Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Side 14
14 Viðskipti Viðskipti Viðskipti DV. HMMTUDÉGUR28. OKTOBER1982. Vanskil aukast og greiðslur erfiðari — erfiðara en áður fyrir fólk að standa við f járskuldbindingar sínar, segir Helgi Bachmann, forstöðumaður hagdeildar Landsbankans „Við teljum að ekki fari á milli mála að skil almennings og fyrir- tækja verða þeim erfiðari með hverjum mánuðinum sem líður,” sagði Helgi Bachmann, forstöðu- maður hagdeildar Landsbanka íslands, í viðtali við DV. Hann sagði ennfremur að merkja hefði mátt þróun í þessa átt allt þetta ár að minnsta kosti. Hins vegar væri það ekki svo að fjöldi lána í vanskilum hefði aukist í Landsbankanum. Almennt væru þau ekki látin liggja í vanskilum heldur semdu skuldunautar við bankann og samningar væru endurnýjaðir. Af þessum sökum væri ekki svo glögglega hægt að lesa þessa þróun út úr skýrslum. Helgi Bachmann sagði að ljóst væri að nú væri erfiðara fyrir fólk að standa viö fjárskuldbindingar sínar en áður. Um ástæður þessa sagði hann að þær hlytu aö vera þær að greiðslugeta almennings fari minnkandi. Frá mörgum fyrirtækjum berast þær fregnir að vanskil við- skiptavina meö afborganir hafi sjaldan eða aldrei verið meiri og segjast gamalreyndir kaupsýslu- menn ekki muna annað eins ástand. Bendir þetta að sjálfsögðu til minnkandi greiðslugetu. Þó má minna á að fyrirtæki hafa mjög aukið tUboð sín um afborgunar- kjör á undanfömum misserum. Samfara auknum afborgunarvið- skiptum hljóta auðvitað að koma aukin vanskU. Ráðstefna um starfshætti Verðlagsráðs landbúnaðarins verður haldin í vor: Þá fengjum við mjólkinni ausið í brúsa og sm jör- klípuna beint í höndina — ef sama stöðnunin ríkti í markaðsmálum mjólkur og nú ríkir f markaðsmálum lambakjötsins Hópur nýlenduvörukaupmanna, kjötiðnaðaraðila og manna úr veitingarekstrinum víðs vegar á landinu hyggst efna til ráðstefnu að Hótel Bifröst í vor til þess að móta heildarstefnu um afurðasölumál landbúnaðarins. Vonast þeir til að með því móti fái þeir frekar hnikað starfsháttum Framleiðsluráðs land- búnaðarins og þá einkum hvað lambakjötið áhrærir. I máli þeirra aðila sem DV ræddi við kom fram aö þrátt fyrir stöðug vandamál við að selja kindakjötið innanlands og þrátt fyrir sívaxandi hrikalegar niöurgreiðslur á umfram- framleiðslunni til útflutnings, sýndi ráðið ekki minnsta lit á að koma til móts við áðumefnda aðila, hvað þá neytendur sjálfa. Til hliðsjónar ne.fndu þeir sem dæmi Mjólkursamsöluna í Reykja- vík og Osta- og smjörsöluna, sem með árvekni, stöðugum tilraunum til að þjóna neytendum sem best og mjög góðri þjónustu við kaupmenn og veitingamenn hefðu náö þeim Kaupmenn segja að gæði kjötsins séu stórlega rýrð i meðförum frá upphafi og þvi sé ógjörningur að auka neyslu á þvi innanlands. árangri að auka neyslu þessara afurða stórlega á hvert mannsbarn á ári. Sögðu þeir að ef sama áratuga stöðnunin hefði t.d. ríkt í mjólkur- málum og ríkt hefur í kindakjöts- málunum færi maður nú út í mjólkurbúð með brúsann sinn, fengi þar ausiö í hann og smjörklípuna í höndina. Ekki segja þeir afleiðingar þessarar stöðnunar heldur láta standa á sér því um árabil hafi ekki tekist að koma kindakjötsneyslunni innanlands yfir um það bil 50 kíló á mann á ári, hvað sem niðurgreiðsl- um og útsölum liði. Telja væntan- legir ráðstefnumenn ekki óvarlegt aö áætla að með skynsamlegum vinnu- brögðum, sem þeir sjálfir hafi marg- bent á en ekki sé hlustað á, væri leikandi unnt að auka neysluna um 10 til 15 kíló á mann. Væri þá útflutningsvandinn úr sögunni og neytendur, kaupmenn og síðast en ekki síst bændur ánægðir með stöðu mála. Innkaupastofn- anir 2-4% dýrari en aðrir —kaupsýslumenn kvarta yfir viðskiptaþvingunum þeirra og opinber fyrirtæki hóta viðskipta- banni séu þau kraf in um dráttarvexti Aukakostnaður af, viðskipt- um, sem fara í gegnum Inn- kaupastofnun ríkisins og Inn- kaupastofnum Reykjavíkur- borgar, er talinn vera um 2 til 4% af heildarverði, samkvæmt niðurstöðum athugana Verslun- arráðs íslands. Fer þessi niðurstaða alveg þvert á tilgang með innkaupa- stofnununum en hann er sá að innkaup opinberra aðila verði sem hagkvæmust. Athygli vekur, að í niðurstöð- um nefndar þeirrar sem kannaði mál þetta á vegum Verslunar- ráðs skýrir frá kvörtunum kaup- sýslumanna um að þeir séu beittir viðskiptaþvingunum af hálfu innkaupastofnananna. Einnig segir að „þetta eigi því miður oft við um viðskipti