Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. NYTT ALVER HELMINGI AFKASTAMÐRA EN ÍSAL og talið geta borgað 17,5 mills fyrir orkueiningu Glóðvolg áætlun um nýtt 130 þús- und tonna álver við Eyjafjörð eða á Suðumesjum liggur nú fyrir. Það er talið geta borgað 17,5 mills, banda- rísk cent, fyrir kílówattstund í orku. ISAL greiöir nú 6,45 mills en getur hins vegar ekki náð hálf um afköstum á starfsmann miöaö við nýtt álver vegna gamallar tækni. Það er norska ríkisálfyrirtækið Ardal-Sunndal Verk sem gert hefur áætlun um nýtt álver fyrir iðnaðar- ráðuneytið. Afkoma þess er miðuð við nýjasta tæknibúnað og rikjandi stöðu á ál- markaönum, en álverð er nú það lægsta sem þekkst hefur. Það er þó taliö að verðið lækki ekki frekar en orðiö er. Tæknibúnaður nýs álvers er svo miklufullkomnari en ílSAL-álverinu í Straumsvik að það þarf ekki nema 490 starfsmenn tU þess að framleiða 130 þúsund tonn á ári en hjá ESAL munu vinna 600 manns að fram- leiðslu á 85 þúsund tonnum á ári eftir gagngerða endurskipulagningu. I viðræöum Alusuisse og rikisins, sem nú standa, er meöal annars rætt um stækkun álversins í Straumsvik upp í 130 þúsund tonna ársafköst. 45 þúsund tonna viðbótin krefst um 150 starfsmanna til viðbótar sem er sambærilegt og í nýja, fyrirhugaða álverinu. Þótt afskriftir af gamla álverinu komi á móti tvöfóldu mannahaldi við framleiðsluna, miðað við nýtt álver, virðist það vera sýnt að stækkun ál- versins i Straumsvík sé mikilvægur þáttur í' því aö það greiði í framtíð- inní sambærilegt orkuverö og nýtt ál- ver. Viöræöumar nú snúast um öll sam- skiptamál Alusuissse og ríkisins fyrr og síðar, siðan hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík og nýja samninga um orkuverð og skatt- greiðslur. HERB Hvort ungi maðurinn er aO mótmæla Sinfóníuhljómleikum I Háskóla- bíói vitum irið akki en hitt er annað mái að framferði hans er ekki til fyrirm yndar. DV-mynd: Eina Ólason. „STÓÐ ALLS EKKITIL AÐ KOMA SÉR HJA GREIÐSLUM” — segir Ragnar Kjartansson, forstjóri Hafskipa „Það er ljóst aö það stóð alls ekki til að koma sér hjá tollgreiðslum. Umræddir lyftarar eru aðeins hluti þeirra lyftara sem fluttir hafa verið inn til eigin nota á undanfömum misserum og þeir voru allir skráðir á farmskrá sem var afhent tollyfir- völdum,” sagði Ragnar Kjartans- son, forstjóri Hafskipa hf. í samtali viðDV. Eins og kunnugt er lagði Toll- gæslan hald á ellefu vörulyftara hjá Hafskipum, þar sem félagiö tók þá i notkun án þess að greiða lögboðin ríkissjóðsgjöld, sem nema um sautján hundruöþúsund krónum. Hafskip flutti lyftarana til landsins og var sjálft kaupandi þeirra. Strax eða fljótiega eftir komu vörulyftar- anna tók skipafélagið þá úr eigin vörugeymslu tileigin nota án þess að greiða af þeim lögboðin ríkissjóðs- gjöld. „Mistök félagsins, sem eru mann- leg og ákaflega kiaufaleg, liggja meðal annars í skorti á eölilegu upplýsingastreymi milli deilda félagsins,” sagði Ragnar og bætti við: „Við höfum gert ráðstafanir til að mistök af þessu tagi geti ekki endurtekiö sig enda gegnir skipa- félagiö mikilvægara hlutverki en svo gagnvart tollyfirvöldum að það geti sjálft staðið í útistöðum við þau.” Að lokum sagði Ragnar að skaðinn væri skeður og félgið myndiaðsjálf- sögöu greiða viðkomandi ríkissjóðs- gjöld. Hann sagði jafnframt að félagið bæðist velvirðingar á þessum leiðumistökum. -JGH. Myndlistarfélag Ámessýslu opnar sýningu í Safnahusinu — sýnd eru 40 verk eftir 17 félaga Haustsýning Myndlistarfélags Amessýslu verður opnuð laugardaginn 20. nóvember í Safnahúsinu á Selfossi. Að þessu sinni sýna 17 félagar alls 40 verk, aðallega olíu- og vatnslitamyndir. Haustsýning sem þessi er orðinn fastur liöur í menningarlifi Ámesinga og eru jafnan mjög vel sóttar eins og allar sýningar Myndlistarfélagsins