við ætlum að
drifa upp tekjur komi enginn fiskur á
land. Gömul húsráð til að halda fiski-
skipaflotanum gangandi virðast ekki
duga lengur, og þarf til að koma 30%
niðurgreiðsla á olíuverði, lánafyrir-
greiðsla sem nemi 10% af húftrygg-
ingum skipa og vextir af þeim
lánum verði þeir sömu og greiddir
eru af Byggðasjóðslánum. Þegar
þetta hefur verið boðið virðist sem
einkareksturinn og bæjarútgerð-
irnar telji að hugsanlegt sé að róa.
Nú hefur margsinnis verið sagt, að
einhvern tima komi að því að ein-
hverjir fari á hausinn í útgerð.
Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ segir:
Gott og vel. Það er hægt að fara á
hausinn, þegar nauðsynlegar leið-
réttingar hafa fengist á rekstrinum,
sem þýðir, að ekki kemur til máia að
fara á hausinn við núverandi
aðstæður, sem manni skilst að séu
upp komnar vegna langvarandi káks
stjórnvalda í málefnum útgerðar,
allt frá 1946.
Steingrímur Hermannsson er svo
látinn standa einn í brennunni eins
og Skarphéðinn Njálsson forðum og
styðjast við gaflhlað og glotta við
tönn Má vera aöekki sé mikill munur
á hetjulegum tilburðum, en þeir sem
horfa á hann einan berjast við að
leysa helsta vandamál landsmanna
um þessar mundir, spyrja kannski
við nánari athugun hvað afgangur-
inn af rikisstjórninni sé að gera. Ein-
hver hefði kannski haldið að hið
fræga kerfi um þriggja ráðherra
nefnd hefði átt að leysa málið, því
aðeins hluti þess kemur sjávarút-
vegsráðherra við. Sem betur fer
virðist sem endar séu að nást saman
í viðræðum, en um tíma horfði svo að
Steingrímur sæti einn uppi með
bundinn flotann. Það hefði verið
reiknað sem pólitísk dirfska eða póli-
tísk bemska eftir atvikum.
Komið er í ljós eftir margar yfir-
lýsingar, að útgerðin hefur lifaö á
verðbólgu undanfarinna ára. Tap frá
liðnu ári varð aöeins lítillegt þjórfé
árið eftir, þannig að hægt var að reka
útgerð frá ári til árs, þótt hún sýndi
stöðugt tap. Tapið núna hefur hins
vegar tilhneigingu til að aukast ár
frá ári vegna vaxtastefnu sem er að
koma flestum atvinnurekstri í koll.
Útgerðin er ekki solvent nema að
hluta, og því erfitt um aUar viðhlít-
andi ríkisaðgerðir. Nú heyrast stórar
sögur um auð einstakra útgerðar-
manna, húseignir hér og erlendis
o.s.frv. Vel má vera að þessir menn
eigi eitthvað. En þeim eignum
verður ekki breytt í vaxtagreiðslur
með auðveldum hætti. Útgerðin væri
jafnt á hausnum, þótt fyrirfyndist
sumarhús í Massachusetts.
Skipainnflutningur Uðinna ára á
rætur að rekja tU þeirrar bókhalds-
þarfar, að sýna fjárfestingu á móti
ágóða, vegna þess að hér má aldrei
geyma fé í fyrirtækjum fyrir skatti.
Útgerðarmaðurinn verður því jafnt
öreigi, hvort heldur hann greiðir
ágóða sinn í skatt eða kaupir nýtt
skip með stórvöxtum. Hann kýs
heldur skipið. Nú er ljóst að fækka
verður þessum skipum.
Eins og upp kom tillaga um að gefa
fátækum Pólverjum roUukjöt mætti
alveg eins hugsa sér að lána og
leigja togara tU annarra þjóða með
áhöfnum til að færa þeim prótein úr
hafinu. Afríkuþjóðir ættu að taka
slíku boði feginshendi. Á meðan
vænkaðist kannski eitthvað hagurinn
á seiðabönkunum við landið. Hitt
stendur auðvitað óbreytt að við
verðum að róa. Talað er um byssu-
brúðkaup í útlöudum. Lausn togara-
deUunnar verður byssubrúðkaup.
Hin spjallaða mey verður kveðin í
sátt viö sæbarinn brúðguma sinn
undir augliti Skarphéðins í brenn-
unni. .
Svarthöfði.