Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1982, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR1. OKTOBER1982. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð i lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Er framferöi þeirra kristilegt? Fjöldamorðin í Líbanon eru enn ofarlega á baugi í al- þjóðaumræðum og í því sambandi eru viðbrögðin í Israel einna jákvæðust. Útifundur nær fjögur hundruð þúsund Israelsbúa sýnir vel að þar í landi hefur fólk siðferði og samvisku til að fordæma slíka glæpi. Stundum er sagt að Israelsmenn geti lengi hefnt harma sinna og varið hendur sínar með vígum og vopnaburði, áður en þeir hafa jafnað metin gagnvart þeim ofsóknum og útrýmingarslátrun, sem þeir máttu þola í síðari heimsstyrjöldinni. En á móti er bent á, og það meö réttu, að einmitt vegna gyðinga- hatursins og múgmorða nasistanna hafi ísrael ríkastar siðferðisskyldur til að forða öðrum frá sams konar örlögum. Miskunnsemin á að vera þeirra einkunnarorð en ekki hefndin. Af þeim sökum er ábyrgð og meint af- skipti Israelsstjórnar af fjöldamorðunum í Líbanon and- stæð lífsbaráttu og lífskenningum þessarar ofsóttu þjóðar. Begin og stjórn hans hafa látið undan þrýstingi og samþykkt opinbera og hlutlausa rannsókn á tildrögum fjöldamorðanna. Það gerir Begin að vísu nauðugur viljugur, en annað hefði veriö bein viðurkenning á sam- sekt, afhjúpun á glæpnum og pólitískur dauðadómur yfir framtíð Israels. Hitt er annað að meðan siðferðispostular umheimsins rjúka upp af venjulegri vandlætingu og kveöa upp áfellis- dóma yfir Israel og Bandaríkjunum, sést þeim yfir að beina sannfæringu sinni að morðingjunum sjálfum, hinum kristnu falangistum í Líbanon. Jafnvel sjálfur páfinn í Róm blessar hryðjuverkamanninn Arafat, en gleymir að vanda um fyrir trúbræðrum sínum í Beirút. Fátt er hráslagalegra í heimsfréttum en stöðugar frá- sagnir af grimmd og miskunnarleysi svokallaðra kristinna manna í Líbanon. Ljóst er að líbanska þjóðin er margklofin og sjálfri sér sundurleit. Trúarkenningar ráða þar mestu um. Stjórn- málaöfl og fylkingar skipast í samræmi við trúar- skoðanir. Svo heitt virðist þetta fólk trúa á Jesú Krist og kenningar hans aö borgarastyrjöld geisar um árabil, ríkisstjómum er steypt, bræður berjast. En þá vaknar spurningin: Ef kenningar Krists eru svo ríkar í hugum fólksins, hvernig má þaö þá vera að boðorðin eru skipulega brotin og hatrið ber kærleikann ofurliöi? Er þaö í anda kristinnar trúar að slátra með köldu blóöi börnum, konum og gamalmennum? Hvers konar kristmenn eru það, sem kyssa krossa sína og reka rýtinginn í bak náungans? Kristið fólk á Vesturlöndum afþakkar samleið með kristnum falangistum í Líbanon, enda þótt guðs- mennirnir í Israel hafi svarist í fóstbræðralag með þessum vinum sínum. Þetta leiðir hins vegar hugann að því hvaða þýðingu það hefur að ánetjast einhverjum kenningum eða kreddum í blindni. Gildir það jafnt um trúar- sem stjórnmála- skoðanir. Kristin trú er af hinu góða þegar eftir henni er breytt. En hún er engu betri en aðrar öfgar ef fylgjendur hennar drýgja glæpi í nafni hennar og verða ofurseldir of- stæki og andstyggð. Kirkjunnar menn á Vesturlöndum vilja taka forystuna í friðarhreyfingum og er í sjálfu sér allt gott um það að segja. Þeir góðu menn verða ekki nefndir í sömu andrá og hinir „kristnu bræður” í Líbanon. En eftir atburðina þar í landi hljóta menn að spyrja sjálfan sig og aðra hvort trúarkenningar séu betur fallnar til friðarforystu þeldur en stjórnmálahreyfingar? Hvers virði er trúin þar sem tilgangurinn helgar meðalið? Eru stjómarskrár- breytingar einkamál dr. Gunnars? I stjórnarskrá lýöveldisins segir í 79.gr. aö nái tillaga til breytinga eða viðauka á stjómarskránni samþykki skuli rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga að nýju. Sam- þykki báðar deildirnar ályktunina óbreytta skal hún staðfest af forseta lýðveldisins og er hún þá gild stjóm- skipunarlög. Ástæðan fyrir þessari meðferð er sú aö talið var eðlilegt að kjósendur létu í ljósi vilja sinn um stjómar- skrárbreytinguna í kosningum. Þetta átti að vera vöm gegn því að