Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. HÚMAR HÆGT AÐ KVÖLDI Þjóötaikhúsifl: DAGLEIÐIN LANGA INN í NÓTT oftir Eugane O'Neill Þýðing: Thor Vilhjálmsson Leikmynd, búningar, lýsing: Quentin Thomas Leikstjóri: Kent Paul Það húmar aö kvöldi, gengur nótt í garð í leikriti O’Neills um einn dag í ævi Tyrone-fjölskyldunnar. I mínu sæti, á þríðja bekk, varö það að visu svo glöggt sem skyldi af annars prýðilegri leikmynd og lýsingu hvemig myrkrið í alveg bókstaflegri merkingu smáþéttist um hið lán- lausa fólk á sviðinu allan þennan ágústdag árið 1912. Bókstaflega merkingin skiptir að visu miklu og kannski aö endingu mestu í leiknum. Þeir einfeldningar sem halda að ekki sé hægt að segja neitt í raunsæislegu frásöguformi nema sjálfsagða hluti ættu allir sem einn að skyldast til að lesa Long Day’s Joumey into Night ofan i kjölinn. En þvi miöur óttast ég að þeir leiðréttust ekki í villu sinni af því að s já sýningu Þjóðleikhússins. Undir hárkollunni Það fer að vísu ekkert milli mála í sýningu Þjóðleikhússins, með frú Tyrone, Þóru Friðriksdóttur, í sjón- armiðju atburða, þungamiðju tilfinn- inganna i leiknum, að nóttin langa, myrka sem viö er tekin í leikslokin hefur meira en bókstaflega merk- ingu til að bera. Hún grúfist þar yfir einkalífiö, eina litla fjölskyldu meö sterkum svip af alveg raunvemlegu fólki fyrir sjötíu árum — leikaranum James O’Neill, sem Monte Christo- lék og átti soninn Eugene, og fólkinu hans. Eins og í svo mörgum fjöl- skyldum öðmm, fyrr og síöar, er það kona og móðir sem heldur henni saman og á loft: án hennar er þeim Tyrone-feðgum alls vant. Þetta er deginum ljósara, alveg frá byrjun leiks, frá því að Þóra birtist fyrst með sína tilkomumiklu hárkollu, fyrsta en engan veginn síðasta dæmi um óþarflegar áherslur, ofur- áherslu mætti kannski kalla þaö, á einstök efnisatriöi í sýningunni. Dag- leiðin langa sem leikurinn lýsir er á meðal annars ferð hennar inn í ólæknandi sjúkdóm sinn, burt frá hollum endurbata í byrjun leiks, uns nóttin lykur um hana aleina á s viðinu í leikslokin. Rétt að segja strax gerir Þóra Friðriksdóttir Mary Tyrone, undir hárkollunni og burtséð frá henni, öll þau skil sem ætlast má til af henni. Nú er loks komin sú stund, og ekki rann í strætisvagninum, hlutverki Blanche Dubois um árið, aö leikkon- an fengi að neyta allra sinna miklu krafta óskertra, ótraflaðra. Og sjá: Mary Tyrone birtist okkur sönn og heil á sviðinu, konan, móðirin og manneskjan í og með allri sinni ógæfu sem um leið er gifta hennar í lífinu. Frú Tyrone er áreiðanlega mesta og besta verk Þóm til þessa, þaö sem áhorfendur hennar hafa lengi beðið og vænst, og þar með af sjálfu sér annálsvert hlutverk í leik- listarsögunni, þeirra raunsæislegu stílshátta sem hingað til hafa um- fram allt mótað leiklist okkar. Ein sér lýsir Þóra með aðdáunarverðu móti þeirri dagsferð fram á nótt sem er hið beina frásagnarefni í leiknum. Hennar vegna er rétt og skylt að sjá sýninguna í Þjóðleikhúsinu — þótt það verði að sumu öðm leyti býsna þungbær kvöð. Konaí karlheimi En hvernig stendur á því að svona fer fyrir Mary Tyrone, hvað veldur ógæfu hennar íleiknum? Það stendur þannig á þvi (og algengt er í raun- vemlegum fjölskyldum og lífinu