Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 6
DV. FÖSTUDAGUR1. OKTÖBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Islenskir ostar fá góða dóma í Danmörku Betur má ef duga skal — ítalskur parmesan ostur væntanlegur Rætt við Oskar H. Gunnarsson, f ramkvæmdast jóra Osta- og smjörsölunnar „Þegar á heildina er litiö er útkoman þokkaleg og í mörgu tilliti mjög góð,” sagöi Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar, í samtali við blm. DV. Leitað var frétta af niðurstööum danskrar matsnefndar á islenskum ostum. í síðustu viku var kynning á dönskum mjólkurafurðum í borginni Herning á Jótlandi, eins og við greindum frá í síðustu viku, sem er haldin árlega; senda öll dönsk mjólkur- bú afurðir sínar. Nú voru í fyrsta sinn neyslumjólk og sýrðar afurðir sendar inn með öðrum afurðum. Á þessarí sýningu er sérstök matsnefnd sem gef- ur afurðum einkunnir. Sérstakt ís- landsborö var á sýningunni í Herning þar sem úrval íslenskra osta var kynnt fyrir neytendum og dómurum. Á sýn- inguna komu margir frá nágranna- löndum svo og að sjálfsögðu heima- menn. Áuk dönsku ostanna voru aðeins ostar frá islandi á sýningunni. Gæöasamanburö vantaði „Tilgangurinn með aö senda osta héðan var að fá einhvem gæðasaman- burð við íslensku ostana. Staða okkar osta er ekki verri en þeirra, sé litið á meðaltalsútkomu. Hæstu einkunn ís- lenskra osta, 12,5, fékk maribo-ostur- Neytenda- mál rædd í Borgarnesi Formannaráðstefna og almenn ráðstefna um neytendamál á veg- um Neytendasamtakanna verður haldin í dag, föstudag, og ájnorgun í Hótel Borgamesi. Fyrri ráð- stefnudaginn koma formenn hinna ýmsu deilda NS saman og ræða m.a. um helstu verkefni og mark- miðsamtakanna. Síðari daginn er almenn ráð- stefna um neytendamál. Á dagskrá verða m.a. framsöguerindi um vísitölukerfið og áhrif þess á stöðu kaupenda og seljenda, matvælaeft- iriit, verðlagning og framboð og hvemig vöraverð myndast og leiðir til lækkunar þess. Frummælendur verða Jón Ottar Ragnarsson, Þór- hallur Halldórsson, Jónas Bjama- son, Jóhannes Siggeirsson, Guð- mundur Sigurösson og Ámi Árnason. Ekkert ráðstefnugjald verður og öllum heimill aðgangur. Jarlinn er harðostur og nýkominn á markaðinn. Margir neytendur vilja fá itölskum permesan osti, en aðeins litlu magni. bragðsterkari harðosta og nú hefur verið veitt undanþága til innflutnings á DV-myndBj. Bj. inn sem er framleiddur á Sauðárkróki. Til samanburðar má geta þess að hæsta einkunnagjöf á dönskum osti var 13. Maribo-osturinn er 26% feitur ost- ur, framleiddur skorpulaus og er ca þriggja mánaða gamall þegar hann fer já neytendamarkaö. Gouda-ostur fékk einnig mjög góða einkunn, 10,5—11. Gouda er framleiddur hjá mjólkur- samlagi KEA á Akureyri, bæði 26% og 30% og skorpulaus. Smurostarnir, sem við framleiðum hér í Osta- og smjörsöl- unni, fengu góða dóma, einkunn 11—12. Þá fengu íslensku mysuostamir líka góð ummæli, svo og óðalsosturinn.” Svo fórast Oskari H. Gunnarssyni orð um mat danskra dómara á ís- lensku ostunum. Bætti hann við að þó að útkoman væri tiltölulega góö fyrir ostaframleiðendur hér á landi væri engin ástæöa til að sofna á verðinum, menn yrðu að halda vöku sinni og halda uppi gæðum osta og vinna stöð- ugt að betri framleiðslu. Einnig haföi hann orð á því að töluvert hefði verið spurt um íslensku ostana til útflutn- ings, en litlar líkur væru á að af ostaút- flutningi héðan gæti orðið í einhverjum mæb. Ástæðan væri sú aö bæði hefði dregið úr mjólkurframleiðslu hér og lágt verð væri á ostum á Evrópumark- aði. Sem viðbót við þá dóma á ostum sem hér er sagt f rá á undan má geta þess að ostur frá Mjólkursamlaginu á Húsa- vík, búri, fékk afar góða dóma danskra matsmanna fyrir ári. I ár fékk búri einnig góða einkunn, en lægri en í fyrra. Taldi Oskar aö hitabreyting vegna flutninga á milli landa gæti hafa haft áhrif á gæði ostsins. 