Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. ,,Ekkert sérlega gaman,” sagöi Helgi Benediktsson um Litla sótar- ann. Hann var búinn aö fara og sjá óperuna. Þaö var greinilegt aö óper- ur yfirleitt rúmast ekki innan áhuga- sviös Helga. — Varstu búinn að læra lögin þegar þú fórst um daginn? „Nei, ekkert sérstaklega veL” — Hvaöa lag finnst þér skemmti- legast i óperunni? , jEg á ekkert uppáhaidslag.” — Ertunokkuöaölæratónlist? ,,Já, á flautu. Eg ætla kannski að verða tónlistarmaöur. En mig langar ekkert til aö læra að syngja og ekki að verða óperusöngvari. ” — Hvernig finnst þér þá aö læra á hljóðfæri? „Mér finnst gaman aö læra á flaut- una og ég kann aö spila mörg lög núna.” — Heldurðu að þaö væri nú ekki gaman að vera meö krökkunum þarna uppi á sviðinu? „NeL ég öfunda krakkana ekki neitt.” Aheyrendur leika allstórt hlutverk i Litla sótaranum. Tii aö þeir skili sinu sem best ergóð æfíng rótt fyrir hló. Jón Stefánsson stjómar henni þarna afmikilli röggsemi. háskólans á Litla sótaranum „Okkur voru send 4 lög sem á að syngja sameiginlega,” sagði Jón Þórarinsson, tónmenntakennari í Æfinga- og tilraunaskóla Kennara- háskólans, þegar blaðamenn DV litu inn í tíma bjá honum. Hann var að undirbúa 8 ára krakka sem flest- ir voru að fara í óperuna um kvöld- ið. „Það var óskað eftir að við kynntum þetta fyrir krökkunum og viö erum fegin að fá að gera það. Lögin eru mjög skemmtiieg og krakkamir hafa haft ákaflega gaman af þessu. Mér finnst þetta skemmtilegt og ágætt kennsluefni og gaman að vinna það mcð krökk- unnm.” — Hvaðan kemur efnið? „Það kemur frá Jóni Stefáns- syni, stjórnanda Litla sótarans. Því er dreift í aila grunnskóia, a.m.k. hér i Rcykjavík í samráði við námstjóra. Þetta er eitt af því fáa af þessu tagi sem gert er sér- staklega fyrir krakkana. Og þeir svara yfirleitt mjög jákvætt öllu þvi sem gert er fyrir þá.” — Hversu lengi hafa þessir krakkar verið i þjálfun fyrir sýn- inguna? „Þeir hafa verið nokkrar viknr með þetta, svona af og til á miili annarrar kennslu. Við tökum þetta svona með.” — Hvemig er kennslunni háttað? „Eg hef farið fyrst i textann og jafnframt talað svolítið um efnið. Siðan eru lögin sungin og spUuð af segnlbandi. Við fengum músikina á bandi svo hægt er að syngja með börnunum í sýningunni. En auðvit- aö nota ég bandið ekki eingöngu. Þessi börn eru nú bara 8 ára og mörg ólæs sem skapar nokkra erfiðleika. Þetta er því taisvert auðveldara með eldri krökkum, þar er textinn ekki vandamál” — Skipuicggur skólinn síðan ferð ióperuna? „Nei, hann gerir það ekki. Það er ekki farið í hópum, né frá skólan- um. Þetta er alveg frjálst fyrir hvernogeinn.” Klukkan er 10.00 og tónmennta- kennsla aö byrja hjá 8 ára bekk í Æfinga- og tilraunaskóla Kennara- háskólans. Undanfariö hafa slíkir tímar sumir hverjir veriö meö dálítið ööru s niði en gengur og gerist og í þeim liafa krakkamir veriö búnir undir óperuferð. Ætlun flestra krakkanna er að fara þá um kvöldið. Sumir hafa reyndar ekki getaö á sér setið og eru þegar búnir aö fara, þeir ætla jafnvel aftur, einhverjir. Þaö var svo óskapléga gaman. Eins og við er að búast, þegar stóra stundin er aö renna upp, hafa krakkarnir þegar lært dável það sem þeim er ætlaö aö læra. Operan sem á að fara að sjá er svolítið sérstök. Hún lætur áhorfendur ekki í friði eins og flestar óperur sem aöeins krefjast hlustunar gestanna. Þessi vill aö þeir taki þátt í fjörinu og hjálpi til viö sönginn. Allir eiga að leggjast á eitt um aö búa til óperu. „Litli