Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Spurningin Hvað er Vilmundur Gylfason að bralla? Ema Karlsdóttir: Ég hef ekki hlustað á hann og hef ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Ég hef ekki ákveðið hvort ég styð hann eða ekki. gp* V' '^9 Sigurður Einarsson smiður: Ekki gott að segja. Ég hugsa að hann ætli að bjóða fram sér. Ég hugsa að framboð verði bundið við Reykja vík. Stefán Stefánsson verkstjóri: Veit þaö ekki. Er þetta ekki bara ein sprengingin enn? Ég hef ekki trú á aö þetta gangi hjá honum. Sennilega býöur hann bara fram í Reykjavik. Ingólfur Magnússon vélvirki: Nú veit ég ekki. ÆUi hann stofni ekki nýjan flokk. Það er örugglega nóg af mönnum sem vilja f ara í ný jan flokk. Hrand Sigurbjörnsdóttlr bóndi: Vil- mundur, 6 Guð! Ég held að hann sé bara ansi sniðugur karl. Slgfús Orn Arnason múrara- meistari: Ég held að hann sé ekkert líkur pabba sínum. Þetta er bara rugl úr honum og stundarfyrirbrigði. Ég á bágt með að trúa aö þetta gangi. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Seljum gamla sjúkrahúsið og fáum strax leyfi til þess ad byggja við nýja sjúkrahúsið (Sjúkrahús Suðurlands, sem hér sást) fyrir eigin fjárframlög" — segir i brófi 21 starfsmanns Sjúkrahúss Suðurlands. Selfoss: Byggjum af stórhug fyrírgamla fólkið — það hlýturað eigaþað inni 21 starfsmaður Sjúkrahúss Suðurlands skrifar: Hvernig er þaö meö Sunnlendinga, hugsa þeir aldrei upp fyrir þúfuna? Er þaö vegna fla tlendisins sem þeir hugsa ekki hærra? Verða þeir aldrei þreyttir á bráðabirgöalausnum? Hvaöa fásinnu eru þeir nú að fitja uppá í sjúkrahúsmálum? Hvers vegna taka Sunnlendingar ekki höndum saman og byggja af stórhug fyrir gamla sjúka fólkið? Það hlýtur að eiga það inni. Hvers vegna voru ráðamenn gamia sjúkrahússins á Selfossi aö gefa Sjúkrahúsiö með svona heimskulegum skilmálum? Er það ekki okkur viðkom- andi sem greiðum skattana hvað rekstrarkostnaður sjúkrahúsa er mikill? Hvers vegna er beinlínis óskað eftir að rekstur sjúkradeildar verði hafinn í mun óhagkvæmara og erfið- ara húsnæði en annars gæti orðið? Siik skammsýni kostar okkur eflaust mikið. Seljum gamla sjúkrahúsið og fáum strax leyfi til þess að byggja við nýja sjúkrahúsið fyrir eigin fjárframlög. Ríkið kemur þá væntanlega til liös við okkur þegar þaö er aflögufært. Gamla sjúkrahúsiö var alltaf slæm bráðabirgðaiausn og það er ekki vitur- legt að leggja peninga og vinnu í hús- garm sem síðan yrði aðeins til bráða- birgöa og augsýnilega mun óhag- kvæmari í rekstri en viðbygging við sjúkrahúsið. Fyrirtæki og einstakling- ar gæfu með glaðara geði og með betri árangri ef gjafirnar færu í nýbygg- ingu. Sunnlendingar, standiö saman sem einn maður og sýnið nú stórhug og einingu. Vinnum saman að varanlegri lausn. Við verðum aö hugsa til framtíðar- innar. Við getum tekið kvensjúkdóma- deildina til hliðsjónar. Hún var reist á skömmum tíma fyrir söfnunarfé. Kópavogsbúar voru með söfnun á hverju heimili meðan á byggingu þeirra hjúkrunarheimilis stóö. Hvers vegna gerum við ekki slíkt hið sama? Byrjum að byggja. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Mikil framlög í fé, vinnu og vinnuloforðum „Gamla sjúkrahúsiö var afhent Sjúkrahúsi Suðurlands, með það fyrir a ugum, að gamla húsið y rði endurbætt til þess að þar mætti til bráðabirgða reka hjúkrunarheimili, eða langlegu- deild, fyrir aldraða” — sagði Hafsteinn Þorvaldsson, framkvæmda- stjóriSjúkrahúss Suðurlands. „Endurbætur á gamla húsinu hófust 23. október sl. og miðar vel áleiðis. Mikil framlög, bæði í fé, vinnu og vinnuloforðum, hafa þegar borist okkur. Erum við því vongóðir um að geta tekið efri hæð hússins í notkun eftir nokkra mánuði. Þar verða ein 15—20 sjúkrarúm.” -FG. Breyting gamla sjúkrahússins á Selfossi: Gamla sjúkrahúsið i Selfossi. „Þetta hús gæti i mesta lagi orðið bráða- birgðalausn. Ég tel að stefna eigiað þviað byggja nýtt hús yfirgamla fólk- ið; einlyft hús isamrsemi við kröfur nútímans" — segir Sigfús Kristinsson, byggingameistari á Selfossi. synlegar viðgerðir. Auk þess er þarna um að ræða hálfniðurgrafinn kjallara og eina hæð. Síöan er engin lyfta í hús- inu. Þær eru rándýrar og slíkt tæki er ekki meðtalið í minni kostnaöaráætlun. Mikill raki er í kjaliaranum, því vatn situr fyrir í niðurgröfnu gólfinu. Þetta hús gæti í mesta lagi orðið bráðabirgðalausn. Ég tel að stefna eigi að þvi að byggja nýtt hús yfir gamla fólkið; einlyft hús í samræmi við kröfurnútímans.” Svo mörg voru orð byggingameistar- ans. -FG. Dýrbráða- birgða- ■ — samkvæmt svari byggingameistara er gerði úttekt á húsinu Ég komst að þeirri niðurstööu að minnst eina milljón króna myndi kosta aö gera gamla húsið nothæft fyrir elli- heimili eða langlegudeild aldraðra; nothæft og ekki meira en það. Þá er miöað við verðlag eins og það var, er úttektin var gerð, og bráðnauð- iausn Vegna bréfs 21 starfsmanns Sjúkra- húss Suðurlands höfðum við samband við Sigfús Kristinsson byggingameist- ara á Selfossi: Snemma sl. sumar gerði ég úttekt á gamla sjúkrahúsinu fyrir Pál Hallgrímsson, þáverandi sýslumann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.