Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR1. OKTOBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sídasti dagur Schmidts í kanslarastóli — Tvístirnið KohlogStrauss tekur við stýrinu Ef ekki kemur til eitthvert pólitískt stórundur, mun Helmut Kohl leysa af hólmi Helmut Schmidt í kanslara- embættinu í sambandsþinginu í dag þar sem gengið verður til atkvæða um vantraust á Schmidt kanslara. Um það leyti sem DV fór í prentun undir hádegið var atkvæðagreiðslan aö hefjast en hún hefur verið ræki- lega undirbúin af stjómarandstöðu- flokkunum í slagtogi með frjálslynd- um, fyrri samherjum Schmidts úr ríkisstjórninni. — Kohl er öruggur um stuðning kristilegu flokkanna beggja og þarf ekki nema 23 þing- mannaatkvæði frjálslyndra, sem samþykkt höfðu raunar samstarfs- sáttmála flokksforystunnar með 34 atkvæðum gegn 18. I liöi frjálslyndra hefur þó komiö upp urgur, því aö þeim mislikar mörgum samstarfsrof Genschers við Schmidt, og eru lítt hrifnir af sam- starfi við Strauss, formann kristi- legra sósíalista, sem sjaldan setur sig úr færi við að klekkja á frjáls- lyndum. Franz Josef Strauss og Helmut Kohl taka nú við stýrinu, hinn síðamefndi í kanslarastóli. Sósíaldemókratar hafa nú farið með ríkisstjórn í V-Þýskalandi í 16 ár, og er Schmidt, ef allt fer sem horfði í morgun, fyrsti kanslarinn sem sambandsþingiö víkur úr em- bætti. — „Við munum koma aftur,” kallaöi Schmidt til manngrúans, sem í gærkvöldi hafði farið í fjöldagöngu berandi logandi kyndla, en gangan endaöi fyrir framan heimili kanslar- ans. Utifundir vom einnig haldnir í Hamburg, Stuttgart og Hannover. Var ekki annað að s já á Schmidt en hann byggist sjálfur ekki viö að vera daginn í dag á enda í kanslaraem- bættinu. Meðal annars kallaði hann flesta erlenda diplómata í Bonn sam- an og ávarpaöi þá líkt og í kveðju- skyni. — Hinn 78 ára sendiherra Bandaríkjanna, náinn vinur Schmidts, táraöist, þegar hann faðmaöi kanslarann. Þingfundurinn í morgun hófst á því að Schmidt flutti ræðu þar sem hann býöur upp á önnur úrræði en þau sem þríhyrningur mið- og hægriflokk- anna hefur komið sér saman um. En Rainer Barzel, sem var kanslaraefni kristilegra 1972, þegar svipuö van- trausttillana gegn Willy Brandt, þá- verandi kanslara, var felld, bar upp vantraustið á Schmidt. Eining" senn rr VILL FORNA NYRA FYRIR BÓK SÍNA Fyrir tólf ámm hætti Salvadore Chevalier enskukennslu í heimaborg sinni, Detroit, til að helga sig skrift- um. Síðan hefur hann lokiö viö nokkrar glæpasögur en sá hængur er á að engin þeirra hefur fengist útgef- in. T.d. fékk hann bestu söguna sína, Get Dr. Kill, endursenda frá fúnm bókaútgáfum. Hann lagði því höfuðið í bleyti til að finna ráð til að koma bókum sínum á framfæri. Árangurinn af þeim heila- brotum var eftirfarandi auglýsing í blaðinu Detroit Daily: ,,Eg lýsi mig tilbúinn til að gefa þeim aöila sem tekst að koma bók minni Get Dr. Kill á framfæri annað nýra mitt.” — Þetta er mín síðasta von, segir höfundurinn, sem nú er orðinn 55 ára gamall. — Ég get vel lifað með eitt nýra, en ég get ekki lifað án þess að ná einhverjum árangri í starfi mínu. bönnuðí Póllandi Kvikmyndaiðn- nn n oirt nil linriir O n Dnnnor Knfiin nll ntn nf nnm l L' immTnr IníTnnnnirlinrtiinn nn n/i rvinn ■ imnnirtl Pólsk yfirvöld búa sig nú undir að reka smiöshöggið á kistu hinnar óháöu verkalýðshreyfingar, Einingar — lík- lega óvmsælasta aðgerð þeirra síðan herlögúi voru leidd í gildi í desember í fyrra. Frést hefur að í þingnefndum sé til umræðu nýtt lagafrumvarp um starf- semi verkalýðsfélaga og verði það lagt fyrir þingfund úinan tveggja vikna. Verði það samþykkt, sem líklegt verður að teljast, leiðir af því að leyst verða upp öll verkalýðsfélög sem við lýði voru áöur en herinn tók völdin fyr- ir tíumánuðum. Raunar hefur öll starfsemi Einingar legiö niðri eftir að herinn tók völdin en formlega hefur félagið ekki verið bannað. I staöinn var látiö duga að eúiangra helstu forúigja þess um tíma, og leiðtogi samtakanna, Lech Walesa, er enn hafður í stofufangelsi. — Kaþólska kirkjan og vesturveldin