Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 3
DV. FÖSTUDAGUR1. OKTOBER1982. 3 Varðskipið Ægir kom mikið við sögu i siðasta þorskastriði, þegar það var með „kiippurnar" á iofti og hreiiti tjaiiann. Og Guðmundur Kærnssted varð þjóðsagnapersóna ibresku sjávarbæjunum Grimsby og Huiiá þessum árum. En nú er búið að leggja Ægi og reyndar Þór iika vegna fjárskorts hjá Landhelgisgæslunni. Á myndinni sjáum við Ægi, i Reykjavikurhöfn fyrir nokkrum árum, „að slappa af" i spegilsléttum sjónum. Það var svona stund milli striða i ólgusjó baráttunnar. Höfum viö ekki efni á að verja landhelgina? Landhelgi Islands var færö út í 200 mílur á árinu 1975. Á þeim tíma var stofnun er heitir Landhelgisgæslan mikið í fréttum. Nokkrir skipherrar stofnunarinnar uröu landsfrægir er þeir „klipptu” á trollvíra breskra og þýskra togara og afrek þeirra fréttust langt út fyrir landsteinana islensku. Sem dæmi má nefna aö Guömundur Kærnested varö þjóösagnapersóna hjá ibúum bresku sjávarborganna Grims- by og Hull. En síöan viö fengum yfir- ráð yfir landhelginni hefur minna fariö fyrir Landhelgisgæslunni í fréttum. En þaö hefur vakiö athygli margra aö varöskipin Ægir og Þór hafa verið bundin viö bryggju megniö af yfir- standandi ári. Menn spyrja sig þeirrar spurningar hvort ekki þurfi aö verja landhelgina lengur fyrir erlendum sæ- görpum. Hefur veriö slakaö á gæsl- unni? Eftir þeim upplýsingum sem DV hefur aflaö sér sést greinilega aö sigl- ingum varöskipanna hefur fækkaö jafnt og þétt á síðustu árum. Minnkandi sig/ing varðskipanna Viö skulum skoöa fjölda sigldra sjó- mílna og brennsluolíunotkun skipanna síðustu árin. ÁR Sjómílur Brennsluolíunotkun lítrar 1976 161.807 6.251.629 1977 115.621 4.433.428 1978 108.920 4.170.447 1979 85.895 3.326.342 1980 77.914 2.749.916 1981 66.319 2.458.414 1982 1.539.499 (1.1.—1.9. >82) Af þessum upplýsingum er vist aö slakað hefur verið verulega á gæslunni ef miöaö er viö siglingu varðskipanna. Ægi og Þórlagt I fyrra voru þrjú varöskipanna af fjórum í notkun fram á mitt áriö eftir þaö voru þau tvö. I ár voru þrjú skip- anna í notkun fram í apríl eftir þaö hafa þau verið tvö. Þaö eru Týr og Oð- inn en Ægir og Þór liggja bundnir viö bryggju. . Ástæðan fyrir þessu er sú að stjórn- völd skammta stofnuninni rekstrarfé sem engan veginn dugir fyrir gæslu sem samsvarar þeirri sem þekktist fyrir nokkrum árum. Og vandi Land- helgisgæslunnar er sá sami og annarrar útgeröar í landinu, olíuhækkanirnar skeröa mjög raungildi fjárveitinganna til stofnunarinnar. Til aö sjá þetta betur skulum viö líta á f járveitingar til Landhelgisgæslunn- ar. Fjárveitingum til Landhelgissjóös ersleppt. Fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar ÁR: 1980 1981 1982 Fjárlög: 28.2 36.8 49.9 Fengu: 32.8 45.5 ( ) Tölur í mkr. Eins og sést af þessu hefur Land- helgisgæslan fengiö öllu meira en gert hefur verið ráö fyrir samkvæmt fjár- lögum á þessum árum. Ástæðan er sú aö olíuveröhækkanir hafa veriö miklu hærri en gert hefur verið ráð fyrir í öll- um áætlunum. Eins eru tryggingar skipanna i erlendri mynt, þannig aö þær hafa einnig fariö fram úr áætlun. Og á næstunni eru aö fara fram viö- ræður viö fjárveitingavaldið um aö auka greiöslur þessa árs vegna mikilla olíuhækkana. Olíuverðhækkanir En lesendum til frekari fróöleiks sýnum viö hvernig verð á brennslu- olíunni til Landhelgisgæslunnar hefur hækkaö. Ár Oliu- verð kr. 1. jan. ’78 0.40 l.jan. ’79 0.69 1. jan. ’80 1.55 1. jan. ’81 2.35 1. jan. ’82 3.10 1. sept. ’82 5.20 Af þessu sést aö olíuverð hefur fimmtánfaldast janúar 1978 til dagsins í dag. Og þaö kemur einnig i ljós aö olíuverðiö hefur hækkaö mun meira en fjárveitingar til stofnunarinnar. Þetta vegur þungt þar sem um 25% af reksturskostnaöi varöskipa eruoliu- kostnaöur. Niöurstaða þessarar greinar er því sú, aö gæsla landhelginnar fer sifellt minnkandi, ef miðað er viö minnkandi siglingar varöskipanna. Og af fjórum skipum sem Landhelgisgæslan á, eru aðeins tvö í notkun. Og ástæðan er ein- föld. Ekki er fé til að hafa þau í frekari siglingum. -JGH að notaðir VOLVO bflar séu betri én nýir bflar af ódýrari gerðum V) Volvo 345 GLS '82 ek. 5.000, beinsk. Verð kr. 190.000. Volvo 244 GL '82 ek. 10.000, beinsk. Verð kr. 250.000. Volvo Lapplander '81 ek. 32.000. Verð kr. 190.000. Volvo 244 GL '81 ek. 18.000, sjálfsk. Verð kr. 220.000 Volvo 244 GL '80 ek. 24.000, beinsk. Verð kr. 190.000. Volvo 245 GL 79 ek. 46.000, sjálfsk. Verð kr. 165.000. Voivo 244 DL 78 ek. 53.000, sjálfsk. Verð kr. 130.000. Volvo 343 DL 78 ek. 29.000, sjálfsk. Verð kr. 90.000. Opið /augardaga frá kl. 13—16. 35200 VELTIR W 1 " W SUÐURLANDSBRAUT16 Hártoppa- kynning Hártoppurinn sem fer , sigurför um heiminn verður kynntur laugard. 2. okt., sunnud. 3. októ- ber. Kynningarverð Pantið tíma ísima 21575eða 42415 VILLI RAKARI háriðs/f Miklubraut 68 Þúgetur þvegið hann á höfðinu? synt með hann og greittsom eigið hár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.