Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR1. OKTOBER1982. Spurningin Finnst þér sjónvarps- auglýsingar skemmti- legar? Gunnar Björnsson snikkari: Ekki finnst mér það nú. En maður horfir á þær ef setiö er fyrir framan sjónvarpiö á annað borö. Hvernig á góð auglýsing að vera? Tel nauðsynlegt aö hafa upplýsingagildið númer eitt. Petur Maack, áfengistæknir hjá SÁÁ: Margar þeirra eru tæknilega skemmti- legar en geta þó orðið með tímanum leiðinlegar, þegar horft er á þær aftur og aftur. Marteinn Pétursson bílstjóri: Nei, mér finnst þær nú ekki beint skemmtilegar og horfi því aðeins á þær endrum og eins. Hvernig á góð auglýsing að vera? Eiga að vera upplýsandi og koma kostum vörunnar til skila. Jón Einarsson: Jú, sumar þeirra eru skemmtilegar. En svo eru aðrar auð- vitað mjög leiðinlegar. Tel aö auglýsingar þurfi að vera þannig að maður fái ekki leið á þeim strax. Sólrún Jónsdóttir húsmóðir: Æ, mér finnst þær vera þreytandi. Vildi helst losna við þær. Tel að margar þeirra hafi slæm áhrif á böm. Skapi gervi- þarfir hjá þeim. Ingibjörg Einarsdóttir húsmóðir: Nei, það finnst mér ekki. Stend yfirleitt upp og skerpi á könnunni, þegar þær byrja. Bamabara mitt horfir hins vegar mikiö á auglýsingamar í sjónvarpinu. Lesendur Lesendur Lesendur ErjuríÞing- holtsstræti: Kvartað undan ólátum og drykkju- skap — grjóti kastað !. í leigubifreið Jón Sæmundsson, 5192-6471, skrifar: Nábýli við starfsmannahús banda- ríska sendiráðsúis hefur gert okkur ná- grönnunum lífiö leitt undanfarin ár. Eg hef búiö í Þingholtsstræti 30 í 12 ár, séð um viögerðir hússins, og tala hér fyrir íbúa þess; fólk flest á aldrin- um 70 til 81 árs. Við æskjum þess að fá frið fyrir drykkjuskap og ólátum starfsmanna bandaríska sendiráösins (og gesta þeirra) sem eru í næsta húsi við okkur. Siðastliöna helgi voru slík ólæti i þessu fólki tvær nætur í röö aö okkur nágrönnunum varð ekki svefnsamt frá kl. 2 á nóttu til 6 ummorgun — þrátt fyrir að lögreglan var tilkvödd. Við krefjumst þess að kvörtunum okkar verði sinnt og ætlumst til þess að fá næturfriö. Starfsmenn sendiráðsins kvöddu lögreg/una á vettvang ■ Hjá lögreglunni fengum við eftirfar- andi upplýsingar um þetta mál: „Aðfaranótt sunnudagsins 26. þ.m., kl. 05.20, var hringt frá Þingholtsstræti 34, starfsmannahúsi bandaríska sendi- ráðsins, og beðið um lögregluaðstoð vegnahávaða þarutandyra. „ Við krefjumst þess að kvörtunum okkar verði sinnt og ætlumst tii þess að fá næturfrið" — segir Jón Sæmundsson. Á myndinni er hann að skýra frá ónæði sem hann segir stafa af nábýli við starfsmenn bandaríska sendiráðsins. Þegar lögreglan Vom voru ónæðis- valdamir famir en Jón Sæmundsson vatt sér að lögreglumönnunum, æstur í skapi, og kvartaði undan hávaða og ónæði er stafaði frá þessu húsi. Er lög- reglumenn vom síöan í þann mund að aka á brott henti Jón grjóti í leigubif- reið, sem þama var, og dældaði farangursgeymslu hennar. Hann vildi ekki tjá sig um ástæöur verknaðarins. Málið er nú í athugun hjá rann- sóknardeild lögreglunnar í Reykja- vík.” Talsmaður sendiráðsins vísar til lögreglunnar Talsmanni bandaríska sendiráðsins var kunnugt um atvik þetta. Hann kvaðst þó ekki geta tjáð sig nánar um málið, því hér hefðu Islendingar verið beggja vegna, og vísaði því á lögregl- una í Reyk javík. Hnefastór steinn dundi á bílnum Héöinn Valdimarsson heitir leigubif- reiðarstjórinn, sem grjótið fékk í bíl- inn, og segist honum svo frá þessu atviki: ,,Eg átti leið þarna fram hjá, var að fara að Hallveigarstíg. Þama í Þing- holtsstrætinu var þá lögreglubifreið fyrir og vom lögreglumenn að tala viö mann. Ég beið eftir að þeir færðu sig svo að ég kæmist áfram. Þegar lögreglubíllinn ók af stað vatt sér að mér maður og jós yfir mig óbótaskömmum. Skömmu síðar dundi heljarmikið högg á bílnum. Bilstjóri sem þama var sagöist hafa séð æsta manninn kasta hnefastómm steini, enda var hann tilbúinn meö grjót í henditil annarrar atlögu. Málið er nú í athugun enda var ég svo heppinn að þama var vitni. Það kom síðan í ljós að maðurinn með grjótið hélt víst að ég væri að koma með farþega á staðinn og því hafði fok- iðíhann.” „„ Opið bréf til Þorsteins Guðjónssonar talsmanns Norræns mannkyns: Óska ég ykkur alls góðs og aukinnar víðsýni — segir Birgir