sjálfu) að hún á svo erfiðan karl og mótdræga ævi meö honum, missti bam á meöal annars þess vegna, elsti sonurinn fyrir fullt og allt kom- inn í hundana eins og sagt er hjá góðu fólki. Og umfram allt stafar þaö af þvi að yngri sonurinn, augasteinn fjölskyldunnar, er kominn með berida og öldungis ósýnt um afdrif hans. Þó svo unnt verði að kvelja kari föður hans til að kosta upp á Ed- mund almennilegri læknishjálp. Það má vel sjá og lesa Long Day’s Journey sem enn einn „harmleik konunnar” við nútima þjóðfélags- hætti. Mary Tyrone hefur í rauninni aldrei fengið að njóta sjálfrar sín og ekki einu sinni síns áskilda hlutverks sem eiginkonu efnamanns og móöur efnilegra sona. Samt sem áður em það einmitt þeir feðgar sem gefa lífi hennar gildi sitt, ást hennar á James Tyrone það sem mestu skiptir á æv- inni, eins og hin undurfögru leikslok, lokaorð hennar á sviðinu leiða í ljós. En ekki er vert að gleyma því að harmleikur frú Tyrone er í leiknum séður og sýndur karlmanns-sjónum, elskandi sonar og ef til vill einnig maka. Frá þessum bæjardymm séð, hins heföbundna raunsæislega leik- máta, er á sýningu Þjóðleikhússins mikilsháttar ljóður sem verður henni um síöir fullkomlega að falli. Það vantar í leikinn mikilsverðasta hlut- verk hans, Edmundar sjálfs, hins lenskri leiklist, leikhúsinu um þessar mundir,” skrifar Ólafur Jónsson um Dagleiðina í Þjóðleikhúsinu. Með því besta fannst honum vera leikur Rúriks Haraldssonar og Þóm Friðriksdóttur, sem sást hér á myndinni í hlutverkum sinum sem James og Mary Tyrone. DV-mynd: GVA elskandi sonar sem um síðir skýrir og réttlætir fóm og friðþægingu móð- ur hans: litla kjökurdýrið sem Július Hjörleifsson sýnir i leiknum er svo fjarri því sem hugsast getur að full- nægja hlutverkinu. Þetta verður svo ljóst sem verða má í fjórða þættinum sem allur snýst um, hljómar kring- um Edmund og hans afdrif, en verð- ur sem næst óbærilegur í sýningu Þjóðleikhússins. Þegar Þóra er á burt er ekkert efni eftir lengur í leiknum. Þrátt fyrir Rúrik Haraldsson í hlutverki James Tyrone: annað dæmi í þessari sýningu um einstakl- ings-leik, raunsæislega mótun hlut- verks eins og það gerist best í Þjóð- leikhúsinu. Afrek Þóm Friðriksdótt- ur í gervi Mary Tyrone má ekki varpa skugga á fullkomið vald Rúr- iks á sínu frásagnarefni í hlutverki mannsins hennar. Fölkið og öldin Og rangt væri að gera úr hinum af- drifaríku mistökum á sýningunni áfellisdóm yfir ungum leikara. Long Day’s Joumey er nokkum veginn síöasti staöurinn, óheppilegasta stundin til að standa i tilraunum meö leikaraefni, og bara vonandi aö ófarir leiksins verði ekki til aö spilla Leiklist Ólafur Jónsson framtið og frama þess leikara sem Júlíus Hjörieifsson án efa getur orð- ið. Veit ég vel að Kent Paul leikstjóri er aökomumaður, útlendingur, skil- ur ekki máliö sem leikararnir tala og veit þess vegna aldrei hvað þeir eru að segja á hverju andartaki leiks. Samt sem áður held ég að mistök sýningarinnar stafi af djúprættari orsök en einni saman misráðningu í hlutverk, beri meö sér misskilning á öllu efni leiksins. Það er sem sé alveg óþarft að taka bókstaflegt efni hans, frásagnarefn- ið í leiknum á oröinu sem eina efni hans. Leikurinn fjallar um viða- meira