til þessa. Aðstandendur sýningarinnar vona að hún verði upplyfting í skamm- deginu fyrir þá er koma og sýna með því að þeir meti þetta framlag áhuga- myndlistarmanna í. sýslunni. Sýningamefndin fékk til liðs við sig Steingrím Sigurðsson listmálara, áður í Roðgúl á Stokkseyri, til að velja úr verkum sem bárust á sýninguna og hafa hönd i bagga með uppsetningu þeirra. Steingrimur lagði, að eigin sögn, „sál sína í verkið” og var bæði gagnrýninn og hvetjandi í garð félags- manna. Myndlistarfélag Ámessýslu er ungt félag en samt þróttmikið og er mjög virðingarvert framlag til menningar- lífsÁmesinga. Ég skrapp í gær á sýninguna og var ánægjulegt að sjá þetta áhugasama listafólk sem allt vinnur fulla vinnu í öðrum störfum. Ég óskaði þess með sjálfri mér að alþingismenn væru jafn óstressaðir og listafólkið í Árnes- sýslu. Heill og hag þjóðar okkar væri bietur komið ef svo væri. Regína, Selfossi/-JBH. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga: ÓVISSA UM FJÁRHAGS- STÖDU SVEITARFÉLAGA — sveitarfélögum gert að miða fjárhagsáætlun við 58% verðbólgu, ríkið miðarfjáriög við48% verðbólgu Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mjög óviss nú vegna slæms efna- hagsástands f þjóðfélaginu almennt og óðaverðbólgu. Kom þetta fram í setningarræðu formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Bjöms Frið- finnssonar, á fjármálaráðstefnu sambandsins sem fram fór á Hótel Sögu í gær. Innheimta sveitarsjóðs- gjalda hefur versnað það sem af er árinu og er gert ráð fyrir henní enn verri á næsta ári. Kaupmáttur tekna sveitarfélaganna hefur einnig minnkað meira en ætlað var fy rir ári og talsverðar lausaskuldir myndast hjá bæjar-og sveitarsjóðum. Utsvar er miðað við tekjur næstlið- ins ars og þegar verðbólga er jabi mikil á greiösluárinu dregur það mjög úr verðgildi þess fyrir sveitar- sjóðina. Einnig kom fram hjá Birni að líkur eru á að stofn aöstöðugjalds dragist saman á næsta ári miðað við fast verðlag, þannig að tekjurnar af því rýrni mikið árið 1984. Af þeim sökum líti sveitarfélögin alvarlegum augum þær tillögur sem unnið sé að í iðnaðar- og félagsmálaráðuneytun- um og fela í sér skerðingu á aðstöðu- gjöldiim til hagsbóta ákveðnum at- vinnugreinum. I niöurlagi ræðunnar kom Bjöm inn á sameiningu sveitarfélaga og sagði að stjórn sambandsins hefði ákveðið að gera sérstakt átak til þess að vekja umræður um málið meðal sveitarstjórnarmanna og almenn- ings í landinu. Sifellt fleiri verkefni muni færast úr höndum sveitarfé- laga nema til komi sameining hinna smærri. Lesin var á þinginu áætlun um breytingar á helstu tekjum og gjöld- um sveitarsjóða 1982—1983 eftir Hallgrím Snorrason, hagfræðing Þjóðhagsstofnunar.Sérstaka athygli vakti sá hluti ræðunnar sem f jallaði um ólika viðmiðun ríkis- og sveitar- félaganna öl gerðar fjárlaga- og fjár- hagsáætlana. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað fram feril framfærsluvisitölu árið 1983 og verði meðalhækkun milli áranna 1982 og 1983 um 58%. Hins vegar er í fjárlagafrumvarpi fyrir áriö 1983 miðaðviðþá reikniforsendu að verðlag hækki að meðaltali um 42% frá árinu 1982 til ársins 1983. Þetta misræmi þýðir meðal annars að greiðsluskuldbindingar ríkisins við sveitarfélögin verða verulega lægri en nemur þeim kostnaðartölum sem sveitarfélögunum er gert að reikna með. Með öðrum orðum, ríkið kemur ekki til með að borga á næsta ári til sveitarfélaganna það sem þau verða að reikna með í fjárhagsáætl- unum sínum. Fjölmörg önnur erindi voru flutt, meöal annarra um fasteignamat, forsendur f járhagsáætlunar Reykja- víkurborgar, fjárhagsramma sveit- arfélaga og skil sveitarfélaga á árs- reikningum. Um 230 manns sóttu ráðstefnuna, fleiri en áður hafa sótt sKkar ráðstefnur. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.