Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 12 DAGBLAÐID-VÍSIR ■ Útgáfuféiag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSQN og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR.MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86811. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr. Þá dreymirum höft Fólk gleymir fljótt. Kannski er nú svo langt liðið frá því að haftastefnan var í algleymingi, aö unnt yrði að leiða hana að nýju yfir landsmenn án mikilla andmæla. Þaö vakir greinilega fyrir Framsókn og Alþýðubandalagi. Landsmenn óttast samdrátt eða kreppu. Gífurlegur halli er á viðskiptum viö útlönd og verður áfram á næsta ári. Framsóknar- og alþýðubandalagsmönnum þykja slíkar aöstæður hinar ákjósanlegustu til að hverfa aftur til for- tíðarinnar. Framsókn minnist blómaskeiðs síns, þegar allt viðskiptalífið var reyrt í fjötra hafta og stjórnmála- menn gátu hyglað gæðingum sínum í jafnvel ríkari mæli en nú er. Hvarvetna voru fyrir nefndir og ráð pólitíkusa til að ráðskast með málefnin. Gæðingarnir fengu úrlausn, aðrir ekki. Nú sjá þessir stjórnmálamenn hylla undir fyrir- heitna landið, þar sem völd þeirra ykjust til mikilla muna. Það skiptir þá litlu, þótt þeir megi vita, að hafta- stefnan dregur úr arðsemi í viðskiptalífinu og minnkar tekjur þjóðarinnar, þegar fram í sækir. . Þeir vita, að það er freistandi á tímum samdráttar og viðskiptahalla að segja sem svo: „Minnkum innflutning, svo að viðskiptahallinn hverfi. Við, landsfeðurnir, eigum að fá aö úrskurða um, hvað sé þarfur og hvað óþarfur varningur af því, sem landsmenn vilja flytja inn og kaupa. Við einir vitum það.” Þessi stefna var ríkjandi fyrir rúmum tveimur áratug- um og hafði gengiö sér til húðar. Landsmenn fögnuðu því frelsi, sem þá tók við. En tveir áratugir eru langur tími í pólitík. Nú sést á samþykktum flokksþings Framsóknar og flokksráðsfundar Alþýöubandalagsins, hvert foringjar þessara flokka vilja halda. Alþýðubandalagið telur sig kunna ráð við viðskiptahall- anum. Flokksráðsfundurinn ályktaði: „Dregið verði úr innflutningi með beinum eða óbeinum takmörkunum með skattlagningu á hluta innflutningsins, innborgunargjöld- um og öðrum aðferðum, sem hentugar þykja.” Alþýðubandalagið kann ennþá athyglisverðara úrræði: „Nota skal verzlunarleyfi eða aðrar aöferðir til að þeim fækki, sem nú flytja vörur inn í landið. ” Flokksþing Framsóknar komst að svipaðri niðurstöðu. Steingrímur Hermannsson fjallaði í ræðu um nauðsyn þess, að stöðva það, sem honum fannst vera innflutningur á „óþarfa varningi”. Þessir tveir flokkar boða ómengaða haftapólitík. Sum- um kann að þykja lítið til þess koma og ekki ástæða til uggs. En vel að merkja hafa þessir flokkar nú 28 af 60 þingmönnum á Alþingi, nærri helming. I næstu kosning- um gæti sú staða mætavel komið upp, að þeir, annar hvor eða báðir, réðu úrslitum um stefnuna á næsta kjörtíma- bili. Ötti fólks við efnahagsvandann kann að villa því sýn. Aö minnsta kosti virðast fulltrúar á umræddum flokks- þingum ekki hafa varað sig. Ein alvarlegasta hættan nú er, að stjórnmálamenn noti ástandið til aö innleiða nýja haftastefnu, sem mundi verða þjóðinni dýr eins og hafta- tímar fyrrum sanna okkur. Þeim landsmönnum, sem gæta að sér, mun þykja nóg um öll þau höft, sem enn gilda, og áhrif pólitíkusa og em- bættismanna