Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ullsten á í vök að verjast í flokknum Ola Ullsten llggur undir gagnrýni sem flokksleiðtogi. Ný furðu- stjama við vetr- arbrautina Stjörnufræðingar í Englandi segjast standa á gati vegna nýrrar stjörnu sem birst hefur við jaðar vetrar- brautarinnar, en hún snýst 600 hringi á sekúndu. Auk þess sendir hún frá sér útvarpsbylgjur 660 sinnum á sekúndu eða oftar, eða tíu sinnum tíðari en nokkuð annaö sem stjörnu- fræðingar hafa fylgst með úti í himin- geiminum. Stjarna þessi er sögð 100 sinnum kröftugri en sólin og upp- götvaðist fyrst í stjömuathugunum Cambridge-háskóia. Hún hefur ekki hlotið annaö nafn enn sem komið er en 4c2153. FYLGI SCHLUT- ERS VEX Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV: Ný Gallupskoðanakönnun í Dan- mörku sýnir að Poul Schliiter forsætis- ráðherra, formaður Ihaldsflokksins, á sífellt auknum vinsældum að fagna. Samkvæmt könnun Gallupsstofnun- arinnar, sem gerð var fyrir Jyllandsposten, mundi thaldsflokkur Schluters næstum tvöfalda þing- mannafjölda sinn ef kosið yrði nú, f engi 41 þingsæti en hefur núna 21. Skoðanakönnunin sýnir að vinsældir Schlúters ná langt út fyrir raðir Ihalds- flokksins. Þannig telja t.d. 73% kjós- enda Vinstri flokksins að Schliiter sé góður forsætisráðherra og aöeins 16% þeirra telja að Christoffersen, for- maður Vinstri flokksins, yrði betri for- sætisráðherra enSchluter. Samkvæmt könnuninni fengju sósíaldemókratar 61 þingsæti en hafa nú 59, Vinstri flokkurinn fengi aðeins 16 (hefur 20), róttækir fengju 7 (hafa 9), Sósíaliski þjóðaflokkurinn fengi 19 (hefur 21), miðdemókratar 11 (hafa 15), Framfaraflokkurinn 12 (hefur 16) og vinstrisósíalistar4 (hafa5). Breiðir Khom- einiút byltinguna? Isiamskir uppreisnarmenn gerðu í gær áhlaup á herskála Líbanonhers i bænum Baalbek, en því var hrundið. Misstu þeir þrjá menn en tveir dátanna í bröggunum særðust. I Beirút greindu fréttir frá því að árásarliðið hefði verið fjölmennt og borið grímur, en það var úr hópi shi’ite-múslima, sem hafa bæinn nær allan á valdi sínu. Þeir eru trúbræður Khomeinis ayatollah í Iran og áhangendur hugsjóna hans um íslamska byltingu, og eru myndir af honum og ýmis slagorð komin upp um alla múra í Baalbek. Iranskir byltingarvarðliðar hafa verið í Baalbek i nokkra mánuði og er þeim kennt um þessa uppreisn shi’ita. Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DVíLundi: Ola Ullsten, formaður Þjóðaflokks- ins sænska, mætir nú vaxandi gagn- rýni innan flokks síns og þær raddir gerast háværari sem krefjast þess aö hann segi af sér formannsembættinu. Gagnrýnendur Ullsteins kenna honum um hinn gífurlega ósigur Þjóðaflokks- ins í þingkosningunum í september síðastliðnum. Ullsten er sagður of lit- laus leiðtogi og leiðinlegur. Um helgina tók Per Ahlmark, fyrr- verandi formaður flokksins, undh' gagnrýnina á Ola Ullsten. Ahlmark sagði í grein sem birtist í Expressen á sunnudaginn að