Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 10
10 Útlönd Útlönd DV. FÖSTUDAGUR1. OKTÖBER1982. Útlönd Útlönd Hið nýja kanslaraefni Þjóðverja, Helmut Kohl Þegar leiðtogi kristilegra demó- krata, Helmut Kohl, verður valinn á sambandsþinginu í Bonn í dag til aö stýra hinni nýju samsteypustjórn mið- og hægriflokkanna, eignast Þjóðver jar stórkanslara. Aö minnsta kosti líkamlega séð, því að hann er 193 sentimetrar á hæö. En hvort nýi kanslarinn verður jafn-mikill í verkum sínum, verður síðan reynslan að leiða í ljós. Um það eru ekki allir jafn-vongóðir. Ekki einu sinni allir flokksbræöur hans, sem sumir hefðu heldur kosið að sjá Gerhard Stoltenberg, forsætisráð- herra í Slésvík-Holstein, eða Ernst Albrecht, forsætisráðherra í Neðra- Saxlandi, í hans stað. — Jók það ekki álit hinna lengst til hægri innan kristilegra demókrata, hve tvístíg- andi Kohl var í ákvörðun sinni um að bjóða Helmut Schmidt að þessu sinni byrginn. Kanslaraefni kristilegra demó- krata er fimmtíu og tveggja ára gamall. Hann hefur veriö í þeim fá- menna hópi vestur-þýskra stjórn- málamanna, sem enginn hefur treyst sér til þess að bendla viö nas- ista Hitlerstímans. Hann fæddist 3. apríl 1930 í Ludwigshaven á bökkum Rínar. Foreldrar hans voru milli- stéttar. Faðirinn starfaði sem toll- vörður. Þegar Kohl var fimmtán ára unglingur, var Þriðja ríkiö farið að seilast til táninganna til þess að fylla raöir hermanna sinna. Kohl var sendur til þjálfunar í Bæjaralandi, en innrásarlið Bandaríkjamanna batt enda á hermennskuferil hans, áður en hann eiginlega hófst. f alltof stórum einkennisbúningi sínum, án svo mikils sem tveggjeyrings með gati í vösum sínum, gekk þessi upp- gjafahermaöur 560 mílur heim til sín til þess að ljúka grunnskólanámi. Fyrir skólagjöldunum vann hann í steinsmiðju og lauk undir það síðasta doktorsprófi í stjómvísindum við há- skólann í Heidelberg. Kohlfékk fljóttáhugaástjómmál- um og sautján ára gamall var hann orðinn félagi í flokki kristilegra demókrata. 24 ára var hann orðinn formaður ungmennahreyfingar flokksins. Ári síðar sat hann í fylkis- stjórn kristilegra í Rínarland-Pfalz. 1969 var hann orðinn yngsti fylkisfor- sætisráöherrann í V-Þýskalandi og fjórum árum síðar yngsti formaður landssamtaka flokksins. Konrad Adenauer kanslari hafði mikið álit á hinum unga manni og átti drjúgan þátt í brautargengi hans. 29 ára gamall hafði Kohl lýst því yfir, aö hann mundi verða yngsti kanslari V-Þýskalands. Þegar Rainer Brazel mistókst 1972 að fella Willy Brandt úr kanslaraembættinu, varð Kohl kanslaraefni samstarfs- flokkanna kristilegra demókrata og kristilegra sósíalista í kosningunum 1976 og tapaði. Hitt var sársauka- meira fyrir hann, þegar Franz Josef Strauss var tekinn fram yfir hann til kanslaraframboðs í kosningunum 1980, en hinn mikli ósigur Strauss opnaði nýja leið fyrir Kohl. Þó loddu lengi viö Kohl ásakanir um aö hafa verið of linur í þjarkinu við Strauss. Framan af fór það orð af Kohl, að hann væri meiri hreppapólitíkus en landsmálamaður, en á seinni árum hefur hann rekiö það af sér. Telja margir honum þaö mest til ágætis, hve vel honum hafi tekist að halda góðri einingu innan síns eigin flokks, þar sem hann hefur oft þurft að fara bil beggja. Má vera aö það álit manna að hann sé hikandi og tvístíg- andi, þegar til stórákvaröana komi, sé einmitt sprottið upp úr mála- miðlunaraðferðum hans. Enda hefur flokksbundum félögum í CDP f jölgað upp í 707 þúsund í formannstíð Kohls, sem er meira en tvöföldun úr tíð Barzels. Oákveðni Helmuts Kohls þykir meðal annars speglast í óljósri stefnuskrá flokksins, sem gefi lítið til kynna um hvernig kristilegir demókratar hyggist taka á efna- hagsvandanum, þegar þeir komast til valda. Þar má þó skilja að þeir vilji efla tengslin við NATO og Bandaríkin og koma upp eldflauga- skotpöllunum umdeildu. Kohl er sagður vilja herða afstöðuna til Sovétríkjanna, en þó ekki gefa „austurstefnuna” alveg upp á bát- inn. Kohl er lítt þekktur utan síns heimalands. Hann er sagöur tónlist- arunnandi með mestan áhuga fyrir djassi og sígildri tónUst. HeimiU hans er skammt utan við Ludwigs- ha ven, og þar á Kohl forláta vínk jaU- ara. Hann hefur játað á sig veikleika fyrir sjónvarps-vestrum og pizzum, en þaö er eina spUUngin sem menn hafa orðað Kohl við. Þau hjónin, Hannelore og Kohl, gengu ekki í hjónaband fyrr en eftir eUefu ára trúlofun, meðan Kohl stundaði nám. Það var tímabil langtíma aðskUnað- ar, en Hannelore segir, að