Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 32
NYJA AGFAFILMAN ÓTRÚLEGA SKÖRP OG NÆM FYRIR LITUM ÓDÝRARI FILMA SEM FÆST ALLS STAÐAR LOKI Nú er fokið í flest eyrnaskjól. Nú á að ioka fyrír Kanann. Skotið á spennivirki á Skagaströnd SíÖastliðinn laugardag var skotiö á spenni í spennivirki í Hrafndal sem er ofan við Skagaströnd. Við það brann spennirinn yfir og spennufail varö. Vegna þessa varö þorpið vatnslaust í meira en 20 klukkustundir. Ekki hefur enn tekist aö hafa upp á þeim sem skutu á spenninn, aö sögn Þórs Gunnlaugssonar, lögreglumanns á Skagaströnd, en stöðugt er unniö að rannsókn málsins. I því sambandi var sóttur maöur til Akureyrar en ekkert virðist benda til aö hann sé viöriöinn málið, sagöi Þór. Frímann Hilmarsson varðstjóri á Blöndósi stjórnar rann- sókninni. Ekki vildi Þór nefna neinar töiur um tjón vegna þessa skemmdarverks en sagöi ljóst aö þaö væri mikiö. Búiö væri aö skipta um spenni en mikiö glópalán væri aö dælumótorinn skyldi ekki eyöi- leggjast líka. Aðlokum sagöi Þór Gunnlaugsson aö lögreglan heföi kúluna úr byssunni undir höndum og yröi hugsanlega hægt aö nota hana við rannsóknina. -JBH Farmenn f unda enn Sáttafundur í kjaradeilu undir- manna á farskipum og skipafélag- anna var boðaður hjá sáttasemjara klukkan hálftvö í gærdag og stóö hann enn klukkan 9 í morgun. Um sjöleytiö í morgun lagði sáttasemjari fram sáttatillögu til athugunar fyrir samninganefndir deiluaðila og var hún enn í skoðun þegar blaöiö fór í prentun. ÓEF Flutt á slysadeild með reykeitrun Slökkviliöiö í Reykjavík var kvatt aö Kaplaskjólsvegi 29 um klukkan hálftólf í gærmorgun. En þaö kom á staðinn var tölu- verður reykur í einni íbúðinni og jafnframt var sagt að miklar líkur væru á að kona svæfi i henni. Þegar til kom reyndist þaö rétt. Fannst hún' inni í svefnherberginu. Grunur lék á aö hún hefði fengiö reykeitrun og var hún því flutt á slysadeild Borgar- spítalans. Ekki reyndist vera eldur í íbúðinni, en hins vegar voru matarleif ar í potti sem brunnu við meö þeim afleiðing- um að íbúðin mettaöist af reyk. -JGH. 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 AUGLYSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR SKRIFSTOFA AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 27022 FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982. Spádómarýmissa þingmanna um stormasamt upphaf kosningaþings: BJARGRAÐiN BBNT (NEDRIDEILD? „Framsóknarmenn og alþýöu- bandalagsmenn eru nú úti meö öll leitardufl. Hvorir um sig eru dauö- smeykir viö aö hinir verði á undan til þess aö finna heppileg leikbrögð á kosningaþinginu, sem nú stendur fyrir dyrum. Upp úr þessu hafa meö- al annars sprottiö sterkar raddir, einkum hjá framsóknarmönnum, um aö skella bráöabirgöalögum ríkisstjórnarinnar strax beint í neðri deild og láta á þaö reyna hvemig „frávillingamir” bregöast við og ýmsir stjórnarandstæöingar.” Þetta em orð stjórnarandstöðu- þingmanns, sem DV ræddi viö í vik- unni. Fleiri þingmenn af þeim væng á Alþingi eru svipaörar skoðunar. Skoöanir stjómarsinna em meira á reiki, samkvæmt viðtölum viö nokkra þeirra. En sumir