Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1982, Blaðsíða 32
40 DV. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER1982. Klemens Þórleifsson kennari lést 12. september. Hann fæddist aö Kálfárdal í Austur-Húnavatnssýslu 5. júli 1896. Klemens lauk kennaraprófi áriö 1922. Árið 1943 kvæntist Klemens Guðríði Árnýju Þórarinsdóttur. Klemens eign- aðist þrjú börn. Utför hans var gerð frá Laugarneskirkju í morgun kl. 10.30. Ágúst Ólafsson lést 10. september. Hann var fæddur 16. ágúst 1897 aö Hamri í Borgarhreppi. Um fermingar- aldur fór hann að stunda sjóróöra. Síð- an lá leið hans á togara og þaðan á far- skip sem skipstjóri. Er Júlíus hætti skipstjórn hóf hann störf í landi hjá Eimskip sem verkstjóri við höfnina og starfaöi þar í rúma 2 áratugi. Síðustu árin starfaði hann sem birgöavörður h Hótel Borg. Ágúst var kvæntur Jónínu Bjarnadóttur en hún lést fyrir 3 árum. Þau hjónin eignuðust 2 syni, annar þeirra drukknaði. Útför Ágústs verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Ólöf Loftsdóttir, Norðurbraut 9 Hafnarfiröi, andaöist á Sólvangi 16. september. Ánton Tómasson frá Hofsósi, sem lést 14. september, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. septemberkl. 10.30. Brandur Jónsson fyrrv. skólastjóri verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 21. sept. kl. 15. Jóna Ánna Björnsdóttir frá Stykkis- hólmi verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 20. september kl. 15. Júlíus Á. Jónsson lést 13. september. Hann var fæddur 19. júlí 1908 aö Klukkulandi í Dýrafirði en fluttist þaö- an með foreldrum sínum til Reykjavík- ur. Júlíus kvæntist Guðríöi Hansdótt- ur. Þeim varö þriggja barna auðiö. Síðustu áratugina starfaði hann við akstur meö eigin bifreiö hjá bifreiða- stöðinni Bæjarleiöum. Júlíus var jarö- sunginn frá Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30. Ingveidur Magnúsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. september kl. 15. Steinunn M. Jónsdóttir, Víkurbakka 26, veröur jarösungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 21. september kl. 13.30. Engilbert Óskarsson, Bugðulæk 16 Reykjavík, fyrrverandi bifreiðarstjóri frá Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. september kl. 15. Guömundur Hjörleifsson trésmiöur veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. september kl. 15. Tilkynnlngar Næring og heilsa á Norðurlöndum Ráöstefna um fæðuvenjur Noröurlandabúa veröur haldin í hátíöasal Háskóla Islands nk. þriðjudag, 21. september, kl. 14:00. Ráðstefnan hefst með ávarpi Guðmundar Magnússonar, háskólarektors. Flutt verða fimm erindi, eitt frá hverju Norðurlandanna, um mataræði og heilsufar. Ráöstefnan er haldin í tengslum við stjórnarfund Norræna búsýsluháskólans. Ráðstefnan er haldin á vegum Háskóla Islands og Manneldisfélags Islands. Erindi á ráðstefnunni flytja Gustav Neder- gaard (Danmörk), Ritva Seppanen (Finnland), Jón Ottar Ragnarsson (Island), Anne Lövo (Noregur) og Björn Isaksson (Sví- þjóð). Fundarstjóri verður Björn Sigur- björnsson. Aö loknum erindaflutningi verða almennar umræður. Umræðustjóri verður Laufey Steingrimsdóttir. Ráðstefnan er öllum opin. Aðaltungumál: enska. Veitingar verða á staðnum. Fyrirlestur um textilfræði Bengt Edberg prófessor í textílfræði við Chalmers tekniska högskola í Gautaborg og forstöðumaður textíldeildar Norræna búsýsluháskólans flytur erindi á vegum Há- skóla Islands um nám og rannsóknir í textíl- fræði og textíltækni „Utvecklingstendenser innom textilutbildning oeh forskning.” Fyrir- lesturinn verður fluttur í stofu 201 í Arna- garöi, mánudaginn 20. september, kl. 16:15, Fundarstjóri verður Elsa E. Guðjónsson, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug vegna andláts Sigríðar Gróu Þorsteinsdó ttur, Eyrarvegi 13, Akureyri. Tryggvi Helgason Þorsteinn Gunnarsson Benedikt Gunnarsson Styrmir Gunnarsson Guðný Styrmisdóttir og aðrir Ingunn Guðbrandsdóttir Ólafía Guðjónsdóttir Kristín Sigurðardóttir Ásgeir Ásgeirsson vandamenn. Um hdgina Um helgina OÞARFA UMHYGGJA Það var engin pína aö sitja fyrir framan skjáinn á