Kohl hafi verið ólatur að skrifa og henni borist tvö til þrjú bréf á viku frá honum. Heldur hún bréfunum (yfir 2000 talsins) enn til haga. Menn segja, að Kohl sé maður seintekinn til fylgis við málefnin, en þegar hann gefi sig aö þeim á annað borð, reynist hann traustur vel og muni mikið um stuðning hans. or á enda, sést hór fyrir framan mynd af „gamla manninum" Adenauer kanslara, sem haföi mikið álit á hinum unga manni. Allt í plati — edastríöidá milli þeirra appelsínugulu ogþeirrabláu I dagrenningu grípur von Buttlar höfuðsmaður til sjónaukans og horfir fastyfirEystrasalt: — Ekki hafa þeir þó vUlst, segir hann undrandi. Hann á við 11 herskip sem tekiö hafa röska stefnu á ströndina við Eckemförde en staðnæmst skyndi- lega nokkuö hundruð metra frá tak- marki sinu. — Þeir væru auðvitað löngu komn- ir að landi ef þetta væri í alvöru, bæt- ir hann svo við. — Þeir vilja ekki koma, segir Uðs- foringi sem norpar við hUð hans í morgunkuldanum. — Þeim finnst alltof kalt til landgöngu. Þessar umræður eru ekki gripnar úr nýrri stríðsmynd heldur áttu þær sér stað við síðustu heræfingar Nato á Eystrasalti. En skipin komust loks að landi og landganga hófst. Gekk hún nokkum vegmn slysalaust fyrir sig nema hvað eitt skip rak aftur frá landi með þeim afleiðingum að nokkrir her- mannanna sukku á bólakaf í hafið með vopnum og öUum græjum. Flestum hermannanna tókst þó að komast tU skógar í tæka tíð, aðrir vom „teknir til fanga” á leiðinni. OvinU-nir voru „þeir appelsínu- gulu”, varnarlið „þeir bláu”. Samkvæmt áætlun var þeim síðar- nefndu ekki ætlað að veita alltof mikið viönám í f yrstu. öskureiður bóndi — Fjandinn sjálfur, hrópaöi gam- aU bóndi i þorpinu Missunde þegar „þeir appelsínugulu” tóku að víg- girða kringum hlööuna hans. — Nú hef ég sannarlega fengiö nóg af þessu. Aftur á móti brá hundinum hans svo mjög við vopnagnýinn að hann hljóp sem fætur toguðu út á akurinn með skottið á miUi lappanna. — Við erum bara með smáheræf- ingu, sagði von Buttlar höfuðsmað- ur, tU skýringar á öUum látunum. — Áttu ekki kaffidropa handa okkur? Á æfingadagskrá Nato hétu æfing- ar þessar „Bold Guard” (djarf- mannleg vöm) og stóðu þær yfir í fimm daga í héraðinu Schleswig-Hol- stein. I henni tóku þátt 46.000 her- menn frá fjórum löndum, með ÖU hugsanleg nútima hergögn. „Bold Guard” er aftur á móti liður í sam- tals 26 heræfingum Nato í haust, á timabiUnu frá septemberlokum tU miðs nóvembers. AHs taka 820.000 hermenn þátt í æfingum þessum. Heiðursgestur við æfingu þessa var sovéski ofurstinn K.I. Tscher- jomuchin og var hann iðinn við að festa á fUmu undir leiðsögn vestur- þýskra liðsforingja sem gættu þess vel að hann missti ekki af neinu. Var hann boðinn tU leiks samkvæmt Helsinki-sáttmálanum frá 1975 þar sem fjallað er um gagnkvæm skipti á fulltrúum við heræfingar Nato og Varsjárbandalagsins. Það skal þó tekið fram að Varsjárbandalaginu fannst ekki ástæða til að halda þann samning við sínar heræfingar í hajust. Heiðursgesturinn hvað mein/ausastur Annars má segja að Tscherjo- muchin ofursti hafi verið hvað mein- lausastur austantjaldsnjósnara viö heræfingu þessa, enda allar hreyf- ingar hans fyrirfram ákveðnar. Samkvæmt upplýsingum fréttaþjón- ustu hersins bars rafeindahlerunar- Uði Austur-Þjóðverja talsverður liðs- auki fyrir æfinguna. Tvö sovésk njósnaskip lágu á hleri undan strönd- um Eystrasalts. Á hverjum degi óku nýir og nýir bíla úr hersendisveit Sovétmanna yfir æfingasvæðið. Og við tilflutning á Hawkeldflaugunum mátti sjá skipverja á austur-þýska kaupskipinu Sangerhausen mynda atburðinn í gríð og erg. Annars er það einkum tvennt sem háir haustæfingum Nato í ár: Fjár- skortur og umhverfisvemdunarsjón- armið. Fyrir fjórum árum stóð „Bold Guard” æfingin yfir í 10 daga. Nú var hún helmingi styttri. Einnig var skrúfaö fyrir að hermennirnir fengju vín með kvöldmatnum. Fyrir f jórum árum ollu æfingarnar umhverfis- skaöa sem kostaöi Nato 30 milljónir v-þýskra marka. Nú var sá póstur tæplega 20 milljónir marka. Enda fékk hver hermaður dreifi- bréf fyrir æfinguna með nákvæmum leiðbeiningum um hvernig þeir ættu að forðast skemmdir á umhverfinu. Þar stóð m.a. að ekki mætti nota ann- an við en sjálffallin tré og hrís. Þeir máttu ekki fara um vissa, friðaða vegi og ekki reka nagla í tré. Eða eins og einn þýskur liðsforingi orðaöi það: Þetta var reglulega biHeg græn- ingjaæfing (Þýtt ogendursagt úr West am Sunntag)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.