Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR1. OKTÖBER1982. 7 Neytendur Neytendur Neytendur 4—5 murtur eru soðnar niður í hverja dós i niðursuðuverksmiðjunni Ora hf. Dósir með lykkjuloki eru sendar til útflutnings en dósir á innlendum markaði eru ipökkum með uppskriftum á bakhlið. D V-mynd G VA. MURTAN ER SMÁBLEIKJA — notuð í salöt, steikt, soðin, reykt eða söltuð Murta er smáfiskur sem líkist bleikju og er veiddur á þessum árs- tíma. Mesta veiöin fer fram í Þing- vallavatni, þar er murtan 19—20 cm löng. Hún hefur einnig veriö veidd i Skorradalsvatni, 15—16 cm aö stærð, og í Vesturhópsvatni og Svínavatni í Húnavatnssýslu, en þar er hún 26—27 cm aö lengd. Veiði hófst um miöja síöustu viku og stendur hún yfir í 3—4 vikurárhvert. Það eru íbúar á bæjunum í kringum Þingvallavatn, sem stunda murtu- veiöar og selja fiskinn. Murtan er síðan seld til niðursuöuverksmiðj- unnar Ora hf. Alls eru bæimir níu, sem Ora hefur viöskipti viö. Þeir eru Heiöarbær 1 og 2, Kárastaöir, Skála- brekka, Mjóanes, Miöfell, Krókur, Nesjavellir og Nesjar. Blaöamaöur DV haföi samband við íbúa á Heiöarbæ 1 og innti þá eftir frekari upplýsingum um murtuveiöar í Þingvallavatni. „Veiðin gengur þannig aö fariö er út klukkan sjö á morgnana og veriö að fram eftir degi. Murtan er veidd í lagnet og afgreidd glæný um kvöldmatarleytið og þá í sendiferðabíla frá niöursuðuverk- smiöjunni Ora hf.” sagði einn íbúinn í Heiðarbæ 1. Þar getum viö keypt nýja murtu um helgar því þá er hún ekki afgreidd til niöursuðuverksmiöjunnar. Kílóiö kostar 12 krónur. Eina skilyröiö til aö fá hana keypta er aö panta hana meö fyrirvara. Best er að hringja á föstudegi, í gegnum símstööina á Selfossi. Þá er unnt aö afgreiða murtuna á laugardegi. Hvar fæst murta? Þeir sem hafa bragðað á murtu láta vel af henni og er sjálfsagt aö þeim gefist kostur á að neyta hennar. Þá er annaöhvort aö kaupa hana í niðursuðu- dósum eöa aö leggja leið sína til Þing- valla. Þingvallamurta í dós, sem vegur 270 g, kostar 17 krónur í heild- sölu. Murta hefur fengist i fiskbúöum en að sögn fisksala hefur litill áhugi verið fyrir henni. Fólk er hrætt viö aö bragða á nýjum fæðutegundum og þaö forðast að kaupa í mat það sem sein- legt er aö matreiða. Eftirspum hefur því ekki veriö mikil. Magnús Tryggvason, framkvæmda- stjóri niöursuöuverksmiöjunnar Ora hf., haföi þetta aö segja um verkun á murtu: „Hún er hausuö og hreinsuð aö innan. Þaö eru vélar sem opna hverja murtu og hreinsa allt blóö úr hryggn- um. Nú eru um 50—60 manns sem starfa við þetta hjá Ora hf. en fljótlega veröa teknar í notkun fullkomnari vélar sem verka murtuna. ’ ’ Murtan er niöursoöin í dósirnar, sem eru bæði seldar hérlendis og fluttar til Bandaríkjanna, Englands og víöar. I hverri dós eru um 5 murtur og er látiö í um 10 þúsund dósir á dag. Ora hf. hefur soöiö murtu niöur í dósir síöastliöin 27 ár en aflamagn er misjafnt ár frá ári, eöa allt frá 4 tonnum í 70—80 tonn á ári. Algengasta magnið er 50—60 tonn á ári. Hvernig er murtan matreidd? Murta er soðin niöur í tvær geröir dósa. Þær sem fara á erlendan markaö eru áprentaðar: „Brook trout, from the glacier Lake of the Land of Fire.” Þær eru meö lykkjuloki og er því eitt handtak aö opna þær. Dósir sem fara á innlendan markað eru í ómerktum dósum sem eru seldar út í kössum, þar sem á er letraö Þingvalla murta. Á bakhliö þessa kassa eru uppskriftir ,sem gefa mönnum hugmyndir um hvernig best er að neyta hennar. Dagstimpli er þrykkt á allar dósimar, sem segir til um pökkunardag, og — ár. Margir boröa murtuna soöna og þá meö kartöflum og smjöri. Best er þá aö láta suöuna koma upp en slökkva síðan undir. Er þar sami háttur hafður á og 'er humar er soðinn. Murtan er einnig ■góö nætursöltuð. Þá er hún verkuö eins og sild, hausinn er tekinn af og murtan er slægö. Þaö