Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1982, Síða 40
NÝJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR 86611 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 27022 FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1982. ÓskarMagnússon fréttastjóri DV Frá og meö þessum mánaðamótum hefur Oskar Magnússon veriö ráöinn sem fréttastjóri DV ásamt meö Jónasi Haraldssyni núverandi fréttastjóra. Öskar er f;edd"r 13. apríl 1954. Hann hefur stai.aó vi"fjölmiðla, var blaða- maöur á Vísi á sumrum og hjá Frjálsu framtaki og hefur unniö aö dagskrár- gerð í útvarpi. Hann er nú aö ljúka viö lögfræöipróf. Oskar er kvæntur Hrafnhildi Sigurö- ardóttur. Áttræðurmaður mikið slasaður Áttræöur maöur slasaðist mjög al- varlega er hann varö fyrir strætis- vagni í Hafnarstrætinu um klukkan hálfellefu í gærmorgun. Atvik voru þau aö strætisvagninn ók eftir Vesturgötunni og beygði inn í Hafnarstrætiö. Er hann var á móts viö Bifreiðastöö Steindórs gekk gamli maðurinn yfir götuna í átt að bifreiða- stööinni. Strætisvagninn lenti á mann- inum sem kastaöist mjög harkalega í götuna. Hlaut hann mikiö höfuöhögg og er talinn höfuökúpubrotinn. Maöurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og er líðan hans eftir atvikum. -JGH Verðbætur af verðtryggðum reikningum hækkaí3,75% Bankastjóm Seölabankans hefur ákveðiö að frá og meö 1. október nk. skuli veröbætur af verötryggðum inn- lánsreikningum hækkaðar úr 3% í 3,75%. Á heilu ári jafngilda sérstakar verðbætur þá 55,5% í stað 42,6 eins og veriöhefur. ác Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Stöðvar f ramleiðslu á frystum karfaflökum Sölumiöstöö hraöfrystihúsanna stöövaöi í gær vinnslu á karfaflökum fyrir Rússlandsmarkaö frá og meö október. Aö sögn Eyjólfs Isfeld Eyjólfssonar, forstjóra Sölumið- stöövarinnar, eru þessar ráöstafanir geröar vegna þess aö þegar í júní var búiö aö framleiða upp í samninga við Sovétríkin fyrir þetta ár. Vonast hefði veriö eftir aö viöbótar- samningur yröi gerður viö Sovét- menn um sölu á karfaflökum á þessu ári en nú væri útséð um aö þaö tækist. Væru því þegar fjrir í landinu birgöir sem gera mætti ráð fyrir aö næmu um helmingi af því magni sem um yröi samið á næsta ári. Undir slíkri birgðasöfnun gætu frystihúsin ekki staðið, sagði Eyjólfur. Karfaafli hefur aukist mikiö á síöustu tveimur árum. Á síöasta ári kom sama staöa upp hjá frystihúsunum af þeim sökum, en þá náöust viöbótarsamningar viö Sovét- menn um sölu á karfaflökum. Karfi er einnig seldur til Bandarikjanna, Evrópulanda og Japan, en þar er um aðrar vinnsluaðferðir aö ræða. Samband íslenskra sam- vinnufélaga hefur ekki fyrirskipaö stöövun hjá sínum frystihúsum, en að sögn Olafs Jónssonar, aðstoöar- framkvæmdastjóra sjávarafuröa- deildar SlS, er staöa þeirra mjög svipuö og annarra frystihúsa. Sagði hann aö þaö yröi rætt á næstunni hvort grípa ætti til stöðvunar. -ÓEF. Slökkviliðið i Reykjavík var kvatt að skúr við Ægissiðuna igærdag klukkan fjögur. Logaði talsvert i skúrnum en i honum voru fiskinet. Þegar slökkviliðið kom á vettvang hafði eldurinn teygt sig i stóran bragga sem var við hliðina á skúrnum. Slökkvistarf gekk greiðlega, en skemmdir urðu talsverðar á skúrnum. DV-myndir: S. •: „Iðnaðinum var fórnað fyrir skammtímaárangur í verðbólgustríðinu,” segir formaður iðnrekenda LOKI Striplið í Þjóðleikhúsinu ætti að þyngja kassa Sveins duggunariitið. „GENGIÐ RANGT SKRAÐ, UNDIRBOD YFIRVOFANDI” „Iönaðurinn almennt á nú viö gífurlega erfiðleika að glíma. Sam- keppnisiðnaðurinn, sem keppir nær allur á Evrópumarkaði, ýmist viö innflutning eða með útflutningi, er hins vegar aö hruni kominn í heilum greinum. Það er ljóst og á þaö höfum við margbent, aö iðnaðinum var fómað árið 1981 fyrir skammtímaá- rangur í verðbólgustríðinu. Það ætlar aö veröa banabitinn,” sagöi Víglundur Þorsteinsson, formaöur Félags islenskra iönrekenda í sam- taliviðDVímorgun. „Síðustu misserin hefur gengi krónunnar farið svo á misvíxl aö samkeppnin frá og í Evrópu er okkar iðnaði um megn. Fyrirtækin hafa veriö rekin meö tapi og fjármagns- kostnaður hefur hlaöist upp. Á þessum tíma hafa sem dæmi að. minnsta kosti níu fyrirtæki ' í fataiðnaði verið lögð niður og sú þróun heldur áfram. Þar hafa þegar tapast 120 framleiðslustörf og nú hefur verið skýrt frá uppsögnum 17 starfsmanna hjá Sportveri. Sú hætta vofir nú einnig yfir fata- iönaöinum aö hingað streymi fatnaöur á undirboöum. Þeirra hefur þegar oröið vart og dæmi um aö innfluttar vörur fáist nú í verslunum á veröi sem ekki dugir fyrir efniskostnaði. Það hafa safnast fyrir miklar fatabirgðir hjá verk- smiðjum víða i Evrópu, vegna erfiöleika þar. Viö þessu verður aö bregðast áöur en þaö verður um seinan. Þaö er unnt aö beita undir- boðstollum.” „Jú, vandi iönaöarins er stjóm- völdum fullkomlega ljós,” sagöi Víg- lundur,, ,en þessi atvinnuvegur hef ur nú verið látinn víkja fyrir öörum hagsmunum í þjóðfélaginu.” DV er kunnugt um hver þau níu fyrirtæki í fataiönaöi eru, sem Víglundur vísar til: -Föt, Faco, Elgur, Solido, Klæði, Skinfaxi, Elísa, Skyrtugerð H. Guðjónssonar, Belgja- gerðin. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.