stjórnmálamenn breyttu stjómar- skránni að geöþótta sínum án þess aö almenningur fengi rönd við reist. I viðtali, sem haft var við dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra í sjónvarpinu sl. þriðjudag, kom glöggt fram að hann hugsar sér að leggja tillögur frá stjórnarskrár- nefnd fyrir Alþingi í vetur og vonast hann til þess að Alþingi samþykki „nauösynlegar breytingar” fyrir vorið. Af frásögn forsætisráðherra má ráða að þingmönnum verði heimullega sendar tillögur stjómar- skrárnefndar fyrir jól. Síöan munu þingflokkarnir ræða tillöguraar í sinn hóp fyrir luktum dyrum og verður reynt að ná „samstööu um málið”. Að lokinni þessari heimul- legu meöferð veröa stjórnarskrár- breytingar afgreiddar á þingfundum með skrautræöum, eins og þegar þjóðargjöfin var samþykkt á Þing- völlum 1974 og aldrei þessu vant vom allir þingmenn sammála um fjár- veitingu, svo ekki skakkaöi eyri. Semsagt —gott. Hógværum spumingum frétta- manns um efni breytinga svaraði forsætisráöherra út úr. Spurning: Verður lagt til að f jölga þingmönnum? Svar: Það hefur verið rætt í nefnd- inni að fjölga þeim, fækka þeim og láta töluna vera óbreytta. Spuming: Veröa gerðar miklar breytingar á stjómarskránni? Svar: Það hefur verið rætt að gera margar breytingar eða fáar eða alls engar. Hugmynd til kjósenda um hvemig breyta eigi stjóraarskrá lýðveldisins kom engin frá forsætisráðherranum. Og hann er raunar ekki einn seldur Kjallarinn Haraldur Blöndal undir þessa sök því að allir nefndar- menn í stjómarskrárnefnd virðast hafa svarist í fóstbræðralag um þögn í þessu máli. Meira aö segja dr. Olaf- ur Ragnar Grimsson, alþingismaður og talsmaöur sovéskra sjónarmiða í utanríkismálum hér á Islandi, hefur látið vera að ræða við blaðamenn og gefa upplýsingarí trúnaði. Nokkmm sinnum hafa verið til endurskoðunar lög sem varða al- menning miklu. Má þar til nefna ým- is fræöslulög. Grunnskólalögin voru til umræðu í Alþingi mörg ár. Þessi lagabálkur var sendur fræösluyfir- völdum í héröðum, skólamönnum, sveitarstjómum og stéttarsamtök- um til umsagnar, og tillögur þessara aðila voru síðan metnar og frum- varpinu breytt og breytt aftur. Þannig tókst að laga marga van- kanta upphaflega frumvarpsins þótt ekki tækist að laga allt, enda fólgið í ónothæfum anda þess. Nú er það svo að stjórnarskráin er talsvert mikilvægari fyrir framtíð landsins en grunnskólalögin. Menn skyldu því ætla að nauðsyn bæri til þess að senda tillögur stjómarskrár- nefndar vítt um landið svo að al- menningur fái að ræða þær. En af orðum forsætisráðherra er ljóst að hann hugsar sér þá umræðu í algjöru lágmarki og virðist njóta til þess stuðnings allra stjómmála- flokka í landinu. Sjálfir hafa þeir hugsað þessi mál í 38 ár. Eg rifjaði upp í blaöagrein sl. föstudag að Sveinn Björnsson forseti hefði lagt til að þjóðfundur kæmi saman til þess að setja landinu stjórnarskrá. Menn hafa margir rætt við mig og tekið undir þessa skoðun fyrsta forseta lýðveldisins. Og það sem hrifur menn mest er að þann veg er mögulegt að fá fram hreina umræöu um grundvöll lýðveldisins án þess að skammtímasjónarmiö stjórnmálamanna í ráöherraleik fái ráöiö of miklu. Þurfa menn nú að bindast sam- tökum um að hrinda af stað hreyf- ingu til þess að heimta þjóöfund um stjómarskrána. Með þeirri hugmynd er þó ekki verið að víkja til hliöar tillögum stjórnarskrárnefndar um nýja stjómarskrá. Þær tillögur gætu vel verið umræöugrundvöllur, bæði tillögurnar sjálfar og þá ekki síður greinargerðir nefndarinnar með einstökum tillögugreinum og ágreiningsatriði nefndarmanna. Þess misskilnings gætir hjá sumum að verið sé að lítilsvirða Alþingi með því að óska þjóðfundar. Þaðerrangt. Það er einungis verið að benda á þá einföldu staðreynd að Alþingi er ekki kosið til þess að setja grund- vallarreglur þjóðfélagsins heldur til þess að setja lög á grundvelli stjórnarskrárinnar. Og má út af fyrir sig velta því fyrir sér hvernig þingmaður fær sig til þess að greiða atkvæði með breytingum á stjómar- skrá sem hann hefur svarið eið að virða og vernda á allan hátt. -ebs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.