Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Page 33
DV. FIMMTUDAGUR28. OKT0BER1982.
33
Sandkorn
Sandkorn
Sandkorn
Geir Haarde í
prófkjör
Geir H. Haarde, hagfræö-
ingur hjá Seölabankanum,
hefur ná ákveöið aö gefa kost
á sér í prófkjör sjálfstæðis-
manna í Reykjavík fyrir
væntanlegar þingkosningar.
Geir er núverandi formaður
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna. Hann telst tU and-
stæðinga dr. Gunnars.
Knappur fyrir-
mannadregill
heldur Framsókn
ekki á mottunni
Þegar Koivisto Finnlands-
forseti kom hér á dögunum
var að sjálfsögðu ryksugaður
rauðl dregUlinn sem tignar-
menn ganga eftir í heimsókn-
um hér. Atvinnuveislufólk úr
st jórnarráðinu veitti þvl helst
atbygU að dregUUnn var
nokkuð aukinn og endurbætt-
ur.
Þá rifjaðist upp heimsókn
Kristjáns konungs 10. þegar
hann kom hingað tU lands
ásamt drottningu sinni hinn
18. júní 1936. Hermann
Jónasson, forsætisráðherra
og frú hans, stóðu fremst á
Faxagarði og heilsuðu þau
konungshjónunum fyrst.
Á leiðinni upp eftir rauða
dregiinum atvikaðist það svo
að sögn, aö Hermann gekk á
honum miðjum um stund.
Hermann . var afburða
myndarlegur maður og sómi
að framgöngu hans. Þótti þó
einhverjum miður að konung-
ur varð stuttan spöl að víkja
af dregUnum rauöa. Gekk
hann þá utan hans viö hUð
forsætisráðherra.
Var ekki orð á þessu gert að
neinu ráði. Einhverjir móðg-
uðust fyrir hönd konungs.
Sættust menn þó á að þetta
væri fyrirboðiþess, aðFram-
sókn myndi eftlr þetta halda
sérámottunni.
Ekki mun nú talið að sú
fróma spá hafi nokkru sinni
gengið eftir. Nýleg stækkun á
dreglinum kemur að minnsta
kosti i veg fyrir tUtakanlegt
plássleysi, jafnvel þótt dig-
urra fyrirfólk en Vigdís og
Koivisto þurfi þar að deila
rúmi.
Sjónvarpið farið
að huga að ára-
mótaskaupi
Undirbúningur að næsta
áramótaskaupl sjónvarpsins
er hafinn. Andrés Indriðason,
Þráinn Bertelsson og Auður
Haralds munu að þessu sinni
sjá um skaupið. Andrés mun
stjórna upptöku og Þráinn
leikstýra. Skaupiö mun verða
með hefðbundnu sniði.
Áætlað er að upptökur hefjist
13. desember.
Hver verður leik-
listarstjðri?
Utvarpsráð fjallaði í fyrra-
dag um ráðningu leildistar-
stjóra útvarps. Mun ráðið
væntanlega segja álit sitt á
málinu næstkomandi þrlðju-
dag. Ráðningarvaldið er í
höndum útvarpsstjóra.
Sjö sóttu um leiklistarstjór-
ann: Árni Ibsen, Eyvindur
Erlendsson, Flosi Úlafsson,
Hafliði Arngrimsson, Hall-
mar Sigurðsson, Jón Viðar
Jónsson og Öskar Ingimars-
son. Óskar verður að teljast
iíklegastur þar sem hann hef-
ur verið starfandi leiklistar-
stjóri frá því Klemenz Jóns-
son hætti.
Matthías upp-
lýsir Danskinn
Matthías Johannessen
skáld og ritstjóri skrifaði
grein í danska biaðið Ber-
ingske Tidende I byrjun
september síðastliðins. Grein
Matthíasar var athugasemd
við grein sem kona að nafni
Mette Wings hafði skrifað.
„Hún talar um norræn mál
I grein sinni,” skrifar
Matthías. „Og hver eru svo
þessi norrænu mál? Auövitað
bara danska, sænska og
norska.”
Gagnrýnir Matthías frúna
fyrir að gleyma islenskunni
og færeyskunni.
„Ég vil mjög gjaman upp-
lýsa frúna og aðra Dani, sem
halda að Norðurlönd séu að-
eins þrjú fyrraefnd lönd, aö
íslenskan er best varðveitta
norræna tungan,” segir rit-
stjórinn. „Til að geta lesið hið
forna norræna mál verða
menn að kunna ísiensku,”
segir Matthías meðal annars
í greta stani.
KristjánMár Unnarsson.
Eldhúsinnréttingar úr eik hagstæðastar og vinsæiastar i dag. Jón Pétursson stendur við eina sem fram-
ieidd er hjá J. P. Innréttingum. O V-mynd G VA
Innréttingar ódýrari
en fyrir tuttugu árum
„Ýmsar breytingar hafa átt sér stað
er varða útlit og efnisval innréttinga á
þessum tuttugu árum,” sagöi Jón
Pétursson húsgagnasmiöameistari er
blm. gekk í smiðju til hans á dögunum.