hafa hvatt pólsk yfirvöld til þess að endur- reisa Einingu en fyrir daufum eyrum. Það munu vera götuóeú-ðimar fyrir mánuði, þar sem kom til átaka milli lögreglu og verkalýðssmna í 54 borg- um Póllands, sem getið hafa af sér lagabreytúiguna, er nú mun í uppsigl- ingu. Öeirðirnar brutust út þegar lögregl- an og herúm dreifðu mannsöfnuði sem lét í ljós stuðning við Eúiúigu — en ákvæði herlaganna banna fundi og mannsöfnuð. Jozef Glemp erkibiskup lét í ljós áhyggjur við bandaríska blaöamenn á miðvikudaginn, að þessi fyrirhugaða lagabreyting mundi leiða til alvar- legra óeú-ða. Ráðamenn virðast húis vegar treysta því að brotinn hafi veriö á bak aftur mótþróinn og seiglan sem Pólver jar eru svo f rægir fyrir. aður i bloma Bandariski kvikmyndaiðnaðurinn er síður en svo á undanhaldi ef trúa má nýjustu tölum um aðsókn að kvik- myndahúsum þar í landi sumarið ’82. A tímabilinu maí—ágúst eyddu Ameríkanar 1,33 milljörðum dala í bíó- ferðir og er það 17% aukning frá sama tímabili áriðáöur. Vinsælasta myndrn á þessari önn var mynd Stevens Spielbergs, E.T., og gaf hún 235 milljónir dala í aöra hönd. Næstar á eftir komu myndimar Rocky IH (111 milljónir dala) og Star Trek II (76milljónirdala). Aðrar myndir sem einnig skiluðu snotrum ágóöa eru Poltergeist (65,7 milljónú- dala), söngleikurinn Annie (52,7 milljónir dala) og An Officerand a Gentleman (45 milljónir dala). BWI Drukknudu á skólaferöalagi Tuttugu og tvö börn í skólaferða- lagi drukknuðu í fyrradag, þegar skemmtibát þeirra hvolfdi á Tunjabi-vatni á Indlandi. Fjörutíu bömum var bjargaö. Skólabörnin voru á aldrinum 11 til 12 ára. Sprengjur áSpáni Neðansjávarsprengja eyðilagði dælustöð, sem flaut á pramma við oúuhöfnina í Barcelóna. Var pramm- inn um 1.300 metra frá landi. Sprengjur voru sprengdar í tíu borg- um á Spáni i þessari viku og ollu miklu tjóni, en ekki meiðslum á fólkL Vinstrisúina skæruúðum, sem kenna sig viö Grapo-samtökin, er kennt um þessi hryðjuverk og þau sett í sam- band við kosningamar, sem fram eiga að fara 28. október. Norðmenn pantakafbáta Thyssen-fyrirtækið í Vestur- Þýskalandi skýrú- frá því, að Norð- menn hafi pantað hjá því sex kafbáta (fyrir 800 milljónir þýskra marka). Smiöi kafbátanna mun hefjast í Emden-skipasmíöastöðúini 1984 og þeir afhentir við lok áratugarins. Norðmenn munu sjálfir leggja til búnaðar kafbátanna, eins og vopna- kerfi smiðað af Kongsberg vopna- verksmiðjunum. Gyðingaofsóknir Skríll réðist á verslanir og hús í eigu gyðinga í Túnis á mánudaginn á meðan gyðingar héldu hátíðlega Yom Kippur-helgi sma. Ruplað var í verslunum í smáþorpinu Bengardane við landamæri IJbýu og eldur borinn í íbúöarhús gyðinga. Handtók lögreglan fjölda ungmenna en meiðsú urðu engin á fólki. Þjófurinngleymdi eldhættunni Þjófur, sem reyndi að stela olíu úr yfirgefinni oúuborholu í Gujurat- fylki á Indlandi, lét úfið, þegar logandi vindúngur hans kveikti í jarðgasinu, sem lagöi frá holunni. Hefur eldurinn í holunni nú logað í fjóra daga. Tveir aðstoöarmenn þjófsins slösuðust. Nóbelslaunin hækka Nóbelsnefndin sænska hef ur til- kynnt, að nóbelsverðlaunin sex verði þetta árið 1,15 múljónir sænskra króna en þau voru ein mUljón í fýrra. — Verðlaunin í læknisfræöi verða afhent 11. október og húi dagana á eftir. Friðarverðlaunin verða afhent íOsló. Mannrán Tveú- vinstrisinna hryðju- verkamenn voru skotnir til bana í Kóiombíu, þegar lögregla og her bjargaöi auðugum búhökú, sem þeir höfðu rænt á mánudag. Höfðu rænúigjarnir krafist 100 þúsund doll- ara lausnargjalds. Annar búgarðs- eigandi, sem rænt hafði verið, kom fram heUl á húfi, án þess aö nokkurt lausnarg jald hefði verið greitt. Finnabeinaf fomaldardýrum Austur-þýskir fornleifafræðmgar hafa fundið leifar afáöur óþekktri kjötætu sem virðist hafa verið af stórkattarkyni. Komu þeir niður á beinin í uppgrefti við Memingen skammt frá Suhl í suðurhluta A- Þýskalands. Giskaö er á að þetta kunni að hafa verið einhver hlébaröategund en segulrannsóknú- benda tU þess að beinin séu yfir 800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.