þeirra neit- uöu ekki þessari hugmynd um meö- ferö bráðabirgöalaganna — eöa bjargráöanna. ,,Ég tel þetta sama sem óhjá- kvæmilega leiö, þótt þaö sé óvíst aö þingið losni úr sjálfheldunni þar meö,” sagði einn stjórnarþing- manna. ,,Staðan veröur að komast á hreint í formlegri afgreiðslu á þing- inu. Þaö snýr bæði aö þeim Eggert Haukdal og Albert Guömundssyni, en ekki síður aö stjómarandstööunni almennt. Ýmsir þingmenn í hennar hópi hljóta aö hugsa sig tvisvar um áöur en þeir bregða fæti fyrir ráö- stafanir ríkisstjómarinnar. Að meginhluta eru ráöstafanimar nákvæmlega sams konar og stjómarandstæöingar hafa áöur beitt viö líkar aðstæður. Þá er þaö ljóst aö stjórnarflokkarnir hafa meirihluta á þingi og ég tel aö ýms- um stjóraarandstæöingum þyki ógeðfellt að spila á úrelta deilda- skiptingu þingsins.” „Ríkisstjórnin var krafin um aö kalla Alþingi saman þegar bráöa- birgöalögin vora í deiglunni. Þaö geröi hún ekki og ber því alla ábyrgð á framvindu mála,” sagöi einn stjórnarandstæðinga. „Þaö er yfir- lýst að stjórnarandstaðan greiöir at- kvæði á móti bráðabirgðalögunum og þau falia því í neöri deild á jöfnum atkvæðum.” Samkvæmt ofansögöu gæti svo fariö aö bráöabirgðalögin yröu felld strax í þessum mánuði. Þar með væri ríkisstjómin komin formlega í sjálfhelduá Alþingi. HERB. Vegurínn fyrír Ólafsvíkurenni er frægur eða illræmdur öllu liggur alveg niður við sjó. Þegar hann kemst í gagnið verður heldur. Skriðuföll eru tíð og vegurinn hættulegur. Nú eru hann mikil samgöngubót milli Ólafsvíkur og Hellissands. hafnar framkvæmdir við nýjan veg fyrir Ennið. Sá vegur DV-myndirEinar Ólason. Vinna hafm a ny a vatnasvæði Þjórsár virkjanamenn samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara Vinna er nú hafin á ný við virkjanir á vatnasvæði Þjórsár. Vinnustöðvun- um iðnaðar- og verkamanna, sem hófust 7. og 15. september, var aflýst eftir að miðlunartillaga Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara varsamþykktígær. Verkamenn samþykktu miðlunar- tUlöguna meö 65 atkvæðum gegn 52, einn var auður; sex rafvirkjar sem greiddu atvkæði sögðu allir já; tíu málmiðnaðarmenn samþykktu en einn var á móti; en af tíu smiðum á kjörskrá greiddu aöeins þrír atkvæði, einn sagöi nei, einn skilaði auðum seðli og einn ógildum. Er innsigluð atkvæði atvinnurek- enda voru opnuð að lokinni atkvæða- greiðslu starfsmanna kom í Ijós að allir höfðu þeir samþykkt miðlunar- tillöguna. Helstu breytingar á k jarasamning- um eru þær að þeir sem unnu ó virkj- anasvæðunum fyrir verkfall og halda áfram vinnu eftir verkfall fá sex prósent kauphækkun fró 1. júli þessa árs. Þeir sem ekki verða viö vinnu eftir verkfall fó hins vegar fjögur prósent kauphækkun frá sama tima. Töluverðar breytingar verða á bónuskerfi, meöal annars þær að þak verður sett á bónus. Þá eru ókvæði um að verkfærapeningar veröi þeir sömu og greiddir era í byggð. Kemur þetta ákvæði aðallega rafvirkjum til góða. Ennfremur verður hér eftir sami launataxti fyrir alla iðnaðar- menn á svæðinu. Er þetta smiðum og málmiðnaðarmönnumihag. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.