Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Jakki og jafnvel rauðar buxur viO hann er „ekta" jólasveinagalli, svo er tilvalið að nota hvita gæru í skegg. Jólasveina- föt fyrir — spennandi og DOmin ódýrargiafir Jólasveinar og jólaskraut er þegar farið að s jást í búðargluggum og er það ekki aö furða þar sem fimm vikur eru til jóla. Fólk er farið að senda gjafir til útlanda, panta jólakort með barna- myndum og útbúa það sem gefa skal á jólum. Börnum finnst ætíð gaman að jólaundirbúningi og ekki skyggir á jólagleðina aö fá rauö jólasveinaföt. Þau eru oftast höfð vel stór, þannig að bömin geti verið vel klædd innanundir, því mesta gamanið er að fara út í fötunum, sýna sig og sjá aðra. Þessi föt, sem við birtum teikningu Hver reitur er2x2cm, syntera teikningunnihvemigbestmá nýta efnið. af, er mjög auðvelt að sauma eftir teikningum og þeirri tilsögn sem fylgir. Unnt er aö nota hvaða rautt efni sem er, filtefni eru skemmtileg, en mjög dýr, þannig að flúnelléreft er nægilega gott. Það reynir ekki á þenn- an fatnað, hann er notaður það skamman tíma á ári að hann nær ekki að slitna. Filt, léreft eöa eitthvert loðið efni þarf að hafa í hvítu leggingarnar og síðan gam í dúska. Stærðin á jakkanum er fyrir 92 cm há böm en kjóllinn á dömur sem eru 104 cm á hæð. Þessar tölur eru aðeins til að miða við og er þaö leikur einn að stækka eða minnka þessi snið. En það þarf þá að stækka jafnt út frá öllum hliðum. Er þá besta ráðið að útbúa þessi snið samkvæmt máli, brjóta síöan hvert snið í femt og klippa ofan í brotið. Bútunum er síöan raðaö upp og haft bil á milli þeirra jafn mikið og áætlað er aö stækka sniðið. Þá er sniöiö fest niður á efnið meö títuprjónum og klippt. Þaö sem þarfífötin Jólasveinafötin á myndunum eru saumuð úr rauðu flúneli, efnið er 70 cm breitt. I treyjuna þarf 70 cm af breiða efninu, 1,70 m af rauðu efni og 0,15 m af hvítu. Sniöin eru teiknuö upp í fullri stærð, eftir rúðunum sem em tveir sinnum tveir cm. Stóru rúöumar eru 10 cm. Sniðin eru lögð á efnið og klippt 2 cm frá, en 1 cm frá á húfunni og belt- inu. Belti með kjólnum á að vera 6 cm breitt og 120 cm aö lengd, minna beltið 5 cm breitt og 140 cm langt. Af hvíta efninu þarf að kiippa tvö stykki af stærðinni 6x19 cm sem er legging framan á hálsmálið, eitt stykki 6x34 cm í hálsmálið og 2 stykki 4X27 cm í húfukant (í þessum málum er reiknaö með einum cm í sauma.) Kantar efnisins saumaðir með kross- saumi. Hálskanturinn saumaður á réttu móti réttu, brotið inn og saumað að innan í höndum. Hliða- og erma- saumar eru saumaðir út í eitt. Beltið saumað saman og því snúið við með mjóu skafti. Húfan er saumuð saman, hvíta leggingin lögð rétta á móti röngu, snúið yfir á réttuna og saumað niður. Dúskur er útbúinn úr gami eða ull. -RR Jólasveinakjóllinn er úr flúneli og hafður vel viður svo barnið geti klæðst blýjum fötum innanundir kjólnum og verið í honum úti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.