nægir aö láta hana liggja í salti í hálfan sólarhring. Það er mikiö verk aö flaka hana til steikingar en alveg lostæti og hafa margir látiö næg ja aö slordraga murtuna og steikja hana síðan t.d. úr brauömylsnu. Nýja murtu er unnt að sjóða, steikja, reykja eöa salta, en siöursoðin murta er mest notuð sem álegg á brauö. Þá em útbúins salöt úr henni sem eru ekki ólik túnfisksalötum. Murtan er ódýr matur Jón Kristjánsson fiskifræðingur haföi þetta um murtuna aö segja þegar blm. hafðisamband viðhann: \ „Murtan er smávaxin bleikja sem lifir á svifkrabbadýrum í djúpum vötnum. |Hún tekur sér þetta líferni upp og tak-. markast því vöxtur hennar af fæöu- frainboðinu. Murtan er fullvaxin eftir fjögur ár.” Sagði Jón að murtuveiðar fæm aðallega fram í Þingvallavatni en aö veiöin heföi minnkaö í gegnum árin þar sem íbúum í kringum vatnið hefði fækkaö. Þótt murtuveiöar fari aðallega fram í september og október hefur murtan einnig veriö veidd á sumrin. Þá er hún veidd í flotnet áöur en hún kemur til hrygningar. Þá er fariö út á vatn í júlí og ágúst, í bátnum er fisksjá og er þá murtan í torfum í miöju Þingvalla- vatni. Hún er ekki síður góö til neyslu og fæst í verslunum heilfryst í blokk í litprentuöum öskjum. Hver askja er eitt kíló aö þyngd og seld á 29 krónur. Uppskriftimar á murtupökkunum frá niðursuðuverksmiðjunni Ora hf. eru þessar: Ora murtusalat lds.murta 2 msk. tómatsósa 1 saxað harðsoðiö egg 1 tsk. f int saxaður Iaukur 50 g majones salt og pipðar eftir smekk Murta og grænar baunir m/dillsósu Forréttur f yrir fjóra: 2ds.murta 1 bolli grænar bauuir 1/4 boIU saxaður graslaukur 4 söxuð egg ÖUu blandaö saman og látiö standa í kæliskáp í2—3 klukkustundir. Dillsósa 2/3 boUi majones 2 tsk. sítrónusafi 2 tsk. saxaö dUl 1 tsk. sinnep 1 tsk. dUl fræ kryddað með salti og pipar Murta með óvöxtum Forróttur fyrir fjóra: 1 ds. murta 2 stk. appelsínur 1/4 boUi majones 1/4 boUi sýrður rjómi 1/4 boUi möndlur eða hnetur 1/4 bolU vínber skorin í tvennt 1 tsk. tabasco ÖUu blandaö saman, kryddaö meö salti og pipar, borið fram með salat- blööum. Murta og avacado (eggaldin) í tómat 1 ds. murta 1 stk. avacado, skorið í litla bita 2 tsk. sítrónusafi 1 tsk. marinn h vitlauksgeiri 1/3 boUi saxað seUerí eða paprika 2 msk. saxaður graslaukur Þetta er ágæt fyUing í holaða tómata. Salatiö er kryddaö með salti pipar og tabasco, látið í tómatana og borið framkælt. -RR. DELMA QUARTZ Spáðu í DELMA-quartz þau eru í sérflokki. Svissnesk gæði. Póstsendum. Jón og Úskar Laugavegi 70, sími 24910. Auglýsing um tollafgreiðslugengi í október 1982 Skráð tollafgreiðslugengi 1. október 1982: Bandaríkjadollar USD 14,596 Sterlingspund GBP 24,835 Kanadadollar CAD 11,805 Dönsk króna DKK 1,6495 Norsk króna NOK 2,0920 Sænsk króna SEK 2,3222 Finnskt mark FIM 3,0129 Franskur franki FRF 2,0414 Belgískur franki BEC 0,2978 Svissneskur franki CHF 6,7325 Holl. gyllini NLG 5,2722 Vestur-þýskt mark DEM 5,7669 ítölsk líra ITL 0,01026 Austurr. sch. ATS 0,8184 Portug. escudo PTE 0,1652 Spánskur peseti ESP 0,1281 Japanskt yen JPY 0,05427 írskt pund IEP 19,726 Sérstök dráttarréttindi SDR 15,6603 Tollverð vöru sem tollafgreidd er í október skal miða við ofanskráð gengi. Hafi fullbúin tollskjöl borist tollstjórum fyrir lok október skal þó til og með 8. nóvember 1982 miöa tollverð þeirra við tollafgreiðslugengi októbermánaðar. Auglýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í október komi eigi til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollafgreiðslugengi. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra fyrir lok spetem- bermánaðar skal tollverð varnings reiknað samkvæmt toll- afgreiðslugengi er skráð var 1. september 1982 til og með 8. október 1982. Fjármálaráðuneytið, 28. september 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.