Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1982, Síða 17
DV. MANUDAGUR1. NOVEMBER1982.
17
Lesendur
Lesendur
Þessi forsiðumynd DV föstudaginn 22. þ.m. vakti athygli Lovísu Einars-
dóttur vegna þess að bróffáninn fyrir miðri mynd errifinn. Lovisa segirþað
vera tii skammar að ekki fáist hór taufánar. — Orð i tima töluð.
BRÉFFÁNAR HALDA
EKKIREISN GEGN
ÍSLENSKU VEÐURFARI
Lovisa Einarsdóttir skrifar:
Forsíðumynd DV föstudaginn 22.
október sl. er tilefni þessara lína þar
eö ég rak augun í að bamið fremst á
myndinni er með rifinn fána. Árum
saman hefur ekki annað veriö á boð-
stólum en bréffánar. Þeir halda ekki
reisn gegn islensku veðurfari heldur
tætast niður, sbr. myndina.
17. júní og við opinberar móttökur er
fáninn helst í höndum barnanna. Má
það heita þjóðarskömm aö ekki skulu
fást taufánar, eins og voru til hér fyrr
á árum, svo hægt sé að fagna hátíðum
og þjóöhöfðingjum meö sómasamlegt
þjóðartákn í höndum.
Hjá norskættaðri vinkonu minni hef
ég séö fallegan taufána. Hún fékk hann
sem barn. Höfðu foreldrar hennar átt
hann á undan henni og alltaf er fáninn
jafn nothæfur og fallegur.
1986 verða liðin 200 ár frá því að
Reykjavík fékk kaupstaöarréttindi.
Vil ég hér með benda hátíðamefnd
þess afmælis á það verðuga verkefni
að láta framleiða taufána fyrir æsku
borgarinnar; fána sem halda veðri og
vindi og hægt er að „tjalda” lengur en
til einnar nætur.
Rikisútvarpið á sór víða trygga stuðningsmenn. í. dag berast hljóðvarpi
hlýjar kveðjur.
Til Ríkisútvarpsins:
Nokkrar frómar
óskir gamals
útvarpsunnanda
H. G. skrifar:
Nokkrar frómar óskir til RUV frá
gömlum útvarpsunnanda:
I. Að svokallað „frjálst” útvarp aug-
lýsenda, fjárbrallsmanna og rokk-
ara eigi sem lengst í land.
2. Að afnotagjald útvarps/sjónvarps
verði innheimt með gjöldum til
ríkissjóös og stofnuninni síöan
skilað sínum hlut óskertum.
3. Að RtJV hafi sína eigin dagskrár-
stjóm. Hætt verði að kjósa útvarps-
ráð eftir pólitískri hlutaskiptareglu
á Alþingi. Sumir kalla þessa ráðs-
menn „varðhunda flokkanna’’.^
Forði mér samt frá svo syndsam-
leguorðbragði!
4. Að tímasetning fastra dagskrárliða
verði látin standast, a.m.k. öðru
hverju. Iþróttaþáttur í sjónvarpi fer
t.d. hvað eftir annaö 10 mínútur
fram í næsta dagskrárliö. Þetta er
ekkihægt.
5. Að orðuþáttur Olafs Sigurðssonar
verði endurtekinn, en bætt við í lok-
in skrúðfylkingu krossbera við mót-
töku Finnlandsforseta. Annars
ánægjuleg heimsókn og veri hann
Koivistó guði bífalaður. Þingmönn-
um til skoðunar endurtek ég fyrri
tillögur mínar á prenti þess efnis, að
krossberar borgi skatt af dingaling-
inu.
6. Að morgunbænir verði ekki fluttur
„niðursoðnar”, heldur komi prestar
og annað gott fólk upp í útvarp
hverju sinni og flytji okkur orðið
ferskt, mælt af munni fram eins og
andinn inngefur, ekki kassettubæn-
ir.
Þettaeru mjúku klossamir,
sem Náttúrulækningabúöin mælir meö
ÞETTA ERU HELSTU KOSTIRNIR:
> Þeir eru meö 5 mm þykku viðar-innleggi.
> Þeir eru léttir sem fis, með mjúkum sóla. Það dregur úr slysahættu.
> Þeir mynda enga smelli eða skelli þegar þú gengur á þeim á stein-
gólfum, þeir eru alveg hljóðlausir og það kunna sjúklingar á sjúkra-
húsumaðmeta.
> Þeir fara betur með hrygginn og fæturna en aðrir skór, þannig draga
þeir úr þreytu og auka vinnuafköst.
• Þeirendastogendastogsparaþvípeninga.
> Þeir eru stöðugir á hálum gólfum.
• Þeir eru til í mörgum geröum og litum.
• Ein gerðin er með stálfóðrari tá og verndar þannig fætur þeirra, sem
vinna með þunga hluti.
> Þeir eru til í númerum 35—46.
Þeir fást í Náttúrulækningabúðmni að Laugavegi 25, sími 10262 og 10263.
> Við sendum þá í póstkröfu hvert á land sem er, eins og aðrar vörur
okkar.
» Starfshópar, sem kaupa mörg pör, fá afslátt.
NATTURULÆKNINGABÚÐIN
Laugavegi 25, símar 10262 og 10263
LONDON
Dömudeild
Austurstræti 14 — Sími 14260
lár, dökkblár,
hvítur,
r.
kr. 1075,00
Póstsendum
um land allt
Litir:
Blár, brúnn,
vínraudur, gra
Verð: kr. 1150,
Létt hetta