efni en giftuleysi einnar fjöl- skyldu — þó svo ógæfa hennar gefi um siðir af sér gott skáld og skáld- skap. Nóttin sem fer í hönd í leiknum er ekki bara raunvemleg þokunótt í ágúst 1912, ekki bara sjúkdómurinn sem leggst y fir Tyrone-fjölskylduna í leiknum. Hún er líka heimsstyrjöldin sem þá fór í hönd og sú öld sem við lifum síöan. Engin ástæöa aö láta sér yfirsjást hvenær leikurinn var sam- inn, árið 1940, þegar myrkur grúföist yfir Evrópu og allan heim. ,,Hver andskotinn var það eiginlega sem ég ætlaði mér aö kaupa,” segir James Tyrone í f jórða þættinum, ályktunar- orð af ævi hans í endalausri eftirsókn eftir vindi. Og á bak við hann stend- ur, umhverfis hann hljómar heil öld bjartsýni og framfara, 19da öldin, kapítalismans sjálfs, og enn er ekki úti. Þennan hljómbotn var hvergi aö heyra né finna í sýningu Þjóðleik- hússins, sviðsetningu Kents Paul. Og án hans er úti um fjórða þáttinn og með honum leikinn í heild. Um raunir og erfíði Nú er Kent Paul án efa að ýmsu leyti vel hæfur maður til sinna verka. Þaö fannst mér skýrast í þriðja þætti, sem einn sér var kannski best- ur í sýningunni, þar sem Cathleen vinnukona, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, leiddi hann allt að mörkum farsans, áf því hvernig athygli áhorf- andans, áhersla leiksins leiddist áreynslulaust frá henni og að Mary, Þóru. Fram að þriðja þætti var líka eldri sonurinn, Jamie, Amar Jóns- son, skilmerkilega mótað hlutverk, þótt ósýnt væri frá byrjun hvað Am- ar hefði með það að gera. (Meðal annarraorða: afhverjuí ósköpunum vom ekki strikaðar út úr textanum allar hans skírskotanir til þess hvað Jamie á að vera feitur og hjassaleg- ur. Hvað varstu eiginlega að hugsa í vinnunni Árni Ibsen aðstoöarieik- stjóri?) En í fjórða þætti var úti um Jamie, Amar, eins og fleira: eftir stóð einungis demónískt gervi fylli- raftsins. Það er raun frá þessu að segja. Og varð um síðir fjarska örðugt að þrauka í leikhúsinu í hálfan fimmta klukkutíma — svo góð sem sýningin þrátt fyrir allt er, allt fram á elleftu stundu. Samt sem áður, lesendur góðir, held ég að tilvinnandi sé að Ieggja á sig þetta erfiði og þessa raun og láta út fé fyrir. Því að í sýn- ingunni birtist í hnitmiðaðri mynd sumt hið besta, margt hið versta í ís- lenskri leiklist, leikhúsinu, um þess- armundir. NB: Rétt og skylt er að geta þess að þýðing Thors Vilhjálmssonar heyrðist mér (burtséð frá hinu hallærislega heiti leiksins) alveg ágætlega af hendi leyst, sjaldyrði og margar skáldlegar skírskotanir í textanum sömdu sig að mestu að töl- uðu máli, fólkinu sjálf u á sviðinu. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Boða fjögurra ára neyðarráðstafanir sjái ekki dagsins ljós fyrr en eftir, Þeir alþýöubandalagsmenn hafa þingað og komist að þeirri niður- stöðu að hér ríki uppiausn i efna- hagsmálum. Þeir bera við óguriegum þrengingum í heiminum, sem séu auðvaldinu að kenna, og liggi við að fjöldi landa sé gjaldþrota af þeim sökum. Ekki var minnst á PóDand í því sambandi. En þótt efnahagslífið á íslandi sé í upplausn eygja þeir alþýðubandaiagsmenn nokkra von á næstunni fái þeir að vera áfram við völd í umboði kjósenda. Er þess aö vænta að þeir hefji þá glimuna við islenska auðvaldið ef