Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR1. OKT0BER1982. 5 Sovéska vélin fór af braut beint á móti Cargolux- skýlinu — Hefði lent á þrem íslenskum f lug- vélum, ef hún hefði beygt til vinstri í staðinn fyrir að renna til hægri Frá Valgeiri Sigurðssyni, fréttaritara DV í Luxemborg: „Aðkoman var hrikaleg, þegar mig bar að slysstaðnum 45 mínútum eftir að sovéska farþegaþotan sentist út af flugbrautinni og brotnaði í mél í skógi- vöxnu gili utan flugvallar. — Flug- vélarflakið var orðiö ern brunarúst en þó svo heitt aö björgunarsveitir þurftu að kæla það meö vatnsbunum til þess að geta leitað að líkum innan um brak- ið. En almannavarnir þeirra Luxem- borgara sýnast vel vaxnar sínu hlut- verki. Þaö var búið að flytja alla slas- aða á sjúkrahús nær eða fjær, og höfðu þar komiö til hjálpar sjúkrabíiar alla leið frá Frakklandi, Belgíu og Þýska- landi. Enn kunna menn engar skýringar á því, hvemig þaö mátti verða að vélin, sem haföi komið niður á flugbrautina með eðlilegum hætti, hemlað með vélarafli, sömuleiðis eðliiega, tók upp á því að beygja 20 gráður til hægri, þegar hún hafði runnið langleiðina inn á miðja braut. Hitt er þó ljóst að hefði hún beygt út af brautinni til vinstri í staöinn fyrir að renna til hægri, hefði hún lent beint á flugskýli Cargolux. Fyrir framan það stóð DC-8 þota Flugleiða, Júmbóþota og DC-8 þota Cargolux en inni í skýlinu voru tvær flugvélar í viðgerð. Enginn vafi þykir á því að það hefði allt eyði- lagst. -GP. Grettir frá hafnarmálastjórn vann við að dýpka höfnina i Bolungarvik og er hún nú orðin greiðfær skipum sem sum hver þurftu áður að biða eftir flóði tilþess aðgeta sigltinn ihöfnina. DV-myndKristján Friðþjófsson. ■ ■ r HOFNINIBOLUNG- ARVÍK DÝPKUÐ Dýpkunarskip hafnarmálastjómar, Grettir, hefur nýlokið við að dýpka höfnina í Bolungarvík. Aö sögn Einars Þórðarsonar, bæjarritara Bolungar- víkur tók verkið aöeins lengri tíma en fyrir fram var áætlaö og var orsökin sú að dýpkunarskipið Grettir var bilað og gat því ekki unnið meö fullum afköst- um. Því tók það skipið um einn og hálf- an mánuö að vinna að dýpkuninni. Aætlaö var að það þyrfti að taka um 26 þúsund rúmmetra úr höfninni en þegar á hólminn var komið reyndust rúm- metrarnir verða fleiri en ætlaö var í upphafi. Er nú svo komið að höfnin er víðast hvar um 6 metra djúp og geta því stærstu skipin auðveldlega siglt inn i höfnina. Kostnaðaráætlunin við verkið hljóð- aði upp á 2,3 milljónir króna en Einar sagði að ljóst væri að kostnaðurinn yrði meiri því framkvæmdirnar hefðu tafist sökum bilunar í Gretti. Áður en til dýpkunarinnar kom þurftu stærstu skipin yfirleitt að bíða eftir flóði til þess að komast inn í höfnina. Einar sagði að það þyrfti að dýpka höfnina reglulega því hún væri lífæð staðarins. Atvinnulíf Bolvíkinga hefur verið gott og enginngengiðumatvinnulaus í langan tíma. Verið var aö vinna við að leggja gangstéttir í sumar og er gatna- kerfið á Bolungarvík mjög gott, nú eru um 84% af því með bundnu slitlagi. -EG. Oe' t\st a d*»* Eitt blað — — ótrúleg áhrif— ÁSKRIFTARSÍMINN ER 27022 BRÁTT ER ALLRA VEÐRA VON VERTU UNDIR ÞAÐ BÚINN 1 Mótorþvottur 7 Skipt um bensínsíu í blöndungi Rafgeymasambönd hreinsuö Viftureim athuguð Mæling á rafgeymi og hleðslu 9 Kælikerfi þrýstiprófað 4 Loftsía athuguö \Q Frostþol mælt s Skipt um platínur TÍ Mótorstilling 6 Skipt um kerti / Öll Ijós yfirfarin og aðalljós stillt iHemlarreyndir 3 GILDISTfMI 1. OKT. TIL 30. NÓV. Verö: 4 strokka vél kr. 730.- 6 strokka vél kr. 918,- 8 strokka vél kr.1.041.- Auk vinnu er eftirtalið efni innifalið í verði: Kerti, platínur, frostvari og bensínsía Gæðaeftirlit með gæðavörum. <StVÉIADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka9í585539 KULDASKÓR - EKTA GÆRA GÓÐIR GÚMMÍSÓLAR • Litir: Dökkblátt, brúnt, mosagrænt, blágrænt. Stærðir: 36-41 Verðkr.: 1150,- SiUStt LAUGAVEGI 74 SIMI: 17345 KULDASKÓR - EKTA GÆRA GÓÐIR GÚMMÍSÓLAR Litir: Gulbrúnt, dökkbrúnt, blágrænt, mosagrænt, vínrautt, hvítt. Stærðir: 36-41 Verðkr.: 975- LAUGAVEGI 74 SIMI: 17345

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.