Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. Viðbrögðin við frum- varpi Vilmundar Vilmundur Gylfason hefur lagt fram (ásamt öörum) frumvarp til breytinga á vinnulöggjöfinm, í þriöja sinn. Eins og vera ber í borgaralegu lýöræði var frumvarpiö svæft í þing- inu síöast, enda frumvarp stjómar- andstööumanns. Núna flytur Vilmundur það mjög einfaldaö. Er gert ráð fyrir aö ef meira en 2/3 starfsmanna vinnustaöa meö yfir 25 starfsmönnum ákveði svo, geti þeir stofnaö meö sér félag sem hafi meö samninga starfsmanna aö gera og önnur réttindi og skyldur stéttar- félaga. Hin hefðbundnu félög launa- manna starfa eftir sem áður. Viöbrögð launafólks og verkalýös- forystunnar eöa atvinnurekenda hafa lítil oröið. Umræöur um máliö voru og eru litlar á þingi. Einu yfir- lýsingamar sem ég hef séö, eru orö þriggja alþýöubandalagsmanna. Guömundur Dagsbrúnarformaöur kallar frumvarpið tih-æöi viö verka- lýöshreyfinguna, Þröstur ráöherra- stytta telur aö veriö sé aö leysa verkalýöshreyfinguna upp í smáein- ingar sem muni níöa skóinn niður hver af annarri og verða ofurseldar lögmálum markaöarins. Að svipaðri niöurstööu kemst leikarinn Steinunn. Þessi tilsvör em dæmigerð fyrir allt þaö fólk sem er ósammála megininntaki þeirrar gagnrýni sem kommúnistar og margir fleiri hafa haft uppi um verkalýðshreyfinguna: Andlýðræðis- iegtbákn — Hún er andlýðræðislegt bákn undir fámennisstjórn flokksgæðinga sem heldur aftur af baráttu launa- fólks og sér um að skammta því kjör í samvinnu við atvinnurekendur og rikisvaldiö. Hvaö frumvarp Vilmundar snertir þá er þaö mikilvægast að velta því fyrir sér hvort breytt skipulag verkalýöshreyfingarinnar geti Kjallarinn AriTrausti Guðmundsson stuölaö aö því aö völd fólks í eigin málum aukist og kjör batni. I ljósi þess eru stuttaralegar fullyrðingar (og háð um Vilmund) á borö viö orö þremenninganna ekkert annaö en fyrirtaks dæmi um hvemig tekiö hefur veriö á móti gagnrýni innan hreyfingarinnar með rakalausu blaöri og yfirlýsingum um „árásir”. Nei, þiö allaballar og aðrir: Komiö meö rök og ræðið málin. I þessum smápistli er ekki rúm til annars en aö fjalla stuttlega um A „Meö vinnustaðafélögunum má ef til vill færa kjarasamninana nær launamönnum sjálfum og ná stærri hluta af arðránsgróða eig- endanna...” Óheimilt verði eð gefa út bráðabirgðalög nema ógerlegt só að kalla þing saman innan viku. HVERS ER AÐ VÆNTA? Sú saga er kunn, aö þegar eldfjall eitt byrjaði að gjósa söfnuðust íbúar úr nálægu þorpi saman og ræddu um aö nú heföi fjallið fengiö jóösótt og biöu í ofvæni eftir að sjá afkvæmið. Lítil mús hljóp niður eftir fjalls- hlíðunum og töldu þorpsbúar að þar væri afkvæmiö komiö og þótti aö sjálfsögðu, aö mikil umbrot hefðu oröið til lítils. Mér hefur dottið þessi saga í hug vegna þeirra umræöna sem orðið hafa upp á síðkastið um störf stjómarskrárnefndar og breytingar á stjómarskránni. Nú veit ég að stjórnarskrárnefnd hefur í mörgu unniö gott starf. Það veröur hins vegar að gjalda varhug viö þeim röddum, sem ræða um það í alvöru, að ekki þurfti að breyta stjómar- skránni nema hvað varðar kosninga- rétt. Ef slíkt verður ofan á, er mikið starf stjórnarskrámefndar unniö til lítils og þaö væri skaði. Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins er sá gmndvöllur sem stjómkerfið byggir á. Þessi grundvöllur verður á hverjum tíma að vera í samræmi viö þær kröfur sem gerðar eru um lýðræðislegt og réttlátt þjóðfélag. Ég er ekki sammála þeim sem segja aö engar breytingar þurfi aö gera á stjómarskránni nema hvaö varðar kosningafyrirkomulag. Nauðsynlegt er aö gera stjómkerfiö lýöræðislegra auk ýmissa breytinga sem horft geta til meiri virkni og tímasparnaöar. Þær breytingar eru fyrir löngu orðnar tímabærar og það má ekki dragast aö gera þær. Jöfnun kosningaréttar er vissulega mikilvægasta atriðið. Þaö er ekki sæmandi lýðræðisþjóðfélagi aö meina meirihluta kjósenda aö velja meirihluta fulltrúa á æöstu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.