þeir finna það. Að öðrum kosti ætla þeir að efna hér til fjögurra ára neyðarráðstafana og má það varia minna vera eftir nær samfellda stjórn þeirra frá árinu 1978. Hefur ekki í annan tima verið lýst yfir öðm eins stjómargjaldþroti. Dugar skammt til að breiða yfir handvömmina að láta lesa yfir landsfólkinu óljósar yfirlýsingar um, hvemig menn hafa það i útlöndum um þessar mundir. Gott dæmi um þau efni er ríkis-' stjórn Margaret Thatcher i Bret- landi. Varla kom svo út blað af Þjóð- viljanum um tima að ekki væri vikið þar að járnfrúnni og bún taiín vera að hrekja bresku þjóðina út í lang- varandi sultargöngu. Eftir nokkuð langan stjómartima bennar stendur lessið þannig i Bretlandi að þjóðin veitir henni nægan stuðning til að viðhalda meirihluta, færa kosningar fram á morgun. Vist hafa Bretar lent i erfiðieikum en þeir hafa gert sér grein fyrir því að úr þeim verður ekki komist nema með hörku sem kostað hefur atvinnuleysi og þreng- ingar. Það hefur þó ekki kostað neyðarráðstafanir til fjögurra ára eins og fjármálasení Alþýðubanda- lagsins boða nú eftir stjóraarsetu sína. Hér skuldar hver einstaklingur 4 þús. dollara erlendis. Ætli sé ekki að finna meiri þrífnað í búi jám- frúarínnar, þrátt fyrir langar orðræður Þjóðviljans og ögmundar Jónassonar í sjónvarpi um óhæfu- verk Margaret Thatcber. Svavar Gestsson steig fram fyrir þjóðina sl. sunnudag í málgagni sinu og sagði orðrétt: „Eg tel óhjákvæmi- legt að á þessum fundi verði f jallað um tillögu okkar að áætlun, eins konar neyðaráætlun til fjögurra ára nm það, hvernig þjóðin vinnur sig út úr þeim vanda sem hér er um að ræða.” í stjómmálayfirlýsingu frá miðstjórnarfundi flokksins um helgina er út af fyrir sig ekki gerð nein grein fyrir þeirri neyðaráætlun sem á að taka við af núverandi stjórn landsins. Hins vegar er talað mikið nm eymdina í heiminum og auð- valdið. Neyðaráætlunin virðist því vera einhvers konar busaþuia sem næstu kosningar. Kannski birtist hún aldrei á prenti, heldur verði spiluð eftir eyranu eins og stefna flokksins í varaarmálum sem birtist undir kjör- orðinu: ísland úr Nato, herinn burt og hefur ekkert verið jafn kjurt og þetta tvennt. Kannski neyðaráætlunin sé fólgin í þvi að ná undir sig fámennishópum til styrktar hringorminum, örvingluðum konum sem lýsa því yfir í tíunda sinn að þær standi saman með fóstureyðingum, marx- lenínistum ogtrotskýistumsem hafa verið að greiða atkvæði einhvers staðar annars staðar að undanförau. Alþýðubandalagið hefur lýst eftir óánægjuhópum í þessu skyni, alveg eins og fólk á föraum vegi sem þarf að auglýsa eftir úri eða hönskum. Vonandi finnst þetta týnda fé Al- þýðubandalagsins. Segja má að ekki blási byrlega sem stendur fyrir þjóðfélaginu. í því sambandi er eitt alveg öruggt: Fái Alþýðubandalagið tækifærí til aö koma á okkur neyðarástandi til f jög- urra ára þá verður iítið orðið eftir bitastætt í landinu árið 1986, ef þá verður kosið, því auðvitað hlýtur neyðaráætlun sem mnnin er undan rifjum Alþýðubandalagsins líka að ná til samdráttar í kosningum og stjórnarmyndunum í samræmi við hina prentuðu og yfirlýstu stefnu flokksins, að ná eigi völdum á íslandi með byltingu. Svartböfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.