föstudagskvöld. Meira að segja var dagskráin mjög svo ánægjuleg. Prúðuleikaramir standa ávallt fyrir sínu og ekki skemmdi gestur brúöanna fyrir, en þar var söngkonan Debbie Harry á ferð. Þýðing Þrándar Thoroddsens á þáttum þessum er til fyrirmyndar og augljóst að þar er ekki kastaö til höndunum. Einnig var á dagskrá kvöldsins mynd um haföminn á Skotlandi. Öminn dó þar út fyrir 65 ámm, en nú er reynt að endurvekja stofninn meö örnum frá Noregi. Virðingarvert framtak Skota því enginn fugl er tignarlegri en örninn og synd og skömm ef hann deyr út. Mynd þessi var mjög fróðleg og falleg. Föstudagsmynd sjónvarpsins hét „Píanó handa Ester” og fór Bette Davis með aðalhlutverkið. Fjallaði hún um 73 ára gamla konu sem þjáðist af þunglyndi við fráfall eigin- manns síns. Synir hennar bregða á þaö ráð að senda gömlu konuna á sjúkraheimili fyrir aldraða og láta auk þess svipta hana lögræði. Hús hennar er selt og innbúið allt, nema þeir húsmunir sem bömin vildu halda og skiptu með sér. Vom þessar ráöstafanir gerðar samkvæmt til- mælum frá fjárhaldsmanni konunnar. Sú gamla bregst ókvæða við þess- um ráöstöfunum sona sinna og trúir varla sínum eigin eymm þegar barnabam hennar tilkynnir henni að synir hennar hafi „þurrkað út” heimili það sem hún hafði byggt upp og lagt ævistarf sitt í. Hún eflist þó aö kjarki og dáð og sannar það fyrir dómaranum aö hún er fær um að lifa sjálfstæöu lífi. Til verndar henni fær hún þó ekki fjárræðið aftur, en í staö þess velur hún fjárhaldsmann sinn sjálf. Fyrri fjárhaldsmaður hafði brugðist í starfi sínu og blekkt synina til óviturlegra aðgerða. Urðu þeir kjánalegir á svip er upp komst. Þegar Ester gamla kom í heimsókn á sitt fyrra sjúkraheimili, blasti við henni ömurleg sjón. „Vandamálafræðingur” var kominn þar í æðstu stöðu og var afleiðingin sú að gamalmennin, sem áður undu glöð við sitt, vom orðin aö sljóum vesalingum, sem engin leið var aö ná sambandi við. Kokkabækurnar höföu brugöist í það skiptið. Vekur þetta þá spurningu hvort ýmsar starfsstéttir, sem nýjar verða að teljast, séu gjárnar á aö skapa fleiri vandamál en þær leysa. Á þetta hefur jú oft verið bent, meö nokkrum rétti aö mínumati. Leikur Bette Davis í kvikmynd þessari var stórkostlegur og heföi nægt til þess aö halda manni fyrir framan skjáinn. En þar kom margt fleira til því myndin var mjög góö. Svefninn bar sunnudagsdagskrá sjónvarpsins ofurliði, eins og svo oft vill verða. Nær undantekningarlaust samanstendur hún af fáum löngum og leiðinlegum liðum. Það hefði ekki veriö ónýtt að geta skipt um rás í gærkvöldi. En því miöur þá er manni ekki treyst til að velja um sjónvarpsefni vegna um- hyggju ríkisins fyrir velferð manns. Ekki ætla ég þó að þakka fyrir það. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. safnvöröur, fulltrúi Islands í stjórn Norræna búsýsiuháskólans. Fyrirlesturinn veröur Ruttur á sænsku. Hann er öllum opinn. Fyrirlestur um umbætur á sænska háskóla- kerfinu Nils-Olov Halling, ráöuneytisstjóri og for- maöur stjórnar Norræna búsýsluháskólans flytur erindi á vegum Háskóla Islands um ieynsluna af endurskipulagningu sænska háskólakerfisins (Erfarenheter av den svenska högskolereformen). Fyrirlesturinn veröur haldinn í aöalbyggingu Háskóla Islands, fyrstu hæö, miðvikudaginn 22. september, kl. 16:15. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Veröur hann fluttur á sænsku. Badmintondeild Víkings er að hefja vetrar- starfsemi sína. Unglingatímar verða eins og á síðastliðnum vetri, þ.e. á þriðjudögum og föstudögum. Timar fyrir fullorðna veröa á mánudögum, þriöjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Æfingarnar fara fram í Réttarholtsskóla, Breiðageröis- skóla og Laugardalshöll. Nánari upplýsingar gefur Magnús Jónsson, sími h. 81705 og v. 27790. Badmintondeild Víkings. