Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Side 34
34
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
1971: í hlutverki sínu i kvikmynd-
inni„Þetta var Roy Bean '.
1977: / hlutverki sínu i sjónvarps-
þáttunum „ Draumaeyjan
1982: Victoria é hétindi fegurðar
sinnar sem Pamela Bwing i Daiims.
Victoría
verdur
fegurri
með
árunum
Þótt vín verði betra og dýrmætara
með árunum hefur það því miður verið
alveg öfugt með konur. Ýmsum þekkt-
um konum hefur þó tekist að sýna
rækilega fram á annaö, eins og t.d.
henni Victoríu Principal sem leikur
Pamelu Ewing í Dallas. Eins og
meðfylgjandi myndir sýna verður
Victoría nefnilega fegurri með hverju
árinu sem líður.
Victoría fæddist í Japan þar sem
faðir hennar gegndi herþjónustu. 1967
var hún kjörin „Ungfrú Miami” á
Flórída. Hún lagði stund á leiklistar-
nám, en var nógu hagsýn til að læra
líka sjúkranudd. Hún vann svo sem
ljósmyndafyrirsæta en fékk fyrsta
kvikmyndahlutverkiö sitt 1971. Þaö
var í mýndinni „Þetta var Roy Bean”
en leikstjóri var John Huston.
1972 skildi Victoría við eiginmann
sinn, Benie Cornfield, og tóksaman við
leikstjórann Robert Evans. 1974 fékk
hún hlutverk í stórslysamyndinni
„Jarðskjálfti”. 1975 hætti hún allri
leikstarfsemi og opnaði umboðsskrif-
stofu fyrir listamenn. Eftir tvö ár var
hún búin að fá nóg af henni og sneri sér
aftur að leiklistinni. Fékk hún þá
gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum
„Draumaeyjan”.
1978 fékk hún svo hlutverk Pamelu
Ewing í Dallas. Ári síðar giftist hún
leikaranum Christopher Skinner. Þaö
hjónaband dugöi í ár og hefur Victoría
þótt æði dugleg í karlamálunum siðan.
Hún bjó um tíma með söngvaranum
Andy Gibb. Aðrir sem hafa veriö
tilnefndir sem elskhugar Victoríu eru
saudí-arabíski milljónamæringurinn
Kashoggi, handritahöfundurinn Em-
est Thompson, fasteignasalinn Mark
Nathanson, hárgreiðslumeistarinn
José Eber, leikarinn Tom Selleck og
skurðlæknirinn Harry Glassman. I
apríl sl. var Victoría kjörin vinsælasta
leikkona Bandarikjanna.
Gömlu Genesis-félag-
amir sameinudust
á einum tónleikum
— rokkathurður ársins, segir Melody Maker
Hljómsveitin Genesis má muna fífil Keynes Concert Bowl skammt fyrir ut-
sinn fegurri. A árunum 1972—1975 voru an London, á dögunum.
þeir með albestu sveitum veraldar að
margra áliti, en eftir að söngvarinn Genesis mætti til leiks með Peter
Peter Gabriel og síðar gítarieikarinn Gabriel en auk hans skipuðu sveitina
SteveHackettsögðuskiliðviðsveitina, Phil Collins og Chester Thompson
fórbráttaðharðnaádalnum. (trommur) Darryl Stuermer (gítar)
Michael Rutherford (bassi, gítar)
Það þóttu því meiriháttar tíðindi er Tony Banks (trommur). Auk þess lét
tilkynnt var að Peter Gabriel kæmi Steve Hackett sjá sig og spilaði á gitar-
fram með Genesis á tónleikum í Milton inn í síöustu lögunum. Að sögn gagn-
rýnanda Melody Maker heppnuðust
tónleikamir frábærlega vel. Sveitin
rif jaði upp gömlu góðu lögin, og Gabri-
el klæddist búningum sem hann var
frægur fyrir að klæðast á mektar-
dögum Genesis. Og að sjálfsögðu var
uppklappslagið The Knife, eins og áður
fyrr. Gagnrýnandi MM skefur ekki ut-
anaf því.
Hann segir að þetta hafi verið
atburður ársins í rokki.
Gjafvaxta
prinsessa
Spænsku konungshjónin voru ný-
lega í frii á Maliorca, ásamt bömum
sínum þremur, Elenu, Christinu og
Felipe. Vakti Elena þar mikla at-
hygli fyrir fegurð og prúðmennsku.
Blöðin hafa gert mikiö að því að
reyna að spyrða þau saman, Elenu
og Andrés Bretaprins. En það var
áður en Andrés stakk af í fríið með
klámleikkonunni Koo Stark. Eftir
það hneykslið er talið að spænsku
konungshjónunum þyki hann lítt fall-
inn sem eiginmaöur handa hinni sak-
lausu dóttur sinni. Qlgjaraari tung-
ur halda því aftur á móti fram að
prinsinum þyki lítið til Elenu koma í
samanburði við hina lífsreyndu Koo.
Hvað Elenu finnst er ekki vitað enda
hefur enginn tekið að sér að ímynda
sérþaðfyrirhana.