sótarinn” skal hún heita. Svo heppilega vill til að útlenskur maöur, Benjamín Britt- en, er þegar búinn aö gera tónlist viö bráðsniðugt lítiö ævintýri um sótara- strák svo ekki þarf að hafa áhyggjur af því. Málið er bara að koma öllu saman og æfa lögin vel svo hægt sé aö hjálpa leikurunum sem standa uppi ásviði. Kennslustundin hjá 8 ára bekkn- um byrjar meö því að kennarinn segir aö nú sé ætlunin aö fara í síðasta skipti gegnum lögin fjögur sem áhorfendur syngja. Fyrst er það Sótarasöngur: „Söðla þinn gæðing og geystu af stað .. . ”. Ekki mikiö mál fyrir krakkana og þá ekki Þvottasöngur: „Heyr, ketillinn syngur sem söngfugl á kvist ...” Þetta seinna lag er eldfjörugt og textinn smellinn. Hann fjallar um það að litli sótarinn er tekinn og baöaöur. Ekki veitti nú af. Þriðja lagið er Fuglasöngurinn. Flestir í bekknum vom á því að sá söngur væri skemmtilegastur. ,JEf uglan upp úr rekkju rís og ræðst á frosk og hagamýs ...” Það er sungiö um 4 fuglategundir: Uglur, hegra, dúfur og þresti. Ekki nóg með það, heldur er hermt eftir þeim, fyrst hverjum fyrir sig og síðan skiptist hópurinn i femt og allir fuglarnir kyrja sína sérkennilegu hljómlist í einu. Ekki h'tið um að vera þá. Og Lokasöngur er einnig hressilegur: „Sjá hestarnir stappa. Hófunum klappa.” Þetta er gleöisöngur enda hefur Bjarti Utla sótarastrák verið bjargað úr klóm vondra húsbænda. „Hjartans þökk og verið sæl” er niðurlag söngsins og kennslustundin er líka búin. Svo er bara aö s já hvemig kunnáttan nýtist þegar á hólminn er komið. Eftir frammistöðunni í skólastofunni að dæma þarf ekkert að efast. Ur Æfingaskólanum fer greinilega harðsnúið Uð i óperuna. Sagan um litla sótarann gerist á ensku sveitasetri upp úr alda- mótunum 1800. Bjartur er bláfá- tækur átta ára drengur. Faðir hans hafði lærbrotnaö og neyðst til aö senda Bjart að heiman vegna þess að ekkert var U1 að borða. Hann var þá seldur Surti gamla, sótara- meistara og Klunna, syni hans. Þeir notuðu Bjart til að hreinsa reykháfana að innan með því að láta hann kUfra upp í þá og skafa burtsót. Svo illa viU til einu sinni að drengurinn festist í skorsteini en börnin á heimiUnu ná að bjarga honum. Með klókindum sínum reyna þau siðan aö bjarga Bjarti svo hann þurfi ekki oftar að skríða um skorsteina. Það er víst alveg óþarfi að segja hér hvemig til tekst, sjón ersögu ríkari. Fyrri helmingur Sótarans er eiginlega æfing. Böm og fuUorðnir ákveða að setja upp ópem og nota ævintýrið um litla sótarann. Þau skipta síöan með sér verkum, einn semur tónUstina, annar textann, þriðji sér um búninga og svo fram- vegis. Um leið og atriðin fæðast er æft undir stjórn leikstjórans og stjórnandans. Áhorfendur fá þannig að sjá sum atriðin marg- endurtekin en þannig er nú einmitt vinna í leikhúsi. Fyrri hlutinn er því sem kennslustund í leikhús- vinnu. I seinni hlutanum er óperan svo flutt meö aðstoð áhorfenda sem nú kunna lögin 4 sem þeim er ætlað aö syngja. Litli sótarinn er búinn aö ganga i Islensku óperunni síðan í haust og nýtur stöðugt vaxandi vinsælda. Nemendur skólanna flykkjast á staöinn og ekki er annaö aö sjá en flest börnin skemmti sér konung- lega. Og haldi einhver að skemmtunin kosti einhver ósköp, er það misskilningur. I skólunum kosta bafnamiðar 70 krónur en miðar handa fuUorðnum 150 krónur. Hér er á feröinni skemmt- un fyrir alia. Einn tveir og þrír — ogaUiríóperuna! í ÓPERUNNI — krakkar úr 8 ára bekk í Æfinga- og tilraunaskóla Kennara-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.