Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsms 1982 á eigninni Blikanes 29, lóð, Garðakaupstað, þingl. eign Jóhannesar Vest- dal, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar á eigninni sjáifri föstudag- inn 26. nóvember 1982 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 74. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á eigninni Hegranes 23, Garðakaupstað, þingl. eign Eðvarðs Árnasonar, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar, Tryggingastofnunar rikisins og Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 26. nóvember 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað Ríkisútvarpið - nýbygging Ríkisútvarpið mun viðhafa forval á bjóðendum til lokaðs út- boðs í 4. byggingaráfanga útvarpshússins Hvassaleiti 60, R. I byggingaráfanga þessum verður húsinu lokað og gefa eftir- farandi magntölur til kynna stærð og eðli verksins. Þak með einangrun um það bil 6000 m2. Gluggar með lituðu gleri um það bil 1450 m2. Veggkápa með einangrun um það bil 400 m2. Svalaþak með einangrun o.fl. um það bil 2600 m2. Svala- og þakbrúnir um það bil 650 m2. Áætlaður byggingartími er eitt ár. Þeir verktakar, sem óska eftir að bjóöa í verkið, leggi fram skriflega umsókn sína þar um í síöasta lagi mánudaginn 6. desember nk. til Karls Guðmundssonar, Almennu verkfræðistofunni hf., Fellsmúla 26 (5. hæð), en hann veitir nánari upplýsingar, ef óskað er. 1. Skipulag fyrirtækisins, starfslið og reynsla yfirmanna. 2. Fjárhagur, velta og viðskiptavinir síðastliðin ár. 3. Reynsla í byggingarframkvæmdum og skrá yfir verk. 4. Eigin tæki og búnaður til verksins. Byggingarnefnd Ríkisútvarpsins. Sparibúiö bílinn fyrir hátíöarnar! Væri ekki upplagt ad gieöja fjölskyldubíl- inn og notendur hans meö nýjum sæta- áklæöum, nú þegar jólin nálgast? Mjúk, falleg og hlý áklæöi í miklu úrvali fyrir flestar tegundir bifreiöa. Afar hagstættverö. Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 Útlönd Útlönd Útlönd Reagan býður Moskvu samstarf til að draga úrhættuá styrjöld Reagan Bandaríkjaforseti segist hafa skrifað Sovétstjóminni og boðið upp- lýsingaskipti og fleira samstarf til þess að bægja styrjaldarhættu frá. Regan Bandaríkjaforseti hefur sakað Sovétríkin um að standa í linnu- lausu vígbúnaðarkapphlaupi. Segist hann hafa skrifað hinum nýju leiðtogum Kremler og boðið þeim sam- starf til þess að draga úr hættu á styrjöld. Þetta kom fram í sjónvarpsræðu sem Reagan flutti í gærkvöld skömmu eftir að hann kunngerði áætlanir um að koma 100 risa-MX-eldflaugum fyrir í sérstökum neðanjarðarhólfum, svo að kjarnorkuárás gæti ekki eyðilagt þær. — Þessi áætlun á eftir að fara fyrir þingið, en hún þykir svo dýr í fram- kvæmd að óvíst er talið hvort þing- menn fáist til þess aö samþykkja hana. Reagan segist hafa í bréfi sínu til ráðamanna Sovétríkjanna lagt til að skipst yrði á meiri upplýsingum og á breiðari grundvelli um kjamorkuafla ríkjanna og önnur hernaðarmál. „Þvi meir sem aðilar vita um hvað hinn er aö gera, því minni hætta á misskilningi eða fáti,” sagðiReagan. I sjónvarpsræðu sinni studdist Reagan við línurit og kort til þess að undirstrika aö Sovétríkin hefðu varið miklu meir en Bandaríkin til hermála og vígbúnaður og að af þeim stafaöi styrjaldarhætta. Hann sagði að stefna sín í her- málum byggðist á „fyrirbyggjandi og vopnatakmörkunarsjónarmiðum.” Sagði hann að fjárveitingar til varnar- mála hefðu lækkaö hjá stjórnum Bandaríkjanna eftir Víetnamstríðið uns hann kom til embættis í fyrra. En f járveitingar Sovétstjómarinnar hefðu stööugt aukist og að 12—14% þjóðar- framleiðslu Sovétmanna fæm til her- mála, sem væri tvöfalt eða þrefalt það sem Bandaríkin veittu til þeirra. ,Hvemig