Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR1. OKTOBER1982. ADAM SAGDIEVA Þjóðleikhúsifl: Garðveisla eftir Guðmund Steinsson. Tónlist: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgríms- dóttir. Leikstjórí: Maria Krístjánsdóttir. Setjum svo aö Garöveisla, nýja leikrit Guömundar Steinssonar fjalli um syndafallið. Hvaö þá með þaö? Þetta fer reyndar ekkert á milli mála í byrjun leiks. Þar er í fyrstu sennunum sýnd biblíusagan um Adam og Evu í aldingarðinum aö spá hvort í annað og epliö. Þau skottast þar nakin, ungt og frumstætt og upprunalegt fólk, óspillt náttúran í biblíumyndum. Guöjón Pedersen er spengilegur piltur og líkast til hægt aö láta sér finnast þetta fallegt. Skaparinn hefur aö vísu frá byrjun bannaö þeim aö bíta af trénu, hvers vegna veit nú enginn. Koma þá til sögunnar Adam og Eva af yngri ár- gerö: Erlingur Gíslason og Krist- björg Kjeld, nútímafólk, einhvers- lags túristar á Edensslóö. Ef ég greip leikinn rétt þá eru þaö þau Erlingur og Kristbjörg, nútíminn, fullorðinsaldurinn, sem í leiknum valda falli hinna fyrri edenshjóna, Guðjóns og Jórunnar, Siguröardótt- ur, æskunnar og sakleysisins, og láta þau bíta í eplið. Þá sjá þau aö þau eru nakin og firrast og skelfast hvort annaö, útrekin úr Edens lundi. Víkur nú sögunni til seinni tíma. Adam og Eva eru stöndug hjón og hafa komið sér upp húsi og garöi og ætla aö fara aö halda upp á þetta. En þaö er orðiö ansans ósköp langt í milli þeirra, eins og gerist í hjóna- böndunum, þar sem þau eru aö búast til veislunnar. Adam vill hreint ekki bíta í epli þó Eva biöji hann vel. Skilningstréö oröiö að krossi. Nú veröur hlé á leiknum. Eftir hléö kem- ur að veislunni sjálfri til að halda upp á húsið og drífur aö margt gesta til kvöldmáltíöar, allir úr biblíu- sögunum af leikskrá að dæma. Þar boröa sumir epli en aðrir banana aö mér sýndist. Undir boröum veröur sú uppákoma að frumstæða parið úr fyrri hluta leiksins kemur og dansar nakið fyrir veislugesti sem veröur furðu mikið um og hrekja þau á burt frá sér. Ekki vilja þau bíta í epli. Viö svo búið snýst veislan upp í óttalegt svall úti í garöi og ofan í sundlaug, en gusur ganga í allar átt- ir. Best að fara ekki í sparíkjól í leik- húsiö ef maður situr á fremstu bekkj- unum. Eftir þessar sviftingar er allt í einu skaparinn sjálfur úr fyrri parti leikins kominn til veislunnar, kven- snipt meö kolmorautt fés og annað brjóstiöbert: Ragnheiöur Amardótt- ir. Hvorki vill hún berg ja vin né bíta í epli, en segist „vera” og vera „ekk- ert”. Viö þetta veröa veislugestir ókvæöa, krossfesta hina annarlegu snót í sundlaug og skjóta á hana meö skammbyssu. Viö svo búiö ganga miklar reiöarþrumur yfir í leiknum, og er svo aö skilja aö heimur farist, en þau Adam og Eva vakna upp í víti sjálfu, og leggur af því megnustu svælu. Þó er ekki öll von úti: þau hjónin eygja nú um síðir endur- heimta paradis hvort í annars aug- um. Og raust skaparans áminnir þau úr hátalara aö vera frjósöm og upp- fylla jöröina, en nefnir ekki í þetta sinnaðekkimegiborða epli. —' Eva fór að æja Hvaö á nú aö segja um leikrit eins og þetta? Eftir leikstjóranum sá ég einhverstaöar haft að Garðveisla