Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Þeirhafa nautaatið á homum sér Er botninn að detta úr nautaatinu á Spáni? Vinsældir þjóðaríþróttar Spán- verja eru famar að dvína meðal þjóðarinnar. Knattspyman hefur lokkað áhorfendur frá henni, verð- bólgan hefur spillt fyrir henni og ungir millistéttar Spánverjar hafa einfaldlega meiri áhuga á að verja sunnudeginum uppi í sveit en stikna á áhorfendapöllum við nautaleik- vanginn. Er svo komið að flestir Spánverjar sjá ekki naut nema í sjónvarpinu eða þá steikt á matar- chskinum. Þeim Spánverjum fer fjölgandi sem helst vildu að nautaöt legöust alveg af. Liggja þeir ferðamönnum frá Ameríku og norðar úr Evrópu á hálsi fyrir blóöþorsta og kenna þeim um aö blóðsúthellingum skuli haldiö áf ram á helgidögum. Og það er ekki nóg með að aödáendur nautaats sé flesta að finna meðal útlendinga. Þetta árið sendu þeir kínverskan nautabana fram á leikvanginn! Hvað skyldi þeim detta í hug næst? Kannski tölvustýrð vélaeftirlíking af tudda, róbót fluttur inn frá Japan? — Sá kínverski fékk kuldalegar móttökur. Fjarskiptahnettir, njósnahnettir og veðurathugunarspútnikar hafa fyrir löngu sýnt að geimvísindi og tækni hafa meira hagkvæmt nota- gildi fyrir mannkyniö en jafnvel hug- myndaríkustu höfundar vísinda- reyfara sáu fyrir í framúrstefnu- skrifum sínum fyrir tuttugu árum. Geimtæknin er ekki bara eitthvert „stjörnustríð” í hugarheimi dag- draumamanna þótt hluti hennar sé i hernaöarþágu, eins og njósna- hnettir. Hún er ekki heldur aðeins bundin viö rannsóknir á tunglingu og enn fjarlægari stjömum. Til þessa hefur hún haft mikilvægt gildi til upplýsingaöflunar um okkar eigin jarðarkringlu. Nú hafa menn uppi áform um að nýta sér geimtæknina til stríðs- rekstrar en ekki gegn mönnum heldur einum af plágum mann- kynsins. Nefnilega engisprettunni, sem er einhver versti vágestur bænda í þriðja heiminum, eins og þróunarlöndin eru oftast köliuðí dag. Það er FAO, matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, sem bruggar um þessar mundir engisprettunni banaráð, sem byggjast eiga á geimtækninni. Hugmyndin er sú að láta gervihnetti fylgjast meö uppeldisstöðvum engi- sprettunnar og gera mönnum viö- vart þegar engisprettufaraldur er í aðsigi. Gervihnötturinn á að gefa mönnum ráðrúm til þess að bregðast við hættunni í tæka tíö og kæfa hana í fæðingu í orðsins fyllstu merkingu. Nefnilega með lofthemaði á uppeldisstöðvamar. Það er mönnum auðvitað ekki lengur nein ráögáta hvemig sjá megi hvar og hvenær engisprettum fer að fjölga. Varp- og uppeldisstöövar engisprettunnar era á þurrka- svæðum og plágan kviknar til lífsins mjög fljótlega eftir miklar úrkomur á slikum stöðum. Vandinn liggur fyrst og fremst í því að bregða nógu fljótt við, því að engispretturnar vakna til lífsins örfáum dögum eftir slíkar rigningar. Mönnum gæti kannski sýnst auö- velt að fylgjast með þessum þekktu svæðum og gera síðan ráöstaf- anir.eins og að dreifa skordýraeitri yfir „klak” stöðvamar, ef svo mætti kalla þær. Til þessa hefur það verið gert með veðurathugunarstöðvum á nærliggjandi stöðum. En víða þar sem engisprettan á sér