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise Þriöja og síöasta sýning á myndinni LE SAM- OURAl eftir Jean-Pierre Melville með Alain Delon. KAF gengst fyrir sérstakri aukasýningu í dag, mánudaginn 20. september kl. 20.30, í Regnboganum sal E á annarri hæö, á mynd- inni LE SAMOURAI vegna þeirra fjölmörgu sem ekki fengu sæti síðastliðinn fimmtudag. Þeir sem þá uröu frá aö hverfa hafa forgang að sýningunni ef þeir koma 15 mínútum áöur en hún hefst. Aðgangur verður ókeypis. Bridgefélag Hafnarfjarðar hefur starfsemi sína í dag, mánudag, kl. 19.30. Spilaö verður í félagsálmu íþróttahúss Hafnarfjaröar og verður byrjað á sjálfstæöum tveggja kvölda tvímenningi. Félagar eru hvattir til aö fjölmenna og taka meö sérnýjafélaga. Kvartett Kristjáns Magnússonar Þann 21. september nk., fer Kvartett Kristjáns Magnússonar tii Þórshafnar í Færeyjum í boöi Havnar Jazzklúbbs og Nord- jazz samtakanna í Færeyjum. Kvartettinn Landssamtökin Þroskahjálp Dregið var í almanakshappdrættinu 1982. Janúarvinningur kom á nr. 1580, febrúar 23033, mars 34139, apríl 40469, maí 55464, júní 70399, júlí 77056, ágúst 92134, september 101286. Ósóttir vinningar 1982. Október 106747, nóvember 115755, desember 127082. Nánari upplýsingar í síma 29901. Fyrirlestrar um jarðeðlisfræði í jarðhitarannsóknum Gestafyrirlestari jarðhitaskóla Háskóla Sam- einuöu þjóðanna 1982 er Dr. Stanley H. Ward, sem er prófessor í jarðeðlisfræöi viö háskól- ann í Salt Lake City í Utah í Bandaríkjunum. Hann er einnig forstöðumaður jarðvísind- stofnunar háskólans, en sú stofnun stundar umfangsmiklar rannsóknir í jarðvísindum auk þess sem hún veitir ráðgjöf og selur þjónustu á ýmsum sviöum jarövísindalegrar könnunar. Dr. Ward hefur skrifað fjölda fræðigreina um jaröeölisfræðilega könnun og undanfarin ár hefur hann verið í fararbroddi í þróun jarðhitarannsókna í Bandaríkjunum. Dr. Ward mun flytja fyrirlestra við jarðhitaskólann dagana 20.—24. september á sal Orkustofnunar, Grensásvegi 9. Fyrir- lestrarnir hef jast kl. 9 árdegis. Efni fyrirlestranna eru: Mánudagur 20. sept.: Geophysical Reserach at the Earth Science Laboratory, University ofUtah. Þriðjudagur 21. sept.: A Strategy for Regional Hydrothermal Exploration, U.S. A. Miðvikudagur 22. sept.: A Strategy for Geothermal Exploration in the Basin and Range Province, U.S.A. Fimmtudagur 23. sept.: An Evaluation of Resistivity, Induced Polarization, and Self- Potential Methods in Geothermal Exploration. Föstudagur 24. sept.: An Evaluation of Electromagnetic, Magnetotelluric, and Controlled Source Audiomagnetotellurics in Geothermal Exploration. Minningarspjöld Minningarkort Landssamtaka Þroskahjálpar fást á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17. Simi 29901. mun leika á einum tónleikum í útvarpssal í Þórshöfn og fjögur kvöld í Havnar jazzklúbb ásamt færeyskum jazzleikurum. Kvartettinn skipa: Þorleifur Gislason tenórsaxafón, Árni Scheving bassa, Sveinn Oli Jónsson trommur og Kristján Magnússon píanó. Minningarkort Sjálfsbjargar. Reykjavík: Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16. Garðs Apótek, Sogavegi 108 Verslunin Búðargerði 10 Bókabúðin, Álfheimum 6 Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ v. Bústaðarveg. Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60 Innrömmun og Hannyröir, Leirubakka 12. Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Valtýr Guðmundsson, Öldugötu 9. Kópavogur: Pósthúsið. Mosfellssveit: Bókaverslunin Snerra, Þverholti. Minningarkort fást einnig á skrifstofu félagsins Hátúni 12, sími 17868. Við vekjum athygli á síma þjónustu í sam- bandi við minningarkort og sendum gird- seðla, ef óskað er, fyrir þeirri upphæð sem á aö renna í minningasjóð Sjálfsbjargar. Afmæli 75 óra verður á morgun þriöjudag, frú Járnbrá Friðriksdóttir, frá Bakka í Bakkafirði, nú til heimilis á Austur- brún 6 hér í Rvík. Hún tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar á Smáraflöt 7 í Garðabæ, á afmælisdag- inn sinn, eftir kl. 16. þ.m., Guðjón Pétursson, fiskmatsmað- ur og fyrrum skiptstjóri, Þykkvabæ 1 hér í borg. Hann er fæddur suöur á Vatnsleysuströnd. — Starfaði við öll al- menn sjóstörf frá fermingu til fimm- tugs. Síðan hefur hann starfað við fisk- mat og kennslu í þeim fræöum. Eigin- kona Guðjóns var Jóhanna Guðmunds- dóttir en hún lést fyrir nokkrum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.