Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ný plata á leið- inni f rá Zeppelin — gamlar stúdíóupptökur á ferðinni Enda þótt nokkuð langt sé um liðið síöan hljómsveitin Led Zeppelin hætti í kjölfar dauöa John Bonham trommu- ieikara, er von á hljómplötu með nýjum lögum frá hljómsveitinni um þessi jól. Þetta eru stúdíó-upptökur sem unnar voru nokkru fyrir dauða Bonhams. Margar hljómsveitir gefa út plötur í nóvember og desember enda jóla- markaðurinn drjúgur í hljómplötusölu. Siouxsie and the Banshees eru með nýja plötu sem nýkomin er út og heitir hún A kiss in the dream house. Phil Collins er einnig meö plötu og er það önnur sólóplata hans sem nýkomin er út og heitir Hello ... I must be going. Gamli bítillinn, George Harrison,~ er enn að og er kominn með Gone Troppo á markaðinn. Og að lokum er XTC með „Greatest hits” plötu á jóla- markaðinum, og sömuleiðis er Rod Stewart á ferð með tvöfalda hljómleikaplötu. „Eg er búinn aðgera mína síðustu kvikmynd” — segir Ingmar Bergman Atriði úr Fanný og Aiexander. ,,Eg er búinn að gera mína síöustu mynd,” sagði sænski leikstjórinn Ingmar Bergman við blaðamenn í London í síðasta mánuði. Ingmar Bergman er orðinn sextíu og fjögurra ára gamall og segir að timi sé kominn til að hætta. Ingmar ætlar þó ekki að hætta að leikstýra leikritum enda segir hann þaö ekki hafa eins mikiö taugaálag í f ör meö sér. Bergman segir um nýju myndina: „Hún átti upphaflega aö vera tveir tímar og f jörutíu og fimm mínútur en af því að þetta er síöasta mynd mín leyfði ég mér að hafa hana aðeins lengri eða þrjá tíma og stundarfjórð- ung.” Nýja myndin sem enn hefur ekki verið frumsýnd heitir Fanný og Alex- ander. Er margt í myndinni mjög svipaö æsku Bergmans s jálfs. Uppruna myndarinnar má rekja til sumarsins 1979 er Bergman dvaldist á eyju í Eystrasalti og Kjell Gjelde leik- stjóri og vinur Bergmans spurði hann að því af hverju hann gerði svo þungar myndir er hann sjálfur væri hress, fyndinn og skemmtilegur. Bergman svaraði Gjelde með því aö skrifa handrit að Fanný og Alexander sem er að vísu ekki tómur hlátur heldur einnig um margt ógnvekjandi mynd. Enda þótt margt sé líkt með persón- um myndarinnar og fjölskyldu Berg- mans er hér ekki um að ræða að öllu leyti sjálfsævisögulegamynd. „En það má finna drætti úr æsku minni,” viðurkennir Bergman. En ef þetta er síðasta mynd Berg- mans þýðir það þó ekki aö hann ætli að sitja auöum höndum. Hann ætlar að leikstýra leikritum áfram og hefur gert samning um að setja einu sinni á ári upp leikrit í Miinchen og í Stokk- hólmi. Hann ætlar einnig að gera sjónvarpsþætti. Hann mun leikstýra leikritinu L’ecole de Femmes eftir Moliere fyrir sænska sjónvarpið og mun einnig gera sjónvarpsmynd um aldraðan leikstjóra eftir eigin handriti. Þó að Bergman sé búinn að gera sína siðustu kvikmynd hefur hann ekki sest i helgan stein þvi hann mun áfram leikstýra í leikhúsi og stjórna sjónvarpsmyndum. LizTayloríhjóna- band í sjöunda skipti? Elizabeth Taylor og John Warner, öldungadeildarþingmaður, eru nú form- lega skilin en þau slitu samvistum fyrir 14 mánuðum. Vinir hinnar fimmtugu leikkonu segja að hún sé enn á ný ástfangin upp fyrir haus. Er jafnvel talið að sjöunda hjónaband hennar sé í uppsiglingu. Nýi maðurinn í lífi Elizabeth Taylor er fimmtíu- og sex ára gamall lögfræð- ingur sem heitir Victor Gonzales Luna. Eini gallinn á gjöf Njarðar er að hann á konu og fimm börn heima í Guadalajara í Mexíkó. En lögfræðingurinn hefur ekki búið með konu sinni um hríð þannig að það ætti ekki að vera óyfirstígan- leg hindrun. Leikkonan og lögfræðingurinn hafa stimdaö samkvæmislíf grimmt saman í Hollywood og þau ætla aö eyða jólafríinu saman í Mexíkó og heyra sumir vina þeirra giftingarklukknahljóm í fjarska er rætt er um Mexíkódvölina fyrirhug- uðu. Vinir leikkonunnar segja aö hún láti eins og lögfræðingurinn sé fyrsta ástin og hagi sér eins og táningur. Lögfræðingurinn sjálfur mun vera að hugleiöa hvort of snemmt sé að biðja frúarinnar. Ef hann gerir það og Liz segir já, fetar hann í fótspor þeirra Conrad Hilton, Michael Wilding, Mike Todd, Eddie Fisher og Richard Burton (tvívegis giftur Elizabeth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.