Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR 25. OKTOBER1982. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ásgrímur með lengri starfsaldur t sandkomi ð miðvikudag- inn var sagt frá baktjalda- makki við ráðningu í stöðu bankastjóra Utvegsbankans á Akureyri. Ásgrímur Hiimis- son fékk stöðuna, en Jóhann Sigurðsson, sem verið hefur fulitrúi bankastjóra Útvegs- bankans á Akureyri undan- farin ár, varð undir í barátt- unnl. Ásgrímur hefur að undan- fömu verið útibússtjóri Útvegsbankans í Glæsibæ í Reykjavik, en áður stjóraaði hann útibúi bankans á Seyðis- firði. Það var lagt niður. Þar áður var Asgrimur skrif- stofustjóri og fulltrúi banka- stjóra Útvegsbankans á Akureyri. Gegndi hann þá bankastjórastörfum um skeið, í f jarveru Braga Sigur- jónssonar. Ásgrimur hefur starfað hjá Útvegsbankanum frá 1. júni 1964, en Jóhann byrjaði nákvæmlega ári síð- ar. Það er þvi Ásgrímur sem hefur lengri starfsaidur. Sagði upp störfum Ekki var Jóbann sáttur við þessi málalok. Hann hefur þvi sagt upp störfum hjá bankanum og mun ætla að flytja búferlum til Reykjavík- ur. Enn ein prent- smiðja Ný prentsmiðja er að taka til starfa á Akureyri. Verður hún til húsa i bakhúsi við Brekkugötu 7. Eigendur hennar era Traustl Haralds- son og Sigurður Vatnsdal sem lengi hafa starfað hjá Prent- verki Odds Björassonar. Hefur smiðjan fengið nafnið „Petit” eftir mælieiningu i prentverkinu. Onnur sjónvarps- dagskrá Trausti og Sigurður standa einnig að útgáfu á sjónvarps- dagskrá, ásamt Einari Stefánssyni og Einari Pálma Ámasyni. Á fyrsta tölublaðið að koma út í vikunni. önnur slik sjónvarpsdagskrá er fyrir á Akureyri en þessi rit hafa að geyma dagskrá sjón- varpsins og auglýsingar, en lítið annað. Af frömmurum Fyrsta umferð í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra er afstaðin. Það eru eingöngu fulltrúar í kjördæmisráði flokksins sem eru kjörgengir í þessu prófkjöri sem er þrjár umferðir. Fyrst var kosið 12 manna úrtak. Ekki komu úr- slitin þar á óvart. Ekki var upplýst hver hefði hlotið flest atkvæði heldur eingöngu gefin upp nöfn þeirra 12 manna sem náðu kosningu. Samkvæmt heimildum DV fékk Guðmundur Bjarnason fiest atkvæði. Þar með hefur hann skotið Stefáni Valgeirs- syni og Ingvari Gíslasyni aft- ur fyrir sig, en þeir skipuðu 1. og 2. sætið við síðustu kosn- ingar, en Guðmundur það þriðja. í næstu umferð verða valdir 6 úr þessum 12 manna hópi, en i siðustu umferð verður sexmenningunum rað- að niður. Þau úrslit verða blndandl. fhald í vanda Ekki var búist við prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum i Norðurlandskjördæmi eystra vegna framboðs við komandi kosningar. í síðustu viku samþykkti miðstjóra flokks- ins prófkjörsreglur sem setja strik í reiknlnginn. Þar er meðal ákvæða að skrifi 25% flokksbundinna manna undir kröfu um prófkjör skuU próf- kjör fara fram hvað sem hver segir. Hefði þetta ákvæði verið í gUdi við siðustu alþingiskosningar hefðu Jón G. Sólnes og hans menn að iíkindum fengið fram próf- kjör. Spuraingin er hvað ger- ir Jón G. Sólnes nú? Náttúrubók Bókaútgáfan Skjaldborg hf. á Akureyri er stórtæk. Þessa dagana era að koma út hjá forlaginu 23 bókatitlar; skáldsögur, barnabækur, endurminningar og hestabók, svo að eitthvað sé nefnt. Ein bókin nefnist Mannleg tU- brigði eftir Benedikt Pálsson sem er dulnefni höfundar. Rétta nafn höfundar er Vig- fús Björasson. FjaUar bókin um ástir áttræðs manns og fimmtugrar konu og er byggð á atburðum sem raunveru- lega áttu sér stað. Heyrst hefur að margir Akureyring- ar á þessum aldri hafi orðið felmtri slegnir þegar efni bókarinnar spurðist út. Umsjón: Gisli Sigurgeirsson. Kvikmyndir Kvikmyndir St jörnubíó—Absence of Malice: Morð og mannorðs- rán án ásetnings Stjörnubíó: Absence of Malice. Leikstjóri: Sydney Pollack. Höfundur handrits: Kurt Luedtke. Stjórnandi kvikmyndatöku: Owen Roizman. Höfundur tónlistar: Dave Grusin. Aöalloikarar: Paul Newman, Sally Field, Bob Balaban, og Melinda Dillon. Bandarísk, árgerð 1981. Ein af bandarisku goðsögnunum fjallar um blöðin og blaðamennina. Þeir slíta sér út í hættulegu starfi og berjast til að fá sannleikann fram, þó að skúrkar reyni hvað þeir geta til að setja fótinn fyrir blaðamennina. Samkvæmt goðsögninni eru