Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 8
8
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
— Hryðjuverkin íalgleymingi á N-írlandi
Heitt bað: Betra en nokkur deyfingarsprauta.
I
I í baði hjá
I tannlækninum
Arthur Zucht, tannlæknir í San
■ Antonio, Texas, hefur á skömmum
■ tíma unniö upp svo umfangsmikil
viöskipti aö aðrir tannlæknar í borg-
inni eru grænir af öfund. Ástæðan
fyrir þessum eindæma vinsældum
hans er sú að hann býöur upp á sjóð-
andi heitt baö á meðan fólkiö bíöur í
staöinn fyrir þau gömlu blöö og tíma-
rit sem viö eigum að venjast frá biö-
stofum tannlækna. Mæta margir
sjúklinga hans klukkutíma fyrr en
þeir þurfa til að n jóta baðsins.
—.Eftir baöiö eru sjúklingamir
syfjaöir og fullkomlega afslappaðir,
segir tannlæknirinn. — Sjóðandi
heitt baö gefur í mörgum tilfellum
miklu betri árangur en deyfingar-
sprauta.
ANU ER HOLLAST
Aö undanfömu hafa sér-
fræöingar á vegum alþjóöa-
heilbrigöisstofnunarinnar WHO
unnið aö könnunum á heilsufarsá-
standi Vesturlandabúa. Hafa
kannanir þessar m.a. leitt til þess
aö WHO hefur gefiö út leiðbeining-
ar sem eiga að fyrirbyggja hjarta-
sjúkdóma af völdum of tregrar
blóðrásar eöa æðakölkunar. Segir
þar aö fólki beri einkum aö forðast
fituríka fæöu og spara viö sig salt-
ið. Einnig er mikilvægt aö hætta aö
reykja og takmarka áfengisneyslu.
Svo virðist þó sem fólki sem ekki
bragðar áfengi og fólki sem drekk-
ur í óhófi sé hættara viö þessum
sjúkdómum en þeim sem neyta
áfengis í hófi. Þar aö auki er mælt
meö því í leiðbeiningunum aö fólk
haldi sér grönnu og gæti þess að
hreyfa sig nóg.
BEN GURION-FLUGVÖLLUR
LOKAÐUR VEGNA ÓEIRÐA
Starfsmenn ísraelska flugfélagsins
E1 A1 hafa heitiö því aö halda Ben
Gurion-flugvellinum í Tel Aviv
lokuöum þar til stjórnvöld lofi að halda
áfram rekstri flugfélagsins sem á-
kveðið haföi veriö aö hætta.
Flugvellinum var lokaö í gær eftir
að starfsmenn — sumir meö fjöl-
skyldur sínar með sér — tóku völlinn
nánast herskildi. Drógu þeir tvær
þotur út á brautimar og stöðvuðu flug-
umferö. Kveikt var í hjólbörðum og
hleypt lofti úr hjólbörðum kyrrstæðra
flugvéla og stundum vökvi tappaöur af
Umsjon:
Guðmundur
Pétursson
og
Jóhanna
Þráinsdóttir
Verkamannaflokkur-
inn sígur á íhalds-
flokkinn í könnunum
Fylgi Ihíil ’.sflokksins breska virðist
eitthvaö hafa dvínaö en er þó ennþá
meira en fylgi Verkamannaflokksins,
eftir því sem nýjasta skoöanakönnunin
á Bretlandseyjum bendir til. Gallup-
könnun „Daily Telegraph” gaf til
kynna að Ihaldsflokkurinn nyti 11,5%
meira fylgis en Verkamanna-
flokkurinn en munurinn á flokkunum
var 13,5% í síðasta mánuði og hafði
verið 19% í júní. - Bandalag sósíal-
demókrata og frjálslyndra var í þriöja
sæti, töluvert á eftir
Verkamannaflokknum, Til auka-
kosninga er gengið í Suöur-London og
Birmingham í dag og er Verkamanna-
flokknum spáð sigri í þeim kosningum,
nema þá helst í Birmingham, sem
Ihaldsflokkurinn frá Verkamanna-
flokknum í kosningunum 1979 með
aöeins 204 atk væöa mun.
glussakerfi.
Þrátt fyrir aö vallariögreglunni
væri sendur liðsauki tókst ekki aö
hemja fólkið og var þó beitt vatns-
þrýstibyssum og kylfum. Lögreglan
taldi sig þó ekki geta beitt sér af afli
vegna kvenna og bama i hópnum. Yfir-
völd segja að við svo búiö veröi ekki
látiðstanda.
Starfsfólkiö haföi sumt meö sér
svefnpoka, matarbirgöir og ferða-
sjónvarpstæki og var greinilega undir
þaö búiö aö setjast aö á flugvellinum
eöa í flugafgreiðslubyggingunni.
