Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 40
VELDU ÞAÐ RÉTTA — FÁÐUÞÉR CLOETTA -umboðiö^ Sími 20350. j Græningj- ar” íhuga framboö til þings Náttúruverndarmenn íhuga nú sér- stakt framboð til næstu alþingiskosn- inga og er unniö að undirbúningi máls- ins. Mikil leynd hvílir þó yfir því starfi enn sem komið er þar sem aðstandend- ur framboðsins óttast að stjómmála- menn yfirtaki stefnumálin. Framboðið verður byggt á sömu hugsjónum og framboö svonefndra „græningja” víöa í Evrópu, ,,Við höfum ákveöiö að láta ekkert uppi um þetta fyrr en það hefur verið endanlega ákveðið,” sagði einn viö- mælenda úr þessum hópi í samtali við DV í morgun. „Viö viljum hafa þetta vel undirbúið og það er þægilegra aö hafa vinnufrið.” Hann sagði að ekki væri ljóst hvenær framboðið yrði gert opinbert en reynt yrði að hraða málinu eins oghægtværi. Helstu forsprakkar framboðsins er fólk í Náttúruverndarráði og Land- vemd auk liffræðinema við Háskóla Is- lands. ÖEF Prófkjör S jálfstæðisf lokksins: MIKILL FJÖRKIPP- UR ÍSKRÁNINGU „Það hefur komið mikill fjörkippur í skráningu nýrra þátttakenda í próf- kjörinu, því f jöldinn er nú kominn hátt í 200 úr tæplega 40 sL föstudag. Tölu- verð þátttaka hefur líka verið í utankjörstaðarkosningunni,” sagði Ámi Sigfússon, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna, er hann var inntur eftir þátttöku í próf- kjöri flokksins. „Oflokksbundið fólk viröist óðum vera aö átta sig á því að það getur tekið þátt í prófkjörinu. Allir stuöningsmenn flokksins, sem vilja vera óflokks- bundnir, geta verið með,” sagöi Ámi einnig. Skráning í prófkjörið stendur frá 9— 5 fram á fimmtudag, en þann dag verður opið frá 9 til 12 á miðnætti. Ámi vildi taka fram vegna nokkurs misskilnings að fólk ætti að merkja við 8—10 nöfn á listanum, hvorki fleiri né færri. PÁ Álviðræðurnar hafnar að nýju: FENGU ALMNGIS- TÍÐINDIÁ ENSKU „Stjórnendur Alusuisse fengu í september frá forsætisráðuneytinu út- drátt á ensku úr nýprentuðum Alþingis tíðindum f rá umræðum á þing- inu 6. maí. Þar með vom staðfest um- mæli forsætisráðherra og sjávarút- vegsráðherra um að Alusuisse væri LOKI Ég þykist nú vita um einn ekta græningfa sem ætiar í framboð. ekki sakað um sviksamleg athæfi í viðskiptum vegna ÍSALS. „Með þessu skapaðist á ný grund- völlur tíl viðræðna,” sagði einn tals- manna Alusuisse í samtali við DV um ástæður þess að álviöræðumar svoköll- uðu hófust aftur í gær eftir skamman aödraganda opinberlega. Dr. Poul Möller, formaöur fram- kvæmdastjómar Alusuisse, mætti í morgunkaffi hjá Gunnari Thoroddsen í gær og síðan á f und með Hjörleif i Gutt- ormssyni iðnaðarráðherra. Að allra dómi ríkti nú vinsamlegt andrúmsloft á fundunum og verður þeim haldiö áfram 6. og 7. desember. HERB BROTISTINN Tveimur talstöðvum og tveimur út- varpstækjum var stolið úr bifreiðum hjá verktakafyrirtækinu Hagvirki að- faranótt sunnudagsins. Farið var inn í verkstæði fyrirtækis- ins í Hafnarfirði og tækjunum stolið úr tveimur Range Roverum og einum Saab, sem þar vom inni. Þess má geta að Hagvirki er aðal- framkvæmda a ðili við jarðvegsvinnu í Sultartangavirkjun. Málið er óupplýst. .jgh Svissnesk quartz œða-úr. Fást hjá' flestum úrsmiðum. ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1982. dag. Ljósmyndari DV rakst á hiuta hinna verðandi stúdenta klædda í sérkennilega búninga. Hinir svartkiæddu eru dómararnir sem dæma munu kennarana, í dökku kyrtiunum eru böðlamir oghvítklæddir eru fórnarlömb kennaranna. DV-mynd: GVA. NYR SKOIASTIORI AÐÞELAMÖRK Miklar líkur eru á að Karl Erlends- son, kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, taki við skólastjórn í Þela- merkurskóla innan tíðar. Að sögn Ingólfs Ármannssonar, fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, er í athugun hvort hægt er að finna mann til að leysa hann af. Taldi hann það mundu skýrast í dag. Kjartan Heiðberg, kennarinn sem var látinn víkja frá Þelamerkurskóla ásamt skólastjóranum, hefur nú þegið stöðu við Barnaskólann á Akureyri. Guðmundur Ámason, framkvæmda- stjóri Kennarasambands Islands, og Kristján Thorlacius, formaður BSRB voru norðan fjalla um helgina vegna deilunnar. Guðmundur sagði í samtali við DV að jftir að hafa hugleitt málin hefðu menn talið heppilegast að þiggja stöðuna sem í boði var og fara ekki í mál. Hvað varði kennarann sé málið þviúrsögunni. Mál Sturlu Kristjánssonar, skóla- stjórans sem var vikið úr starfi, er í höndum Bandalags háskólamanna. Tíu króna mynt í stað seðilsins Hjá Seðlabankanum eru nú uppi I Þetta kom fram í samtali við Stefán | myndir um útlit. hugmyndir um að taka í notkun 10 Stefánsson, aöalgjaldkera Seðlabank- „Það er komið að því að nauðsynlegt króna mynt á næsta ári í stað 10 krónu ans. Stefán upplýsti ennfremur að er að taka ákvörðun um þetta. Nýting seðlanna. Ennfremur er hafinn undir- Þröstur Magnússon teiknari hefði á 10 króna seðlunum er mjög léleg, og búningur að útgáfu 1.000 króna seðils verið beðinn um að teikna 10 krónu þeirendastmjögilla,”sagðiStefán. semgætifariðíumferðáriðl984. | mynt. Hefði hann þegar lagt fram hug- | -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.