Fyrirtækið J.P. Innréttingar hf. var
stofnað árið 1962 og var þá til húsa í
þröngu húsnæði vestur í bæ.
„Áður voru svo til allsráðandi á
markaðnum innréttingar með renni-
hurðum, sem alveg eru horfnar í dag.
Fólk valdi áður nær eingöngu tekk og
gullálm í innréttingar. Þá voru hurðir
til dæmis ýmist spónlagðar eöa plast-
lagðar, en nú eru flestar hurðir massíf-
ar og svo til allar innréttingar smíðað-
ar úr eik. Það er tískusveifla í þessu
eins og öðru,” sagði Jón.
Fyrirtækiö er nú til húsa í Skeifunni
og þar er vélakostur og vinnuhagræð-
tag með því besta sem hér gerist.
Eldhúsinnréttingar frá fyrirtækinu
hafa veriö fluttar út til nágrannalanda
og í Svíþjóð hefur framleiðsla fyrir-
tækisins fengið gæðamerkingu,
(Möbelfakta) sem er staðfesting á aö
gæðakröfur neytenda eru uppfylltar.
„I dag framleiðum við allar innrétting-
ar og þær eru þrisvar sinnum ódýrari,
miðað við laun en þegar við byrjuð-
um,” sagði Jón Pétursson. „Efnið er
ódýrara og svo hefur hagræðingin bæði
í flutningum og vinnu áhrif á
kostnaðarverðið. Eldhúsinnréttingar
kosta í dag á milli fimmtíu og áttatíu
þúsund krónur. Og ef tekið er annað
dæmi þá kosta baðinnréttingar um
átján þúsundkrónur.”
Við fyrirtækið starfa þrír starfs-
menn við teikningar innréttinga og
ráðgjöf fyrir neytendur sem koma með
teikningar af húsakynnum sínum til
þeirra. Engin svartsýni er í forráða-
mönnum fyrirtækisins, þrátt fyrir
aukinn innflutning innréttinga.
„Við teljum okkur uppfylla kröfur ís-
lenskra neytenda og verð á okkar
framleiöslu er hagstæðara. Við höfum
líka (rú á að fólk velji íslenskt,” sagöi
JónPétursson.
-ÞG
Aðalfundur í kvöld
Aðalfundur Samtaka um frjálsan út-
varpsrekstur verður haldinn á Hótel
Söguíkvöldkl.8.
Auk venjulegra aöalfundarstarfa
verður rætt um stöðuna í útvarpsmál-
um. Frummælandi verður Gísli Baldur
Garðarsson, lögfræðingur sem mun
ræða um frumvarp Friðriks Sophus-
sonar um frjálsan útvarpsrekstur og
tillögur útvarpslaganefndar í lagalegu
og pólitísku samhengi.
Að sögn Magnúsar Axelssonar, for-
manns Samtaka um frjálsan útvarps-
rekstur, er mikill hugur í samtaka-
mönnum um að f ylgja málum eftir.
„Það er mikið á döfinni. Jafnvel
alþýðubandalagsmaðui-inn í útvarps-
laganefndinni talar um að það sé sjálf-
sagt að gera róttækar breytingar á út-
varpslögunum. Og allir nefndarmenn
viöurkenndu í raun að rýmka ætti
reglurnar. Við erum því bjartsýnir á
að útvarpsrekstur verði senn í það
minnsta frjálsari en áður.”
Klæðningar ogviðgerðir
á öllum gerðum bólstraðra húsgagna. Aklæði og leður fyrir-
liggjandi.
Bólstrun Bjarna Guðmundssonar
Hólavegi 78 Breiðholti
Símar 78020 — 71538 (Áður Laugarnesvegi 52).
Rafsuðuvélar og vír
Haukur og Ólafur
Ármúla 32 - Sími 37700.
TIL SÖLU
Varahlutir og aukaútbúnaður á J.C.B. III —D 1978,
opnanleg afturskófla. Snjóskófla. Olíuverk nýtt,
afturdekk á J.C.B. felgum.
Uppl. í símum 36135 og 44018.
HÚSNÆÐITIL LEIGU
Til leigu húsnæði fyrir tjaldvagna, húsvagna, bif-
reiðar o.fl. Til greina kemur að leigja húsnæðið
undir vörugeymslu. Upplýsingar í síma 85521.
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
X X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
FRÁ CAPELLU - FRÁ CAPELLU
Vetrarvara frá Klaus Stilman
pils- sídbuxur-blússur-buxnapils
CAPELLA KJÖRGARÐI, CAPELLA KJÖRGARÐI.
x
X
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
x
xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx
TRÉSMIÐUR
Fyrirtæki óskar eftir trésmiöi til starfa í
um þaö bil 6 mánuöi viö innréttingasmíði
til aðstoðar föstum trésmiði fyrir-
tækisins.
Fast mánaðarkaup. Lítil eftirvinna.
Tilboð sendist auglýsingadeild DV Þver-
holti 11 fyrir 5. nóv. nk. merkt:
„Trésmiður 699”.