blaða- mennirnir síðustu verðir lýðræðisins og fletta ofan af hverskonar óþverra- skap af miklum móöi. Auövitað er fótur fyrir goðsögninni og stundum tekur raunveruleikinn að líkjast henni eins og þegar þeir félagar Woodward og Bernstein flettu ofan af kónunum sem stóðu aö Watergate- hneykslinu. Goðsögnin um blaðamennina hefur verið drjúg uppspretta að Holly- woodmyndum. Menn hafa heillast af sérkennilegum heimi blaðanna: fréttamönnunum sem þeytast um allar jarðir, spennunni og hraðanum kringum útgáfustarfsemina. Áhorfendur vita til að mynda að fjör færist í leikinn þegar þeim er sýnd risastór prentvél sem spýtir út úr sér kynstrum af forsíðufréttum. Hvað eftir annað hafa blaðamenn verið aðalpersónur eða að minnsta kosti mikilvægar aukapersónur í kvikmyndum. Oft er blaðamaðurinn jafnframt aöalhetjan. Absence of Malice líkist mörgum öðrum myndum um blöð og blaða- menn. Þessi mynd gagnrýnir blaða- menn harðlega, og það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem blaðamenn eru teknir óblíöum tökum í kvik- myndum. Muna ekki allir eftir atriöum með sísnuðrandi blaða- mönnumsem ætla hreinlega aötroða fómarlamb sitt undir og kaffæra þaö með spurningum? Höfundur hand- rits er Kurt Luedtke, en hann mun hafa veriö blaðamaöur og yfirmaöur á ritstjórn á árum áður. Þaö leynir sér heldur ekki að maðurinn hefur troðið gólffjalir ritstjórnarskrifstofu því að allt sem fram fer á ritstjóm- inni í Absence of Malice er með raun- sæislegu yfirbragði. Luedtke hefur tekið nokkrar siðferðilegar spurningar blaða- mennskpnnar til umfjöllunar. Hvað mega blaðamenn ganga langt? Er þeim heiniilt að stofna lífi og starfi saklausra manna í hættu með skrifum sínum? Hvernig á að nota nafnlausa heimildarmenn? Hvemig eiga blaðamenn að meðhöndla þá sem færa þeim misjafnlega áreiðan- legar fréttir? Er réttlætanlegt að valda fólki sársauka? Absence of hins vegar FBI menn og saksóknari Floridafylkis. Svolitiö öfugsnúið eða hvað? Ekki er vert að rekja þráð myndarinnar hér, en lausn flækjunn- ar er fólgin í stuttum en iaggóðum yfirheyrslum hjá föðurlegum rannsóknardómara. Dómarinn er al- máttugur og talar í gamansömum tón til „barnanna sinna”. Þrátt fyrir ýmsa vankanta er Absence of Malice ljómandi góð Paul Newman blaðar i Miami Standard, en í Stjörnubíó er nafn blaðsins „þýtt” DV. Aðrar viðlíka misbeppnaðar tilraunir til staðfærslu má víða sjá i textanum með Absence of Malice. Malice segir spennandi og ácemmti- lega sögu og meginkosturinn við myndina er wel unnið handrit. Sam- tölin eru lifandi og það er varla nema þegar blaöakonan játar syndir sínar að væmni veröur vart í orðræðum myndarinnar. I Absence of Malice verður blaða- kona (Sally Field) fyrir því að óprúttnir FBI-menn notfæra sér fréttaþorsta hennar. Hún skrifar lygafrétt um saklausan borgara sem er ef til vill ekki svo mikill sakleys- ingi. Borgarinn (Paul Newman) er nefnilega sonur stórglæpamanns og frændi hans er þó nokkuð voldugur mafíuforingi. Vondu karlarnir eru kvikmynd. Sally Field stendur sig vel í hlutverki blaðakonunnar og áhorfendur geta velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum þeim líkar vel við stúlku sem er búin aö haga sér eins og rakinn óþverri. Paul Newman er alltaf sami góði bláeygi strákurinn og Sydney Pollack hefur stýrt gerð myndarinnar styrkri hendi. P.S. Nafn myndarinnar þýöir nán- ast „An ásetnings” og er hugtak úr bandarískri lögfræði. Hafi blaða- maður skrifað eitthvað án ásetnings er ekki hægt að sækja hann til saka fyrirskrif sín. Sólveig K. Jónsdóttir Kvikmyndir Kvikmyndir Buxur, b/ússur og peysur í mik/u úrva/i Allt á frábæru verði. Partner sportbúðin, LAUGAVEG/30 Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 BMW 520 árg. 1980 Renault 14TL árg. 1978 BMW518 árg. 1980 Renault 14TL árg. 1977 BMW 518 árg. 1977 Renault 12TS árg. 1978 BMW323Í árg. 1981 Renault 12 station árg. 1979 BMW 320 árg. 1980 Renault 12TL árg. 1977 BMW316 árg. 1980 Renault 5TL árg. 1973 BMW320 árg. 1981 Renault 4 Van árg. 1977 BMW 320 autom. árg. 1980 Renault 4 Van árg. 1978 Renault 20TL árg. 1978 Renault 4TL árg. 1980 Renault 20TL Renault 18TS árg. 1977 árg. 1980 Opið: Renault 18TL árg. 1979 laugardaga kl. 1—6. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.