1 raun heföi veriö tekin mikil áhætta með því að flytja íslensku ostana til Danmerkur af fyrrgreindri ástæöu. Harðostur — parmesan — væntanlegur Við erum sammála framkvæmda- stjóra Osta- og smjörsölunnar um það atriði að þó að vel ári í augnablikinu og ostaframleiðendur hafi byr, má gera betur. Því spurðum við Óskar hvort væntanlegar væru nýjungar í ostagerð og endurbætur. Kvartanir hafa borist okkur til eyma varðandi ostafram- leiðslu, neytendur segja að hér vanti mikið úrval á markaöinn áður en við- unandi geti talist. Margir hafa látiö í sér heyra varðandi gráöaostinn sem framleiddur er á Akureyri, hann sé vondur, hafi áður verið hinn ágætasti ostur en uppfylli ekki kröfur í dag. Um þessi tvö atriði var Oskar spurður og einnig hvort neytendur mættu i náinni framtíð vænta þess að hafin yrði fram- leiðsla á camembert-osti í minni ein- ungum en nú er gert. Camembert-ost- urinn er eingöngu framleiddur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Svo sem mönnum er kunnugt er camem- bert-osturinn aðeins framleiddur í einni stærð. Undanfariö hefur færst mjög í vöxt að fólk djúpsteiki þessa osttegund. Þá erhandhægara aðfá ost- inn í minni einingum, t.d. Utlum þrí- hymingslaga sneiðum eins og camem- bert-osturinn er á neytendamarkaði erlendis. „Fyrst skal ég svara þessu atriöi með bragðsterku ostana. Mikil áhætta er fyrir ostaframleiöendur að geyma osta í tvö ár, en þaö er geymslutíminn sem t.d. parmesan-ostar þurfa. I geymslu vilja þessir ostar molna eða brotna. En við höfum nýlega fengið undanþágu til aö flytja inn parmesan- ost, sem er líklega meðal þekktustu osta. Við ætlum að kanna undirtektir neytenda, kanna markaðinn hvað þennan ost varöar. Einnig könnum við þá í framhaldi af viðbrögðum neyt- enda hvort einhver framleiðandi inn- anlands treystir sér til aö framleiða þennan ost. Við verðum að fikra okkur áfram áður en lagt er í dýra fram- leiðslu á parmesan-osti. En það er rétt aö við höfum oft heyrt þessar raddir sem vilja fá bragðsterkari haröosta til matargerðar, svo semtíðkasterlendis. Vonandi getum við komið til móts viö óskir þessara neytenda íframtíðinni. V arðandi kvartanir um gráðaostinn get ég sagt það eitt að þegar mjólkur- samlagiö á Akureyri fór í nýtt húsnæöi fyrir nokkra virtist koma ólag á fram- leiöslu gráöaostins. En framleiðslan hefur lagast aftur og virðist osturinn vera farinn að finna sig í nýja húsnæð- inu. Síöasta atriðið sem þú spyrð um, varðandi camembert-ostinn, þá er því til að svara að oft hefur verið rætt um að framleiða hann í smærri einingum en nú er gert. Það er eingöngu kostnað- arhliðin sem hefur komið í veg fyrir framleiösluna. Slík framleiösla er mjög dýr því hér er nánast um handa- vinnu að ræöa. Umræðan er enn í gangi og málið í athugun svo ekki er vitað hver niöurstaðan verður. ” Parmesan-osturinn, sem er væntan- legur í verslanir, er innfluttur frá Itah'u. Ekki er enn vitað hvað hann mun kosta. S jálfsagt kætast nú margir „harðhnumenn” við þessa fregn, að vænta megi ítalsks parmesan-osts inn- antíðar. -ÞG getraunin Opel Kadett að verðmæti kr.: 180.000. Þ& ^ Dreginn út 15. nóvember nk. Takið þátt í skemmtiiegum bíiaieik. Nýir og eidri áskrifendur, sendið inn seðii. ,FT*rS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.