Ullsten væri á góðri leið með að útrýma Þjóðaflokknum. — „Ef formaðurinn forðast stöðugt að taka ákveðna afstöðu og deila þá verð- úr ekki aðeins hann sjálfur litlaus heldur allur flokkurinn,” sagði Ahl- mark m.a. i gagnrýni sinni. Margir þeirra sem gagnrýna Ullsten vilja að Ahlmark taki á ný við for- mannsembættinu en Ahlmark segist ekki vera til viðræðu um það. Gagnrýnin, þótt hörð sé, er þó ekki talin tefla formennsku Ullstens í fulla hættu á meðan enginn er fundinn sem þykir geta komið frekar í hans stað. Boöað hefur verið til aukalandsfund- ar í Þjóðaflokknum í janúar þar sem framtíö flokksins og forystumál verða rædd. kynnir hin viðurkenndu B.S.G.Viðskiptaforrit. Er fyrirtæki þitt smátt í sniðum eða stórveldi í viðskiptalífinu? B.S.C. Viðskiptaforritin falla jafn vel að öllum stærðum og _ gerðum fyrirtækja og létta á augabragði langa leit í himin- háum haugum skjala og annarra gagna. Aðgengilegt yfirlit hvort heldur yfir einstaka þætti eða heildaryfirlit auðveldar allan rekstur og sparar tíma, fé og fyrirhöfn. Dæmi um tengingu B.S.C. Viðskiptaforrita: FJÁRHAGSBÓKHALD VIÐSKIPTABÓKHALD RITVINNSLA X BIRGÐABÓKHALD SÖLUNÓTU OC PANTANAKERFI ÆK Fjárhagsbókhald f bsg / Viðskiptamannabókhald A Útprentanir: Villulisti Hreyfingarlisti Aðalbók Prófjöfnuður Rekstrarreikningur Efnahagsreikningur Ásamt margvíslegum öðrum rekstrar- eða söluskýrslum fyrir stjórnendur. Hægt er að bera saman fyrra ár, yfirstandandi ár og áætlun. Útprentanir: Viðskiptamannalisti Upplýsingar um viðskiptamenn Skuldastaða viðskiptamanns Heildar-skuldastaða viðsk.manna Aldursgreining skulda Reikningsyfirlit- Reikningadagbók Greiðsludagbók Vextir reiknaðir á útistandandi skuldir eftir aldri Afsláttur af hverjum reikningi að vild. Birgðabókhald f bsg / SÖLUNÓTU og pantanakerfi A Útprentanir: Yfirlit yfir magn á lager Pantanaskrá Yfirlit yfir vörur í lágmarki Umframmagn á lager Veltulisti Framlegðarútreikningur Verðútreikningur (5 verðflokkar) Hreyfingar Söluskýrslur Álagningaskýrsla Verðlisti Útprentanir: Sölunótu og pantanakerfið skrifar út pantanir, sölunótur og skráir jafnóðum út af lager og inn á viðskiptamannareikning. Hægt er að kalla fram lagerstöðu og stöðu viðskiptamanna, einnig söluyfirlit fyrir einstakan við- skiptamann. Sýnir framlegð af sölu á hvern viðskiptamann. Reiknar söluskatt þegar þess er óskað. Auk þess línurit yfir: Heildarsölu og afmörkuð tímabil Fjölda seldra eininga Innkaupskostnað Innkaupskostnað per einingu Framlegð í kr. Framlegð í % Eru rekstrarörðugleikar að angra þig, bókhaldið að vaxa þér yfir höfuð, reikningsútskriftin svifa- sein og yfirleitt erfitt að gera sér grein fyrir stöðu fyrirtækisins? Lausnin liggur í B.S.G. Viðskipta- forritunum LlTTU ÞVl VIÐ 1 FELLSMÚLA 24 SlMi: 82055 BSG Síðumúla33 símar 81722 og 38125 U.S. TFOn LITLI SÍMINN sem fer vel allstctðar Hægt eraónota hann sem„vegg-sima” Beinhvitt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.