Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Qupperneq 12
12 DAGBLAÐID-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. . *. • iFréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON pg ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86011. Auglýsingar: SfÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og piötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verð i lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Bjargið nú andlitinu Lesendum er vorkunn aö átta sig ekki á stjórnmála- sviptingum síðustu vikna. Þingmenn gera sér sjálfir tæp- ast grein fyrir stöðunni. Enn síður geta þeir spáð um næstu leiki refskákar, sem hefur verið illa tefld af flestra hálfu. Hinir fáu, sem nenntu að hlusta á eldhúsumræður á mánudaginn, gátu þó staðfest, að margir talsmenn flokk- anna ráfa áriö 1982 í þoku, hrópandi slagorð frá því fyrir stríð, eins og þeir væru á leiksviði að skopast að stjórn- málum. Það ætti ekki að vera sextíu mönnum ofraun að fara að vilja þjóðarinnar, sem er, að þeir samþykki bráðabirgða- lögin og þrjú fylgifrumvörp þeirra, samþykki ný og sanngjarnari kosningalög og hafi kosningar fljótlega upp úr áramótum. Margir leiðtogar á þingi haga sér eins og tíminn sé nægur. Sumir hver jir vilja helzt fresta öllum mikilvægum afgreiðslum fram í desember og helzt lengur. Þeir halda, að tíminn leysi mál, sem þeir eru feimnir við. Ríkisstjórnin og hennar lið hefur lofað fylgifrumvörp- um bráðabirgðalaganna, þar á meðal einu um nýja vísi- tölu, sem aðilar vinnumarkaðsins voru þegar búnir að semja um í ágústbyrjun, hver svo sem nú eru undanbrögð Ásmundar Stefánssonar. En það eru fleiri en Ásmundur, sem fá hland fyrir hjartað, þegar þeir minnast eigin gerða. Svo fór einnig fyrir formanni Alþýöubandalagsins og þingflokksfor- manni þess, þegar þeir hlupu út undan sér í faðm stjóm- arandstöðunnar. Fyrir hálfum mánuði voru þeir svo hræddir við eigin verk, að þeir buðu leiðtogum stjórnarandstöðunnar, að sameiginlega flýðu þeir fyrir 1. desember frá ábyrgð á efnahagsmálum og semdu aðeins um kosningalög og nýj- ar kosningar. Sem betur fer komst upp um Svavar Gestsson og Ölaf Ragnar Grímsson og höfðu þeir af lítinn sóma. Millispil af þeirra tagi var aðeins til þess fallið að spilla viðræðum stjórnar og stjórnarandstöðu um snertifleti misjafnra áhugamála. Þær viðræður urðu síðah að einu af hinum frægu „nám- skeiðum” forsætisráðherra, þaðan sem menn ganga út, vitandi hvorki í þennan heim né annan. Þegar leiðtogar stjórnarandstöðunnar áttuðu sig á þessu, heimtuðu þeir, að stjómin færi frá. Síðan hafa foringjarnir brallað áfram, veifað ýmsum hugmyndum um kosningar í febrúar, apríl eða júní, en sem mest forðast að f jalla um nauðsynlegasta verkefnið, afgreiðslu bráðabirgðalaga og fylgifrumvarpanna fyrir 1. desember. Inn í vitleysuna kemur svo óbeit þingflokks sjálfstæðis- manna á, að Gunnar Thoroddsen hafi einhvern veg af nýrri stjómarskrá. Fremur vill þingflokkurinn enga stjórnarskrá en þá, sem tengd yrði nafni hans! Hugsanlega gæti Gunnar boðið Geir Hallgrímssyni upp á að hætta þingmennsku eftir kjörtímabiliö gegn því, aö stjórnarskrá nái fram að ganga og að kosningar verði að fullgerðu slíku samkomulagi, jafnvel í febrúar eða marz, ef vel er unnið. Slíkt samkomulag mætti gera samhliða heildarsam- komulagi um afgreiðslu bráöabirgöalaga og helztu fylgi- frumvarpa þeirra, afgreiðslu nýrra kosningalaga og lof- orði forsætisráðherra um þingrof og kosningar á um- sömdum degi. En hvað sem líður stjórnarskrá og innanhússmálum Sjálfstæðisflokksins, er kominn tími til, að sextíumenn- ingamir á alþingi hætti lélegri taflmennsku í refskák og snúi sér að því að bjarga andlitinu — með því að gera það, semgeraþarf. Jónas Kristjánsson DV. FIMMTUDAGUR 28. 0KT0BER1982. Litiö skýrast málin enn í stjómmála- þrasinu hérlendis. Þeir sem bjuggust við því aö einhver ný sannindi litu dagsins ljós í útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið urðu fyrir vonbrigð- um, þar voru flestar gömlu tuggumar tuggnar að nýju. Engin ný yfirlýsing kom fram sem gaf fyrirheit um að eitt- hvað rofaði til í þeirri stjómskipulegu og tilfinningalegu sjálfheldu sem ís- lensk stjómmál eru komin í. Forsætis- ráðherrann komst vafalaust rétt að orði, þegarhanntalaði umstjómskipu- lega sjálfheldu. Mérerþó nær aöhalda að hún sé ekki það versta. Hin til- finningalega sjálfhelda, sem menn hafa komiö sér í með ótímabærum yfir- lýsingum og stóryröum, er líklega snöggtum verri. Hin takmarkalausa óvild, sem viröist ráða orðum og gerðum margra forystumanna, kemur í veg fyrir að nokkur geti bakkað svo unnt sé að finna færa leið úr ógöngun- um. Svart er framundan? Um eitt voru þeir þó sammála í