sem herafli er mældur þá hafa Sovétríkin alls staöar yfirburði,” sagði Reagan og benti til dæmis á að Moskva hefði sett á flot á síðustu 15 árum sextíu nýja kafbáta búna kjam- orkuvopnum, en Bandaríkin engan þar til í fyrra. Rakti hann ýmis dæmi önnur, eins og eldflaugafjöldi Sovét- manna í Austur-Evrópu. Sagöi hann að þótt þingið samþykkti áætianir hans i vamar- málum mundi það taka Bandaríkin minnst 5 ár aö komast til jafns við Sovétmenn i vígbúnaði. ANDROPOV VILL ÞÍÐU Yuri Andropov, leiðtogi Sovétríkj- anna, áréttaðií gæraðMoskvustjómin vildi vopnatakmarkanir og „detente” í sambúðinni við vesturveldin, þótt hún væri ekki reiðubúin til þess að laga stefnu sína að hentisemi Reagans Bandaríkjaforseta. I ræðu sem Andropov flutti á fyrsta fundi miöstjórnar sovéska kommún- istaflokksins eftir fráfall Brezhnevs þótti hann sýna hófsemi, en gerði þó ljóst aö Kreml væri ekki í skapi til eftirgjafa. Sagði hann aö Sovétríkin heföu ekk- ert að skammast sín fyrir og virtist vísa á bug áskomn Shultz, utanríkis- ráðherra Bandarikjanna, um að Sovét- menn breyttu framferði sínu í alþjóða- málum. Áréttaði hann áhuga Sovétstjórnar- innar á vopnatakmöikunum, ai benti þó Reagan á að Sovétleiðtogarnir væru ekki svo barnalegir að þeir mundu samþykkja einhliða afvopnun. Á miðstjómarfundinum urðu nokkur mannaskipti í æðstaráðinu, en svo Andropov segir að þiðan heyri ekki tU liðinni tíð. TedogJoanískilnaði Edward Kennedy öldungadeildar- þingmaður og Joan eiginkona hans, sem hafa veriö skilin að borði og sæng í nokkur ár, vinna að því um þessar mundir að ganga frá lögskilnaði. Eitt blaöanna í Boston greinir frá því að í skilnaöarsáttmála þeirra sé gert ráð fyrir að Joan hafi með sér 4. milljónir dollara úr sameiginlegu búi þeirra. Talsmenn þeirra hjóna hafa ekkert vil jað t já sig um málið. Kennedy hjónin eiga þrjú börn og eru bæði rómversk-kaþólsk. Þau til- kynntu í janúar 1981 að þau ætluðu að láta leysa hjónabandið upp, en þau hafa um nokkurra ára bil búiö sitt i hvorri borginni. Þau giftu sig 1958 Aðstoðarmenn Kennedys segja að hann muni tilkynna í næsta mánuði hvort hann muni leita útnefningar demókrataflokksins til forsetafram- boðs. virðist sem þau hafi verið afráðin meðan Brezhnev var enn við völd. Kiri- lenko vék úr ráðinu eins og búist hafði verið viö. Tveir nýir menn setjast í æðstaráöið, Geidar Laiyev, leiðtogi flokksins í Azerbaijan, og Nikolai Ryzhkov, sem starfað hefur í fram- kvæmdaráöinu að málefnum þunga- iðnaðar. Andropov lagði á það áherslu í miðstjómarræðu sinni að hann mundi haida áfram viðleitni Brezhnevs til þess að bæta sambúðina við „stóra nágrannann okkar” Kína. SpillingíKína Tveir embættismenn hafa veriö handteknir í Shenzen, sem liggur við mörk Hong Kong, og heil nefnd á vegum kínverska kommúnistaflokks- ins þar hefur verið leyst upp vegna spillingar. Dagblað alþýðunnar segir að upp hafi komist um smygl í stórum stíl, skattsvik og fleiri lagabrot hjá innflutnings- og útflutningsfyrirtæki þará raftækjum. Hinir handteknu voru báðir umsjónarmenn tollvöruskemmu og sakaðir um að hafa lent í slagtogi með spilltum kaupsýslumönnum í Hong Kong við innflutning á raftækjum. Það er talið að á árunum 1980 og 1981 hafi þeir smyglað inn til landsins, eða laumaö undan skatti, 575 þúsund sjónvarpstækjum, 450 þúsund segul- böndum, 1,5 milljón snældum og 20 þúsund vasatölvum. Auk þess hafa þeir brotið gjaldeyrislögin. Sagt er að þessi tæki hafi verið seld til 25 hérða í Kína og hróflað aivarlega við þróun raftækjaframleiðslu Kín- verjasjálfra. Mennimir eru einnig sakaðir um að hafa látið flæða á markað í Kína K„lámlög” frá Hong Kong og Taiwan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.