Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1982, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið, Daniel D Jeager, Daniel Hechter, Daniel D, Dior. Þetta eru ekki nöfn á erlendum veðhlaupahestum heldur heimsfræg tískumerki á fatnaði sem vér konur höfum hingað til helst tengt við þær kynsystur okkar er digrasta eiga budduna. Nú eru þessi merki komin á markað hér í nýopnaðri verslun í Aðalstræti, Dömugarðin- um, og við nánari könnun reyndist fatnaður þessi allt að 30% ódýrari þar en í tískuverslunum Lundúna- borgar. Sem sagt, á vel viðráðan- legu verði. Að beiðni okkar brá verslunar- stjórinn, Svala Haukdal, sér í Daniel D-dragt og lét þess um leið getið að einn af kostunum við þennan fatnað væri sá aö hægt væri að gera hann mjög tilbreytingarríkan með því að nota jakkann við annan fatnað í stíl, eins og t.d. buxnapils og síð- buxur. JÞ. Haldið upp á afmæli St. Jóseps- spítala Hressar ste/pur í Kvennó i ofsa-keyrslu: f.v. Ragna Gunnarsdóttir, Edda Kristin Reynis, Sigurbjörg Nie/sdóttir, E/isabet Sveinsdóttir og Iris Kristjánsdóttir. DV-mynd Einar Ólason. ROKKIKVENNO —fyrsta skólahl jómsveitin tekur til starfa Kvennaskólinn hefur haft þaö orð á sér að hann sé með íhaldssömustu skólurh landsins. Því kom það tals- vert á óvart er fréttist að stelpur í Kvennó hefðu stofnað hljómsveit. Blaðamaður og ljósmyndari DV fóru á staðinn og stóðu stúlkur nokkrar að verki og játuðu þær að vera fyrsta kvennahljómsveitin í Kvennó. „Jú, það má segja að það sé brotið blað í sögu skólans,” sögðu stelpurnar. Þær sem sveitina skipa heita Edda Kristín Reynis, söngvari, Ragna Gunnarsdóttir, hljómborðsleikari, Iris Kristjánsdóttir, gítarleikari, Elísabet Sveinsdóttir, trommuleik- ari, og Sigurbjörg Níelsdóttir, bassa- leikari. — Oghvaðheitirsveitin? ,,Æ, ef við vissum það, hún heitir alla vega Djellís sisters til að byrja með. Þetta byrjaöi bara sem djók, en svo bauðst bróðir einnar okkar til að lána okkur tæki og æfingapláss þannig að við slógum til. ” Og það leið ekki nema vika á milli hljómsveitar- stofnunarinnar og fyrsta skiptis sem sveitin tróð upp. Hljómsveitin tróð upp tvívegis sama dag. Fyrst á skemmtun í Kvennaskólanum og svo í „partíi” íFáksheimilinu. — Kunniði eitthvaö fyrir ykkur, stelpur? spurði blaðamaöur fullur f ordóma og kvikindisskapar. „Eg hef spilað á píanó síðan ég var sex ára,” segir Ragna, „og ég á tambúrínu síðan ég var þriggja,” bætir Edda söngkona viö. ,,En trommari og bassaleikari höfðu aldrei snert sín hljóðfæri fyrr en þær genguísveitina.” — Spiliðþiðfrumsamið? „Nei, ekki er það nú. En við út- setjum og breytum. Til dæmis breytum við „Kveikjum eld” í pönk- lag...” — Nú.spilið þiðpönk? , Jíei, það er ekkert nema þaö sem er pönklag. Kannski mætti kalla þaö skáta-pönk” — „Þið spilið rokk og ekkert annað en rokk,” skýtur rótar- inn inn í ábúðarfullur. — Af hverju er svo lítið um að stelpur stofni hljómsveitir? „Við erum svo hæverskar. Það er í rauninni erfitt að svara þessari spurningu, en það má líka benda á að það eru fáar stelpur sem kunna á bassa og trommur. Trommumar eru svo mikið rudda- tæki, svo helvíti röff og það þarf svo mikla krafta í að spila að stelpur eru feimnarviðþað.” Óttarr Möller býöur velkomna systur Hildegard er var, príorinno frá árinu Sigurvegaramir íknattspyrnukeppni framhaldsskóla i Borgarfirði. St.Jósepsspítali hélt upp á áttatíu ára afmæli sitt nýverið og bauð velunnur- um spítalans til samkvæmis af því til- efni. 1954 til ársins 1977 er spitalinn var seldur. Hún var i raun framkvæmdastjóri og stóð fyrir byggingu nýja spítalans. Hugvitssemi og atorku hennar var viö brugðið. Núverandi framkvæmdastjóri, Logi Guðbrandsson, sóstibak- sýn ásamt systur Emmannuelle, fyrrum skrifstofustjóra spítalans, og syst- ur Elísu. Logi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri St.Jósepsspítala, ræðir við Sigurð Helgason forstjóra, sem situr i fulltrúaráði spitalans, og Ólaf öm Arnarson yfirlækni. Hár bera saman bækur sinar, annars vogar Sigurgeir Kjartanss. læknir og Jón ingimarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, og hins vegar Geirþrúður H. Bemhöft ellimálafulltrúi og Guðrún Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur. Verðandi bændur standa sig vel í knatt- spyrnu Knattspymumót milli fram- haldsskóla í Borgarfirði fór fram nýlega í Borgarnesi. Keppendur komu frá Hvanneyri, Bifröst, Reykholti og Borgarnesi. Urslit urðu þau að lið Bændaskólans á Hvanneyri bar sigur úr býtum eftir spennandi keppni, lið Reykhyltinga varð í öðru sæti, lið Samvinnuskól- ans i 3. sæti og heimamenn ráku lestina. „Margt býr í bóndanum,” varð einhverjum aö orði er ljóst varð að verðandi bændur höfðu sigrað. ás.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.