Stjómvöld höföu fallist á tillögu
stjórnar E1 A1 um að hætta rekstri
flugfélagsins, en þó ekki ef starfs-
mannafélögin féllust á samninga, sem
tryggt gætu ótruflaðan rekstur
félagsins. Þaö hefur átt í efnahags-
kröggum, mest vegna sifelldra
verkfalla og vinnudeilna. Nokkur stétt-
arfélög sættust strax á aö afsala sér
nær öllum rétti til slíkra aðgerða í
vinnudeildum. Samningaumræöur
standa enn yfir viö heildarsamtökin,
Histadrut, sem fara með málefni 5
þúsund starfsmanna E1 Al. Eins em
flugmenn sagöir andvígir því aö afsala
sér verkfallsrétti.
SÖGUÐU HENDUR
AF MANNIOG
SPRENGDU ÞRJÁ
LÖGREGLUMENN
ÍLOFTUPP
Hryöjuverkaaldan rís nú hátt á N-
Irlandi eftir kosningamar umdeildu til
nýs heimaþings Ira en þrír lögreglu-
menn vom drepnir í sprengingu viö
Belfast í gær eftir aö þeir voru gabb-
aöir í útkall.
Sprengjan var mjög öflug og ein sú
stærsta sem hryöjuverkamenn hafa
notaö. Sprengdi hún tólf metra gíg í
veginn, þar sem lögreglumennirnir
óku brynvarinni bifreiö sinni í útkalliö.
Brakið úr bifreiðinni þeyttist yfir á
nærliggjandiakra.
Alls hafa sex menn verið drepnir á
N-Irlandi eftir kosningarnar í síðustu
viku. Hófst þessi morðbylgja meö því
aö IRA rændi og myrti einn mótmæl-
anda en neðanjarðarsamtök mótmæl-
enda hefndu þess á kaþólikka. Á mánu-
dag var einn af kosningastarfs-
mönnum Sinn Fein (pólitískur armur
IRA) skotinn til bana.
Viö útför kaþólska mannsins, sem
var sjö bama faöir, lagöi Cathal Daly
biskup út af því aö „brjálæöisleg og
stjómlaus hryöjuverkavél væri komin
í gang og sýndist óstöðvandi. James
Prior Iriandsmálaráöherra skoraöi
íbúa N-Irlands að selja moröingjana í
hendur réttvísinnar.
En grimmdinni viröist engin takmörk
sett. Kaþólskur maöur var í gær bund-
inn viö stól á meðan tveir menn söguðu
af honum hendumar en þeir höfðu
brotist inn í íbúö hans í Lurgan, sem er
í næsta nágrenni Belfast . Lögreglan
er ekki viss um aö þaö ódæðisverk
standi í sambandi við deilur kaþólskra
ogmótmælenda.
ÞAÐ SEM HJART-
Hungurf Eþíópíu
Búast má viö þurrkum í Eþíópíu
sem gætu orðið jafn slæmir og
þurrkamir sem áttu sinn snara
þátt í aö Haile Selassis keisara var
steypt af stóli fyrir 10 árum.
Einkumáþetta við í héruðunum
Wollo og Tigray noröur af Addis
Ababa en þar er mikil hætta á
hungursneyð meöal milljón íbúa
þessara svæöa.
Hyggjast stjórnvöld leita
hjálpar erlendis frá en erfitt gæti
reynst aö koma fæöunni til skila,
bæði vegna legu landsins og
skæmliða sem hafast viö á þessum
svæðum.
Talið er að um 200.000—300.000
manns hafi látist af hungri í Wollo
og Tigray á árunum 1972—1974 og
varö Selassis þá aö hrökklast frá
völdum.
VillfáWalesa
fyrirsvaramann
Kúbanska skáldið Armando
Valladares, sem nýlega var látinn
laus eftir 22 ára fangelsisvist á
Kúbu, sagöi í gær aö hann vildi
gjaman fá pólska verkalýðs-
foringjann Lech Walesa fyrir
vígsluvott þegar þau hjónin láta
gefa sig saman ööm sinni.
Valladares gekk aö eiga konu
sína, Mörtu, í fangelsinu fyrir
þrettán árum, en það var borgara-
leg gifting. Þau ætla nú aö láta
kirkjuna blessa hjónabandið. —
Þau sameinuöust í París í síöustu
viku eftir langan aöskilnaö.
,,Ef Walesa og kona hans fá ekki
aö yfirgefa Pólland þá vildi ég að
þau væru meö mér í andanum,”
varhaft eftir Valladares.
Valladares og kona hans á Orly-
flugvelli í París.
Rannsókn
FBI, alríkislögreglan banda-
ríska, leitaöi í gær fingrafara á
Tylenol-meðalaglasi í von um aö
komast á slóö konunnar sem skilaöi
inn glasinu. — Blásým haföi
blandað í höfuðverkjabelgina og er
þetta áttunda meöalaglasið sem
vitaö ér um aö blásýru eöa
rottueitri hefur verið blandaö í'.
Meöaliö hefur verið tekiö úr
umferö eftir aö sjö manns létu lífið
af völdum eitrunar.
I Kólaradó veiktist maöur sem
tekiö haföi inn aspiríntegund sem
kallast Extra Strength Excedrin
af eitmn, en í hylkin reyndist
einnig hafa veriö blandað kvika-
silfursklóríði, efni sem notað er í
rafhlööur. Hefur þaö lyf einnig
veriö afturkallaö af markaöi.