Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Ásmund Einarsson hitturp við á bókasafni Menningarstofnunar Bandarikjanna þar sem er gott úrval erlendra bóka og timarita. Ásmundur hefur skrifað kjallaragreinar um þjóðfélagsmál i DV. Mynd BH. „Þjóðlegur fróð- leikur er mín uppáhalds- lesning” — segir Sverrir Hermannsson „Ég er nú alæta á bækur en mitt uppóhalds lesefni eru annálar og þjóölegur fróðleikur hvers konar. Ef ég á að nefna þetta eitthvaö frekar þá er það til dæmis Blanda, Espólín — „Dr fylgsnum fyrri alda” er i miklu afhaldi hjá mér,” sagði Sverrir Hermannsson, þingmaður Austfirðinga og forvígismaður Framkvæmdastofnunar. „Ég er lika rjúpnaskytta og lax- veiðimaöur ef út í það er farið, en það er nú ekki langan tíma á árinu sem hægt er að stunda slíkt. En allt árið les ég bækur undir drep, það er nú mín dægradvöL Eg á alla annála sem gefnir hafa verið út eftir 1400, það er nú ekki mikið til aftar. Nú, þó ég segi sjálfur frá þykist ég sæmi- lega lesinn í Laxness og Þórbergi.” — Hvaða fornsaga er í mestu uppáhaldihjá þér? „Njála er auðvitað engri bók lik í veröldinni en ég nýt nú Laxdælu ekkert síður. Svo er það Banda- manna saga, Fóstbræðra saga og ekki má gleyma Hrafnkels sögu. En hitt er það um lesefni, Baldur, aö ég er alæta. Barnabækur les ég með mínum barnabömum og hef óskap- lega gaman af, ef þetta eru vel geröar bækur. En þvi miöur gerir maður alltof lítið að því núorðið.” — Hvað lestu nú helst af útlendum höfundum? „Þegar þú minnist á útienda höfunda þá er nú fyrst að geta Hamsuns. Ég er afar elskur að honum. Kannski met ég einna mest af hans bókum .JCoene ved vann- posten”, „Benoni og Rosa” og „Markens gröde”. — EkkiPan? „Ænei. Pan og Viktoría, sú rómantik er ekki fyrir minn smekk. Hey rðu, Sveik er nú mikil uppáhalds- lesning, þess má vel geta. Og þá n nú ekki gleyma honum þessum segir Sverrir og tekur upp snjáða bi sem legið hafði opin á boröinu. Þet var skáldverk eftir Nikos Kaza tzakis, dönsk útgáfa og hét: „D evige vandring opad”. ,,Ég keypti þessa bók einhve: tíma fyrir löngu en hún datt upp fyr hjá mér og lenti í dralsi. Svo var þ; fyrir fáeinum dögum að ég rakst hana fyrir einskæra tilviljun og f að lesa hana. Eg veit nú ekkert u hana ennþá en byrjunin lofar góðu. Svo hef ég verið að lesa Marqu undanfaríð, það sem komið hefur á íslensku. Það er afburðasnjall hi undur,” sagði Sverrir Hermannsso; Böðvar Kvaran athugar eina af bókum sinum. Hann hefur safnað bókum og timaritum i fjóra áratugi og á nú ein 7—8.000 bindi, haglega innbundin. Böðvar skrifar greinar um bækur og bókasöfnun i helgarblað D V. DV-mynd E.Ó. — segir Böðvar Kvaran „Ég .byrjaði á þessu kringum tvítugt, fór að halda saman ýmsu sem kostaöi lítiö eða ekki neitt. Svo færðist þetta í aukana smám saman. Það er gamla sagan: eftir því sem maður eignast meira, því meiru sækist maður eftir. Eg hef einkum lagt mig eftir blöðum og tímaritum en svo eru það líka ferðabakur um Island, sagnfræði og sögulegurfróðleikur,” sagðiBöðvar Kvaran, bókasafnari. — Hvað heldurðu að þú eigir mörg bindi samanlagt? „Því get ég alls ekki svarað en ætli það sé ekki kringum 7—8.000 