væri siöbótarleikrit, flytti brýna siðferöislega viövörun til nútíma- mannsins í leikhúsinu. Það má svo sem vera fyrir mér: taki þeir sneiö sem eiga. Fyrir mína parta grynnti ég ekki par í guöfræöi eöa siöfræöi leiksins, þó aö vísu megi ráöa þar í þá almennu skoðun aö heimur fari versnandi, en hafi verið hóti skárri í fyrri daga þegar lífiö enn var ungt og Leiklist Olafur Jónsson upprunalegt. I ýtrasta lífsháska er aftur lífsvon: þá eiga menn í svip þess kost aö endurheimta s jálfa sig. Þetta eru svipaðar hugmyndir og greina mátti í fyrra leikriti Guö- mundar Steinssonar, Stundarfriði, og eru kannski ekki mjög mark- veröar. Látum svo vera ef tækist aö gera efniö sjálegt á sviðinu. En þaö er ekki því aö heilsa í þetta sinn: aldrei tókst aö sýna fram á, virkja í sjón og raun þær andstæður æsku og elli, uppruna og úrkynjunar, sakleys- is og spillingar, eöa hvaö þaö er, sem hugsanlega gætu gefiö hugmynda- efni leiksins einhverskonar verklega merkingu. Þar ímynda ég mér aö mest ríöi á garðveislunni sjálfri í seinni hluta, þar sem nútíðarlýsing leiksins og tilætluö siöferöisleg ádeila á væntan- lega aö koma fram, táknleg og stíl- færð lýsing lífs eftir syndafallið. En allt þetta atriði varð undarlega þung- fært og klúðrað í sviösetningu, frá- sneitt þeim ofsa og öfgum sem hugsanlega gæti gætt þaö lífi, og þar virtist mér leikmynd og búningar oröin alveg út í hött. Af hverju ekki aö hafa mannskapinn bara i smóking og með orðu? Að vísu virtist orðræð- an og hugmyndaefni leiksins þar sem endranær svo einkar fákæn: líf í synd tómt svall og sukk. Og spurs- mál hvaö leikstjóm, sviösetning megnar aö auka viö leik umfram þaö sem hann beinlínis segir til um. Aö vísu mátti hafa ánægju af aö horfa á Kristbjörgu Kjeld, sem megnaöi aö gæða hlutverk sitt, Evu rosknu, skrýtilega kviku lífi. Eriing- ur Gíslason kom mannslega móti henni í veigamesta atriöi leiks- ins,næst fyrir hlé, þar sem þau hjón- in ná ekki saman í sinni heimafengnu paradís. Og senan þar sem Krist- björg fer meö litlu gulu hænuna, heldur en segja ekki neitt, var ein sér kostuleg aö sjá. Þama var um aö ræða farsalega endurgerö raunhæfra manngeröa og kringumstæðna: Adam og Eva í kreppu hjónalífs. En hvaö kom það biblíuefninu, heimsslitalýs- ingu leiksins viö? Aðalefni hans, skáldlega stílfærð biblíusagan, fékk aldrei neina slíka fótfestu í mann- heimi, raunheimi í oröi né æöi í leikn- um. Burtséð frá þessu fannst mér tvennt alveg ekta í sýningunni: nuddkona Adams í atriðinu fyrir hlé, Haukur Morthens aö syngja í veislu- byrjun eftir hlé. En þaö var eiginlega allt og sumt. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði „Athafnamenn” hjá því opinbera Blaöamenn þurfa mörgu aö sinna og vinna dagsverk sin á fljúgandi ferð, skrifa fréttatexta og undir myndir nánast af því ósjálfræöi van- ans, sem sléttar út fínni blæbrigði málefna og mannlífs, svo eftir stend- ur pínulítiö kímiö lesefni handa okk- ur hinum. Þetta gerðist m.a. núna á dögunum í DV, þegar sagt var frá af- mæli verslunarmanna, sem haldiö var í nýjum skýjakljúf samtakanna í Kringlumýri. Svo vlll til aö verslunin í landinu hefur þurft á raunverulegum