Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR1. OKTÖBER1982. 9 Útlönd Útlönd Hart deilt um glasabörn Gunnlaugur A. Jónsson, Lundi: Fréttin um að fyrsta glasabarn Norðurlanda sé fætt í Gautaborg hefur komið af staö miklum umræðum um glasafrjóvgun hér í Svíþjóð. Ef tekst að þróa þessa tækni er ljóst að um 1000 sænsk barnlaus hjón eða pör muni á ári hverju njóta góðs af henni. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um ágæti þessara framfara í læknavísindum og ýmsir hafa varaðmjög við þeim. Gagnrýnendurir benda m.a. á að frjóvguð egg hafi verið notuð í til- raunaskyni án vitneskju foreldranna og meö því aö frysta eggin megi varð- veita þau áratugum saman. Af því geti leitt mörg siðferðileg og lagaleg vandamál. Enn eru ekki til nein lög í Svíþjóð sem ná yfir þetta svið en þegar hefur verið boöað til ráðstefnu þar sem ræða á um læknisfræðilegar, siö- fræðilegar og lagalegar hliðar þessa máls. Lifandi fóstur í tilraunagiasi Sama dag og fyrsta glasabarn Sví- þjóðar fæddist bárust þau tíðindi frá Bretlandi að bresku læknasamtökin hefðu ráðist gegn dr. Robert Edwards, þeim er fann upp aðferöina með glasa- frjóvgun, og hvatt alla félaga sam- takanna til að láta af öllu samstarf i viö hann. Ástæðan var sú að dr. Edwards hafði greint frá því að hann hefði gert tilraunir með frjóvguð egg og haldið fóstrinu lifandi í tilraunaglasi í marga daga. „Aö gera tilraunir með lifandi fóstur á þennan hátt, og ef þær verða framlengdar, er það það sama og setja bam á skurðarborðið og gera tilraunir með það,” sagði einn læknanna og var- aði við afleiðingum þessara tilrauna. Sænskur yfirlæknir, dr. Kajsa Sundström, tók undir þessa gagnrýni i umræðuþætti í sjónvarpinu hér í fyrra- kvöld. Hún sagðim.a.: — „Að heyra visindamennina tala um frjóvguð egg er eins og að heyra smástráka tala um leikföngin sín.” Hún gagnrýndi að þeir sem vinna að þessum rannsóknum hagi sér eins og þessi frjóvguðu egg séu þeirra eign en ekki foreldranna, og noti „afgangs- egg” eins og þeim sýnist í tilrauna- skyni. Þá hafa stjómmálamenn og gagnrýnt læknana á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg fyrir að hafa veitt þeim ónógar upplýsingar um til- raunirnar sem þar fara fram. GAJ, Lundi/JÞ Verkamannaflokk- urinn vill kjam- orkuafvopnun Breta Verkamannaflokkurinn breski hefur ákveðiö að berjast í næstu þing- kosningum undir gunnfána einhliða kjamorkuafvopnunar. En flokkurinn stefnir þó ekki aö því að Bretland segir sig úr Norður-Atlandshafsbandalaginu eins og sumir þeir róttækustu vildu helst á landsþinginu sem staöið hefur undanfarna daga í Blackpool. Forysta flokksins vill að Bretland fylgi fordæmi Kanada og Noregs og verði kjamorkuvopnalaus aðili aö bandalaginu. Fulltrúar á landsþinginu viðruöu einnig kröfu um aö herstöðv- um Bandaríkjanna á Bretlandseyjum verði lokað og að f jarlægð verði þaðan öll langdræg flugskeyti, ef þau verða sett þar upp næsta ár, eins og staöið hefurtil. Samkvæmt lögum flokksins þarf tvo þriðju hluta atkvæða á bak við áiyktanir landsþingsins til þess að þær taki gildi sem stefna flokksins. Samþykktin um einhliða kjarnorkuaf- vopnun fékk nær þrjú atkvæöi á móti hver ju einu mótatkvæði. Landsþingsfulltrúar höfðu að engu viðvaranir forystumanna og sam- þykktu ályktun um þjóðnýtingu hergagnaiðnaðar Breta, sem samt skuli lúta að nokkm stjórn verkalýðs- félaganna. En um það varð atkvæða- munur of naumur, til þess að verða sjálfkrafa liður í stefnu flokksins. Þá samþykkti þingið að víta Israels- stjóm fyrir hlut hennar beinan eða óbeinan í fjöldamorðunum í V-Beirút. þúsund ára gömul. Fomleifarann- sóknir hófust þama fyrir þrem árum og hafa fundist nær heilar beina- grindur af nashyrningum, hýenum, flóðhestum og fílum. Stúturviðstýríð drepuráríega 1000 Portúgala Það er ætlað, að þriðjungur allra dauðaslysa í umferðinni I Portúgal sé að kenna stút við stýriö — sem sé ölvun við akstur. Hafa yfirvöld nú leitt í gildi ný lög, sem miða að því að hamla gegn ölvunarakstri. Meðal annars skal lögreglan nota öndunar- prófanir á ökumönnum, sem ekki hefur áður verið gert í Portúgal. Sektir hafa verið hækkaðar upp í 1750- krónúr, og brot varða allt að sex mánaða ökuleyfissviptingu í fyrsta sinni og varðhaldi, þar til blóðrann- sókn hefur skilað níöurstöðu. Það er ætlað að um 1000 manns farist ár- lega í Portúgal vegna ölvunarakst- urs, en Portúgal kemur næst á eftir Frakklandi með mesta neyslu áfeng- isíVestur-Evrópu. IIMIMRITUIM I SIMA 4 Æfingastöðin Engihjalla 8 Kópavogi. Hressingarleikfimi kvenna ogkarla Kennsla hefst mánudaginn 4. okt. nk. í leikfimisal Laugar nesskóla. Fjölbreyttar œfingar — músík — slökun. Byrjenda- og framhalds- flokkar. Astbjörg Gunnarsdóttir íþróttakennari Innritun og upplýsingar í síma 33290 kl. 9-14 daglega. Sagan af EILEEN REED „Ég hætti að reykja í apríl 1980, þá var ég 78 kg. Þá tók við sælgætisát og á stuttum tíma varð ég 91 kg — úrræðalaus — þreklaus. Ég vissi af æfingastöð í nágrenninu, þar fékk ég að sjá allskyns tæki til líkamsræktunar — þrekhjól o.m.fl. ásamt lyftingalóðum. Eftir að mér var sagt að æfingar í stöðinni mundu á tiltölulega stuttum tíma stórbæta vöxt og auka þrek mitt, ákvað ég að hefja æfingar. Árangurinn var stórkostlegur — inn- an árs náði ég þyngd minni í 62 kg og ætla mér að halda þeirri þyngd. Gerðu sögu Eileen Reed að þinni. Byrjaðu œfingar í Æfingastöðinni Engihjalla. Þar höfum við bestu hugsanlegu aðstöðu til líkamsrœktar. Taktu afskarið, gerðu líkamsrœkt að þinni tómstundaiðju. Sértímar fyrir konur kl. 9 og 10, 14, 15 og 16 alla virka daga. Líkamsrækt er nú mitt tómstunda- gaman. Ég bæti stöðugt vöxt minn og útlit, lífsánægju og sjálfsöryggi.” Opið í kvöld til kl. 22 9-12 laugardag. Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. JIE Jón Loftsson hf. HRINGBRAUT121 - SÍM110600 HÚSGAGNADEILD. SÍMI 28601 Hollensk eikar borðstofuhúsgögn í háum gœðaflokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.