uppeldis- stöövar er engin mannabyggð nærri. Áköfustu áhangendur nautaats á Spáni kvíöa þvi að nautaatiö sé á leiö í hundana. Verðbólgan veldur ein- hverju þar um. Starfsmannahald viö nautavettvanginn og viðhald kostar allt orðið miklu meira en áður. Bolarnir era einnig orðnir dýrari. Matadoramir, eða nautabanamir, krefjast launa á borð við popp- eða kvikmyndastjörnur. Margir nauta- leikvangar, sem áður buðu upp á fyrsta flokks nautaöt, lúta nú aö nautabönum í meðallagi og bolum sem aldir eru upp við ódýrt fóður og þykja standa langtaöbaki, í stærð og grimmd, þeim nautum sem áöur var boðið upp á. ,,Aficionados” nöldra jafnvel þótt bolarnir séu hinir stæði- legustu og matadorar leiknir. Þeir segja aö nautaat þjóni nú smekk ferðamanna sem eilíft eru mundandi ljósmyndavélar. Utlendingar hrífist mest af órabelgjúm eða nautabönum sem hætta lifinu í hálfvitatilraunum til þess að fá nafnið sitt í eina línu í bæjarblaöinu. Minna sé lagt upp úr fimi og mýkt fýrri tíma nautabana sem léku svo laglega á bola með rauðu skikkjunni sinni. Þetta era afskekkt svæði og jafnvel eyðimerkur og ekki lífvænlegt til mannabústaða enda jafnvel erfitt að þeim að komast. Þar hafa menn orðiö að reiða sig á hirðingjana, sem kunna að hafa ráfað um þessar slóðir, og geta kannski sagt hvort þar hafi rignt. Að visu eru hirðingjamir vel áreiðanlegir í þessu efni því að þeir eiga mikið undir úrkomunni vegna hagbeitar á leiöum sínum og Afstaöa manna er breytileg eftir landshlutum. Mestur áhuginn fýrir nautaatinu er í Kastillu og Anda- lúsíu, sem lengi hafa aliö af sér bestu nautabanana og ferlegustu bolana. Franco-stjómin lét sér annt um nautaatið til skemmtunar alþýð- unni. Ferdinand VII lét í sinni tíð loka háskólum og stofna nautabana- skóla. Jesúítar eru sagöir hafa hvatt nemendur sína til þess að fara frekar á nautaat en í leikhús þar sem þeir hefðu getað orðið fýrir hættulegri jnn- rætingu. Ýmsir lita á nautaat sem þjóðlegan spánskan sið, sem ekki megi leggjast af. Bæjarstjóri kommúnista í Cordoba hef ur hvatt til nautaats og gerir ungu fólki mögu- fýlgjast því nokkuð vel með því hvort rignt hefur eða ekki. En það er meira tilviljuninni háð hvenær þeir rekast nálægt byggðu bóli og hve langt er síðan þeir urðu rigningarinnar varir. Það getur naumast þótt nógu traust og snöggt viðvörunarkerfi. En gervihnöttur getur fylgst með öllum engisprettuuppeldisstöðvum heimsins og sent frá sér stöðugar upplýsingar til jarðar um hvemig legt að komast yfir aðgöngumiöa ódýrt. Það er meðal frjálslyndra, jafnaðarmanna, þjóðernissinna Baska og Katalóníumanna sem andstööunnar við nautaatið gætir mest. Hinna siöasttöldu mest til þess að breikka bilið milli sín og Kastillu- manna. Þótt nautaatið hafi orðið mörgum listamanninum hugmyndabrannur, eins og t.d. sjálfum Federico Garcia Lorca, þá hafa menn lengi fordæmt íþróttina og kallað villimannlega og niöurlægjandi fyrir siðmenntaða menn. Einn spænskur sagnfræðingur skrifaði að borgarastyrjöldin 1936 hefði verið háð milli nautaatsfylgj- ástandið þróast þar. Jafnvel látið vita af skýjamyndunum yfir þessum svæðum, skýjum sem gætu orðið rigningarský. Þarf