at- hafnamönnum að halda frá fyrstu tíö, einnig útvegur og iðnaöur og landbúnaður. Allar þessar greinar hafa byggt á sterkum einstaklingum, þótt á síöari timum hafi atvinnuveg- irnir þurft í vaxandi mæli aö sækja súrefni sitt að hluta til þess starfs- mannahóps í þjóöfélaginu, sem er að verða einna fjölmennastur, situr á> opinberum skrifstofum og flokkar sig eftir prófgráöum í stéttarfélög, og verðleggur vinnu sína m.a. eftir því hvað þjóðfélagið hefur kostað miklu til menntunar þeirra. Hér er átt við Bandalag starfsmanna rikis og bæja og Bandalag háskólamennt- aðra manna. Sú fjölmenna stétt, sem situr á stjómarskrifstofum vinnur auðvitað ágætt verk. Hún fer frekar vaxandi en hitt, enda má segja að atvinnu- greinar athafnamanna séu stöðugt sveigðar meira undir opinbera for- sjá. Nýleg dæmi höfum við um, að at- vinnuvegur eins og sjávarútvegur getur ekki gengið nema skrifstofulið- ið heimili viðunandi kjör handa afla- mönnum. Á afmæli verslunarinnar var margt um manninn og hið fríöasta lið mætt til kokkteildrykkju. DV var þar líka eins og eðlilegt er og birti frásögn og myndir að bragði. Undir einni myndinni stóð: Ungir athafna- menn kætast yfir glasi af góðu víni. Þessir ungu athafnamenn voru: Atli Freyr Guðmundsson, fuUtrúi í við- skiptaráðuneytinu, Ámi Kolbeins, fulltrúi í fjármálaráöuneytinu, Þorsteinn Ólafsson hjá StS, Kristinn Ólafsson, toUgæsIustjóri, Georg Ölafsson, verölagsstjóri, HaUdór Ásgrímsson, alþingismaður Fram- sóknarflokks og Bjöm Líndal, fuU- trúi í viðskiptaráöuneytinu. AUt em þetta hinir mestu prýðisdrengir,sem hafa komið víða við í opinberu lífi, haft afskipti af stjórnmálum sumir, en aörir af framkvæmdastússi hins opinbera. En þeir verða ekki með neinu móti flokkaðir undir athafna- menn. TU þess eru þeir of fjarlægir þeim athöfnum og því áhættusama lifi, sem heldur þjóðfélaginu •gangandi. VUji menn hins vegar hafa verð- lagseftirUt, þá er verðlagsstjórinn þaraa, og fuUtrúar fyrir aðrar grein- ar eftirlits hins opinbera em á mynd- inni. Þótt forsjáin sé sótt tU hins opin- bera i sifeUt meira mæU skulum við seinast gefa eftir titUinn athafna- maður. Hann stendur undir stöðugri skothríð, sem það islenska auðvald sem ákveðin stjórnmálaöfl rikisfor- sjár hafa haft að viðfangsefni i ómældan tíma. Hann er maöurinn sem fær að fara á höfuðiö, kimni hann ekki að bjarga sér, án nokkurs yfirsöngs, annars en þess sem fylgir innheimtunni. En það er tímanna tákn, að menn á besta aldri, sem hefðu átt að heUa sér út i atvinnulífið og taka áhættur, og eru að auki og af misskUningi kaUaðir athafnamenn í blaði, skuli velflestir vinna á opin- berum skrifstofum, sem m.a. skammta athöfnunum i landinu kjör- in. Þess vegna er það bón Svarthöfða tU blaðamanna yfirleitt, að þeir rugli ekki þjóðfélagsmyndina með þvi að kaUa þá athafnamenn, sem eru þaö ekki og hafa kosið áhættulítið hóglifi skrifstofustarfsins. Blaðamenn eiga líka að hafa í minnum orð Snorra Sturlusonar, þegar hann benti á, að lof væri skylt þeim sem tU þess ynni, en gæta yrði þess aö það yröi ekki of- lof, því slikur áburður gæti orðið að háði. Svarthöföi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.