á hið daglega líf. En höftin eru nú aðeins brot af því, sem áður var og valdagírugir stjórnmála- menn vilja taka upp að nýju. KONUR Á ALÞINGI Blöö og útvarp hafa gert því skóna, aö samtökin, sem stóöu að framboði kvennalista í síöustu borg- arstjómarkosningum í Reykjavík, muni einnig bjóöa fram í þing- kosningunum á næsta ári. Allt er þetta þó sagt meö fyrirvörum. Hvaö sem þessu líöur gefur umtaliö tilefni til aö ræða kvennaframboð meö fá- einum oröum. Kvennaframboöin í sveitar- stjómarkosningunum í vor hefðu ekki átt aö koma fólki á óvart. I al- þingiskosningunum3. desember 1979 náðu aðeins þrjár konur kjöri og í bæjarstjóm og hreppsnefndum voru hlutfallslega enn færri konur. Til dæmis var engin kona í þeim 7 manna hópi sjálfstæðismanna, sem átti sæti í borgarstjórn í Reykjavík 11 ... —■ 1 i '"i """" ' ..........—- - 1 Endar ná ekki saman: INNKAUPA- POKINN OG LAUNA- UMSLAGIÐ Mikið hefur veriö um þaö talað, að í skj ób myntbrey tingarinnar haf i átt sér stað gífurlegar veröhækkanir og oft heyrist rætt um óeðlilegar veröhækkanir umfram verölags- þróun. Hvaö sem fullyrða má um það er þaö þó staöreynd, aö fólk stendur ráöþrota frammi fyrir þeim hækkun- um sem sífellt dynja yfir og langt er frá aö endar nái saman í útgjöldum heimilanna, þó ekki sé nema til brýnustu nauðsynja. Víst er einnig um þaö, að of lítið hefur veriö gert af hálfu stjórnvalda til aðhalds og eftirlits meö verðlags- þróun og aö kannanir Verðlags- stofnunar heföu þurft aö vera ítar- legri og yfirgripsmeiri strax í kjölfar myntbreytingarinnar. Úttekt á verðlagsþróun Þegar til þess er litiö hvaö sú skoöun er aimenn í þjóöfélaginu aö Jóhanna Sigurðardóttir óeðlilegar verðlagshækkanir hafi átt sér stað frá myntbreytingunni, þá gæti veriö æskilegt og gagnlegt aö gerö væri ítarleg könnun og úttekt á alíri verölagsþróun vöru og þjónustu frá myntbreytingunni. — Þaö veröur þó að hafa í huga, að nú eru nær tvö ár liðin frá myntbreytingunni og því yrði slík könnun mjög tímafrek, viöamikil og kostnaðarsöm og greini- lega ýmsum annmörkum háö, þar sem s vo langt er um liðið. Verðskynið hefur slævst Þó varla sé hægt að fuUyrða með vissu um almenna hækkun vöru og þjónustu, umfram þaö sem eölilegt getur talist, nema að undangenginni nákvæmri úttekt og könnun, þá er þó hægt að fullyrða að verðskyn fólks hefur verulega slævst frá mynt- breytingunni. Einnig má færa aö því töluleg rök, að einkaneysla fólks hafi aukist, sem bendir til aö fólk hafi ekki gert sér nægjanlega grein fyrir verögildi nýju krónunnar. Ragnhildur Helgadóttir 1978—1982. Þaö var eðlilegt, aö margar konur teldu þetta óviðunandi ástand, og skipti þá ekki máh, aö auðvitað gátu konur s jálfum sér um kennt. Víðast, t.d. meðal sjálfstæöismanna í Reykjavík, var skipaö á framboöslista eftir próf- kjör, og í þeim hefði áhuginn átt að koma fram, því aö vissulega var þess þó kostur að k jósa konur, marg- ar konur, á listana. Þá varþaö einnig til að auka óánægjuna, að ástandiö fór fremur versnandi, en batnandi. 1 Reykjavík var engin sjálfstæöiskona kosin á þing 1979, en tvær höföu verið kosnar 1971 eftir prófkjör hausið 1970. Þaö mátti því búast viö því, að konur reyndu aö ná áfram breytingu aö þessu leyti við undirbúning fram- boðslista fyrir sveitarstjómar- Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.