opin- berra aðila við einkafyrirtæki. Opinber fyrirtæki, sem krafin eru um dráttarvexti vegna van- skila, hóta að beina viðskiptum sínum tU annarra aðila”. Ennfremur segir í niðurstöð- um nefndarinnar: „Innkaupa- stofnanir setja engin skilyrði um að erlendir bjóðendur hafi um- boðsmenn hér á landi, sem geti veitt eðlilega þjónustu og kaup- andi geti leitað til. Innkaupa- stofnanir eiga að kynna sér hvort innlendir bjóðendur hafi tilskilin leyfi til viðskipta.” Stefna Verslunarráðs Islands er sú að innkaupastofnanir verði lagðar niður en opinberum fyrir- tækjum verði falin innkaup á eigin ábyrgð. Flotinn minnkar og yngist um leið Mikill samdráttur hefur verið í flutningum farmskipaflotans það sem af er árinu. Hann dróst sam- an um 12 prósent tU ágústloka og er ekki að sjá breytingu á því á næstunni. Farmskipaflotinn er um 50 skip um þessar mundir og er ljóst að ef svo heldur fram sem horfir mun flotinn eitthvað minnka á næstunni þótt einhver jir aðUar í óreglubundnum siglingum muni vafalítið reyna fyrir sér á erlendum mörkuðum fyrst um sinn í von um að ástandið hér lag- ist innan tíðar. Á síðari hluta nýliðinsáratugar yngdist flotinn verulega upp og æ fleiri nútímaleg skip bættust í hann um leið og gömul og óhag- kvæm skip voru seld. Þessi þróun hefur hins vegar staðið í stað síð- ustu tvö árin og er meðalaldurinn nálega ellefu og hálft ár. Meðalaldur skipa Eimskips er rétt liðlega 10 ár, SIS um 11,5 ár, Nesskips um 11 ár, Ness tæp tíu ár, Hafskips tæplega 12,5 ár, Skipafélagsins Víkna 10 ár og Sjó- leiða 15 ár. Vegna ástandsins nú eru óvenju- mörg íslensk farmskip á söluskrá, einkum eldri, smærri og óhentugri skipin. Hér er ekki einblínt á möguleika til gámaflutninga, því ýmis smærri skip, sem ekki henta til þeirra flutninga, geta hentað mjög vel til mjöl-, skreiðar- og saltfiskflutninga. I ljósi þessara staðreynda spá helstu hugsuðir skipafélaganna að á næstunni muni fækka í þessum flota á þann hátt að meðalaldur skipanna muni lækka og uppistaða flotans verði hentugri skip en nú eru, þegar á heildina er litið. Til fróðleiks birtum við svo samantekt Sjávarfrétta um flutningamagn félaganna á síðasta ári í tonnum. Til þess að fyrirbyggja misskilning um stæröarhlutföll sýna tölur þeirra félaga sem leggja höfuðáherslu á stykkjavöruflutning, sem eru Eimskip,. Hafskip og Skipadeild SlS að verulegu leyti lægri tonna- tölu en umsvif þeirra fyrirtækja eru, í samanburði við óreglu- bundnu heilfarmafyrirtækin. Eimskip fluttu á síöasta ári 646 þúsund tonn, Nesskip um 20 þús- und tonn, Skipadeild SIS 228 þús- und tonn, Hafskip 180 þúsund tonn, Nes 28 þúsund tonn, Sjóleiðir 20 þúsund tonn, en tölur liggja ekki fyrir frá Víkum. JensValdimars- son kaupfélags- stjóri á Patreks- firði Jens Valdimarsson hefur tekið við starfi kaupfélags- stjóra hjá Kf. Vestur-Barð- strendinga á Patreksfirði. Hann stundaði nám í Dan- mörku 1967 til 1973, í kjöt- iðnaði og matvælatækni. Síðan var hann verkstjóri Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal og Norðurtanga hf. á Isafiröi. Jens er 34 ára að aldri. Sigurður Kristjánsson kaupfélags- stjóri á Selfossi Sigurður Kristjánsson hefur verið ráðinn kaup- félagstjóri Kaupfélags Ámesinga á Selfossi frá og með 1. janúar næstkom- andi. Hann er 41 árs og út- skrifaðist úr Samvinnuskól- anum árið 1962. Sigurður starfaði síðan hjá Sam- bandinu, m.a. í hagdeild, á Lundúnaskrifstofu og í skipadeild þar til 1976.1 árs- byrjun 1977 geröist hann kaupfélagsstjóri hjá Kf. Dýrfirðinga á Þingeyri. ' " > Utanríkisvið- skiptiívið- skipta-eða utanríkisráðu- neyti? 1 síðustu skýrslu utanrík- isráðherra til Alþingis komu fram ákveðnar skoð- anir þess efnis aö stefna bæri að þvi að öll utanríkis- viðskipti landsins ættu að heyra undir utanríkisráðu- neytið. Sagði í skýrslu ráð- herra efnislega að slíkt væri bæði eðlilegra og hagkvæm- ara en núverandi fyrir- komulag þar sem sérstakt viðskiptaráðuneyti fer með utanríkisviðskiptin að mestu auk annarra mála- flokka. Frá þessu var skýrt á viðskiptasíðu DV á sínum tíma. Mál þetta hefur nú aftur komist í sviðsljósið vegna fregna frá Svíþjóð. Eitt fyrsta verk hinnar nýju stjómar jafnaðar- manna undir forustu Olof Palme var að tilkynna að viðskiptaráðuneyti þar yrði lagt niður og verkefni þess á sviði utanríkisviðskipta yrðu færð undir hatt utan- ríkisráðuneytisins. V Viðskipfi Ólafur Geirsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.