bindi. Sum bindin eru nú reyndar bara fáein blöö, nokkur eru bara eitt blað, en þetta er sett í band og skrásett og ætli það verði þá ekki að teljast bindi. Annars er ég kominn meö hluta af safninu í tölvu og vonast til þess að koma því öllu í slíka skrá áður en lýkur.” — Hvort er þetta nú dægradvöl, árátta eða ástríöa að safná bókum? „Dægradvöl er nú fullveikt orð um bókasöfnun. Bækumar eru fyrir löngu orðnar hluti af mér sjálfum, flestar tómstundir mínar fara í þetta, skrásetja, afla upplýsinga og svo framvegis.” — Hvaða bók er þér kærust af þessum 8.000? „Því er nú ekki vandsvarað. Eg byrjaði með því að safna blööum og tímaritum svo þaö er skiljanlegt að ég haldi einna mest upp á hana þessa: Islandske Maaneds-Tidender, prentuð í Kaupmannahöfn og Hrappsey á ofan- verðri 18. öld. Þetta er fréttatímarit, útgefið á dönsku vegna áskrifenda í Danmörku.” — Færðu lífsánægju út úr þessari iðju? „Það er óhætt að segja það. Bækumar gefa mér tengsl við liðinn tíma þótt ég hafi vitaskuld ekki lesið líkt þvi allar bækur sem ég á. Auðvitað er spuming hvort það sé ráðlegt að leggja út í bókasöfnun, en það er nú. erfitt aö hætta þegar maður byggir þetta svona skipulega upp. Þaö væri þá eins og að leggja frá sér spennandi skáldsögu í miðjum klíöum.” Svenir Hermannsson er stíHstinn i hópi þingmanna, skörungur i ræðu- stól og strigakjaftur i orðasennu. „Les mest um sögu og þjóðfélagsmál” — segir Ásmundur Einarsson ,,Mér finnst gagniegt að sjá Island utan frá, bæði með þvi að dvelja erlendis og eins með því að lesa mér til um það sem er að gerast annars staöar í heiminum. Þá skilur maöur betur það sem gerist hér heima. Mér líkar vel við þetta safn, hér fæ ég aðgang aö margs konar tímaritum varðandi þjóðfélagsmál og annað. Aðallega sækist ég eftir ritum um sögu og þjóðfélagsmál hvers konar. Ég les nærfellt allt sem snertir sögu, skáldverk líka,” sagði Ásmundur. — Sögu einhverra sérstakra þjóða? ,»Eg les mikiö um Bandaríkin um þessar mundir. Mér finnst Islend- ingar og Bandaríkjamenn miklu líkari en menn hafa viljað vera láta. Hvorar tveggja eru þetta landnáms- þjóðir, byggja stórt land miðað við fólksfjölda. Sókn Bandaríkjamanna til vesturstrandarinnar og þaöan út á Kyrrahaf má að sumu leyti líkja við sókn Islendinga úr sveitum niður á sjávarsíöu og þaðan útá hafið.” — Er einhver sérstök bók sem hefur haf t áhrif á þig? „Þá kemur fyrst í hugann ákveðin grundvallarbók í þjóðfélagsfræðum, The age of revolution heitir hún, eftir J.J. Saunders. Hún kom út eitthvað fyrir stríð og nær fram að seinni heimsstyrjöldinni. En efni hennar teygir sig til okkar daga. Eg held það hafi haft mest áhrif á mig að ég skyldi byrja á því að lesa enska sagn- fræði. Það er kannski ekki rétt að taka neinn einstakan höfund út úr, því þetta er svoddan ógrynni af ritum, en það sem maður fær út úr þessu er lengdin og breiddin í hugs- uninni. En það er ein bók sem lengst hefur fylgt mér, það er gömul biblía sem hann afi minn átti og kenndi mér að lesa á. Hana hef ég síöan haft undir höndum svo langt sem ég man.” „BÆKUR GEFA MÉR TENGSL VIÐ UÐINN TÍMA”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.