Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 223. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982. að verja landhelgina? — varðskipunum Þór og Ægi lagt vegna fjárskoits—sjá bls. 3 Haustid er greinilega komiö. Október er óumdeilanlegur haust- mánuður og laufunum fækkar á trjánum. Ekki þarf nema góðan hvassviðrisdag til þess að þau hverfi alveg. DV niynd GVA VAR LEYNIFAR- ÞEGINNHÁTT- SETTUR UR KGB? — sjá nánar um flugslysið í Lúxemborg bls. 5 olli. Helst er talið að hjólbarði hægra Frá Valgeirl Sigurðssyni, fréttarit- ara DV í Lúxemborg: Alls hafa nú sjö manns látist af völdum flugslyssins á Findel-flug- velli í Lúxemborg. Sá sjöundi lést af brunasárum í gærkvöldi. Af þessum sjö munu fimm hafa verið Lúxem- borgarar. I ljós hefur komið að farþegar í vél- inni voru einum fleiri en farþegalisti sagði til um. Aukafarþegi þessi mun hafa látist. Reynt hefur verið að fá yfirvöld í Moskvu til að gefa upp nafn hans, en svar var ekki komið í gær- kvöldi. Getum hefur verið leitt að því að um hafi verið að ræða háttsettan KGB-mann. Enn er ekki vitað hvaö flugslysinu megin hafi sprungið. Þá ér jafnvel álitið að einhver tæknileg bilun hafi orðið fyrir lendingu, því svo virðist sem flugmaðurinn hafi skellt vélinni niöur á nokkuð mikilli ferð i lending- unni. Eftir flugslysið hópuðust starfs- menn sovéska sendiráösins á slys- staðinn. Einn þeirra brenndist illa þegar hann lagði sig í mikla hættu við að reyna að ná tösku sem í var áhafnarpóstur. Mikið lof hefur verið borið á björgunarmenn. Björgunarstarfið gekk fljótt og vel fyrir sig og virtist almannavarnakerfið virka m jög vel. -KMU. Frá slysstað í fyrrinótt. A minni myndinni er véi afgorðinni llyushin 62. sams konarog sú sem fórst á Findel flugvelli. Bretar kalla vál þessa i grini VC-Tonsky sökumþesshveiikhún erbresku váiinni VC-10. mm mrnÉmmmrn Föstudagsmyndin: Anna Margrét Jónsdóttir -sjábls.2 | Tillögur útvarps- laganefndar: Einkaréttur j útvarps afnuminn „Þetta eru viðamiklar tillögur.' Samkvæmt frumvarpsdrögunum, i sem viö skilum af okkur í dag, | verur einkaréttur Ríkisútvarpsins í afnuminn. Síðan er þaö háð ýmsum skilyrðum hvort menn fá leyfi til útvarpsrekstrar. Það eru 15 skil- yrði og eitt þeirra er að útlendir aöilar fá ekki leyfi,” segir Olafur R. Einarsson, einn af útvarpslaga- nefndarmönnum. Olafur vildi aðspurður ekki tjá sig um hvort leyfi Kanaútvarpsins yrði aftur- kallað, samkvæmt frumvarps- drögunum. I þessum frumvarps- drögum er einkaréttur Ríkisútvaipsins til sjónvarps- og i útvarpsreksturs afnuminn, en j einnig er reynt ,,að koma lögumí; yfir videómálin” eins og Olafur: oröaði það. I frumvarpsdrögunum eru | ákvæði sem leyfa t.d. kapalvídeó-: kerfi. _____________-ás Þýfið fundið Skartgripirnir sem stolið var i skartgripaverslun Benedikts Guðmundssonar að Laugavegi 11 í sumar fundust fyrir skömmu í kjallaranum að Laugavegi 11. Eins og DV skýrði frá í sumar játaði tvítugur maður að hafa brot- ist inn í verslunina og stolið skartgripunum, Maðurinn, sem hnepptur var í gæsluvarðhald, vísaði rannsóknar- lögreglunni á þýfið og sagði það verá í kjallaranum. Þrátt fyrir mikla leit þar fannst það ekki. Fyrir skömmu fann svo eigandi kjallarans að Laugavegi 11 þýfið í kjallaranum og er óhætt að segja að það hafi komið á óvart. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.