Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 29
DV. FÖSTUDAGUR1. OKTÖBER1982. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Fyrsta f ramsýníng vetrarins á stóra sviði Þjóðleikhússins: Garðveisla eftir Guðmund Steinsson sem þegar hefur hlotiö nokkurt umtal Nýjasta leikrit Guömundar Steins- sonar var frumsýnt á stóra sviðinu í Þjóöleikhúsinu síöastliöinn fimmtu- dag. I verkinu er áleitinn siðferðis- boöskapur og lagt út af sögunni um Adam og Evu og aldingarðinum og lífinu sem Guð gaf þeim. 1 leikritinu er fylgst meö Adam og Evu í aldingarðinum. Smám saman fjarlægjast þau upprunann og Adam og Eva eldri taka viö. Leikurinn endar síðan í mikilli veislu-orgíu. Spurt er um missi Paradísar — í sögunni gömlu — og hugsanlegan missi aldingarðsins Jarðar á kjamorkuöld. Leikstjóri sýningarinnar er María Kristjánsdóttir. Þetta er fyrsta verkefni hennar fyrir Þjóðleikhúsiö en hún hefur leikstýrt hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Akureyrar og Húsavíkur svo eitthvað sé nefnt. Leikmynd og búninga gerir Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sem starfað hefur töluvert fyrir Þjóöleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur. Tónlistin við sýninguna er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en hann gerði t.d. leikhljóö við síðasta verk Guðmund- ar Steinssonar. Ásmundur Karlsson annast lýsinguna. Aðalhlutverk í leikritinu leika Kristbjörg Kjeld og Erlingur Gísla- son (Adam og Evu eldri) og auk þeirra fara með stór hlutverk Jórunn Sigurðardóttir og Guðjón Pedersen (Adam og Eva yngri) og Ragnheiður Arnardóttir. Þau þrjú síðastnefndu eru í hópi yngri leikara okkar. Jórunn er að stíga sín fyrstu skref á fjölum Þjóðleikhússins en Guöjón kom fram í Dansi á rósum og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir, hönnuður leikmyndar og búninga, og María Kristjánsdóttir leikstjóri voru meðal þeirra, sem kynntu verkið fyrir blaðamönnum. (D V-m ynd Einar Óiason). Ragnheiður í Gosa og Snjó. Fjöldi annarra leikara kemur við sögu, svo sem Tinna Gunnlaugsdóttir, Borgar Garðarsson, Sigmundur Amgríms- son, Helga Jónsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Gísli Alfreðsson, Steinunn Jóhannesdóttir, Bessi Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og síðast en ekki síst Haukur Morthens. Höfund leikritsins, Guðmund Steinsson, þarf vart að kynna. Undanfarin ár hafa leikrit hans jafnan notiö hylli, t.d. Sólarferð (76) og Stundarfriður (78). Garðveisla hefur sem kunnugt er vakið óvenjumikla athygh, og urðu töluverð blaöaskrif um „ósiðsemi” í verkinu og það nokkrum mánuðum áður en f mmsýnt var. ás. Á meðan gestir i Garðveislu koma til veislu syngur tónlistarmaður — Haukur Morthens — lag. . . . en að lokum snýst hún upp i orgiu. Hór takast Adam og Eva eldri (Kristbjörg og Eriingur) á i einu atriði leiksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.