Sigmundsson Birgir Sigmundsson skrifar: Sæll vertu, ÞorsteinnGuöjónsson. Þar sem okkur mun víst lengi greina á um „innflutning fólks af óskyldum kynstofnum” ætla ég aö skýra örlítið nánar mína afstöðu. Ástæða þess að ég taldi þörf á að gera athugasemdir eftir lestur viðtals- ins viö þig í DV 4. sept. sl., er sú að ég tók andstööu þína og þinna félaga gegn „óskyldumkynstofnum” til mín. Eg er að vísu aðeins einn af mörgum sem ættleitt hafa börn frá fjarlægum löndum en væntanlega nokkuð dæmi- gerður fulltrúi. (Það skal þó skýrt tekið fram að ég skrifa ekki í umboði eins eða neins í þessu máli.) Þú nefnir réttilega að í fyrra bréfi mínu gat ég ekki um „innflutning verkafólks af ýmsu tagi, úr ýmsum stöðum”. Málið er það, Þorsteinn, að slíkt er ekki að gerast hér á Islandi og mun ekki gerast nema stjómvöld vilji og leyfi. Fyrir utan fáeina Víetnama, sem komu fyrir atbeina stjórnvalda, hafa sárafáir fullorðnir „af óskyldum kynstofnum” sest hér að. Þess vegna höfum við ekki þetta „vandamál” hér á landi og því hlaut ég að taka andmæli Norræns mannkyns til mín og minna líka, sem ættleitt höfum börn af „óskyldum kynstofnum”. Barnið mótast af umhverfi sinu En hér er reginmunur á, því aö ómálga barn, sem alið er upp af íslensku foreldri, verður jafníslenskt og önnur börn að öllu leyti, nema í útliti. Þetta gætu allir alvörumann- fræðingar og norrænufræðingar sagt þér. Það er stór munur á hvort hér kemur fullorðiö fólk, alið upp i óliku menningarsamfélagi við ólíkar ytri aðstæöur, eða ómálga bam. Barnið mótast af umhverfi sínu og uppalend- um en ekki af því hvar á jarðkringl- unni það hefur fæðst og lifað fyrstu vikur ævi sinnar. Við hér á Islandi getum ekki lokaö okkur af frá umheiminum vegna þess að viö erum hluti hans en ekki útvalinn æöri kyn- stofn sem óraskaöur verður að vera. Þér finnst einkennilegt að ég skuli ekki hafa tekiö upp baráttu gegn fóstureyðingarlöggjöfinni fremur en leita lausnar minna mála í Indónesíu. Þorsteinn minn, eins og þú tókst eftir í fyrra skrifi mínu þá met ég mannúð og lýðræöi nokkurs. Einmitt þess vegna er það í andstööu við mitt lífsviðhorf að vilja þröngva fólki, sem af einhverjum ástæðum getur ekki annast böm, tÚ að eignast þau svo ég megi njóta góös af. Viö lifum í nútímanum, þar sem norrænar þjóðir hafa gengið á undan með því fordæmi að veita fólki að miklu leyti sjálfdæmi í þessum málum. Eg trúi því að oftast sé fóstureyðing framkvæmd af ærnum ástæðum og ekki er hún sársaukalaus fyrir þá sem í hlut eiga. Þess vegna er það, að mínu mati, eina raunhæfa lausnin fyrir fólk sem ekki getur eignast eigin böm aö leita „Finnst mir það ærið lóttvægt að ímynda sór að fóein böm með brún- an hörundslit og dökkt hár riðli okkar isienska þjóðfólagi," segir i brófi Birgis Sigmundssonar. þangaö sem vandamálið er á hinn veginn. Offjölgunarvandamál. Sú þrá mannsins að annast og ala upp börn er svo sterk að ég tel það ómannúðlegt ef meina ætti fólki aö fullnægja henni, sé þess kostur. Ættieidd börn oftast íangþráðari Vonandi eigið þið félagar í Norrænu mannkyni börn og hafið þá væntanlega fengið lífsfyllingu í því að sjá þau vaxa úr grasi. Ekki er það svo að ég hvetji fólk til að fara að mínu dæmi nema að vel íhuguðu máli og raunverulegri þörf. Enda held ég að enginn ættleiði bam án þess að hafa til þess ríka löngun aö annast þaö og ala upp, rétt eins og þeir foreldrar sem á eölilegan hátt eignast sín börn. Ættleidd börn eru reyndar oftast langþráðari en önnur börn og umhyggjan verður í samræmi við það. Vegna þessa alls finnst mér þaö ærið léttvægt að ímynda sér að fáein böm með brúnan hörundslit og dökkt hár riðli okkar íslenska þjóðfélagi. Ég met hamingju þeirra foreldra, sem fengið hafa og fá munu börn frá fjarlægum löndum, meira en þá hugsjón ykkar að halda okkur Islendingum einangmö- um frá umheiminum. Reyndar held ég að eftir önnur 1100 ár sjái varla mun á útliti þjóðarinnar vegna þessara bama, það verður þá af öðrum orsökum. Aö óttast þaö aö Islendingar hljóti örlög Palestínu- araba er slík firra að ég held að jafnvel þú getir ekki í alvöru haft þá skoöun. Þar sem þetta er væntanlega loka- kveðja mín til þín og þinna félaga óska ég ykkuralls góðs og aukinnar víösýni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.