ekki að orðlengja það hve mikilvægur sá tími yrði sem þannig vinnst til undirbúnings ráðstafana. FAO hefur raunar þegar hagnýtt sér þessa hugmynd að hluta til. Stofnunin nýtir sér upplýsingar sem berast frá tveim gervihnöttum. enda og nautaatsandstæöinga og sumir Spánverjar segja að þvi stríði sé ekki lokið enn. Andstæðingar nautaats í Katalóníu reyndu að draga páfann í lið með sér og fá hann til þess að fordæma nauta- atið sem „skammarlegt blóðbaö, blett á kristilegu samfélagi og undan Satans rifjum rannið”, en Jóhannes Páll II, sem er gamall iþróttamaður, Iét ekki glepjast. Enda telja flestir nautaats-”afici- onados” sig góða og gegna kaþól- ikka. Við hvern nautaleikvang er kapella, helguð jómfrú Maríu, og til hennar snúa nautabanar bænum sínum og færa henni gjafir eða tendrahennikerti. (Economist) Annar er amerískur en hinn er evrópski hnötturinn Meteosat-2. En þeir taka ekki til nema nokkurra þessara hættusvæöa. FAO hefði helst kosið fleiri gervihnetti og greiðari fjarskipti milli jarðstöðva gervi- hnattanna og þeirra landa sem mest eigaíhúfi. Hitt er svo annaö mál að það hefur stundum ekki tjóað þótt menn hafi frá veðurathugunarstöðvum á jörðu niðri getað séð fyrir engisprettu- plágu í tæka tíð til þess aö eitra fyrir henni. Styrjaldir í Afríku til dæmis hafa stundum hindrað menn í að komast til þess að dreifa eitrinu yfir hættusvæðið. Yfir vígvelli hefur þurft að fara og stríösaðilar of hvumpnir og tortryggnir eða hrein- lega ófinnanlegir til viðræöna um að láta slíka starfsemi óáreitta eða leyfa FAO-starfsmönnum að njóta griða. En burtséð frá því, þá eiga stofn- anir eins og FAO við sífellda fjár- þröng að stríða og liður þetta hjálparstarf eins og annað fyrir þaö. FAO þarf aö greiða fyrir þessar gervihnattaruppiýsingar eins og aörir og er gjaldið eitthvað um 100 þúsund dollarar á ári. Þeir peningar veröa að koma frá löndunum sem helst hafa hag af. Deilt niður á fimmtíu ríki í Afríku, við Persaflóa og í Asíu sýnist þetta kannski ekki stórskattur í hvem stað. Að minnsta kosti ekki í viðmiðun við tjónið af engisprettunni, sem getur eytt heilu uppskeranum. Gallinn er hins vegar sá að mörg ríkja sem þarna eiga hlut að máli era meðal hinna snauðustu. Ennfremur era sum þeirra orðin næsta dofin í viöbrögðum gagnvart engisprettu- plágunni. Það hefur nefnilega ekki komið neinn hrikalegur engisprettu- faraldur síðan 1967—68, nema þá í stöku landi. (Indlandi og Pakistan 1978, Vestur-Afríka 1980 og hugsan- lega núna á þessu ári á svæðinu við Rauða hafið.) Ríkin sunnan Sahara, sem hafa að mestu sloppiö seinustu árin — era í sinni eilífu fjárþröng — eru farin að spara sér útgjöldin til engisprettu- eftirlits. Þau era engan veginn þess sinnis að eyða stórfé í einhverjar gervihnattagrillur og hundakúnstir, sem vísindamenn geti -stytt sér stundir viö. Svo að það getur kostað FAO töluvert þjark áður en þessum áformum verður hrundið í framkvæmd. (Economist) Skordýraeitri drerft i lofthernaði gegn engisprettunni, en végesturinn sóst á innfelldu myndinni. Stjömustríð gegn engisprettu - plágunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.