Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 17
DV. ÞRIDJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Smáauglýsingarnár „Er nú ekki kominn timi tíiþess að stjóm Strætísvagna fíeykjavikur fari að kynnastþessu betur af eigin raun og taki sór far með strætisvögnunum vitt ogbreitt um borgina?"spyr Ólafur Jónsson. Skiptimiðadeilan: VERÐUR ÁSKORUN VAGNSTJÓRA SVR VIRT AÐ VETTUGI? Ólafur Jónsson skrífar: Um þessar mundir er mikil verö- pressa hjá Strætisvögnum Reykja- víkur viö verðlagsyfirvöld og gagn- stætt. Það efast enginn um að fleiri krón- ur vantar til starfseminnar. En hvað um stjórn og yfirmenn S V R, hvenær ætla þeir aö opna augun og nýta betur þann gjaldstofn, sem er fyrir hendi, farþega-fargjöldin? Inn- heimta þeirra er fyrir neðan allar hellur. Þaö getur enginn, sem til þekkir, látið sér detta í hug hversu miklir peningar glatast við þessa ömurlegu innheimtu fargjaldanna. Ber þar fyrst að nefna hina skaðræð- islegu skiptimiða. Þeir eru stórlega misnotaðir og ógjörningur er fyrir vagnstjórana að yfirfara miöana þegar farþegaþungi er mestur og stórkostleg árátta farþeganna að misnota skiptimiðana. Þegar vagnstjóri þarf að yfirgefa vagninn og ganga afsíðis, því þeir eru mannlegir, þá gerir einhver einn sér þaö aö leik aö opna vagninn og þar með streyma farþegamir inn og enginn veit hvað hver greiðir. En þaö má líka geta þess að þarna eru sumir vagnstjóramir líka söku- dólgar og trassar við að gæta vagns- ins og innheimtunnar, því þeir þurfa ekki að fara inn í hverri ferð. Á sl. ári samþykktu vagnstjórarnir áskorun til stjórnar S V R að þessir skiptimiðar yröu afnumdir með öllu. Þessi áskomn kom fyrst til umræðu á síöasta fundi þáverandi stjómar og var þar samþykkt að fresta málinu fram yfir kosningar. En það mun hafa liðið langur tími frá því að þessi samþykkt var gerð meðal allra vagnstjóra sem á fundinum voru og þar til hún kom til umræðu hjá stjórn Strætisvagnanna. Má vera að stjórnin hafi átt hauk í homi meðal vagnstjóranna til þess að bjarga rauðu skinni en dugði þó ekki til, sem betur fer. En hvað um hina nýju stjóm S V R ? — Hún gerir ekkert í þessu máli. Biður bara um fleiri krónur, sem mæðir alltaf á hin- um skilvísu en hinir sleppa — og svo mun alltaf verða á meðan þessir skaðræöis skiptimiöar viðgangast og tækin sem þeim fylgja sannkallað rusl. Það er því tími til kominn að stjórn S V R fari að taka til meðferðar áskomn vagnstjóranna, auk þess sem einn vagnstjórinn reit grein í Dagblaöið-Vísi í mars sl. og rök- studdi þessa áskorun. Það var meira tillit tekið til vagn- stjóranna þegar Ikarus veikin gekk yfir og þurfti að ýta þeim út úr kerf- inu, svo brosleg sem undirskrift vagnstjóranna var, þar sem margir þeirra höfðu ekki ekið vögnunum og verða því að teljast kvensterkir sbr. skrif Kópavogsbúa. Er nú ekki kominn tími til þess að stjóm Strætisvagna Reykjavikur fari að kynnast þessu betur af eigin raun og taki sér far með strætisvögn- unum vítt og breitt um borgina? Það væri t.d. raunhæf kynning um helg- ar, á miönætti í úthverfi borgarinnar — þeir yrðu þá um ýmislegt fróðari og vaknaði h já þeim spumingin: Er þörf á að hefja næturakstur hjá Strætisvögnum Reykjavíkur? Vegna skrifa um fangelsismál: Refsiglaðir farísear og harkan sex Jónas Friðgeir Eliasson skrifar: Nú ryðst hann með látum fram á rit- völlinn, hinn refsiglaði rumpulýður afturhaldsins og ætlar nú heldur betur aö láta til sin taka. Eins og mörg les- endabréf DV undanfarið bera með sér, þá hafa hinir refsiglööu farísear lagt sitt til umræðunnar um fanga og fang- elsismál hér á landi, þó fæstir þeirra hafi manndóm í sér til þess aö skrifa undir eigin nafni. Eiginlega ætlaöi ég mér ekki