þess- um útvarpsumræðum, erkifjendurnir Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Þaö var að útlitið væri slæmt. Gunnar kenndi að vísu helst umheiminum og náttúruöflunum um hvernig komið væri, en Geir kenndi Gunnari um, svo og náttúrlega meðreiðarsveinum hans í ríkisstjórn og á alþingi. Segja má kannski að þessi munur á skilgreiningum sé ekki aöal- atriðið, þaö sem verra er er að hvorug- ur þeirra benti á neina trúverðuga lausn á þeim vanda sem framundan er. Gífurlegurviðskiptahalliblasirvið, samdráttur i þjóðarframleiðslu og skuldasöfnun nálgast óðfluga pólskt og Magnús Bjarnfreðsson mexíkanskt ástand. En hver hefur kjark og vilja til að snúa þróuninni við? Því miður held ég að kjósendur hafi litla von um að sá maður sé í fremstu sveit íslenskra stjórnmála- manna, að minnsta kosti hafi sú von ekki eflst síðastliðið mánudagskvöld. Geir Hallgrímsson talaði mikið um sívaxandi afskipti og umsvif ríkis- valdsins. Vissulega var það þörf ádrepa. Ríkisvaldið teygir klær sínar í æ ríkari mæli um allt atvinnulífiö. At- vinnurekstur er heftur og skertur vegna skattheimtu og skriffinnsku, hvert sem litið er. Fyrirtækin eru þrautpínd með alls kyns skattheimtu og útgjöldum. Sú skattheimta er ekki aðeins beint í ríkiskassann. Hvers kyns gjöld bætast við atvinnureksturinn við hverja einustu kjarasamninga sem gerðir eru, eða að minnsta kosti flesta. Þau eru notuð til þess að dulbúa kjarabætur, svo kauphækkun gangi ekki opinberlega í gegnum kerfið. I næstu samningum þarf svo auðvitað ný gjöld og nýja sjóöi til þess að jafna metin. Eftir sitja hins vegar alltaf sáraóánægðir launþegar sem halda að þeir fái raunverulega ekkert annað í laun en þaö sem er í umslögun- um þeirra. Með þessa peninga ráösk- ast svo alls kyns pólitískt kjömir pótintátar, í raun fulltrúar ríkisvalds- ins, eða í það minnsta stjórnmálaflokk- anna. Þegar búið er svo að mergsjúga fyrirtækin meö alls kyns álögum, gjöldum og vaxtabyrði verðbólgu- A „Og nú er svo komið að í raun er búið að ^ lögbjóða tapið í ofanálag, fyrirtækin eru neydd til þess að leita í sívaxandi mæli á náðir ríkisvaldsins, sem við það öðlast óeðlileg áhrif...” Það hefur vart farið fram hjá lands- mönnum að nú hefur harðnaö í ári um sinn. Slíkt er engin nýlunda í landi hér og núverandi ríkisstjóm er ekki hin fyrsta sem verður að bregðast við afla- tregðu og markaðserfiðleikum með harkalegum aðgerðum sem lands- menn verða að taka á sig. Um réttmæti siíkra aðgerða mætti margt segja, svo og hversu réttlátlega þær koma niður, en það er ekki efni þessarar stuttu greinar. Öllum er löngu ljóst að þær koma ævinlega harðast við þá, sem minnst mega missa, og menn taka því fremur en aö eiga á hættu að atvinnu- leysi fari að okkur Islendingum eins og nágrönnumokkaríEvrópu. , Allur þorri manna er reiöubúinn til að taka þátt í efnahagsaðgerðum til lausnar þess vanda sem hann skilur. Menn vita að kreppuástand ríkir í Guðrún Helgadóttir unnið er nú við af miklum krafti. Menn hafa séð glæsilegar teikningar aö þess- ari byggingu í dagblöðum, og heyrst hefur aö hún muni kosta um 100 millj- ónir króna. Eg er að vísu sannfærð um að hún kostar mun meira, en erfitt er að afla upplýsinga um áætlað fjár- magn til byggingarinnar. Hvað sem um það er getur hafnarverkamaðurinn á leið tii vinnu, sem hann fær nú verr borgaða en samningar hans sögðu til um, reiknað út, að fyrir 100 milljónir króna má byggja 50 meðalíbúöir handa islenskum f jölskyldum. bg í því liggur alvara málsins. Það ætti að vera forsenda allra opin- berra framkvæmda aö þær komi þeim sem greiöa þær, þ.e. almenningi I land- inu, að beinu gagni. Og oft verður að velja um í hvaða röð nauðsynlegar framkvæmdir skuli hafnar þar sem fé Seðlabankahús? Handa hverjum? heiminum um þessar mundir, og menn vilja taka þátt í að verjast kreppu hér í okkar litla þjóöfélagi. Menn eru eflaust reiðubúnir til að herða ólina um sinn í von um að úr rætist. En sú lágmarks- krafa hlýtur þá aö vera gerð til þeirra, sem aðgeröunum stýra, að þeir herði sínar ólar á sama hátt. Sé ekki orðið viö þeirri kröfu hætta menn að skilja og taka því minna mark á nauðsyn um- ræddra efnahagsaðgerða. Og lái þeim hversemvill. Jafngildir 50 íbúðum Verkamennirnir við höfnina sem leiö eiga fram hjá Arnarhóli dag hvem sjá varla mikil merki rnn fjárhags- vanda þjóðarinnar verði þeim litið í grunn Seðiabankabyggingarinnar sem er ekki til alls þess sem gera þarf. Við hljótum því að spyrja nú, þegar þjóðin stendur frammi fyrir alvarlegum efna- „Það er með öllu óþolandi að banka- w stjórar Seðlabanka íslands hafi vald yfir slíkum f jármunum að mestu leyti utan við vald lögkjörinna alþingismanna...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.