að taka þátt í þeirri umræðu, fannst hún ekki sæmandi siðmenntuðu fólki. En ég get nú varla orða bundist þegar slíkir hug- myndafýrar geysast fram á vöHinn og ausa úr sér spekinni... vafalaust af mikilli þekkingu! Umræðan hefur tek- ið óvænta stefnu. Rödd réttlætis hrópar á refsingu... Og af hverju? Það er aug- ljóst. Það sást nakinn maður í Vatns- mýrinni og annar uppi í Breiðholti, að sögn lögreglunnar. Og nú duga öngvir silkihanskar leng- ur... nú blífa vinnuvettlingar. Föngum landsins skal sýnt í tvo heimana og fangelsin endurskipulögö á hugmynda- grundvelli hinna refsiglöðu endurbóta- sinna. Mottóið skal vera: Betri er hengdur bakari en nakinn smiður. Fyrir það fyrsta, verði nafni Litla- Hrauns breytt, þaö skal heita „Harkan Sex”. Föngum sem þar dvelja skal gert að borga fyrir húsnæði og fæði... opinber gjöld falli niður, en þess í stað borgi þeir, af háum launum sínum, ákveðið gjald í skemmtanaskatt. Stereo-græjur verði alfariö bannaðar á hælinu .. . aðeins leyfð ódýr „mono” tæki í undantekningartilfellum. Svo er það videoið, það verði nú sko alveg snarbannaðánóinu. Kalt vatn í heita pottinn Hefta skal ferðir fanga utan dyra. Skulu þeir vera hlekkjaðir við suður- gaflinn, með þriggja metra löngum keðjum, ef þeir óska útivistar. Skal þannig tekið fyrir óþarfa ráp þeirra um garðinn. Byggð skal önnur girðing kringum hælið, — utan um þá sem fyrir er, þannig að vonlaust sé að henda til þeirra dópi. Fótboltinn verði tekinn úr umferð og geymdur á milli girðinganna. Allar likamsæfingar fanga verði torveldað- ar, sett verði kalt vatn i heita pottinn og síðast en ekki síst, skal taka fýrir alla fræðslu á hælinu; — bókasafnið brennt, — allir f jölmiðlar bannaðir. Þó skulu fangar hafa aðgang aö hinni helgu bók, en aðeins á hebresku. I þessum dúr eru tillögur nýju endur- bótasinnanna um úrbætur í fangelsis- málum. Nái þær fram aö ganga er fy rst von til að nöktum mönnum fari að fækka í Vatnsmýrinni... eða hvað?... Annars hélt ég að refsing, einangrun og ill meðferð bætti öngvan mann; — væri frekar til að forheröa menn. Og þaö má benda þeim skammsýnu mönn- um, sem nú heimta mannréttindabrot á föngum, á að flestallir sem lenda í ís- lenskum fangelsum koma út í lífið aftur, búnir að taka út sinn dóm, kvittir við þjóðfélagið: — Frjálsir menn. Það er kannski akkúrat þá sem framtíð við- komandi veltur á þeirri meðferð, sem hann fékk í fangelsinu. BREIÐHOLTI SlMI 76225 Fersk blóm daglega. MIKLATORGI jSÍMI 22822 NV þjónusta PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, MATSEÐLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÖSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ ALLT AÐ 45x60 CM. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BÍÖHÚSINU ® 22680 Líkamsræktarbók Jane Fonda JANE FONDAS Bókin, sem slegið hefur öll fyrri sölumet bóka um líkamsrækt. - Þetta er bókin, sem á eríndi til allra íslenskra kvenna. - Bókin er á ensku, en létt aflestrar og kennslan byggir mest á myndum og texta þeim, sem með hverri mynd fyigir. - Bókin er mikið notuð í líkamsræktarskólum í mörgum löndum, einnig hér á landi. - Bókin er því aðgengileg ölium, jafnvel þeim, sem kunna lítið eða nánast ekkert í ensku. - Þetta er bókin, sem þúsundir islenskra kvenna dreymir um að eignast. Til eiginmanna og unnusta: Ef þú œtiar aö gefa þinni þessa bók, kannaðu þá fyrst, hvort hún sé ekki nú þegar búin að. kaupa hana. Við sendum bókina sem og aðrar vörur okkar í póstkörfu hvert á land sem er. Þeir, sem senda greiðslu með pöntun, losna við póst- kröfukostnað. Náttúrlækningabúðin Laugavegi 25, símar 10262 og 10263 og við Oðinstorg, sími 10228.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.